Morgunblaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 6
6
MORCUyRT. AÐIfí
Laugardagur 31. okt. 1959
T ilraunaleikhúsid:
,Steingesturinn4
eftir Alexander Puskin
TILRAUNALEIKHÚS. Þetta er
næstum ginnheilagt nafn í eyrum
þeirra er leiklist unna, og óska-
draumur. Og nú hefur þessi
draumur ræzt — að nafninu til:
það hefur semsé verið stofnaður
flokkur leikara og annarra heið-
urs manna og kvenna, sem hefur
kosið sér þetta virðulega heiti,
og þar með virðist tilganginum
náð — ef dæma skyldi eftir sýn-
ingu þeirri er efnt var til í Sjálf-
stæðishúsinu sl. miðvikudags-
kvöld. Að sjálfsögðu er slíkt út af
fyrir sig tilraun. En tilraunir eiga
misjafnan rétt á sér, eins og allir
vita, og tilraunir eins og vetni-
sprengjutilraunir og umrædd til-
raun Tilraunaleikhússins ber að
fordæma: það er ekki aðeins að
sumir leikara hins nýja leikhúss
eru ekki leiksviðshæfir, heldur er
val leikritsins næsta óheppilegt,
,svo ekki sé meira sagt. Það er
erfitt að hugsa sér jafn útjaskað
tema og þessa don-sjúan-melódíu,
enda ekki vinsælt lengur, að und-
anskildu leikritinu „Man and
Superman" eftir Shaw, og óperu
Mozarts, sem er líklega ódauð-
leg. Því verður að sjálfsögðu ekki
neitað að þetta stutta vers er
Púskin samdi sé snoturt verk, og
gæti veitt talsverða ánægju í með
ferð snjallra leikara, a. m. k.
ágæta hvíld, en það er bara ekki
nóg að heita Púskin og skrifa
„blank-vers“, ekki á tuttugustu
öld! Ég efa, að það hefði tekið
slíkan snilling sem Púskin meira
en röskan klukkutíma að hripa
niður leikrit sem þetta, hefði
hann haft rafmagnsritvél. Og nóg
um það.
Þýðing Kristjáns Árnasonar er
eins og impróvísasjónir ótamdra
fola: sumt skáldlegt og prýði-
legt, annað ósköp hvunndagslegt
og argasti prósi á köflum. — M.
a. o.: Því má manngarmurinn,
hetja leiksins á ég við, ekki heita
Don Sjúan á íslenzkri spönsku,
í stað Don Hvkva-an?
Leikstjórn þeirra Erlings Gísla-
sonar og Jóriasar Jónassonar hef-
ur a. m. k. ekki bitnað á réttum
aðilum; kannski það hafi bara
vantað þriðja leikstjórann.
Erlingur Gíslason fór með hlut
verk Don Sjúans, sem var erfið-
ara en ætla mátti sökum þess hve
Donna Anna veitti honum hjá-
rænuleg tilsvör, þegar þau stóðu
í ástarþrasinu. Það var því líkast
sem hann væri að tala við ferm-
ingarstelpu! Var það að sjálf-
sögðu mjög svo broslegt, enda
skemmti undirritaður sér hið
bezta meðan á því stóð. Bæði þá
og endra nær stóð Erlingur sig
með prýði og sýndi all mikla yf-
irburði yfir flesta samleikara
sína, svo sem vænta mátti. Það
mátti oft heyra, að hann færi með
ljóð, en framsögn hans var þó
dálítið skrikkjótt, oftast prýðileg,
en stundum dró niður í honum,
líkt og hann væri útvarpstæki
sém einhver væri að fikta við.
Samt sem áður er rulla sem þessi
naumast samboðin ungum og gáf-
uðum leikara, og ætti Erlingur
að minnast þess sem Stanislavskí
hefur að segja um gamlar klisj-
ur, og einkum þær spönsku. Hins
vegar gætti Erlingur þess vel að
forðast allt er vekur flökurleika
hjá áhorfendum, lék hressilega
og með talsverðum húmor.
