Morgunblaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.1959, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 31. okt. 1959 Hópur unglinga játar á sig fjölda innbrota RANNSÓKNARLÖGREGLUNNI hefur tekizt að upplýsa 24 inn- brot, sem unglingar á aldrinum 16—18 ára, hafa framið hér í bænum, nú í þessum mánuði. Skýrði Njörður Snæhólm rann- aóknarlögreglumaður, blöðunum frá þessu í gær. Þjófnaðir þess- ir eru að mestu leyti á sælgæti og gosdrykkjum. Hafa piltarnir herjað á marga söluturna og sæl- gætissölur, ekki aðeins hér í Reykjavík heldur og austur á Hvolsvelli. Einnig hafa þeir í nokkrum tilfellum stolið vörum, t.d. bílaviðgerðarverkfærum, og útvarpstækjum. Nokkrum sinn- um stálu þeir bílum, t.d. einum af bílum rannsóknarlögreglunn- ar. Loks voru svo innbrotsþjófn- aðir, þar sem þeir stálu peningum og var hæsta upphæðin 1200 kr. Við þessa þjófnaði voru pilt- amir mjög oft tveir saman, stundum þrír en flestir voru þeir 6 saman við innbrot. Á sælgætinu og gosdrykkjun- lun gæddu þeir sér og buðu þá oft vinkonum sínum að gæða sér á veizluföngunum. Vörur sem þeir stálu, reyndu þeir að selja og koma í peninga. Sá piltanna sem athafnasam- astur hefur verið er aðeins 16 ára og hefur hann tekið þátt í Þeir komu með verkefnið heim á Mað » RANNSÓKNARLÖGREGLU- MENN frá þeirri deild er fjallar um árekstra og hvers konar um- ferðarmál, þurftu ekki að fara langt til þess að gera sínar at- huganir í sambandi við bílaá- rekstur er varð síðdegis í gær. Maður á sendiferðabíl var á leið í skrifstofu sakadómara til þess að ná í sakavottorð til end- umýjunar ökuleyfis síns. Var hann rétt að koma að Fríkirkju- vegi 11, þar sem skrifstofurnar mi, er óhappið vildi til. Hugðist hann leggja bílnum að gangstétt- inni, en þá kom á móti honum nýlegur, fallegur Opelbíll, og skipti engum togum, að bílarnir rákust saman. Kom framendi Opelbílsins á vinstri hlið sendi- ferðabílsins. Kastaðist sendiferða bíllinn á annan bíl sem kyrr- stæður var. Að sjálfsögðu var lögreglurann sókn málsins eigi lokið í gærdag og því engu slegið föstu um hvor ökumannanna hæri ábyrgð. Nær- staddir kváðu augljóst að báðir ættu þama nokkra sök, sendi- ferðabíllinn fyrir að sveigja svona snögglega að gangstéttinni og hinn bílinn myndi hafa ekið eitt- hvað of hratt. Ekki fengust rann- sóknarlögreglumenn til að stað- festa þetta álit en hitt sögðu þeir, að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem „viðskiptavimir“ kæmu með verkefnin svona heim á hlað. 10 innbrotsþjófnuðum, næstur honum er 18 ára piltur, sem tekið hefur þátt í 9 innbrotum. Hefur hann aldrei áður komizt undir manna hendur. Alls er um að ræða 14 pilta sem hér eiga meiri og minni hlut að máli. Ekki var þó um neinn skipulagðan bófa- hring að ræða, því ekki voru nein kynni á milli margra pilt- anna. Ekki kom það fram við lögreglurannsókn, að þeir hefðu verið undir áhrifum áfengis er þeir fóru í þessa þjófnaðarleið- angra, en innbrotin voru flest framin í kringum miðnætti. Hið síðasta var framið 21. þessa mán- aðar. 700 STYKKISHÓLMI, 29. okt — Þa9 vakti helzt athygli á kosn ingardaginn að elzti íbúi Stykkishótms, frú María Andrésdóttir, koin á kjörstað létt í spori og kvik í heyfing- um og teinrétt eins og fyrr. Var hún í fylgd með Ingi- ára — og kaus björgu dóttur sinni. Fannst okkur þetta svo einstæður at- burður í Stykkishólmi að við fengum Ágúst Sigurðsson til þess að taka af henni myndir og koma þær hér nú fyrir at- menningssjónir. Á annarri myndinni er gamla konan að koma í fylgd með dóttur sinni. Á hinni (sjá forsiðuna) er hún að leggja sitt lóð á vogarskál- ina og setja seðilinn í atkvæða kassann. Mörgum er kunnugt um, hve Maria hefir borið ellina vel og öllum Islendingum minnisstætt er hún talaði í útvarpið á 100 ára afmæli