Morgunblaðið - 08.11.1959, Qupperneq 24
V EÐRID
SV kaldi — él. Hvass Sunnan
með morgninum.
•249. tbl. — Sunnudagur 8. nóvember 1959
Reykjavíkurbréf
er á blaðsíðu 13.
Vafnabát-
ur á tízku-
sýningu
BÁTASÝNINGAR og tízku-
sýningar hafa tíðast verið
aðskildar, en í Lido á föstu-
dagskvöldið bar það til tíð-
inda að Skipasmíðastöð
Njarðvíkur sýndi þar
vatnabát úr plasti og trefja-
gleri, sem er svo léttur, að
tvær smátelpur geta borið
hann á milli sin. En því
miður komst báturinn ekki
inn um dyrnar á veitinga-
salnum og urðu gestir að
láta sér nægja að skoða
hann í forstofunni. Mynd-
in að ofan er af plastbátn-
um og þeim, sem að tízku-
kabarettinum standa og má
segja að þar séu „allir í
sama bát“. Nánar um yýn-
inguna á KvennatV'u
blaðsins.
Holræsafram-
kvæmdir ákveðnar
A FUNDI bæjarráðs á föstudag-
inn voru ákveðnar nokkrar fram
kvæmdir við holræsagerð, og lán
veiting til þessara framkvæmda.
Fer hér á eftir yfirlit um þessar
framkvæmdir og hvað varið verð
ur miklu fé til hvers verks.
Stigahlíð (austurhluti) 150
þús. kr., Hallarmúli 490 þús. kr.,
Suðurlandsbraut (Hallarmúli —
Vegmúli) 1.400 þús. kr., Ármúli
(Háaleitisbr. — austur fyrir Hall-
armúla) 600 þús. kr., Háaleitis-
braut 140 þús. kr., Austurbrún
290 þús kr.
Hvorki Hafnfirðingurinn
né „vinur44 hans finnast
ENN hefur ekki tekizt að hafa
upp á hinum týnda pilti úr Hafn-
arfirði, Baldri Jafetssyni. Það er
nú vika síðan hann fór að heim-
an frá sér. Talið er að hann hafi
sézt inni í Langholti á þriðju-
daginn var.
Þegar lögreglan i Hafnarfirði
lýsti eftir piltinum, hafði hann á
sunnudaginn var, sézt í fylgd
með ungum togarasjómanni, ljós-
um yfirlitum, suður i Hafnarfirði.
Telur Hafnarfjarðarlögreglan sig
hafa vitneskju um það, að þessi
ungi sjómaður sé Gunnar S.
Gunnarsson, er síðast var skip-
verji á togaranum Þorkeli Mána
frá Reykjavík.
Hafði Gunnar þessi farið af
skipinu fyrra laugardag. Hefur
hans verið leitað árangurslaust.
Hann virðist engan samastað eiga
hér í bænum, og hefur ekkert
samband haft við ættingja sína.
Ekki er vitað til þess að Gunnar
hafi verið skráður á annað skip
eftir að hann fór af togaranum
Þorkeli Mána.
Hafnarfjarðarlögreglan hefur
fengið upplýsingar um það frá
konu einni við Langholtsveginn,
að þangað muni Baldur hafa
komið á þriðjudaginn var. Hafi
hann beðið um að hringja fyrir
sig á bíl. Hafði konan gert það.
Ekki hafði Baldur komið inn.
Hann var sýnilega undir áhrifum
áfengis. Þegar leigubíllinn kom,
var maðurinn horfinn.
Konan gaf Hafnarfjarðarlög-
reglunni þessar upplýsingar, er
hún hafði séð mynd af piltinum,
tveim dögum síðar. Ekki er talin
ástæða til þess að draga í efa að
hér hafi verið kominn Baldur
Jafetsson.
Um leið og lögreglan leitar nú
upplýsinga um ferðir Baldurs, þá
leitar hún og upplýsinga um
ferðir Gunnars S. Gunnarssonar.
Lögreglan telur að möguleiki sé
á því, að þeir Gunnar og Baldur
séu einhvers staðar saman. Mun
sú skoðun vera ríkjandi hjá lög-
reglu Hafnarfjarðar, því báðir
eru piltarnir vínhneigðir nokkuð.
Lögreglan í Hafnarfirði telur
sig ekki geta hafið skipulega
dauðaleit fyrr en henni hefur tek
izt að hafa samband við Gunnar
S. Gunnarsson eða að fengnum
frekari upplýsingum um ferðir
Baldurs. Eru allir, ■ sem aðstoð
geta veitt í þessu máli, hvattir
til samstarfs við lögregluna.
Með hverjum deginum sem líð-
ur verður málið alvarlegra. Segja
má að í rauninni sé tveggja
manna nú saknað.
(jrafið úr ryki
Hand- og fóthlekkir — hreinlætistæki
úr konungsförinni 1907
LÁRUS Sigurbjörnsson, skjala-
vörður hefur undanfarið unnið
að því, að skrásetja ýmsa gamla
og þjóðlega muni, sem hann hef-
ur grafið úr ryki gleymskunnar.
Kennir þar margra grasa. Má t. d.
nefna hreinlætistæki úr konungs
förinni 1907, handvaska og ferða
servant í blikkumbúðum, sem
ástæða er tii að ætla að hafi
verið í tjaldi konungsins sjálfs,
i för hans til Þingvaila og Geys-
is. — Fundust þeir á háalofti
í hús> =>inu hér ! bæ.