Einar Guðmundsson leikur
Lepórelló, sem er jafn fræg klisja
og Sjúan sjálfur. Þrátt fyrir það
er Einar mjög skemmtilegur,
forðast ofleik — sem hann gerði
sig sekan um í revíunni Rjúkandi
ráð. Það er enginn vafi á því
að Einar býr yfir leikhæfileikum,
— það er bara synd að hann skuli
ekki syngja jafn vel og Guðmund-
ur Jónsson, því þá ætti hann
hvergi heima nema í óperunni
Don Giovanni, og myndi sóma
sér vel.
Guðrún Högnadóttir leikur
Donnu önnu og er talsvert lag-
leg, en verður vart sagt annað
til hróss í sambandi við þessa
sýningu: leikstjórunum hefur
víst láðst að veita henni tilsögn.
Katrín Guðjónsdóttir leikur
Láru og er mikið augnayndi: fer
þar samari fríðleiks kona og fag-
ur búningur. Hún leikur einnig
mjög vel á gítar og kompónerar
snoturlega fyrir það hljóðfæri.
Þrátt fyrir nokkra misbresti í
framsögn var framkoma hennar á
sviðinu hin ánægjulegasta.
Don Carlos er leikinn af Reyni
Oddssyni, sem uppfyllti ekki þær
vonir er undirritaður hafði gert
sér, eftir að hafa séð hann í
„Rjúkandi ráði“. Hins vegar hef-
ur hann til að bera persónuleika
og klaufalegur er hann ekki, og
féll að því leyti vel í hlutverkið.
Karl Finnsson lék munk; hefur
sennilega verið gripið til hans
af misgáningi — eða kannski
þetta sé bara tilraun . . .
Svo áttu að mæta þarna þrír
gestir — fyrir utan steingestinn
— en einn var forfallaður. Hinir
tveir voru ósköp atkvæðalitlir.
Steingesturinn sjálfur var svo
leikinn af Reyni nokkrum Þórð-
arsyni og á hann lof skilið fyrir
þær fáu setningar er hann mælti
af sínum munni. Væri fróðlegt
að sjá hann í fleiri hlutverkum.
Gervið var allgott, en slæm mis-
tök áttu sér stað í þriðja atriði,
er styttan sást ekki frá hægri hlið
salarins, og missti því atriðið
marks að miklu leyti. En það
stendur að sjálfsögðu til bóta.
Enda þótt sýning þessi sé næsta
ómerkileg er hún ekki að sama
skapi leiðinleg, og búningarnir
eru vissulega fagrir. En listhneigð
ir Reykvíkingar bíða ennþá eftir
því tilraunaleikhúsi er þá hefur
dreymt um: Kleist, Giraudoux,
Cocteau, Brecht, Ionesco, Beckett
o. s. frv., m. ö. o. hin stóru nöfn
er verða af hefðbundnum ástæð-
um útundan hjá stóru leikhúsun-
um. Að ógleymdum efnilegum ís-
lenzkum höfundum ,ef guð lætur
fram koma. (Raunar hefur Leik-
félag Reykjavíkur sýnt nokkra
viðleitni í þessa átt, en að sjálf-
sögðu ber þó ekki að líta á það
sem tilraunaleikhús).
Forráðamenn Tilraunaleikhúss
ins hafa raunar gefið loforð um
bjartari framtíð, og er ekki að
tvíla að við það verði staðið, en
þá þarf að „hreinsa til í flokkn-
um“, því sumir meðlimir hans
eiga ekki erindi á leiksvið. Ef
það verður gert, er vissulega bet-
ur farið en heimasetið. Að öllu
samanlögðu ber að bjóða þennan
nýja leikflokk velkominn til
starfa — bara ef hann bjóði okk-
ur áhorfendum, sem lifum á
spútnik-öld, ekki upp á jafnklass-
íska sætsúpu og þá er um getur
hér að framan. Og betri leik,
takk!
Oddur Björnsson.
★
P.S.: Ég vil leyfa mér að vekja
athygli á kjarnorkukviðlingi um
Púskín eftir sjálfan Pasternak,
sem er aftan á leikskránni, í
þýðingu Geirs Kristjánssonar. —
Þarf enginn að sjá eftir þrem
krónum í hann.
Eyjólfur Stefánsson
frá Dröngum — minning
EYJÓLFUR Stefánsson frá
Dröngum á Skógaströnd, lézt á
heimili sínu í Hafnarfirði 24.
