Morgunblaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ SV kaldi — Skúrir. Samtal við Friðrik Ólafsson. Sjá bls 18. Laugardagur 31. október 1959 Snarráður maður kom í veg fyrir slys UM fjögur leytið i gser bjargaði snarráður maður maður barni frá limlestingu eða dauða á Rauðar- árstígnum. Þetta atvikaðist þann- ig, að maðurinn, Agnar Einars- son, sýningarstjóri hjá Stjörnu- bíói var á gangi eftir Rauðarár- stígnum og var kominn að bið- stöð strætisvagnanna við Rauðar- árstíg, er lítill drengur á áttunda ári, kom hlaupandi eftir gangstétt arbrúninni, án þess að lí^a til vinstri eða hægri, og skall á Agn- ar með þeim afleiðingum að hann féll á götuna, rétt í þann mund, að strætisvagn bar þar að. Lenti drengurinn undir vagninum milli fram og aftur hjólanna. Agnari Varðukaffi ValhöII í dag S STJÖRN Landsmálafélagsms • Varðar hefur ákveðið, að j Varðarkaffið hefjist að nýju S S að loknu sumarhléi og verður ■ S 3—5 S s s j fyrsta Varðarkaffi að þessu i sinni í Valhöll í dag kl. S s.d. j Fyrir tæpum þremur árum , ^ tók stjórn Varðar upp þá ný- s S breytni í félagsstarfinu að ) S gefa Varðarfélögum og öðru ' ■ Sjálfstæðisfólki kost á því aff s S koma saman á laugardögum ) S til síðdegiskaffidrykkju í fé- • } Iagsheimili Sjálfstæðismanna s | Valhöll. s S Tilgangurinn með þessari ■ ) starfsemi er að gefa mönnum s S tækifæri til þess að hittast til S S nánari kynna og viðræðna um ■ J sameiginleg áhugamál. s ( Varðarkaffið er nú orðinn S S vinsæll Iiður í félagssarfi | $ Varðar og vill stjórn félags- ■ S ins eindregið hvetja Varðar- s i félaga og annað Sjálfstæðis- S ^ fólk til að mæta. S Einhverjir af forustumönn- ( ) um Sjálfstæðisflokksins munu S i mæta í Varðarkaffinu hverju ■ S sinni. s í S tókst á síðustu stundu að þrifa drenginn upp af götunni, áður en afturhjólin færu yfir hann. Drengnum varð ekki meint af fallinu og tók sér far með sama strætisvagni heim til sín. Stöðuveitingin vakti enga furðu f TILEFNI af grein í Morgun- blaðinu 30. okt. varðandi veit- ingu póstmeistaraembættisins í Reykjavík. Vill stjórn P.F.Í. taka fram eftirfarandi: Umrædd stöðuveiting hefur ekki vakið neina furðu innan póstmannastéttarinnar eins og umrædd grein gefur til kynna. Hinn nýskipaði póstmeistari hef- ur unnið manna mest að málefn- um póstmannastéttarinnar og stofnunarinnar, og hyggur Póst- mannafélagið því gott til sam- starfs við hann. Allir umsækjendurnir eru starfs menn í P.F.f. og eiga langan og víðtækan starfsaldur að baki. (Frá Póstmannafélaginu). Þessi mynd er af togaranum Vetti frá Eiskifirði, sem strandaði við Nýfundnaland á dögunum._ Vötfur skemmdist mikiö Stöðvaði allar skipaferðir um hafnar- mynnið í heilan sólarhring EINS og frá var skýrt í Mbl. í gær, strandaði togarinn Vöttur frá Eskifirði fyrir ut- an St. Johns á Nýfundnalandi fyrr í vikunni. — Nánari fregnir hafa nú borizt af þess- 400 þús. kr. komu inn fyrir landhelgismerki í GÆR átti Mbl. tal við Lúðvík^ Guðmundsson, framkvæmda- stjóra samtakanna „Friðun miða — Franatíð lands“ og spurði hann frétta af