Morgunblaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 8
8 MORCTJNfíT, AÐIÐ Laugardagur 31. okt. 1959 Sigríður Guðmunds- dóttir 70 ára ÞANN 21. september s.l. varð Sigríður Guðmundsdóttir á Kverngrjóti { Saurbæ í Dala- sýslu 70 ára. Ég hef hvergi séð getið þessa áfanga í lífi þessarar *ierku konu og því freista ég þess að minnast hennar með fáeinum orðum hér í blaðinu i dag. Sigríður fæddist á Einfætlings gili í Bitru. Foreldrar hennar voru Guðmundur Einarsson og María Jónsdóttir, búandi hjón þar og síðar á Óspakseyri, í Búð- ardal á Skarðsströnd, Stórholti í Saurbæ, Felli í Kollafirði og víð- ar. Öll voru börn þeirrá efnileg að atgjörvi öllu, og var Sigríður áreiðanlega ekki sízt þeirra. En er hún átti heima með fjölskyldu sinni í Stórholti, varð hún fyrir því 15 ára gömul að taka lömun- arveiki, er gjörði fætur hennar máttvana. Engum getur blandast hugur um, að slíkt er ægilegt áfall ungri stúlku, sem rétt er búin að stíga fyrstu sporin á æskubraut sinni. Sú æskubraut var þá braut aldamótaæskunnar, þakin fögr- um frelsishugsjónum og æsku- þori. Barátta æskunnar var þá byggð á gildi þess einstaklings, sem vildi leggja sjálfan sig fram í baráttunni heils hugar og óskpitan og treysti Guði, að þá mundi allt vel fara. En einmitt þannig brást Sigríður við í erfið- leikum sfnum og barðist þannig sinni innri baráttu. Hún kærði sig aldrei um neina vorkunn eða linkind við sig. „Þetta er ekk- ert“, sagði hún, eí systkini henn- ar víldu fá að sýna henni ein- hverja samúð. En úr þessum bar- áttueldi kom hún svo heilsteypt og fastmótuð, að undrun og iotn- ingu hefur vakið meðal okkar, sem kynnst höfum Sigríði á Kverngrjóti. Fljótlega komst hún til Dan- merkur og fékk þar umbúðir og hækjur, þá emu hjálp, sem hægt var að veita máttvana fótum hennar. Og þetta varð henni ómetanleg hjálp. Síðan hefur hún unnið öll störf, sem konunni hafa verið ætluð innan húss á heimili í sveit.. Þar er ekkert undanskilið, svo undravert hef- ur þrek hennar verið og sjálfs- afneitun. Þannig dvaldi hún fyrst í for- eldrahúsum_ en síðan fór hún til systur sinnar Guðbjargar og manns hennar Jóns Markússon- ar að Kverngrjóti og dvelur þar enn að þeim báðum látnum hjá syni þeirra og tengdadóttur. Hún hefur verið því heimili mikið. Þegar erfiðastar hafa verið heim ilisástæður, hefur hún ætíð verið sem óbifanleg brjóstvörn. Börnin sem með henni hafa dvalið fyrr og síðar, þau gleyma ekki þeim uppeldisáhrifum, sem þau hafa hlotið frá henni beint og óbeint, því enginn, sem kynn- ist henni ,getur gleymt henni. Því til grundvallar liggur fyrst og fremst lífsreynsla hennar og lífsviðhorf. Öllu sínu mikla mót- læti hefur hún tekið á þann hátt. að það hefur orðið henni til þroska. Það er því heldur enga ásökun hjá henni að finna eða beizkju vegna þess sem hún hef- ur misst. Nei, hún segir sjálf, að sólskinsdagarnir í lífi hennar séu miklu fleiri en hinir. Það veit ég, að hún segir satt, en ég veit einnig, að hún þakkar það ekki sjálíri sér, heldur Guði og þeim góðu vinum. sem hann hefur gef- ið henni. Því Sigríður er kona hlé'dræg og umfram allt hógvær í ölJu sínu lífi. Þess vegna veit ég, að það er ekki hennar vilji, að línur þessar komi