Morgunblaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 18
18 MORGTJl\TtT. 4Ð1Ð Laugardagur 31. okt. 1959 Gult hús og bláar spýtur. Ein af sýningarmyndum Jóhanns Briem. Jóhann Briem sýnir í Bogasaínum . Jdhnson & Kaaber^ JÓHANN BRIEM opnar í dag kl. 13 málverkasýningu í Boga- sal Þjóðminjasafnsins. Þar sýnir hann 25 olíumálverk, sem öll eru máluð síðan hann sýndi verk sín síðast í sömu salarkynnum fyrir tveimur árum. Málverk Jóhanns á sýningunni eru mest sveitalífsmyndir, ekki landslagsmyndir í venjulegri ...allir þekkja merkingu. Þar ber mikið á hús- dýrum, einkum hestum og einnig hefur listamaðurinn oft valið sér að fyrirmyndum grindverk og spýtur. — Fréttamaður blaðsins, sem leit inn á sýninguna í gaer, hafði orð á því að börn og lista- menn virtust sjá sveitalífið í svipuðu ljósi, því hann hefði orð- ið var við að hópur af börnum, sem voru að leika „sveitaleik" niðri í kjallara hjá sér, hér í Reykjavík, reyndu að skapa rétt andrúmsloft með því að strá í kringum sig spýtnarusli og svo- litlu grasi. — Já, en nú orðið eru frekar bíladekk og benzíntunnur kring- um bæina, svaraði Jóhann. Jóhann Briem hefur áður haldið fimm sjálfstæðar mál- verkasýningar í Reykjavík, þá fyrstu fyrir réttum 25 árum. Auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér og erlendis á þessum árum. Sýning- in í Bogasalnum verður opin kl. 1—10 e. h. til 8. nóv. Félagslif Sundmót Ármanns verður haldið í Sundhöllinni dagana 17. og 18. nóv. Keppnis- greinar eru: Fyrri dagur: 100 m skriðsund karla 200 m skriðsund kvenna 100 m bringusund drengja 100 m bringusund kvenna 50 m flugsund karla 50 m skriðsund drengja 200 m bringusund karla 50 m skriðsund telpna ,100 m baksund karla 4x50 m skriðsund karla. Síðari dagur: 400 m skriðsund karla 100 m skriðsund kvenna 50 m bringusund telpna 100 m bringusund karla 50 m bringusund drengja 100 m skriðsund drengja 200 m bringusund kvenna 50 m baksund karla 3x100 m þrísund karla. Þátttökutilkynningar berizt til Sólons Sigurðssonar, Silfurteig 5, sími 34503, í síðasta lagi 9. nóv. — Sunddeild Ármanns. Aðalfundur frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 5. nóvr'kl. 20,30, í húsakynnum f.S.Í. að Grundarstíg 2, í Reykja- vík. — Fundarefni: Venjuleg að- alfundarstörf og önnur mál. — Stjórn F.Í.R.R. Friðrik Ólafsson : Sjúunda sætið SKÁKMÓXINU í Júgóslavíu er nú lokið. Úrslit síðustu um- ferðarinnar urðiu þau að Frið- rik Ólafsson vann Keres, Fisc- her vann Smyslov, Petrosjan vann Gligoric. Endanleg röð á mótinu er því þessi: 1. Mikhail Tal, Rússl. 20 v. 2. Paul Keres, Rússl. 18t4 3. Tigran Petrosjan Rússl. 15 14 vinning er miðað við allf — 4. Vasilje Smyslov, Rússl. 15 vinninga 5.—6. Gligoric, Júgóslavíu og Bobby Fischer, Bandar. 12Í4 vinning 7. Friðrik Ólafsson 10 v. 8. Pal Benkö, Bandaríkin 8 vinninga. Fréttamaður Morgunblaðs- ins átti viðtal við Friðrik Ól- afsson um mótið fyrir nokkr- um dögium. Friðrik sagði þá m. a.: eðlileg útkoma — Keppnin á þessu móti hef ur verið mjög hörð og erfið eins og gefur að skilja í slík- um flokki skákmeistara. Ég hef verið í öldudal frá því á skákmótinu í Moskvu og kom þetta mót því á versta tíma fyrir mig. Það tekur að minnsta kosti eitt ár að kom- ast upp úr öldudal, en slíkt kannast allir skákmenn við. — Mig skortir ennþá reynslu á við hina skákmeistarana á þessu móti. Geta mín hefur ekki þróast jafn ört og t.d. hjá Fischer og Tal. — Ertu ánægður með loka- árangurinn? — Miðað við allar aðstæður er sjöunda sætið eðlilegur ár- angur. — Hvað segir þú um Tal? — Hann verðskuldar tæp- ast að vinna mótið. Til þess hefur hann teflt of illa í síð- ustu lotunni hér í Belgrad. — En hvað um aðra kepp- endur. — Um Keres gegnir allt öðru máii. Hann teflir alltaf af undraverðu öryggi og ætti vel skilið að hljóta efsta sæt- ið á mótinu hér. Smyslov hefur teflt hér mjög mismunandi og hefur það vakið furðu okkar allra og áhorfenda. Þegar athugað er hversu vel hann hefur undir- búið sig í byrjunum, þá sjáum við að hann skortir eitthvað til þess að fylgja hálfnuðum sigri eftir — og krækja í vinn- inginn. 3 togarar selja í Þýzkalandi TOGARINN Hafliði seldi afla sinn í Cuxhaven í gærmorgun 149 lestir fyrir 122.544 mörk. Tog- ararnir Þorsteinn Þorskabítur og Bjarni Riddari selja í Þýzkalandi I dag. Ég hafði búizt við að Petro- sjan væri miklu sterkari. Hann virðist skorta kjark til þess að fá það út úr stöðum sínum sem hægt er. Gligoric hefði áreiðanlega orðið Rússunum þyngri í skauti ef hann hefði teflt ut- an heimalands síns. Landar hans gerðu honum lífið súrt. Ætlu&ust til alls af honum og við þau skilyrði er ekki gott fyrir skákmann að tefla erfið- ar skákir. Fischer hefur án efa ætlazt til of mikils af sjálfum sér. Hann hrífur mig ekki sem skákmaður. Um Benkö töldu flestir lík- legt að hann fengi neðsta sæt- ið þó um langan tíma liti út fyrir að ég hlyti þann „heið- urssess". — Hvað viltu um fram- kvæmd mótsins segja? — Hún hefur verið góð, en áhorfendur eru þeir verstu sem ég hef komizt í kynni við. Það er engu líkara en fólkið hafi talið sig vera á knatt- spyrnuvelli þegar það var hér í skáksalnum í Belgrad. Við I slikan hávaða sem það „fram- leiddi“ er ákaflega erfitt að einbeita sér í tímaþröng að lausn erfiðra vandamála. Þannig fórust Friðrik orð við tíðindamann Mbl. Tíðinda- maðurinn bætir því við að greinilega hafi komið í ljós að það var tímahrak sem var að- alóvinur Friðriks. Hefði hon- um tekizt að forða því, þá hefði hann orðið Gligoric hættulegur keppinautur um efri sæti. Loks skal hér getið árangurs Friðriks við einstaka keppi- nauta í þessum f jögurra skáka einvígi sem allir hafa háð á mótinu. Gegn Tal 14 vinning gegn 314 Gegn Keres 1 vinning gegn 3 Gegn Petrosjan 214 v. gegn 114 Gegn Smyslov 1 vfnn. gegn 3 Gegn Gligoric 2 vinn. gegn 2 Gegn Fischer 114 v. gegn 214 Gegn Benkö 114 vinn. gegn 214

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.