Morgunblaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 31. okt. 1959 JHtrotitfiiMttfrifr Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. Þ J O ÐV E I-^IN helzta undirstaða þrótt- | mikils atvinnulífs eru góðar samgöngur, enda er fullkomin verkaskipting óhugs- andi án þeirra. Fyrr á tímum bakaði samgönguleysið innan- lands þjóðinni ótrúlega erfið- leika. Þannig var Kaupmanna- höfn stundum áfangastaður, þeg- ar fólk ætlaði að flytjast milli landshluta á íslandi. Þessi stað- reynd er furðu ótrúleg, ekki sízt þegar hugsað er til þess, hvers konar skip það voru, er þá sigldu til landsins. En fjarlægðirnar hár innanlands voru miklar. Og stór fljótin, öll óbrúuð, þóttu sumum ferðamanninum jafnvel meiri ógn valdur en sjálft hafið. Fámennið og fátæktin komu lengi í veg fyrir allar umbætur, en rétt fyrir síðustu aldamot voru byggðar fyrstu brýrnar, er nokkuð kvað að og fyrstu vega- spottamir voru lagðir. Síðan mið- aði á hverju ári eitthvað áleiðis, en lengi vel mjög hægt eftir því, sem nú myndi jjykja, enda skófl- an og hestvagninn nær einustu hjálpartækin. ★ Á árunum eftir 1942 varð bylt- ing í þessum málum, þegar lands menn kynntust tækni Bandaríkja manna. Stórvirkar vinnuvélar voru þá í æ ríkara mæli teknar í þjónustu vegagerðarinnar. Enda voru jafnframt gerðar stórauknar kröfur til veganna, því að bif- reiðar stækkuðu og þyngdust að miklum mun. Þrátt fyrir allar framkvæmdir síðari ára mun flestum finnast, að íslenzku vegirnir séu mjög lé- legir og er mikið um það rætt. En eigi að síður er vegakerfið eitt helzta afrek þessarar fámennu þjóðar. Enda hefur lengi farið stærri hluti þjóðarteknanna til vegagerðar en hjá flestum, ef ekki öllum þjóðum. í sumar er leið kom hingað danskur verkfræðingur nokkur og ferðaðist víða um land. Hann hafði aflað sér upplýsinga um stærð landsins og íbúafjöldann, og hafði kynnzt hinu fjöllótta landslagi og ekið yfir fjölmargar brúaðar ár. Það sem undraði hann mest, var hve vegimir voru góðir! Fyrir nokkru tóku þrír eða fjórir sumarbústaðaeigendur sig saman og lögðu vegarspotta, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. Þeir höfðu yfir að ráða vörubíl og mokstrarvél. Verkið ATKVÆÐA EGAR atkvæði voru talin á dögunum varð þess enn vart, að víða hafði at- kvæðaseðlum ekki nægilega ver- ið blandað saman. Enginn vafi er á því, að kunnugir menn gátu í stórum dráttum áttað sig á út- komu í einstökum byggðalögum. Þetta er hneyksli, sem verður að ljúka. Með þessu er framið lögbrot, enda er á meðan þessu fer fram kosningin alls ekki leynileg með þeim hætti, sem lög bjóða. Á þennan veg er mönnum, sem vilja beita kúgunarvaldi eða öðrum ólöglegum aðgerðum gefið færi á því að fylgjast með því, hvort tiltektir þeirra hafa náð þeim ár- G I R N I R gekk vel, en reyndist þó taka töluverðan tíma. Að því loknu sögðu þeir félagarnir, að nú fyrst skildu þeir hve mikið afrek vega kerfið er. Svo mun vera um fleiri, að þeir átti sig ekki á, hver stórvirki hafi verð unnin. * Ein veigamesta gagnrýni, sem gerð hefur verið á vegagerðina hin síðari ár, er sú, að fjárveit- ingu til framkvæmda sé dreift of mikið. Áður fyrr, þegar hjálpar- tæki þekktust varla, skipti þetta e. t. v. ekki verulegu máli. Vega- vinna var oft kærkomin atvinnu aukning í sveitum. Nú er aðstað- an önnur. Sveitirnar eru síður aflögufærar um vinnuafl. þó að vegavinna á vissum árstíma komi sér raunar enn víða vel. Er eðli- legt, að það hafi sín áhrif. En nú eru vélar og tæki notuð í sam- bandi við vegagerð, sem ekki er hægt að flytja á milli héraða, nema með miklum tilkostnaði. Þyrfti því að taka meira tillit til þessara nýju viðhorfa, en gert hefur verið, þegar árlegar fram- kvæmdir eru ákveðnar. Þjóðvegirnir eru víða hlykkj- óttir og mjóir, en á þessu hefur þó orðið mikil breyting til batn- aðar hin síðari ár. Það sem verst er, eru holurnar og rykið. Þar sem áratugir hljóta að liða þang- að til allir þjóðvegir landsins hafa verið lagðir varanlegu slit- lagi, er eitt brýnasta verkefni í vegamálunum, að vanda sem mest ofaníburð og nota helzt ekki annan, en af þeirri kornastærð, sem þéttist vel. Með þessu móti ætti að vera hægt að losna við rykið að miklu leyti og draga verulega úr myndun á ójöfnum. Á síðustu einum til tveimur ár- um hefur mun meira verið vand- að en áður til ofaníburðar á nokkrum vegum og er þess að vænta, að sama verði gert við fjölförnustu vegi um allt land, eins fljótt og frekast verður við komið. