Morgunblaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 19
Laugardagur 31. okt. 1959
MORCVTSBLAÐÍÐ
19
— Ohuhneykslið
Framhald af bls. 1.
þaettir biver inn. í annan og verða
Þ'^WÍi fyllilega aðgreindir. Er
rannsókn þessara ýmsu þátta mis
jafnlega langt á veg komin. Segja
má, að rannsókn eins þessara
þátta sé að mestu lokið. Er það
þátturinn, sem fjallar um toll-
frjálsan innflutning H. I. S. og
Olíufélagsins hf. á bifreiðum, alls
kyns vélum, tækjum, varahlut-
um, frostlegi, ísvamarefnum og
terpentínu.
t>ar sem rannsókriardómaramir
eru þess áskynja, að ýmsum sög-
um fari af þessum innflutningi
fyrirtækjanna og þar sem þessi
þáttur málsins virðist liggja ljós
fyrir í öllum aðaldráttum, þykir
þæði rétt og skylt að skýra frá,
hvað rannsóknin hefir leitt í ljós
um hann, ef það mætti verða til
að leiðrétta missagnir:
Hinn 9. apríl 1952 reit þáver-
andi framkvæmdastjóri H. í. S.,
Haukur Hvannberg, utanríkis-
ráðuneytinu bréf með beiðni um,
að utanríkisráðuneytið úrskurði,
hvort H. í. S. heimilist tollfrjáls
innflutningur á tækjum til af-
greiðslu á flugvélabenzíni og öðr-
um olíuafurðum til varnarliðsins,
þar sem það væri skilningur
H. í. S. á varnarsamningnum frá
5. maí 1951, að félagið ætti rétt
á slíkum tollfrjálsum innflutn-
ingi, því að að öðrum kosti félli
það í hlut H. í. S. að greiða að-
flutningsgjöldin af tækjunum og
yrði því félagið að hækka gjaldið
fyrir þjónustuna við varnarliðið,
sem því næmi. Ekki verður séð
af gögnum utanríkisráðuneytis-
ins, að þessu bréfi hafi nokkurn
tíma verið svarað. Upplýst er, að
utanríkisráðuneytið hefir aldrei
veitt H. f. S. leyfi til tollfrjálss
innflutnings blfreiða, tækja, vara
hluta eða byggingarefnis.
Engu að síður hófst H. f. S.
handa um innflutning alls kyns
tækja, véla o. fl. Þegar árið 1952,
án þess að greiða toll af varn-
ingnum. Rannsóknin á slíkum
tollfrjálsum innflutningi H. í. S.
og Olíufélagsins hf. nær yfir öll
árin frá komu varnarliðsins 1951
til ársins 1959. í stórum dráttum
gekk þessi innflutningur þannig
fyrir sig, að fyrirtækin pöntuðu
hjá fyrirtækinu Esso Export
Corporation, New York, munn-
lega eða skriflega, varninginn
með beiðni um, að fylgiskjöl með
varningnum væru stíluð á varnar
liðið eða erlenda verktaka á
Keflavíkurflugvelli, en send
H. í. S. eða Olíufélaginu hf. Var-
an var greidd af gjaldeyrisinn-
stæðum fyrirtækjanna hjá Esso
Export Coporation, sem sér um
innheimtur fyrir H. f. S. og Olíu-
félagið hf. á því, sem þessi félög
selja varnarliðinu og erlendum
flugvélum, þ. e. vörum og þjón-
ustu. Þegar varan var komin til
landsins og fylgiskjölin í hendur
Oliufélagsins hf. eða H. í. S. voru
farmskírteinin send suður á
Keflavíkurflugvöll til fyrirsvars-
maúnna H. í. S. þar, sem sáu um
að afla yfirlýsingar varnarliðsins
og áritunar á farmskírteinin þess
efnis, að varan væri flutt inn til
notkunar fyrir varnarliðið. Síðan
voru farmskírteinin send til
Reykjavíkur, þar sem þeim var
framvisað til tollafgreiðslu. Lá
þá varan á lausu, án greiðslu
tolls, til flutnings suður á Kefla-
víkurfugvöll. Tollgæzlan þar
skyldi fylgjast með því, að varan
kæmi inn á völlinn, m. a. með
stimplun tollseðla, er fylgdu vör-
unni.
Meðal þessa tollfrjálsa innflutn
ings H. í. S. og Olíufélagsins hf.
kennir margra grasa: Þrjár benz-
ínafgreiðslubifreiðir, 11 tengi-
vagnar til afgreiðslu smurnings-
olíu o. fl. til flugvéla, 20 dælur til
afgreiðslu á mótorbenzíni, 19
dælur til afgreiðslu á flugvéla-
eldsneyti og 2 loftdælur, ásamt
mælum. Ennfremur stálpípur,
ventlar, lokur, rennslismælar,
slöngur o. fl. í neðanjarðarleiðslu-
kerfi H. f. S. vegna flugafgreiðsl-
unnar á Keflavíkurflugvelli, svo
og varahlutir í benzíndælur og
bifreiðir, dekkjaviðgerðarefni,
pípulagningarefni alls konar,
krossviður, gólfflísar, 216.703
pund af frostlegi, 350 tunnur af
terpentínu, 52.203 pund af ísvarn-
arefni og jafnvel áfengi.