merkjasölunni kosn- ingadagana. Skýrði Lúðvík svo frá, að þeg ar væri fengin vissa fyrir því. að selzt hefðu merki fyrir rúm- lega 400 þúsund kr. Enn vantaði þó skilagrein frá allmörgum stöð um og mætti því búast við því, að þessi upphæð ykist talsvert. Lúðvík Guðmundsson kvað það hafa verið áberandi hve áhugi manna fyrir þessu hefði verið mikill úti á landsbyggðinni. Balletflokkurmn kernur í dag BANDARÍSKI ballettflokkur- inn kemur til Reykjavíkur í dag um kl. 4 síðdegis með Constell- ation flugvél frá hollenzka flug- félaginu KLM. Kemur flokkur- inn beint frá Lissabon, en allur farangur hans mun hafa komið til Keflavíkur í gær með banda rískri herflugvél. Vatnið í stóru holunni getur hitað upp híbýli 1500 manna ENN er unnið við stóru borhol- una við Nóatún, og er rennsli hennar nú rúmir 6 lítrar á sek. af um 147 stiga heitu vatni, þar sem vatnið kemur inn í hana, en hitastigið verður tæplega Óformlegar viðrœður við formenn flokka EINS og skýrt var frá hér í blaðinu í gær eru enn engar viðræður hafnar um væntan- lega stjórnarmyndun. Mbl. frétti hins vegar, að forseti íslands hafi undan- farna daga átt óformlegar við ræður við formenn flokka um viðhorfin að kosningum Iokn- um og í samtali við blaðið í gær, staðfesti forsetaritari, að þetta væri rétt. Forsetaritari tók aftur á móti fram, að að sjálfsögðu mundi forseti Islands ekki hlutast til um stjórnarmynd- un fyrr en núverandi ríkis- stjórn hefði sagt af sér. hærra en 140 stig, þegar vatnið er komið upp úr holunni, að því er Gunnar Böðvarsson skýrði blaðinu frá í gær. Sagði Gunnar, að vatnið í holunni ætti sam- kvæmt útreikningi að nægja til að hita upp híbýli 1500 manna, eða til að hita upp 150 hús af venjulegri stærð. Holan er 2200 metra djúp, og mun vera dýpsta hola í heimi, og hitastig vatnsins er það hæsta, sem fengizt hefur hér á landi. Ekki hefur verið kostur á að mæla allar holurnar, sem stóri borinn hefur borað vegna þess, að engin ræsi eru á milli holanna. En af þeim ár- angri, sem náðst hefur með stóru holuna, er augljóst, sagði Gunn- ar Böðvarsson að lokum, að hægt er að sækja heita vatnið miklu dýpra en áður hefur verið gert. um atburði. Skipið var á leið út úr höfninni sl. þriðjudags- kvöld, er það strandaði á grynningum, svonefndum „Pancake Rock“, rétt innan við hafnarmynnið. Orsök ó- happsins mun hafa verið bil- un á stýrisútbúnaði, en mikil þoka var á og þungur sjór, er þetta gerðist. * Á FLOT AF SJÁLFSDÁÐUM Það var ekki fyrr en undir kvöld á miðvikudag, að Vöttur komst aftur á flot — fyrir eigin vélarafli. Hafði hann þá lokað höfninni í St. Johns í nær sólar- hring, en, eins og fyrr segir, strandaði skipið rétt við innsigl- inguna, og þar sem hún er frem- ur þröng, þótti ekki þorandi að önnur skip færu þar um, á með- an Vöttur var á strandstaðnum. Á skipinu var 32 manna áhöfn, og voru sumir þeirra flutt ir í land fljótlega, en nokkrir voru áfram um borð til þess að undirbúa að koma skipinu á flot aftur á háflóði. Skip voru til taks í grenndinni, ef á þyrfti að halda. Allir eru skipsmenn heilir á húfi