Morgunblaðið - 30.10.1959, Qupperneq 20
V EÐRIÐ
Suðvestan kaldi ,skúrir
241. tbl. — Föstudagur 30. október 1959
íþróttir
Sjá bls. 18.
Vöttur strandaði við
Nýfundnaland
IFylgir það
skemmdirnar
séu veruiegar.
fregninni
botni togarans
Áhöfnin heil á húfi
FREGNIR hafa borizt um
það vestan frá Nýfundna-
landi að Austfjarðatogarinn
Vöttur hafi strandað við
hafnarbæinn St. John. Skips-
höfnin er heil á húfi.
Togarinn Vöttur, sem nú er
gerður út frá Hafnarfirði,
undir skipstjórn Karls B.
Magnússonar, hafði orðið að
hætta veiðum vegna bilunar
í spili.
Vöttur leitaði þá inn til hafn-
arbæjarins St. John á Xýfundna-
landi og var þar gert við tog-
vinduna. Togarinn hafi svo látið
úr höfn í fyrradag. Hafði skipið
verið rétt utan við hafnarbæinn,
að því er fregnir herma, er ó-
happið vildi til. Strandaði togar-
inn þar.
★ DREGINN Á FLOT
Að því er frétzt hefur, mun
botn skipsins hafa laskazt all-
verulega. Stórt og öflugt björg-
unarskip hafði farið Vetti til
bjargar og dregið hann á flot og
inn til hafnarbæjarins.
Þjálfun / blindflugi
FLUGFÉLAG íslands hefur
nú fest kaup á mjög fullkomn
um blmdflugstækjum til þjálf
unar fyrir flugmenn. Hér er
um að ræða eftirlíkingu af
flugstjórnarklefa og þar
munu flugmenn félagsins
verða þjálfaðir í öllu því, sem
að blindflugi lýtur.
Blindflugstæki Flugfélagsins
eru brezk, af Link-gerð. í>au
verða nú brátt sett upp úti á
Reykjavíkurflugvelli og mun
Jóhann Gíslason, forstöðumaður
flugumsjónardeildar félagsins,
annast alla umsjón þeirra og
þjálfun.
0
ÍC Dýr tæki
Tæki sem þessi eru mjög dýr
í innkaupi. Á fyrstu árunum eft-
ir styrjöldina var einn slíkur
„flugstjórnarklefi" til hér og var
hann í eigu flugmálastjómarinn-
ar. Var hér þá Breti, sem kenndi
nýliðum blindflug með aðstoð
þessa útbúnaðar.
Síðan hafa allir íslenzkir flug-
menn orðið að sækja þjálfun sína
í blindflugi til útlanda. Flug-
menn Flugfélagsins hafa reglu-
lega verið þjálfaðir í Evrópu, en
flugmenn Loftleiða í Ameríku.
Kvöldiagnoður
Sjálfstæðisfélögin á Akureyri
efna til kvöldfagnaðar á Hótel
KEA á laugardagsk völdið kl. 9
eJi. fyrir þá sem störfuðu fyrir
D-Iistann í alþingiskosningunum
s.l. sunnudag. Aðgöngumiðar
verða afhentir á skrifstofu fé-
laganna á laugardaginn kl. 2—4.
Vegna takmarkaðs húsrýmis er
starfsmönnum bent á að vitja
miða sinna í tíma.
18 manns farast
í flugslysi
AÞENU, 29. okt. Reuter. — Flug-
vél með 18 manns innan borðs
fórst í dag nálægt Tanagra fyrir
norðan Aþenu. Lögreglan hefur
fundið flakið. 1 flugvélinni voru
15 farþegar og 3 menn í áhöfn-
inni. Vélin var á leið frá Aþenu
til Þessalóníku. Flugvélin var af
gerðinni DC-3 og var í eigu
Olympic Airways. — Síðustu
fregnir herma að enginn hafi
I komizt af.
★ Öryggi
Það er því mikill fengur að
þessum tækjum fyrir íslenzka
flugmenn og flugfélögin, því
gamlir flugmenn jafnt sem ný-
liðar verða reglulega að njóta
þjálfunar í blindflugi.