fyrir al- menningssjónir, en sannleikur- inn er sá, að mannlegt samfélag hefur ekki efni á því, að lífs svo merkrar konu sem hennar sé að engu getið. Þó hún eigi ekki eins svifalétt- an líkama og mörg okkar hinna, þá hafa henni vegna meðfæddra hæfileika. viljastyrks og síðast en ekki sízt fyrir mikla Guðs hjálp auðnast slík andleg verð- mæti, að hún á þar fyrir fleyg- ari hug en margur annar. Fyrir því er ætíð gott hana heim að sækja og ljúft hjá henni að dvelja. Hún beinir sjónum sjálfr ar sín og annarra ætíð fyrst og fremst að björtu hliðunum á líf- inu og er umræður berast á þau svið, þá leiftrar svipur hennar af æskufjöri, góðleik og tign hjart- ans sem undir slær. Ég vildi svo að lokum mega orða kveðju mína til hennar, þó óskyldur sé, með erindi, sem frændi hennar sr. Einar heitinn Sturlaugsson prófastur á Pat- reksfirði sendi henni eitt sinn í aímæliskveðj u: „Geymdu frænka enn um aldur æsku og fjör þótt fjölgi árum. það er lífsins gæfugaldur gull að vinna úr raun og tárum“. Þórir Stephensen. Síðasta mynd MYNDIN, sem hér birtist, er af málverki eftir frú Kristínu Jónsdóttur, og er siðasta myndin sem listakonan lauk viff. Myndin er af Valtý Guff mundssyniff sem „valtýskan“ er kennd viff. Hann var fædd- ur 1860 og dó 1928. Hann varff dósent viff Kaupmannahafn arháskóla í íslenzkri sögu og frú Krisfínar Jónsdóttur bókmenntum 1890, og frá 1920 prófessor við háskólann í is lenzkri tungu og bókmennt- um. Stofnandi Eimreiðarinnar og ritstjóri 1895—1917 en hún var aðgengilegt tímarit við al- þýffuhæfi. Hann var einn svip mesti stjórnmálamaffur síns tíma og sat þrívegis á Alþingi 1894—1901, 1903—1907 og 1911 —1913. Eins og nafnið á tíma- ritinu bendir til, var hann fyrsti maðurinn, sem barffist fyrir lagningu járnbrauta, Stefna hans og fylgismanna hans var kölluff „valtýska“. Þeir héldu því fram, aff ís- lendingar ættu aff taka þeim réttarbótum, sem fáanlegar voru hjá Dönum hverju sinni — en Valtýr hélt því fram um aldamótin, að íslendingar gætu fengiff ráffherra meff setu í Danmörku. íslendingar fengu svo ráðherra 1904 meff setu á íslandi, og var Hannes Hafstein, leifftogi Heimastjórn armanna, fyrsti íslenzki ráff- herrann, eins og kunnugt er. Málverk frú Kristínar er gert samkvæmt tilmælum Mennta málaráðs, og er hann sýndur á svipuðum aldri og er hann stóð í stórræðum í íslenzkum stjórnmálum. i I i SKAK i I i j ÞAÐ eru um það bil 99% líkur fyrir því að Tal vinni kandidata- keppnina, eftir sigur hans yfir Gligoric og tap Keresar fyrir Smyslof. Keres hefur aðeins stærfræðilegan möguleika á að ná Tal, jafnvel þó hann sigraði hann í næstu skák. Síðasti spreit ur Tals hefur verið geysilegur. Hann hefur fengið 10 vinninga í 11 síðustu skákum, en það er á- reiðanlega heimsmet í jafn sterku móti. Hér kemur svo 4. skák Friðriks og Petrosjan, en i henni yfirteflir Friðrik Petrosjan gjörsamlega. Skákin er gott dæmi um hversu vel Friðrik út- færir „taktísku" hlið skákarinn- ar, aðeins á síðasta augnarbliki breytir Friðrik um áætlun og missir af mikilvægum Vz vinmng. ★ Hvítt: Friðrik Ólafsson. Svart: T. Petrosjan. Drotningarbragð. (Tartakower afbrigði.) 1. c4, Rf6. 2. Rc3, e6. 3. Rf3, d5. 4. d4, Be7. 