Morgunblaðið - 08.11.1959, Side 16
16
MORGUNfíT. AÐIÐ
Sunnudagur 8. nóv. 19T-
Rennibekkir til sölu
Lítil Volman tókkneskur borðrennibekkur til sölu
og Souths Bend, ameriskur, rennilengd 3 m. milli
odda. Til sýnis og sölu í Vélsmiðju Guðmundar Finn-
bogasonar, Grettisgötu 20 B.
Af sérstökum ástæðum er
Volkswagen
árgangur ’58, til sölu. Bifreiðin er lítið keyrð og
mjög vel með farin, hefir margt fram yfir nýjan
vagn. Verð sanngjarnt. Til sýnis í Hellusundi 3 milli
kl. 4—7 e.h. í dag. Uppl. í síma 19439.
--
velur hinn
rit-mjúka
t'íjnwr / ~&$íí
endingargóða
Hagsýnn maður! Hann veit að
skriftin verður að vera jöfn
og áferðarfalleg. Þessvegna
notar hann hinn frábæra
Parker T-Ball . . . þann gæða-
penna sem skrifar jafnt og
áferðarfallega. Gefur strax
og honum er beitt. Rispar
ekki.
Pourons kúla einkaleyfi PARKERS
Blekið streymir um kúluna og matar
hina fjöimörgu blekholur . . . Þetta
tryggir að blekið er alltaf skrifhæft
í oddinum.
Parker
kúlupenni
A PRODUCT OF cþ> THE PARKER PEN COMPANY
9-B214
Fatapressa
Til sölu ný fatapressa (á innkaupsverði) heppileg
fyrir efnalaug eða iðnfyrirtæki, sem þarf að pressa
fatnað. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir næstk. fimmtu-
dag. merkt: ,,Fatapressa — 8709“.
Atvinna óskast
Stúlka með samvinnuskólapróf, góða málakunnáttu
og æfingu í bókhaldi, óskar eftir atvinnu nú strax
eða um næstu mánaðarmót. Tilboð sendist afgr. Mbl.
merkt: „Ábyggileg —- 8711“.
Atvinna
Ungur maður með stúdentsmenntun óskar eftir at-
vinnu. Góð málakunnátta og nokkur reynsla í skrif-
stofustörfum. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 13.
þ.m. merkt: „Fljótt — 8707“.
PrýÖið stofur og ganga
með þessum marg eftirspurðu gipslistum. Sendum
gegn póstkröl'u. — Sýnishorn hjá:
Helga Hagnussyni & Co. hf.
— í nýju Ijósi...
Framh. at bls. 11
í öðrum tilfellum virðist „Tóm-
asar guðspjall" ekki eins uppruna
legt en flóknara en guðspjöll
kirkjunnar. í þeim tilfellum er
einnig um að ræða sjálfstæða þýð
ingu, en það þarf ekki nauðsyn-
lega a-ð þýða að hún sé síður
sannfræðileg. En oft koma í
„Tómasar guðspjalli“ setningar,
sem styðja og sanna að hægt sé
að treysta þýðingum kirkjunnar:
„Jesús sagði: Mennirnir
halda að ég sé Tcominn til að
Jlytja frið í heiminn og þeir
vita ekki að ég er kominn til að
flytja ósamkomulag, eldinn,
sverðið og stríðið.
Því að séu 5 saman í einu
húsi: faðirinn gegn syninum og
sonurinn gegn föðurnum og að-
eins einn mun standa upjn“.
Þetta er miklu einfaldara hjá
Mattheusi. „Ég er ekki kominn til
að flytja yður frið heldúr stríð.“
„Tómasar guðspjall“ bregður
nýu Ijósi yfir Biblíuna, ekki að-
eins þegar hún hefur fram að
færa betri þýðingu, heldur einmg
þegar þýðing hennar er lakari.
Frásögnin er öðru vísi en í Bibl-
unni en boðskapurinn í aðalatrið-
um hinn sami. Og hvert er megin
inntak þessa boðskapar? Við skul
j um líta á hvernig Tómasarguð-
( spjall orðar það boðorð, að þú
skulir elska náunga þinn sem
sjálfan þig:
,,Jesús segir: Elska bróður
þinn eins og þína eigin sál.
Vernda hann, eins og sjáaldur
þinna eigin augna“.
Haukur Morthens
og
Signður Geirsdóttir
fegurðardrottning íslands
skemmtir ásamt
Hljómsveit Árna Elfar
i kvöld
Sími 15327
Málflmiiingsskrifstofa
Jón N. Sigurðsson
hæsta-éttarlögmaður.
Laugavegi 10. — Sími: 14934.
Gólfslípunin
Barmahlíð 33. — Simi 13 d5?
BEZT AO AVGLÝSA
í MORGllðlBLAÐINV
4
Get útvegað öll heimspekirit Gunnars Dal:
Rödd Indlands
(um indverska heimspeki) ib. kr. 95,00.
Þeirs páðu í stjörnurnar
(12 heimspekingar Vesturlanda) ib. kr. 68.00.
Sókrafes (um gríska heimspeki) ib. kr. 85.00.
Jónas Jónsson frá Hriflu: „Einu sinni átti ísland tvo dugandi og athafnasama heimspek-
inga. Nú er heimspekingurinn ekki nema einn, Húnvetningurinn Gunnar Dal. Það ætti að vera
venja á íslandi að mismuna greindum ungmennum með því að láta þau fá eitthvað heimspeki-
rit eftir Gunnar í jólagjöf.“
Kristmann Guðmundsson rithöfundur: „Bók Gunnars um Sókrates er rit í meistaraflokki;
þar fer saman skáldleg víðsýni, vitrænn skilningur og vísindaleg þekking.“
I ritdómi um Sókrates segir Guðmundur Daníelsson rithöfundur: „Mikil fílósóf getur eng-
inn orðið nema hann sé og skáld gott. Þetta ætla ég að sannist allvel á Gunnari Dal. í ljóða-
bók hans hinni síðari „Sfinxinum og hamingju nni“ er mikið af djúphugsuðum og fögrum skáld-
skap, framandlegum og frumlegum, og hafa sumar myndir þessara ljóða orðið mér hugstæðari
en annar skáldskapur yngri ljóðskálda þjóðarinnar. Sókrates er mjög vel rituð bók, þraut-
hugsuð, „brilliant". Sendur hvert á land sem er gegn póstkröfu.
Bjarni Sveinsson, Pósthólf 1115, Reykjavík.