þ.m. Það eru ekki margir mán-
uðir síðan hann var að hitta á
götum Hafnarfjarðar, eða við
eitthvað af þeim margþættu
störfum sem hann tók sér fyrir
hendur, því þrátt fyrir háan ald-
ur var hann ávalt sívinnandi. og
oft var starf hans meira af hjálp-
íýsi en í hagsmunaskyni.
Með Eyjólfi frá Dröngum er
fallinn í valinn stórbrotinn at-
hafna og dugnaðarmaður bæði
til sjós og lands, því. þó Eyjólf-
ur væri fyrst og fremst bóndi,
voru sjóferðir hans á Breiðafirði
og víðar það mikill liður { starfi
har.s að þess mun lengi verða
minnzt.
Eyjólfur var fæddur að Frakka
nesi í Dalasýslu 20. nóv. 1868,
en ólst upp í Rauðseyjum hjá
Jóni Jónssyni sem þar bjó. 25 ára
að aldri hóf hann búskap í Geit-
areyjum, en flutti að Dröngum
á Skógaströnd upp úr aldamót-
unum, og bjó þar all myndarleg-
um búskap þar til hann flutti
til Hafnarfjarðar 1920.
Eyjólfur var tvígiftur. Fyrri
kona hans var Sigríður Friðriks-
dóttir frá Bjarnareyjum og varð
þeim 5 barna auðið, og eru 4
þeirra á lífi. Seinni kona hans
var Jensína Jónsdóttir frá Arn-
arbæli á Fellsströnd, og eru 5
börn þeirra á lífi. Jensína lézt
í Hafnarfirði 1927. Eftir að Eyj-
ólfur missti eeinnii konu sína
hefur hann átt því láni að
fagna, að einhvert barna hans
hefur haldið heimili fyrir hann,
en þó hefur hann lengst notið
ástúðlegrar umhyggju Salbjarg-
ar dóttur sinnar.
Með þessum fáu línum vil ég
votta hinum mörgu ættingjum
og vinum Eyjólfs samúð mína.
B. J.
Ungtemplaradagurinn
á sunnudaginn
ÞAÐ var fyrst í fyrra eða árið
1958, að Ungtemplaradagurinn
var hátíðlegur haldinn hér á
landi. En hann er raunverulega
3. október ár hvert.
Þessi dagur er helgaður með
samkomum alþjóðlegu samstarfi
ungtemplara um allan heim og
eru hverju sinni valin einhver
skrifar úr dctglega hfinu .
HF
Fjöllin hinum megin
á tunglinu.
EIMSPEKIN hefur á liðnum
öldum glímt við ýmsar tor-
ráðnar gátur. Þar hefur mynd-
azt sá talsháttur þegar eitthvað
hefur reynzt óútskýranlegt, að
ekki væri frekar hægt að leysa
það heldur en hægt væri að segja
um hvort fjöll væru hinum meg-
in á tunglinu. Þessi talsháttur
rifjaðist upp fyrir Velvakanda er
birt var mynd af bakhlið tungls-
ins hér í blaðinu fyrir fáum dög-
um. Ef til vill er því svo varið
á fleiri sviðum vísinda, að það
sem eitt sinn hefur verið talið
óskýranlegt og óskiljanlegt verð-
ur einn góðan veðurdag blákald-
ur raunveruleiki.
Vevakanda hefur borizt eftir-
farandi bréf:
Þagnarmerki
ríkisútvarpsins.
ÆRI Velvakandi!
Mig langar til að biðja þig
að koma nokkrum athuga-
K
Væri ekki eins hægt að leika
lagstúf í staðinn? Einnig langar
mig til þess að spyrja hvernig
standi á þessu hléi á sunnudögum
milli guðsþjónustu og hádegisút-
varps. Guðsþjónustan er vana-
lega búin um kl. 12,00, en há há-
degisútvarp hefst ekki fyrr en
kl. 12,15. Mætti ekki nota þess-
ar mínútur og leika eina eða tvær
aríur með Enrico Carúsó, sér-
staklega þar sem Ríkisútvarpið
virðist ekki finna þessum mesta
söngvara allra tíma. nokkurt rúm
í dagskrá sinni.
Komast ekki vel fyrir
í ísskáp.