og ómeiddir. — Vöttur var tekinn upp í slipp þegar á mið- vikudagskvöld til þess að rann- saka skemmdirnar, sem eru all- miklar. Mikill hluti botnsins er mjög dældaðúr, og einnig lösk- uðust skutur og stýri mjög. — Er athugun hafði farið fram á skemmdunum, var Vöttur tek- inn úr dráttarbrautinni, en mun verða tekinn upp aftur í næstu viku til viðgerðar. ★ ÓHEPPNIN ELTIR Fréttamaður blaðsins vestra átti í gær tal við einn af áhöfn Vattar, Árna Pétursson, og lýsti hann því, hvernig óheppnin hefði elt skipið í þessari veiði- för, allt frá því að siglt var frá Hafnarfirði: — Skömmu eftir að við létum úr höfn, urðum við að snúa við aftur vegna óhapps, sagði hann. — Við reyndum aft- ur, en eftir að við höfðum verið aðeins skamma stund á veiðum, brotnaði togvindan. Er við höfð- um fengið viðgerð á henni hér, fréttum við að afli væri góður og létum þá úr höfn — en strönd- uðum þá áður en við komumst út úr höfninni. Við höfðum að- eins veitt þrjár lestir af fiski. Síðan lýsir Árni því, hvemig strandið varð, kl. 7 síðdegis á þriðjudag. — Við höfðum hafn- sögumann um borð, en skipið lét ekki að stjórn — og skyndilega rakst kinnungur þess á skerið. Síðan sneri vindurinn því, svo að skuturinn rakst einnig á — og við sátum fastir á skerinu. — Tveir dráttarbátar komu til hjálp ar en dráttartaugarnar brustu og skipið sat jafnfast og áður. Þá voru 14 af áhöfninni sendir í land og síðan reynt að ná Vetti út aftur, en ekkert gekk. Að vísu losnaði skipið að framan, en sat fast að aftan eftir sem áður. — Var þá öll skipshöfnin flutt frá borði, nema skipstjórinn og loft- skeytamaðurinn — og auk þess var hafnsögumaðurinn áfram um borð. — Tókst Vetti þá, á há- flóði á miðvikudaginn, að losna af skerinu fyrir eigin vélarafli. Blíðviðri við Eyjafjörð DALVÍK, 30. okt. — Blíðviðri var hér í dag, sólskin og sunnanand'- vari með 14 stiga hita. Hefur tíð- arfarið verið óvenjulega milt í allt haust, aðeins gránað í fjöll tvisvar sinnum, og .svo stillt til sjávarins að um mánaðarskeið varð aldrei landlega, vegna veð- urs, en afli hefur jafnan verið tregur, 6—8 skippund í róðri á línubátum. Löndun í Grimsby gekk órekstralaust 30. okt Einka- s til Mbl. — Landaff var ) dag um 50 lestum af s togskipinu S — og GRIMSBY. ( skeyti S hér í ) fiski úr íslenzka S Steingrími trölla — og gekk) S löndunin greifflega og á- ^ ) rekstralaust. Seldist afli skips s \ ins fyryir 3.410 sterlingspund. ) S Brezkir skipstjórar höfffu \ ) hótaff verkfalli, ef haldið væri s | áfram að landa úr íslenzkum ) j skipum í brezkum höfnum, en ■ S ekkert hefir frekar gerzt í því s ) máli. — Eftir aff Steingrímur ) ; trölli hafffi selt afla sinn, lét) S Þórarinn Olgeirsson, vara- ( ) ræffismaffur svo um mælt, aff s | íslendingarnir væru ánægðir ) S meff söluna — og „meff til- ^ ) liti til allra affstæffna hér, virff s \ ist ástæffa til aff vona, aff ís- ) S lenzk skip geti haldið áfram ; aff selja afla sinn hér, án þess { ■' aff til frekari árekstra komi“, ) S bætti hann við. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.