Framkvæmdastjóri H. f. S.
tímabilið, sem þessi innflutningur
átti sér stað, Haukur Hvannberg,
hefir haldið því fram, að það sé
skilningur sinn á ákvæðum varn-
arsamningsins um tollfrjálsan
innflutning til varnarliðsins og
erlendra verktaka á Keflavíkur-
flugvelli, að H. í. S. hafi verið
heimilt að flytja þenna vaming
inn tollfrjálst, þar sem innflutn-
ingurinn standi allur í sambandi
við þjónustu H. í. S. við varnar-
liðið.
Rannsóknin hefir að sjálfsögðu
beinzt að því, hverju nemi verð-
mæti alls þessa innflutnings. Enn
hefir ekki tekizt að fá upplýsing-
ar um verðmæti alls þessa varn-
ings, en þegar liggja fyrir gögn,
er geyma upplýsingar um verð-
mæti megin hluta innflutnings-
ins. Er lagt til grundvallar inn-
kaupsverð (fob-verð). Nemur
það samtals um $130.000,00 eða
röskum kr. 2.100.000,00. Ekki hef-
ir enn verið reiknað út hverju
aðflutningsgjöldin af varningi
þessum mundu numið hafa.
Eftir að rannsókn málsins hófst
sótti Olíufélagið hf. um innflutn-
ingsleyfi fyrir vatnseimingar-
tæki og varahlutum í Leyland-
bifreiðir. Hafði varningur þessi
verið fluttur inn árið 1958, eða
nokkru áður en dómsrannsókn
málsins hófst. Varningurinn var
fluttur inn í nafni varnarliðsins.
Vatnseimingartækið var keypt
frá Bandaríkjunum og kostaði
$7.160,00. Varahlutirnir voru
keyptir í Englandi, enda eru Ley-
landbifreiðir enskrar gerðar. Inn-
kaupsverðið nam £2371-0-0. Inn-
flutningsleyfin voru veitt. Að
flutningsgjöldin af þessum send-
ingum báðum námu samtals kr.
176.765,00.
Hinn 24. júní 1958 reit H. f. 3.
fjármálaráðuneytinu bréf, þar
sem félagið óskaði umsagnar
ráðuneytisins á fyrirhugaðri lán-
viðtöku félagsins á sérstökum
tækjum til afgreiðslu á eldsneyti
til farþegaþrýstiloftsflugvéla. Lán
veitandinn var, samkvæmt upp-
lýsingum H. f. S., Esso Export
Corporation, New York. Ráðu-
neytið svaraði með bréfi, ds. 3.
júlí 1958, á þá lund, að lagaheim-
ild brysti til að sleppa þessum
afgreiðslutækjum við aðflutnings
gjöld. Hins vegar féllst ráðuneyt-
ið á það, með skírskotun til við-
eigandi ákvæða tollskrárlaga, að
innflutningsgöldin yrðu aðeins
tekin af leigu tækjanna. H. f. S.
sótti síðan um innflutningsleyfi
fyrir tækjunum. f umsókninni,
sem er dagsett 7. júlí 1958, er beð
ið um innflutningsleyfi fyrir af-
greiðslutæki fyrir flugvélaelds
neyti. Leyfi var veitt með þeim
skilyrðum, sem fjármálaráðuneyt
ið setti og framan greinir. Af-
greiðslutækið kom til landsins 7.
júlí 1958. í tollinnflutnings-
skýrslu, sem gefin er út af Olíu-
félaginu hf. 14. júlí 1958, er tækið
nefnt vörubifreið og leigan metin
á $2000,00. Aðflutningsgjöldin
voru reiknuð út í samræmi við
leiguna og námu kr. 22.854,00.
Hinn 19. marz 1959 sótti Olíufélag
ið hf. um innflutningsleyfi fyrír
bifreiðinni, þar sem félagið,
vegna breyttra afgreiðsluhátta,
hefði þörf fyrir að kaupa bifreið-
ina. Leyfið var veitt. Bifreiðin,
með geymi (tank), kostaði
$10.287,00. Aðflutningsgjöldin
námu kr. 80.891,00. í fórum dóms-
ins eru hins vegar gögn, sem
geyma upplýsingar um, að bif-
reiðin hafi aldrei verið notuð til
að afgreiða eldsneyti á farþega-
þotur og að H. í. S. hafi keypt
bifreiðina fyrir atbeina Esso Ex-
port Corporation þegar í júní
1958 og Esso Export hafi greitt
andvirði bílsins og geymisins í
júlí 1958 af innstæðum H.í. S. hjá
Esso Export.
Skylt er að geta þess, að megn-
ið af þeim innflutningi, sem að
framan greinir og inn kom í nafni
varnarliðsins, hefir verið og er
notaður vegna þjónustu H. 1 S.
við varnarliðið, ýmist einvörð-
ungu eða bæði til að þjóna varn-
arliðinu, erlendum farþegaflug-
vélum og íslenzkum aðilum.
