Morgunblaðið - 08.11.1959, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.11.1959, Qupperneq 8
8 MORCin\RT4fíin Sunnudagur 8. nóv. 1959 P. V. G. Kolka: Sköpunar- saga skálds ísold hin svarta. Eflir Kristmann Guðmundsson. Bókfellsúigáfan 1959. SJÁLFSÆVISÖGUR eru að jafn- aði annáll um þá atburði, sem höfundurinn hefur orðið þátttak- andi í eða áhorfandi að, og hafa því sitt heimildargildi, þegar rannsökuð er saga einhvers lands eða tímabils. Sumar eru nokkru meira en einfaldar annáll, tína til ýmis smáatvik, skringileg eða ömurleg, sem gæða heildarmynd- ina af umhverfi höfundarins dýpt og litauðgi. Enn aðrar hafa þetta hvorttveggja til að bera, en leggja lesandanum að auki upp í hendur töfralykil að hugar- fylgsnum höfundarins, svo að hann fær aðgang að fjárhirzlum, sem geyma fáséðar gersemar, og að dyflissum, þar sem furðulegar ófreskjur eru að jafnaði faldar og lokaðar undir lási og slá. Slíkar sjálfsævisögur eru girnilegt lestr arefni á hvaða öld sem maðar lifir og án tillits til lengdarstigs eða breiddargráðu, því að manns- sálin sjálf er hvar sem er og hvenær sem er furðulegasta og fýsilegasta viðfangsefnið, sem hægt er að kynnast. Meðal bóka af því tagi má nefna Játningar Rousseau, sem varla hefði þó vakið mikla athygli, ef rituð hefði verið af nútímamanni, og Játningar de Quinsey, sem opnar lesandanum innsýn í furðuver- öld ópíumsdraumanna. Til þessa flokks verður og að telja sjálfs- ævisögu Kristmanns skálds, sem hann hefur gefið nafnið ísold hrn svarta. í bók þessari rekur Kristmann uppruna sinn, bernsku sína, kyn- þroskaskeið og fyrstu fullorðins- ár. Þar er blandað saman frásögn af ytri atburðum, oft og tíðum ömurlegum, og innra lífi ungs manns, sem mótaðist ekki einung is af snemmbornum ásetningi um Kristmann Guðmundsson að verða mikið skáld, heldur einn ig af dulrænni reynslu og djúpri þrá, sem fær fullnægju á strjál- um augnablikum, eins og þegar bjartur sólargeisli brýzt í örstuttu vetfangi gegnum þrönga og hverf ula vök á dimmu skýjaþykkni. Dulræn öfl eru að verki í fyrstu köflum bókarinnar og ráða jafn- | vel nafni höfundarins. Tuttugu árum fyrir fæðingu hans er ungur gullsmíðanemi í Reykajvík, skáid mæltur, listfengur og eftirlæti kvenna, drepinn i afbrýði og öl- æði í Marardal norðan Kolviðar- hóls. Hann vitjar nafns til móður Kristmanns skálds og sækir svo fast eftir, að hún gefur syra sín- um nafn hans. Þetta er eins konar forleikur ævi skáldsins líkt og draumur í upphafi íslendinga- sögu sem gefur grun um örlóg söguhetjunnar. Skáldið hefur auðsjáanlega fengið hinar mes u mætur á þessum nafngjafa sín- um og kynnt sér sögu hans eftir föngum. ★ Faðir Kristmanns skálds var, sem kunnugt er, Guðmundur Jónsson, jafnan kenndur við Helgastaði í Skuggahverfinii, myndarleg og vel gefin kempa, sem bar utan á sér harða og hrjúfa skel og var of stoltur af sjálfum sér til að skeyta mikið um manngreinarálit smáborgar- anna í Reykjavík, víkingur að eðli, sem það lagðist aðallega fyr- ir að „veiða kvenfólk og vöðu- seli“, að æðarkollum ógleymdum. Ein af þeim, sem komst í skot- færi þessa mikla veiðimanns, var ung heimasæta úr afdölum Borg- arfjarðar, sem kom heim í föður- garð til fátækra foieldra eftir vetrardvöl í Reykjavík, vonsvikin og kona eigi einsömul. Þar ól hún söguhetjuna 23. okt. 1901 og vaið læknir að taka með töngum strák inn, sem þrjóskaðist við að flytja í þessa veröld, enda telur hann sig hafa . -rið -b„ðinn og óvel- kominn, jafnan gest og framandi í þessum heimi, fremur illa séð- an, „einkum af lélegu fólki, óþokkum, vanmetakindum og öðru illþýði“. Móðir Kristmanns lét foreldr- um sínum eftir að annast upp- eldi drengsins, fluttist í annan landsfjórðung fáum vikum eftir fæðingu hans, giftist þar og leit ekki þennan frumburð sinn fyrr en eftir fimmtán ár. Hún varð honum því aldrei nema „ævin- týri einmana strákpeðs og nefnd- ist Siggamamma.