LOKSINS hefur Mjólkursam-
salan tekið upp þann sálf-
sagða sið, að selja mjólk í pappa-
umbúðum. En mikil urðu von-
brigði mín, þegar ég sá umbúð-
irnar, bæði hvað snertir lögun
og annað útlit. í fyrsta lagi er
lögun þessa viðrinspoka á þann
veg, að mjög slæmt er að koma
þeim haganlega fyrir í ísskáp, sér
í lagi ef búið er að „klippa topp-
inn af“, þeir vilja velta um
(hornin fara niður á milli riml
anna) og flóir þá mjólkin yfir
það, sem fyrir verður. í öðru
semdum á framfæri fyrir mig.
Undanfarið hefur Ríkisútvarp-
ið tekið upp á því að senda út í
ljósvakann, mér liggur við að
segja í tíma og ótíma, svokölluð
þagnarmerki milii dagskráriiða. lagi er erfitt að hella úr þessum
pokum án þess að innihaldið hell-
ist út fyrir. í þrið.ja lagi er lit-
urinn ósmekklegur og málið á
leiðbéiningunum harla snubbótt.
Hefði ekki verið nær að hafa
ílátin flösku- eða strokklaga og
fara þar eftir bandarískum fyr-
irmyndum, eins og t. d. ,Sealbest‘
eða ,Bordeno‘.
MÉ'
Gluggaþvottur
innandyra.
R finnst ófyrirgefanlegur
dónaskapur afgreiðslu-
stúlkna Mjólkursamsölunnar (í
Vogum) að leyfa sér að vera við
gluggaþvott innandyra innan um
opnar kyrnur og dalla og það
á mesta annantíma dagsins (f. h.
21—10—59).
Kvikmyndahús og strætisvagn-
ar verða fyrir barðinu á hvimieið
um lýð tiltölulega fárra unglinga,
sem hafa í frammi hávaða og
jafnvel verri dónaskap. Þyrftu
viðkomandi aðilar að drífa í að
vísa þeim á dyr, það myndi fljótt
kenna þeim betri siðu.
Hvenær ætla kvikmyndahúsin
að hætta að storka „í-tæka-tíð-
komnum-gestum-sínum“, með því
að ryðja fólki yfir þá meðan á
sýningu stendur?
F. K.
sérstök einkunnarorð, sem í ör-
stuttri setningu minna á það, sem
hæst ber hverju sinni í hugsjón
og samstarfi þeirra alþjóðlegu
samtaka, sem Ungtemplara-
hreyfingin er.
Að þessu sinni voru valin orð-
in „Alþjóðlegt samstarf tryggir
heimsfriðinn". Benda þessi orð
sérstaklega til þess, að flótta-
mannavandamálið er nú efst á
baugi. Og hafa Ungtemplarar
víða um heim bundizt persónu-
legum heitum um að gera allt
sem í þeirra valdi stendur til að
hjálpa flóttamönnum bæði með
fjárframlögum og öðrum stuðn-
ingi við flóttamenn t. d. að út-
vega þeim landvistarleyfi eða
atvinnuleyfi, vegabréf og þess
háttar.
En það er margt fleira en
flóttamannavandamálið, sem ein-
kunnarorðin „Alþjóðlegt sam-
starf tryggir heimsfriðinn**
minna á. Ungtemplarar þurfa að
gera allt sem í þeirra valdi
stendúr til að draga úr misskiln-
ingi, öfund, vanþekkingu og
hatri, sem ríkir meðal þjóðanna,
en allt þetta skapast af stjórn-
málum og margs konar sárum
minningum og valdastreitu, sem
kyndir ófriðarbálið.
í stað þess þarf að móta
bræðralag, vináttu og örugg við-
skipti, hjálpa til að draga úr fá-
tækt, eymd, áþján og kúgun.
Gjafir, heimboð, ferðalög, sendi-
nefndir og bréfaviðskipti geta
skapað hina nauðsynlegu snert-
ingu, sem þarf til að rjúfa hina
alþjóðlegu spennu og draga úr
hinu svonefnda „kalda stríði“, en
veita í staðinn bróðurhug og
friðarvilja.
En til alls þessa verður ein-
hverju að fórna, eitthvað að
gefa annað hvort af erfiði eða
Framh. á bls. 15.