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að hægt verði að hefj- ast handa um að steypa vegi. Eru miklar vonir bundnar við hina innlendu sementsframleiðslu í þessu sambandi. Þegar þetta verk hefst þyrfti að miða að því að það yrði aldrei látið niður falla, þannig að á hverju- ári bættist verulega við þá vegi, er lagðir hefðu verið varanlegu slit- lagi. TALNING angri, sem þeir ætluðust til. Þetta er raunar erfiðara en áð- ur var, en talningin í sumum kjör dæmum sýnir að hættan er enn fyrir hendi. Gera verður rækileg- ar ráðstafanir til þess að slíkt endurtaki sig ekki. Hér er um mun alvarlegra mál að ræða en sumir virðast í fljótu bragði ætla. Forsenda fyrir því, að hin nýja kjördæmaskip- un efli lýðræði svo sem fremst má verða, er, að kosningin verði í raun og veru leynileg. Hún var það víða áður ekki í framkvæmd. Mjög illa er farið, að úr þessu skyldi ekki hvarvetna bætt nú þegar, svo sem auðvelt hefði verið. UTAN UR HEIMI MYNDIN hér að ofan er frá Tókíó. — Vöruhúsið „Seibu“ þar í horg hefur látið gera „flughöfn“ fyrir þyrlur á þaki byggingarinnar, og mun hún vera hin stærsta sinnar tegundar í heiminum, en þakflöturinn er 3.600 fer- metrar. — Margir eru mót- fallnir þessari framkvæmd, telja ekki vel til fallið að hafa slíkan „flugvöll“ inni í miðri stórborg, og álíta, að af því stafi slysahætta — og einnig valda þyrlur miklum hávaða. — k — FYRIR nokkru var „vígður'* nýr kjarnakljúfur í Noregi. Myndin hér til hliðar sýnir, er Ólafur Noregskonungur kom í heimsókn til þess að skoða þennan fyrsta þunga- vatns-kjarnakljúf, sem byggð ur hefur verið í heiminum. Konungurinn er maðurinn næstyzt til vinstri á mynd- inni, og eru vísindamenn að útskýra fyrir honum bygg- ingu kjarnakljúfsins. f HEIMSSTYRJÖLD- INNI síðari voru hinir svonefndu Kamikaze- flugmenn, sjálfsmorðs- flugmenn Japana al- ræmdir — en þeir steyptu sér í flugvél- um sínum, fullhlöðn- um sprengjum, niður á skip óvinanna. — Nú er farið að nefna leigubíl- stjóra Tókíó Kamikaze- bílstjóra, vegna hinna ógnartiðu umferðar- slysa á götum japönsku höfuðborgarinnar. — Umferðarslysin í stór- borgum víða um heim eru mikið vandamál. Hingað til hefur það orð leikið á, að bílstjórar Parísarborgar væru ein- hverjir hinir ógætnustu í heimi — en kunnugir segja, að þeir megi kall- ast hreinir englar í sam Hættulegustu bílstjórar í heimi anburði við hina jap- önsku. ★ Síðasta ár urðu 20.000 alvarleg umferðarslys á götum Tókíó — þar af 500 dauðaslys. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs fjölgaði umferðarslysun um enn — um hvorki meira né minna en 27%. — Það kemur í ljós við athugun, að í Tókíó verða helmingi fleiri dauðaslys í umferðinni en í New York, þótt fimm sinnum fleiri bíl- ar séu í síðarnefndu borginni. Það eru leigu- bílarnir í Tókíó, sem mest koma þarna við sögu 130 afhverjum 1000 leigubilum þar í borg lentu í alvarlegum um- ferðarslysum á síðasta ári. ★ Hverjar eru orsakirn ar? — Vandamálið hef- ir nokkuð verið rann- sakað, og niðurstaðan er sú, að hinar fimm stóru bílastöðvar borg- arinnar eigi höfuðorsök ina. Þessi fyrirtæki eiga sjálf alla bílana og ráða til sín bílstjóra fyrir lágt timakaup. Þurfa þeir að aka miklu leng ur en góðu hófi gegnir til þess að hafa nóg að bíta og brenna. Ervinnu dagur flestra þeirra um 14 klst. Aumingja menn irnir eru því síþreyttir og svefnlausir — og þar telja stjórnarvöldin, að fundin sé skýring þess. að farið er að líkja göt- um Tókíó við blóðvöll. — Ríkisstjórnin hefir nú í undirbúningi sér- stakar ráðstafanir til þess að bægja þessum voða frá dyrum. M. a. ætlar hún að stuðla að því, að leigubílstjórar geti sjálfir eignazt bíl- ana, sem þeir aka og stofnað sínar eigin bíla- stöðvar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.