Þannig lítur brezkur teiknari á hlutleysisstefnu Nehrus.
Engar viðræður
hafnar um stjórnar-
myndun
AÐ því er Morgunblaðið frétti
í gær hafði forseti íslands enn
ekki haft viðræður við stjórn-
væntanlega
Seinagangur
með talningu
ÍSAFIRÐI, 29. okt. — Eftir hinn
langa fund yfirkjörstjórnarinnar
hér, urðu þau úrslit mála varð-
andi vafaatkvæðin
sex sem
Með bátafisk
til Aberdeen
ÓLAFSVÍK, 29. okt.: — Héðan
ganga nú á hverjum degi 10 línu-
bátar og hafa þeir fiskað 3—6
tonn af fiski. Er þessi fiskur hið
bezta hráefni til vinnslu í hrað-
frystihúsunum, og ólíku saman að
jafna, gæðum hans og netjafisks-
ins.
Einmitt svona fisk, einkum ýsu,
37 tonn lagði togskipið Stapafell
af stað með til Aberdeen í nótt.
Þar á að selja aflann á mánu-
daginn kemur. Var fiskurinn, sem
er að mestu leyti bátafiskur, eins
og fyrr getur, ísaður í 15—20 tonn
af ís, og standa vonir til þess að
gott verð fáist fyrir slíkan úr-
valsfarm.
minnst hefur verið á í fréttum,
að ákveðið var að skjóta ágrein-
ingsmáli þessu til dómsmálaráðu
neytisins og Alþingis, eins og bæj
arfógetinn komst að orði. Voru
atkvæðin, sem hér um ræðir sett
í umslög og innsigluð.
Á annað hundrað atkvæðaseðl-
um hafi átt sér stað tilfærzlur á
nöfnum frambjóðenda.
Varðandi þann ótrúlega drátt,
sem á því varð að talning at-
kvæða úr kjördæminu hæfist,
gat bæjarfógetinn þess, að það
hefði stafað af því að í 9 kjör-
deildum hafði gleymzt að setja
kjörskrána með öðrum kjörgögn
um. Varð því að síma til undir-
kjörstjórnanna á þessum stöðum
og fá öll nöfnin uppgefin í síma.
Var þetta eðlilega mjög seinunn-
ið verk. — Fréttaritari.
MEXÍKÓBORG, 29. okt: — Full-
trúadeild mexíkanska þingsins
hefur -samþykkt frumvarp frá
öldungadeildinni um að vikka
landhelgina út í 9 sjómílur. Er
hér um að ræða breytingu á 27.
grein í stjórnarskrá Maxíkó.
Osamkomulag um
landanir í Grimsby
Grimsby, 29. okt.
Einkaskeyti til Mbl.
SKIPSTJÓRAR og stýrimenn
á brezkum togurum skýrðu í
dag frá því á fundi með öll-
um greinum fiskiðnaðarins í
Bretlandi, að andstaða þeirra
við landanir á íslenzkum fisk'
hefði í engu breytzt. Fundinn
sátu fulltrúar togaraeigenda,
yfirmenn á skipum, vélstjórar
og fulltrúar uppskipunar-
manna.
Fundinum lauk án þess að
samkomulag yrði um sameig-
inlega stefnu. t yfirlýsingu,
sem gefin var út eftir fundinn,
segir að frekari viðræður fari
fram síðar.
Togarinn Steingrímur trölli
lagðist að bryggju í gærkvöldi
með um 75 þúsund tonn af
fiski. Búizt var við að land-
að yrði.úr honum án nokk-
urra erfiðleika, þannig, að
fiskurinn komist á markaðinn
á morgun.
málaflokkana um
st j ór na rmyndun.
Að sögn Alþýðublaðsins mun
ríkisstjórn Emils Jónssonar ekki
segja af sér, heldur sitja eins og
áður sem minnihlutastjórn, unz
stjórnmálaflokkarnir hafa komið
sér saman um myndun meiri-
hlutastjórnar.
