Morgunblaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 11
Laugardaeur 31. oKt. 1959 MORCUNBLAÐIÐ 11 Getur nokkur ÞAÐ hefur verið sagt, að þeg- ar fyrstu Bandaríkjamenn- irnir lenda á tunglinu, þá verði þeir að ganga undir rússneska tollskoðun. F or- senda þessa er að Rússar hafi eignað sér tunglið. í sam- bandi við það koma upp mörg flókin lögfræðileg vandamál. Höfundur þessarar greinar hefur fengið styrk til ýmissa rannsókna við háskólann í Ósló á þjóðarrétti. Enn eru Rússar ekki búnir að senda menn til tunglsins og enn eru þeir ekki búnir að kasta eign sinni á þennan fylgihnött jarðar- innar. Heimurinn hefur því enn nokkurn umhugsunarfrest, hvern ig halda beri á þessu máli. Ég ætlaði hér að reifa það nokkuð, hvaða lögfræðileg vandamál geta komið upp við landnám manna á tunglinu og eftir hvaða leiðum þau verða helzt leyst. Þar með er ekki sagt, að lögfræðilegar rökfærslur hafi úrslitaáhrif í málinu í reynd. Til að byrja með skulum við setja vandamálið þannig upp: Fyrst hlýtur maður að spyrja, hvort eignartilkall til tunglsins geti yfir höfuð verið gilt, þannig að öðrum sé lagalega skylt að hlíta því. Ef svarið við þessu verður „já“, þá verður að íhuga nánar, hvað þarf til þess að slíkt eignartilkall verði gilt. Að lok- um þarf að athuga, hvort nokkur sé fær um að uppfylla þau skil- yrði. ráðaréttur ríkis er frumskilyrði, annig að eignarréttur kemur þá fyrst til greina, ef það ríki við- urkennir hann. Þjóðarrétturinn verður að skera úr um það, hvort ki'öfur eins og ríkis um yfirráðarétt séu gildar. Af þessu er það ljóst, að það er rangt, sem sumir halda fram, að þjóðarrétturinn gildi ekki í sjálfu sér á tunglinu og öðrum himinhnöttum. Hins veg- ar er það einnig rangt, að ætla sér að beita öllum reglum þjóðar- réttarins, án tillits til tilgangs þeirra og forsögu og segja að þær hljóti allar að gilda £ himingeimn um. Réttast og sanngjarnast er að segja, að þjóðarrétturinn hafi gildi í himingeimnum, en að regl ur hans verði undirorpnar breyt ingum vegna þess að þær hæfa ekki allar hinum nýju aðstæðum. Reglur um eigendalaus lands svæði Og nú skulum við víkja að því, hvers vegna það er vafasamt, að nokkurt ríki hafi þjóðréttarlega heimild til að gera yfirráðatil- kall til tunglsins eða hluta af því. Slík krafa hlýtur að byggjast á einhverri réttarreglu. Sem kunnugt er eru engir samn- ingar til, sem ná yfir þetta, og Á tunglinu er ékkert lífsmark. hófust fyrst eins konar opinber* ar samningaumræður um þetta. Þar kom það í ljós, að menn voru yfirleitt sammála um það, að himingeimurinn skyldi aðeins not aður í friðsamlega þágu, og að engar lagalegar deilur ættu að upphefjast um yfirráð eða sam- göngur í honum. "Lf þessu væri fylgt bókstaflega, ætti það að þýða það, að venjulegur yfirráða réttur ríkis væri útilokaður. En þv£ miður komst þetta mál ekki svo langt að hægt væri að byggja neitt á því. Hið vænlega samkomu lag, sem virtist ríkjandi um und- irstöðuatriðin, spilltist í deilum um það, hvernig sú ráðgefandi nefnd skyldi skipuð, sem átti að rannsaka málið nánar. Þessa deilu, þar sem Bandaríkin og Rússland stóðu hvort gegn öðru er ekki hægt að skýra