sínu í sumar. Gat enginn merkt það á málrómnum að þarna færi 100 ára gömul kona. Allt af er jafn gaman að spjalla við Mariu, minnið er einstakt, hún er jafnan hress í geði og létt | fasi. Hún fylgist með öUu, sem fram fer, af sama áhuganum og fyrir mörgum áru og leggur góðu lið. Hún á dýrmæta reynslu að baki og hafa margir notið hennar leið sagnar. Öllum, sem henni kynnast, þykir vænt um hana og er það ekki nema eðlilegt, sUk er hennar framkoma og viðmót. — Á. H. Rennsli í ám mælt með geislaefnum I ÁGÚSTMÁNUÐI síðastliðnum voru gerðar hér á landi í tilrauna- skyni rennslismælingar með geislavirkum efnum í Seljalandsá undir Eyjafjöllum á vegum Kjamfræðinefndar íslands, en hingað til hafa straumhraða-mælingar eingöngu verið notaðar hér á landi. — í fréttatilkynningu frá Kjarnfræðinefnd segir svo um þessar mælingar: Farnir á þing Norðurlandaráðs I ÖÆRMORGUN fóru héðan flugleiðis til Stokbhólms fulltrú ar íslands á þing Norðurlands- ráðs sem að þessu sinni er hald- ið i Stokkhólmi. Fulltrúarnir sem fóru í morg- un, voru kjörnir í Norðurlanda- ráð eftir ályktunum Alþingis. á síðasta reglulegu þingi. Þeir sem fóru voru: Bernharð Stef- ánsson, Hannibal Valdimarsson Magnús Jónsson, Sigurður Bjarnason. Sigurður Ingimund- arson fer í dag á þennan fund og maetir þar í stað aðalmann* og varamanns Alþýðuflokksins þeirra Emils Jónssonar og Gylfa Þ. Gíslasonar. Ritari nefndarinnar er Frið- jón Sigurðsson skrifstofiustjóri Alin „Eykyndill44 minn- ist 25 ára starfs SLYSAVARNARDEILDIN „Ey- kyndill", Vestmannaeyjum er var stofnuð 25 marz 1934 ætlar að halda upp á 25 ára afmæli sitt með hófi £ Sjálfstæðishús- inu í Vestm. eyjum í kvöld laug ardag. Aðal hvatamaður að stofnun deildarinnar var Páll Bjarnason, skólastjóri. Deildin hefur imnið mikið og merkilegt starf í þágu slysavarna, svo sem með þv£ að koma upp radiomiðunarstöð í Vestmannaeyjum, byggja skip- brotsmannaskýli á Faxaskeri og leggja mikið fé aí mörkum til Slysavarnafélags íslands og þar með styrkja slysavarnir alsstað- ar á landinu. eins og markmið félagsskaparins er. Formaður Eykindils er frú Sigríður Magn- úsdóttir, gjaldkeri, Katrín Árna- dóttir og ritari, Kristjana Óla- dóttir. Einn þátturinn I undirbúnings- rannsóknum fyrir virkjunarfram kvæmdir er að afla áreiðanlegra upplýsinga um vatnsrennsli á viðkomandi stöðum. Settir eru upp síritandi vatnshæðarmælar og með nokkrum nákvæmum mælingum á straumhraða og þverskurði árinnar fæst sam- bandið milli vatnshæðar og rennslis. Að vetrarlagi, þegar ís og krap er í ám, getur þessi mæli aðferð brugðizt. Einföld aðferð Á Genfarráðstefnunni 1958 um friðsamlega hagnýtingu kjam- orkunnar kom m. a. fram eitt er- / dag er í Stúdenfaráö kosiðy [1 1 —aíJí A U í DAG fara fram kosningar til stúdentaráðs. Kosið er í Háskólanum og hefst kjörfundur kl. 14 og lýkur kl. 20. Stuðningsmenn VÖKU, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, eru hvattir til að kjósa snemma og snúa sér tii kosningaskrifstofu VÖKU í félagsheimili V.R., Vonarstræti 4, símar 19877 og 11779, með upplýsingar vegna kosninganna. LISTI VÖKU ER D-LISTINN. indi um aðferð, til að nota geisla- virk efni til rennslismælinga. Höfuðkostur þessarar aðferðar er fólginn í því, hve einföld hún er í framkvæmd. Ákveðnu magni af geislavirku efni er hellt í vatns- fallið, sem mæla á, og nokkru neðar, er geislavirka efnið hefur blandazt vel árvatninu, er mæld heildargeislavirknin, annaðhvort með mæli á staðnum eða með því að taka sýnishorn og mæla þau síðar. Heildargeislavirknin gefur til kynna rennslið, hvernig sem árfarvegurinn og þverskurður hans er, hvort sem streymið er lygnt eða með hringiðum. Að- ferðina má að sjálfsögðu einnig nota við mælingar á rennsli í pípum, hvort heldur þær inni- halda lofttegundir eða vökva. Fossinn