5. Bg5, o—o. 6. e3, hG. 7. Bh4. b6. Þetta er leikur Tarta- kowers. sem hefur verið mikið notaður á undanförnum árum. Petrosjan hefur mikla ást á þessu afbrigði. 8. Hcl. Hér leika menn venjulega 8. cxd5, Rxd5. 9. Rxd5 exd5. Hinn gerði leikur er einmg mjög frambærilegur. 8.--------- Bb7. 9. cxd5, exd5! Hér reisir Petrosjan sér hurðarás um öxl. Betra og sjálfsagt var 9.------ Rfxd5, sem léttir á svörtu stöð- unni. T.d. 10. Bxe7. Dxe7. 11. Rxd5, Bxd5. 12. B4, Hc8. 10. Bd, Rbd7. 11. 0-0.c5 12. Bf5! Svartur hefur vanrækt að skipta upp og létta þannig á stöðunni. Það notfærir hvítur sér bezt með því að hindra eðlilega út- komu svörtu mannanna. 12.------ — He8. 13. Dc2, Rf8. 14. Re5, g6. Þvíngað fyrr eða síðar, því svart- ur þarf að koma Ha8 til c8. 15. Bd3, a6 16. f4, Hc8. 17. Bxf6, Bxf 6. 18. Df2, Hc7. 19. Hcdl! Friðrik undirbýr kóngssóknina mjög vandlega. Síðasti leikur miðar að því að hafa peðið á d4 valdað þegar hann er nægilega vel und- irbúinn til þess að leika e4. 19. --------c4. 20. Bbl, b5. 21. a3, Rh7. 22. e4, Bg7. Frágangssök er vitaskuld 22.-------dxe4, vegna 23. Rxe4 ásamt f5. 23. f5. Ef við athugum nú vel 12. leik hvíts þá sjáum við hverju hann hefur á- orkað, hann hefur framkallað veikingu á svörtu kóngsstöðunni sem sagt g6. Ef við settum svarta peðið á g7 aftur, þá sjáum við að svarta staðan er traust og mjög erfitt fyrir hvítan að sækja á með einhverjum árangri 23.--------g5. Um aðra leiki er ekki að ræða. 24. Rg4! Leikur inn innifelur peðsfórn, sem opn- ar hvítum leið að svörtu kóngs- stöðunni. 24.-------dxe4. 25. f6, Bf.8 Hér var einnig mögulegt 25. -------Bc8, en vafasamt að það sé nokkru betra. T.d. 26. fxg7, Bxg4 27. Hd—el, og hvítur hefur áframhaldandi möguleika á sókn. 26. Khl!! Mjög sterkur leikur, sem setur svar í leikþvingun þrátt fyrir að flestir mennirnir séu á borðinu. Með þessum skemmtilega kóngs- leik er Petrosjan neyddur til þess að veikja peðastöðu sína á kóngs- væng, en það gefur hvít aukin tækifæri ó afgerandi kóngssókn. 26___h5. 27. Re5, He6. 28. Bxc4, Rxf6. 29. Bxb7. Hxb7. 30. Df5, g4. 31. Dg5 + , Bg7. 32. Re4, Ha7. 33. d5 + . Hér eru báðir aðilar 1 tímaþröng, en hér átti Friðrik að leika Rg3, sem hótar Rxh5 og Rf5. T. d. Df8. 34. Rf5, Kh7. 35. Hdel með hótuninni d5, sem svartur á ekkert fullnægandi svar við. 33. — Hxe5! 34. Dxe5, Rxe4. 35. Dxe4, Bxb2. 36. d6. Lítur vel út, en sennilega missti Friðrik hér af síðasta tækifærinu til vinn iings, sem mér virðist vera 36. Hf5! He7. 37. Dbl, Bg7. 38. Hxh5, en þessa stöðu yrði erfitt að verja. 36. Hd7. 37. Hd5. Hxd6. 38. Hxh5. Bg7. 39. Dxg4, Hg6. 40. Df3, Hf6. 41. Hf5, Hxf5. Hér sömdu keppendur jafntefli, eftir að staðan hafði verið at- huguð af báðum aðilum. Bezta framhaldið er. 42. Dxf5, De8! — (Ekki c7 vegna Hel.) 43. Hdll Þvingað vegna hótunar De6. —- 43. c3. 44. h4! a5. 45. h5. b4, 46. axb4, axb4, 47. h6! Bxh6 — (Ekki 47. b3, vegna Dg4, De5. hxg7 og vinnur). 48. Dg4 + , Kh7. 49. Df5+ og jafntefli með þrá- skák. Ingi R. Jóhannsson. PILTAP. ef þií clqlfi unnusturviý þ'a a éq hrinqana.. / ÓLAFUR J. ÓLAFSSON löggiltur endurskoffandi. Endurskoffunarskrifstofa. Mjóstræti 6. — Sími 33915.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.