Vegna blaðafregna er skylt að
geta þess, að ekkert hefir fram
komið í rannsókn málsins, er
bendi til, að H. í. S. eða Olíu-
félagið hf. hafi í vörzlum sínum
þjófstolna muni frá varnarliðinu
eða öðrum.
Rannsóknin hefir hins vegar
leitt í ljós, að H. í. S. hafi fengið
að láni hjá varnarliðinu tvær
dælur og einn vörulyftara.
Reykjavík, 30. október 1959.
Gunnar Helgason,
Guðm. Ingvi Sigurðsson.
Op/ð til kl. I
NEO-kvartettinn leikur.
Sími 35936.
LOFTU R h.f.
LJÖSMYNDASTOFAN
Ingólfsstræti 6.
Pantið tíma í sín.a 1-47-72.
MALFLUTNINGSSTOFA
Einar B. Guðmundsson
Guðlaugur Þorláksson
Guðmundur Pétursson
Aðalstræti 6, III. hæð.
Símar 12002 — 13202 — 13602.
Nýtt
leikhús
S jónlei k ur inn:
Rjúkandi róð
Sýning í kvöld.
UPPSELT.
Sýning annað kvöld.
. UPPSELT. ^
\ Ósóttar pantanir seldar eftir s
) kl. 4 sýningardag. Sími 22643. |
N ý 11
! leikhús
I. O. G. T.
Barnastúkan Díanna nr. 54
1. fundur vetrarins verður á
morgun kl. 10 f.h. Kvikmynda-
sýning. Mætið öll.
Félagslíf
K.R. Skíðadeild
Félagar hittumst öll í Skála-
felli um helgina. Sjálfboðavinn-
an er í fullum gangi.. Farið verð-
ur frá Varðarhúsinu kl. 2 á laug-
ardag. — Stjórnin.
Hörður Olafsson
lögfræðiskrifstofa, skjalaj ýðandi
og dómtúlkur i ensku.
Austurstræti 14,
sími 10332, heima 35673.
Körfuknattleiksdeild K.R.
4. flokkur karla: Mætið stund-
víslega kl. 4 e.h. í dag (laugar-
dag), í K.R.heimilinu. — Mjög
áríðandi er að allir 4. fl. dreng-
xr mæti. — Þjálfari.
3. flokkur karla
Munið æfinguna í kvöld ‘J.
8,35. — Stjórnin.
Skíðadeild Í.R.
Vinnan við nýja skálann held-
ur áfram um þessa helgi. Mætum
öll með hamar og sög. Kvöld-
vaka á laugardagskvöld. Ferðir
frá B.S.R. laugardag kl. 2 e.h.
Til sölu
MYFORD combineruð Trésmíðavél Rennibekkur —
Hjólsög — Bandsög — Afréttari — Slípiskifa —
Smergel. Mjög lítið notuð. Verð kr. 12,000,00. Upp-
lýsingar í síma 24680 eftir kl. 1.
Fyrirtæki til sölu
Stórt fyrirtæki í fullum gangi með öruggan markað
er til sölu. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 4. nóv.
merkt: „Fyrirtæki — 8803“.
Auglýsing
frá Bæjarsíma Reykjavikur
Bæjarsímann vantar nú þegar verkamenn við jarð-
símagröft. Nánari upplýsingar gefa verkstjórar
Bæjarsímans Sölvhólsgötu 11 kl. 13—15 daglega,
símar: 1 10 00 og 1 65 41.
Dugleg afgreiðslustúlka
óskast í fataverzlun í miðbænum. Tilboð merkt:
„Ábyggileg — 8806“ leggist inn á afgreiðslu blaðs-
ins, ásamt meðmælum, ef til eru.
Ford Taunus station ’59
i
De Luxe tvílitur ókeyrður til sölu. Tilboð óskast
sent pósthólfi 447 eða afgr. Mbl. merkt: „Stað-
greiðsla — 8798“.
Til sölu
er 4ra herbergja íbúð við Drápuhlíð. Stærð ca. 127
ferm. Hitaveita. Ennfremur 3ja herb. ibúð við
Lönguhlíð. BQskúrsréttindi. Uppl. gefur
BJÖRGVIN SIGURÐSSON, hdl.,
kl. 1,30—3,30 í dag — sími 18764.
Heimasimi: 14247.
Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem minntust min
á sjötugsafmæli mínu.
Margrét Lárusdóttir, Úthlíð 6.
Innilegustu þakkir færi ég öllum þeim sem sýndu
mér sóma og vinsemd á áttræðisafmæli minu 5. október
síðastliðinn.
Guð blessi ykkur öll.
Þórey Nikulásdóttir, Stykkishólmi.
Faðir minn og fósturfaðir
SIGURGEIR DANÍELSSON
andaðist að sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 29. þ.m.
Ásgeir Sigurgeirsson, Sigurður P. Jónsson.
Innilegar þakkir öllum þeim sem hafa auðsýnt mér og
mínum samúð við andlát og jarðarför föður mins
EGILS PÁLSSONAR
frá Norður-Flankastöðum
Einar Egilsson.