Tíminn skýrir hins vegar svo
frá í gær, að ríkisstjórnin muni
biðjast lausnar þegar er yfirkjör-
stjórn hafi lokið útreikningum á
atkvæðatölum.
Hvað sem því líður hvenær
stjórnin segir af sér, munu nú
vera að hefjast athuganir á mögu
leikum nýrrar stjómarmyndun-
ar, fyrst innan flokkanna, en síð-
an milli flokka.
Tal
teflir við!
Botvinnik
TAL ávann sér í dag réttinn til
að keppa við heimsmeistarann í
skák, Boívinnik. Tal vann áskor-
endamótið sem háð var í Júgó-
slaviu. Hann hlaut 20 vinninga
af 28 mögulegum.
1 siðustu umferð mætti Tal
Benkö og gerði jafntefli við hann
eftir að Benkö tókst að þráskáka.
Aðrar skákir fóru þannig að
Fischer vann Smyslov í 54 leikj-
um. Biðskák varð hjá Friðrik Ól-
afssyni og Keres og hefur Frið-
rik vinningslíkur. Petrosjan á
einnig vinningslíkur gegn Glig-
Hneyksli við veit
ingu embœttis
M A G N Ú S Jochumsson,
póstmeistari, hefur látið af
embætti og við hefur tekið
Matthías Guðmundsson, full-
trúi í tollpóststofunni. —
Hefur embættisveiting þessi
vakið undrun innan póst-
mannastéttarinnar, því að
allir töldu að Sveinn Björns-
son fulltrúi yrði valinn eftir-
maður póstmeistara, énda hef
ur hann tíðum gegnt embætti
hans í fjarveru, og hinn hæf-
asti maður til starfsins.
ic Löng reynsla
Embætti póstmeistara var í
sumar slegið upp lausu til um-
sóknar. Sóttu um það 4 menn.
Skal fyrstan telja Svein Björns-
son fulltrúa, sem verið hefur í
þjónustu póstsins hér síðan 1920.
Hefur hann gegnt embætti póst-
meistara í forföllum og fjarver-
um.
Aðrir sem um embættið sóttu
voru Helgi Björgvin Björnsson
fulltrúi, sem á að baki sér jafn-
langan starfsferil við póstinn og
Sveinn. Þriðji maður er Þórður
Halldórsson póstmeistari á Kefla-
víkurflugvelli og Matthías Guð-
mundsson við tollpóststofuna.
Póstmálastjórnin mælti ein-
dregið með því að embættið yrði
veitt Sveini Björnssyni.
Á Hneyksli
í gærdag veitti ráðherra póst.
mála, Emil Jónsson, forsætisráð-
herra, embætti þetta Matthíasi
Guðmundssyni.
Hafði Matthíasi verið veitt
embættið frá 1. janúar n.k.
að telja og hafði ráðherrann með
þessu virt að engu tillögur póst-
málastjórnar.
vegna
Urðu þjóíar
bíladellu
RANNSÓKNARLÖGREGLAN í
Reykjavík. hefur undanfarna
daga verið að rannsaka mál
tveggja bræðra, sem hafa verið
haldnir ólæknandi bíladellu, en
vegna hennar hafa þeir lent út
á hálar brautir.
Hafa bræðurnir haft þann hátt
á að fara á milli bíilasala hér i
bænum, kaupa bíla, án þess að
greiða nokkurn hluta andvirðis-
ins við afhendingu. Þegar greiða
þurfti, hafa þeir talið sig blanka
og þar með skilað bílunum aftur.
Þetta hefur gengið þannig fyrir
sig í þó nokkur skipti.
Bílunum hafa þeir haldið gang
andi með því að stela í þá benzíni
og varahlutum.
Þá hefur það dregizt inn í
þetta mál, að þeir greiddu eigi
leigu fyrir herbergi. sem þeir
höfðu haft. Höfðu þeir sofið í bíl-
um um nokkurt skeið, því það
var eina þakið, sem þeir höfðu
yfir höfuð sér.