tók litbreytingum í ágúst sl. voru gerðar í til- raunaskyni rennslismælingar með geislavirkum efnum, og til samanburðar voru notaðar straumhraðamælingar. Tilraunin fór fram við Seljalandsá undir Eyjafjöllum. Um 100 m fyrir of- an Seljalandsfoss var geislavirku joði — 131 — hellt í ána, og um vita hér um bil hvenær geisla- 50 m neðan vegarins voru tekin sýnishom á flöskur. Til þess að virka efnið færi framhjá hafði áður verið fimdinn tíminn, sem litarefni var að berast sömu leið. Mjög kröftugt litarefni (kalium permanganati) var fyrst bland- að í ána, og gaf það henni sterk- an, rauðan lit, svo að jafnvel fossinn tók einnig litbreytingum. Geisluvirku vatnssýnishornin voru mæld í Eðlisfræðistofnun Háskólans. Báðar mæliaðferð- irnar, þ. e. straumhraðamæling- in, sem framkvæmd var af Vatnamælingadeild Raforku- málastjórnarinnar, og geislunar- mælingin gáfu sömu niðurstöður. Mun Vatnamælingadeildin vænt anlega taka upp þessa nýju að- ferð við rennslismælingar að vetrarlagi. Eins og áður er sagt, má nota geislavirk efni til mælinga á rennsli í pípum. í ágúst sl. var einnig framkvæmd ein slik til- raun til reynslu. Blandað var ör- litlu af joði-131 í 28 tommu leiðslu frá Gvendarbrunnum og geislunin mæld nokkru neðar og fékkst þannig rennslið. Til skýringar skal þess getið, að geislamagnið, sem sett var í vatn ið, var svo lítið, að það --var al- gjörlega óskaðlegt, og getur auk þess ekki safnazt fyrir, því að það eyðist um helming á hverj- um átta dögum. Kynþáttastríðið NEW YORK, 30. okt. — Noregur, Danmörk, fsland og Svíþjóð hafa í sameiningu og ásamt nokkrum öðrum ríkjum komið fram með áiyktunartillögu þar sem afstaða S.-Afríkustjórnar £ kynþáttamál inu er hörmuð. en sérnefnd Alls- herjarþingsins tekur þetta vanda mál nú til meðferðar. Þá segir i öðrum fregnum, að eftirlitsnefnd S. Þ. hafi samþykkt ályktunartillögu þar sem at- hygli aðildarríkjanna var vakin á því, að heppilegt gæti reynzt að leggja deilumál S.-Afríku- stjórnar og S.-Vestur Afríku fyr- ir alþjóðadómstól. Munu 52 ríki hafa greitt tillögunni atkvæði, en 4 á móti. Fulltrúar 17 ríkja sátu hjá. Til Longholts- solnoðar ÞAÐ eru mörg erfið handtök og margs konar viðleitni huga og handar, sem liggja að baki kirkju byggingum og safnaðaruppbygg- ingu í Reykjavík nútimans. Skyldu annars nokkra aðra en þá, sem reyna að renna grun í hvílíkt starf það er, að koma upp kirkjum, sem kosta milljónir með öllum búnaði, aðeins af fórn- um og áhuga örfárra einstaklinga ásamt stuðningi frá bæjarsjóði, þegar gömul og gróin samtök og söfnuðir gera lítið betur en standa upprétt undir reksturs kostnaði sinna kirkna. Þetta gerist nú samt og finnst víst fáum nema sjálfsagt að njóta kirkjubygginganna og þess starfs, sem í þeim er unnið. þótt hinum sömu detti vart í hug að fórna miklu til þeirra. Kvenfélög safnaðanna vinna yfirleitt betur en nokkur önnur samtök að því að koma upp kirkj um og gera þær þannig úr garði að heiður þyki að í smáu og stóru. Eitt slíkra félaga er Kvenfélag Langholtssafnaðar. Hefur það allt frá stofnun unnið gott og fórn- fúst starf að framförum hins unga safnaðar í Voga og Lang- holtshverfi. Má sannarlega meta slíkt vérk með því að efla félagið til framkvæmda eftir föngum. Mætti segja, að margar hendur ynni létt verk, ef safnaðarfólk tæki sig saman um að styðja við- leitni kvenfélagsins í þessu menn- ingarmáli hverfisins. Um þessa helgi verður hin ár- lega merkjasala kvenfélagsins í sókninni og heiti ég á alla að taka vel á móti þeim, sem selja og láta sjá, að hér sé vakandi áhugi og skilningur fyrir þeirri stofnun, sem Langholtskirkja ásamt viðbyggðu félagsheimili hlýtur að verða öllum þeim, sem hér munu búa um langa frarn- i tíð. Árelíus Níelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.