öðru visi en að þetta hafi annað hvort ver- ið hreint metnaðarmál eða þá, að einingin, sem virtist koma fram í málinu i byrjun, hafi ekki verið einlæg. Árangurinn varð sá, að nefnd- in var svo skipuð um það verk- efni, sem samkomulag hafði náðzt um, en fjórir af nefndar- mönnunum, þeirra á meðal full- trúcir Sovétríkjanna og einnig fulltrúi Arabalýðveldisins, neit- uðu að taka þátt í störfum henn- ar vegna þess að Bandaríkja- menn höfðu fengið vilja sínum framgengt um skipun nefndarinn- ar. Þrátt fyrir þetta komu hinir nefndarmennirnir saman í New York £ mai sl. og verður skýrsla þeirra rædd á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, sem nú er ert yfirráðatilkall til tunglsins Eftir háskólastyrkþegann Torkel Opsalh Rétturinn skapaður af mönnum Það er mjög vafasamt, hvort nokkur getur gert tilkall til tunglsins. Að sjálfsögðu má bú- ast við því að ýmis vandamál komi upp, þegar hin gamla og rótgróna heimsmynd springur. Sumir telja ótvírætt, að himin- geimurinn sé a. In. k. réttarlega séð tómarúm, hvað sem segja má um eðlisfræðilega hlið máls- ins. Þetta er varla rétt. Aðal- atriðið er, að rétturinn, eins og við þekkjum hann, er „skapaður af mönnum", en ekki hitt að hann sé „skapaður á jörðinni“. Þess vegna er rétturinn til þess fallinn að skera úr um deilur milli manna, hvar sem er, og ekki aðeins á jörðinni, ef mann- leg starfsemi nær út fyrir jörð- ina. En þetta gildir fyrst og fremst almennt um réttarskipun- ina og það er ekki sjálfsagt að það sama gildi um hverja ein- staka reglu. Það hvort einhver ákveðin regla skuli gilda án til- lits til landfræðilegra staðhátta, verður að ákveða með túlkun á reglunni sjálfri, hver sé tilgang- ur hennar og hvernig hún varð til. Venjulegur þjófnaður hlýtur t. d. að verða dæmdur jafnt, hvort sem hann gerist á jörðinni eða tunglinu, en hið sama gildir ekki um reglurnar um viðskipta- bróf. Þegar um er að ræða þá kröfu að fá viðurkennda sérréttindaað- stöðu, þá er það ljóst, að málið er annars eðlis, eftir þvi, hvort tilkall til tunglsins kemur frá ríkisstjórn, t. d. frá rússnesku ríkisstjórninni, eða frá einstakl- ingi, til dæmis frá sérvitringi í Miðríkjum Bandaríkjanna. Þeg- ar ríkisstjórn gerir tilkall til ákveðins landssvæðis, þá er þar um að ræða ríkisréttarlegt atriði, sem hefur gildi að alþjóðalögum. Ef einstaklingur ber fram slíkar kröfur, þá þarfnast hann læknis- rannsóknar. — Einstaklingurinn getur aðeins krafizt þess, að „eignarréttur“ hans sé viður- kenndur. Hér er ekki ástæða til að fara lengra út í skilgreining- una á yfirráðarétti ríkis og eignarétti einstaklinganna. En rétt er að benda á það, að yfir- varla er heldur til neinn venju- réttur, sem byggja má beinlín- is á. Hér er þá helzt um það að ræða að beita þjóðréttarlegum i venjurétti samkvæmt lögjöfnun. Og þá liggur næst hendi að beita reglunum um það, þegar ríki ger ir tilkall til eigendalausra land- svæða á jörðinni. Við skulum bráðum víkja að þessu nánar, en fyrst er rétt að bendá á það, hve óvíst það er, að þessum reglum megi beita við tunglið. Fyrst og fremst urðu þessar reglur til við sérstök söguleg stjórnmálaleg og landfræðileg