“ Amma hans og fóstra var roskin kona, fálát og með hörkudrætti um munninn, -.0 00-0-0 • * 0 0.0. m 00 0 0 0 Tízkukabarett í Lídó Rúna Brynjólfsdóttir sýnir regnhatt úr stykkjótUi efni með breiðum börðum. Upp- slögin á ermunum á Anglo- mac-kápunni, eru úr sams- konar efni. Sigríður Geirsdóttir í loð- fóðruðum skinnlíkisjakka. SL. FÖSTUDAGSKVOLD var fyrst sýning „Tízkukabaretts ins“, sem frú Elín Ingvarsdótt- ir og ungfrú Rúna Brynjólfs- dóttir hafa sett á laggirnar, haldin í Lido. Sýningin byrjaði mjög hressilega með því, að 7 stúlk- ur, 4 karlmenn og 2 börn gengu með stuttu millibili eft- ir stokknum í fallegum prjóna peysum frá Heklu, og voru þær margbreytilegar að gerð og lit. Síðan voru sýndar úlp- ur, skinnlíkisjakkar, regnkáp- ur og ullarkápur í miklu úr- vali, og voru öll þau föt, er sýnd voru einkar heppileg fyr- ir íslenzka veðráttu. Því næst voru sýnd karlmannaföt og nokkrir ullarkjólar með skemmtilegum höttum, sem vöktu mikla kátínu. Að lokum voru sýndir tveir samkvæmis- kjólar og brúðarkjóll frá Báru, sem Anna Guðmundsdóttir sýndi með miklum glæsibrag. Fyrirkomulag sýningarinnar var með ágætum. Upphækk- aður pallur var eftir endilöng- um salnum, svo vel sást úr öllum salnum, hvað fram fór þar, auk þess sem sýningar- stúlkurnar gengu alveg fram í anddyri hússins, til þess að gestir, er sátu í forstofunni, gætu einnig fylgzt með. Sýn- ingarstúlkurnar voru mög mis jafnar, eins og gengur; örugg- ust í fasi var Rúna Brynjólfs- dóttir, en sérstaka eftirtekt vakti ein sýningarmærin, ung- frú Edda Jónsdóttir, sem heill aði áhorfendur með fallegu göngulagi og látlausri fram- komu. Naut hún sín sérstak- lega vel í fjólubláum sam- kvæmiskjól með víðu pilsi, sem skreyttur var með stóru blómaknippi í mitti og öðru, sem hulið var þunnu efni pils- ins. Karlmenn, sem sýndu, voru aðeins fjórir, þar af að- eins einn, sem fær var að bera uppi karlmannafatnað, Jón Baldursson, sökum stærðar sinnar og karlmannslegs vaxt- arlags. Hinir herrarnir voru um sem þessum og auka gildi þeirra. Hattarnir og húfurnar frá „Hrund“ lífguðu mikið upp á sýninguna, og klæðnaður úr verzluninni „Hjá Báru“ var najög nýstárlegur og smekk- Jegur, og því miður það eina sem fram kom í samkvæmis- klæðnaði. Skemmtiatriðin voru mörg og misjöfn og sumt með nýju sniði. Kynnir var Elín Ingvars dóttir. Húsfyllir var, og voru konur í miklum meirihluta, og var það stór og föngulegur hóp ur. Nokkrir karlmenn voru viðstaddir, og virtust þeir skemmta sér hið bezta, og sannar það að tizkusýningai eru ekki eingöngu fyrir hið veika kyn, enda fer stöðugt vaxandi sá hópur karlmanna, sem tízkusýningar sækir. Edda Jónsdóttir í Anglomac- kápu meff loffnu fóffri frá Haraldarbúð allir of ungir til að bera uppi karlmannaklæðnað, en nutu sín mjög vel í útprjónuðu peys unum. Litla parið. Ylfa Bryn- jjólfsdóttir og Sigurjón Péturs son, settu og skemmtilegan blæ á sýninguna. Um tízkusýninguna í heild er það að segja, að töluverður auglýsingablær hvíldi yfir henni; þar var sýnd fram- leiðsla ýmissa fyrirtækja hér á landi og kom þar mjög margt fallegt fram, búningar, sem eru mjög hentugir hér á landi, en ekki var nógu mikið skeytt um að sýna frumlegan klæðnað, rismikinn og glæsi- legan, sem lyfta upp sýning- 0,0n00-000 0 0 * 0 0 «* «* <‘«*~»*,«*'»* t* i* i* r* Nei, þetta er ekki Anna — heldur Ágústa systir hennar