skilyrði á jörðinni. Sérstaklega urðu þær til í sam- bandi við stofnun nýlendna á síð ustu öld. Nú eru aðstæðurnar allt aðrar. Þar fyrir utan eru hug- myndirnar að baki hinum vís- indalegum landvinningum á vor- um tímum allt aðrar en þær, sem settu svip sinn á stjórnmálalega landvinninga síðustu aldar. Hins vegar megum við ekki gleyma því, að ýmislegt er líkt i að- stöðunni nú og þá. Sérstaklega þetta, að ef stjórnmálaleg yfirráð einskis ríkis eru ekki viðurkennd á ákveðnu landsvæði, þá ríkir þar stjórnleysi. Að minnsta kosti meðan ekki hefur tekizt að skapa annað form réttar skipulagning- ar en ríkið eins og við þekkjum það. Þegar þjóðarétturinn hefur viðurkennt landakröfur á jörð- unni, þá þarf það ekki endilega að vera til þess að stuðla að yfir drottnunarstefnu á varnarlaus- um svæðum, heldur öllu fremur vegna þess að einhverskonar rík- isvald var betra en ekkert, fyrst að þróunin gekk einu sinni í þessa átt. Þetta sjónarmið hefði alltaf hlotið viðurkenningu hvað sem viðvíkur yfirdrottnunar- stefnunni. Þetta sem hér hefur verið sagt verður að láta nægja varðandi þetta athyglisverða og erfiða teoretiska vandamál. Það virðist £ beztu samræmi við þróun þjóð- arréttarins hingað til, þó hann hafi verið slitróttur og frumstæð ur að segja að ekkert sé réttar- lega í veginum fyrir því, að eitthvert af ríkjum jarðarinnar geri tilkall til tunglsins. En ekki þarf mikið til að hnekkja þessu og komast að gagnstæðri niður- stöðu. Ef það kæmi til dæmis í ljós núna eftir að málið kemst mjög á dagskrá, að ríkisstjórnir heimsins eru almennt annarrar skoðunar, þá mundi grundvöllur þessarar lögjöfnunar falla brott, jafnvel án þess að nokkur ákveð- inn samningur yrði gerður um það. Takan þarf að vera „virk" Ef menn viðurkenna hinsveg- ar, að hægt sé að setja fram gilda kröfu um yfirráð yfir tunglinu, þá er rétt að athuga nánar skil- yrðin til þess. Þar eru vafaatr- iðin ekki eins mikil. Á jörðinni gildir sú regla í þjóðarréttinum að ríki geti krafizt þess að yfir- ráð þess séu virt yfir eignalaus- um landsvæðum, ef framkvæmd hefur verið „lögleg taka“. Og ef við reynum nú að líta á málið í heild, þá virðist það sanni næst að fylgja þeirri reglu þjóðréttar- ins að takan verði að vera „virk" þ. e. a. s. það ríki, sem lcrefst yfirráðaréttar verður að sýna það, að það hafi landsvæði á valdi sinu, geti framfylgt lögum og valdi og komið £ veg fyrir að önnur ríki skapi sér sömu að- stöðu þar. Frekara er ekki kraf- izt, en minna má það heldur ekki vera. Það er erfitt að skýra hvað liggur í skilyrðingu um „virka“ töku, án þess að nefna ákveðin dæmi. Nokkur slík dæmi hafa komið til úrskurðar við al- þjóðlega dómstóla. Eitt hið þekkt asta er Grænlandsmálið milli Danmerkur og Noregs. Af þess- um málum má álykta, að skil- yrðið um virka töku sé ekki jafn strangt £ auðum og ógestrisn um landsvæðum eins og á byggðu landi. Þetta er í sjálfu sér eðli- legt. Það þarf ekki að gera sömu kröfurnar um vald ríkisins, þar sem ólíklegt er, að þurfi að beita því. Þrátt fyrir það virðist þetta skilyrði leiða til þess, að enginn geti enn sem komið er gert til- kall til tunglsins. Þó Lúnik II. hafi lent á tunglinu hefur hann ekki gefið Rússum neitt vald né yfirráð yfir því. Það er ekki auð- velt að segja nákvæmlega fyrir, hvernig framkvæma þurfi töku á tunglinu til þess að hún verði gild að alþjóðarétti. Maður veit t. d. alltof lítið um tæknihlið málsins, en svo mikið er víst að það þarf meira til heldur en að skjóta eldflaug í mark. Það skipt- ir engu máli, þó að það sé enn sem komið er, aðeins einu ríki, sem hefur tekizt þetta. Á hinn bóginn er óvíst, að setja þurfi það skilyrði, að ríki, sem geri til- kall til tunglsins sendi þangað og setji niður stöðvar með mann- afla. Alveg eins væri hægt að hugsa sér að sent væri til tungls ins fjarstýrð tæki. sem gegndu sama hlutverki. Lunik II. flutti með sér fána Sovétríkjanna og skjaldarmerki. Margir spyrja, hvort það hafi nokkra þjóðréttarlega þýðingu. Meðan Rússar halda því sjálfir ekki fram, þá hefur þetta aðeins teoretiska þýðingu og samkvæmt því, sem hér var sagt, þá mynd- ar flutningur á fána og öðrum táknum ekki neinn grundvöll yf- irráðaréttar, meðan að ríkið hef- ur ekki fengið „virk“ yfirráð yfir landsvæðinu. Hitt er svo annað mál, að fáninn getur verið sönnun og merki þess síðar að tekizt hafi að skjóta eldflaug til tunglsins og hún getur styrkt þjóðernislegt stolt Rússa, auk þess sem þetta hefur áróðursgildi. Deilur um málið á þingi S.þ. Þegar fyrstu gervitunglunum var skotið á loft, urðu umræður um réttarreglur í himingeimin- um allt í einu aðkallandi og mik- ilvægar. Áður höfðu fáeinir lög- fræðingar rætt um málið, en um- ræður þeirra voru taldar fjarlæg- ar veruleikanum. Nú fóru ríkis- stjórnirnar fyrst að hafa áhuga á vandamálunum. Á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna í fyrra komið saman i New York. f þess- ari skýrslu er enginn endanleg ákvörðun tekin um það vanda- mál, sem hér er rætt um, og tals- menn ríkisstjórnanna, sem hér áttu hlut að máli, hafa varazt að binda sig á nokkurn hátt í mál- inu. Samningsgerð aðkallandi En nú má búast við því að ferð Luniks II hafi það í för með sér að reynt verði að flýta málinu hér á jörðinni. Hinar tæknilegu framfarir á þessu sviði valda því, að umræður um þetta mál fá ann- að og meira en teoretiska þýð- ingu. Þar væri mikill ávinningur, ef hægt væri að leysa allar efa- semdir um málið, með samningi, sem yrði gerður áður en að efa- semdirnar gætu orðið upphaf harðvítugra deilna. Það er í raun inni miklu þýðingarmeira að reyna að koma á slíkum alþjóða- samningi, einnig frá lagalegu sjón armiði heldur en að rökræða það, hvort og hvaða reglur alþjóða- réttarins skuli gilda nú skv. al- þjóðarétti í himingeimnum. (Frá háskólaforlaginu í Ósló). Gjöf til S.V.F.Í. FÖSTUDAGINN 30. okt. 1959 afhenti frú Jóna G. Stefánsdót- ir Sogaveg 32. Rvk. 10 þús. kr. minningargjöf á skrifstofu Slysa varnafélags íslands til Björgun- arskútusjóðs Austurlands frá sér og dætrum sínum, Sigrúnu, Ingigerði og Jónínu Óskars- dætrum. Er gjöfin til minningar um fyrrv. eiginmann hennar, Guðjón Kristin Óskar Yaldiinars son, vélstjóra er fæddur var 30 október 1909 en drukknaði ai , b.v. Viðey hinn 5 apríl 1945.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.