í sportfötum frá Báru. hert í ævilöngu striti, siðavönd, trygg og staðföst, en miðlandi honum lítilli blíðu. Móðursystkini hans höfðu lengst af horn í síðu hans og sá eini, sem hann tók verulegu ástfóstri við, var afi hans, glæsimenni, sem reið í rétt- irnar með silfurbúið drykkjar- horn í feta um öxl, innihaldandi brennivín, glaður og reifur og furðulega léttúðugur af kotbónda að vera. Það hefur verið meira en lítið varið í þennan borgfirzka afdalabónda, því að um hann hafa myndast þjóðsögur og hann varð yrkisefni öðru borgfirzku skáldi, Jóni Magnússyni, sém orti um hann ljóðabálkinn Björn á Reyðarfelli. Kristmann fór á mis við þá móðurblíðu, sem er hverju barni brýn þörf, og hefur það átt sinn þátt í að móta skapferli hans og að einhverju leyti afstöðu hans til kvenna síðar á lífsleiðinni. Margt hefur hann þó sótt til ömmu sinnar, sem kunni ógrynni ljóða, var skyggn og í vinfengi við huldufólkið í dalnum. Þessi innhverfi drengur á af- dalabænum átti sér ekki önnur leiksystkini í bernsku en huldu- fólksbörnin, einkum Ingilín, álfa- meyjuna fögru, sem hann sá oft, en fékk aðeins einu sinni að snerta í svip. Allur kaflinn ura álfabörnin og konuna í ljósa kyrtlinum er merkilegur, hvernig sem á hann er litið. Það mun ekki vera fátítt, að börn séu skyggn, en frásagnir fullorðins manns og viti borins um slíkar endurminn- ingar eru hins vegar sjaldgæfar. Kristmann er sjálfur ekki í vafa um raunveruleika þessara leik- systkina sinna, sem hann þekkti sum með nafni. Aðrir munu telja þau skynvillu upprennandi skálds með auðugu ímyndunarafli. Á það skal enginn dómur lagður hér annar en sá, að efnisheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður. Eðlisfræðin hefur tekið það mörg heljarstökk á okkar öld, að jafnvel er farið að tala um sérstakan heim „andaefnis", með sínu sólkerfi og lífi gæddum ver- um, spegilmynd af okkar sýni- lega heimi, en þó utan við skynj- un okkar, a. m. k. enn sem komið er. Og hvað er þjóðtrúin annað en samsafn af sálrænni reynslu liðinna kynslóða, þar sem andinn nemur fleira en augað sér og blandað er saman barnaskap og fornhelgri speki? ★ Átta ára gamall flytzt Krist- mann með afa sínum og ömmu vestur á Snæfellsnes og eignast þar mennsk leiksystkini. Á fyrsta ári þar verður hann ástfangmn af leiksystur sinni lítið eitt eldri, en sú bernskuást endar með sár- um vonbrigðum og viðbjóði, svo að hann er vart mönnum sinn-« andi á eftir. Hugljúf og heið er lýsingin á æskuástum hans og Siggu á Gerðabergi, sem dó næeta vetur. Hann er bráðþroska og sumarið eftir að hann er fermdur er hann sviptur sveindómi sínum af Reykjavökurdömu, sem er helmingi eldri en hann. Upp frá því berjast ísoldirnar tvær, sú bjarta og sú blakka, um ástir þessa Tristans með tvískipta eðl- inu milli anda og holds. Á áratugunum beggja megin síðustu aldamóta átti enginn gáí- aður drengur á íslandi æðri ósk en þá að komast í skóla. Afi Kristmanns deyr áður en honum auðnast að styrkja drenginn til náms, svo að hann verður að láta sér nægja vegavinnukaupið sitt til að komast á Hvítárbakkaskól- ann og fer þaðan með leiðan föru- naut, berklana, sem þá vom miklu ægilegri en nú. Skólagang- an verður ekki lengri, hann fer til Reykjavíkur og hittir föður sinn í fyrsta skipti, til Norðfjarð- ar og finnur móður sína, flækist milli frænda og vandalausra fyr- ir austan, sunnan og vestan, upp- fullur af skáldagrillum og með andstyggð á líkamlegri vinnu, sveltur stundum heilu hungri og verður að snapa eftir ýmsum ó- geðfelldum störfum, en er venju- lega rekinn úr vist, því að hann Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.