Á háaioftinu 1 hegningarhús-
inu, giuggaláusu skúmaskoti,
fann Lárus með góðri hjálp fanga
varðar ýmislegt dót, m.a. einn tví
hjóla rokk, en þeir eru mjög sjald
gæfir, og allmarga spunarokka og
spólur, er Sigurður Jónsson,
fangavörður, sonur Jóns Guð-
mundssonar ritstjóra, lét fangana
nota við teppagerð og spuna.
Er eitt teppi, sem fangarnir
unnu, til á safninu að Skúlagötu
2. Það er um 80 ára gamalt, unn-
ið úr íslenzkri ull, mjög vand-
virknislega gert, enn okkuð far-
ið að láta ásjá. Það fannst í sjó-
búðunum á Vesturgötu 7. — Þá
fundu þeir, fangavörðurinn og
Lárus, hand- og fóthlekki, sem
notaðir voru á stórafbrotamenn.
Pétur Benediktsson
Pétur Benediktsson for-
maður Stúdentafélagsins
RáHhúsmáliii rœtt hjá
Stúdentafélaginu
STÚDENTAFÉLAG Reykjavík-
ur efnir til umræðufundar í
Sjálfstæðishúsinu kl. 3 e. h. í
dag. Verður þar tekið fyrir hið
mjög umdeilda ráðhúsmál, og
verða frummælendur þeir Gunn-
ar Thoroddsen borgarstjóri og
Sigurður Þórarinsson jarðfræð-
ingur. Má búast við fjörugum
umræðum,. því fá mál vekja
meiri hita í umræðum manna á
meðal en einmitt ráðhúsmálið.
Fundurinn í dag er opinn öll-
um sem áhuga hafa á málinu, en
fyrir þá sem ekki hafa félags-
skírteini Stúdentafélagsins er að-
gangseyrir 10 krónur. Menn
geta fengið keyptar veitingar
fyrir og eftir fundinn.
AÐALFUNDUR Stúdentafélags
Reykjavíkur var haldinn í Sjálf-
stæðishúsinu. — Fundarstjóri
var kosinn Barði Friðriksson, og
gaf hann íráfarandi formanni,
Eyjólfi K. Jónssyni, orðið. Flutti
hann skýrslu stjórnarinnar og
rakti í stuttu máli það sem gert
hefur verið undanfarið ár. 1
stjórn félagsins voru auk hans
Sigurður A. Magnússon varafor-
maður, Gunnar Hólmsteinsson
ritari, Helgi Hjálmsson gjald-
keri og Helgi Þórðarson með-
stjórnandi.
Eyólfur sagði frá fullveldis-
fagnaðinum í fyrra, áramóta-
dansleiknum, tveimur fjölsóttum
umræðufundum, þorrablóti, sum-
arfagnaði og ýmsum öðrum
skemmtunum. Einnig skýrði
hann frá heimsókn Valdimars
Björnssonar fjármálaráðherra,
og fyrirhuguðum heimsóknum
þeirra Tryggve Lie og Arthurs
Millers, en báðir þessir menn
urðu að afþakka boðin sökum
anna. Þá gekkst félagið fyrir
fyrirlestri menntamanns frá
Indónesíu, dr. Alisjahbana, í sam-
vinnu við PEN-félagið og Frjálsa
1 menningu. Loks kvað formaður
inn fráfarandi stjórn hafa safn-
að þeim gögnum félagsins frá
fyrstu tíð, sem hægt var að
finna, og komið þeim fyrir í
háskólabókasafninu.
Næst flutti gjaldkerinn, Helgi
Hjálmsson, skýrslu sína og kom
í ljós, að fráfarandi stjórn hefur
lækkað skuldir félagsins um
rúmar 18 þúsund krónur, þannig
að þær eru nú rúmlega 20 þús-
und krónur.
Þá fór fram stjórnarkjör, og
var Pétur Benediktsson banka-
stjóri einróma kosinn formaður.
Aðrir í stjórn voru kosnir Gunn-
laugur Björnsson viðskiptafræð-
ingur, Hrafn Þórisson bankamað-
ur, Sigurður Guðmundsson blaða-
maður og Tómas Karlsson stud.
jur. I varastjórn voru kosnir
Einar Arnason lögfræðingur,
Árni Einarsson kennari, Stefanía
Pétursdóttir skrifstofustúlka,
Agnar Biering fulltrúi og Hauk-
ur Pálmason verkfræðingur.
Endurskoðendur voru endur-
kjörnir þeir Sigurður Baldurs-
son hdl. og Haraldur Árnason
verkfræðingur, en til vara voru
kosnir Kristinn Baldursson og
Björn Arnason.
Til viðbótar því, sem hér hefur
verið nefnt, má og geta læknis-
áhalda Björns Ólafssonar, falleg
og „complet" tæki, eins og þau
tíðkuðuzt um aldamótin. Margir
munanna, sem fundizt hafa, eru
komnir upp að Ártúni, og verða
til sýnis næsta voor.
Nj arð víki n gurirm
er heiU á húfi
ÞAD var skýrt fra því í blaðinu
í gær, að menn væru farmr að
undrast um Styrmi Proppé,
Reykjanesbraut 8, í Ytri-Njarð-
vík. Hafði ekkert spurzt til hans
frá því nokkru eftir hádegi á
sunnudaginn var.
Ekki er ástæða til óttasl um
afdrif mannsins. í gær fékk Mbl.
vitneskju um að maðurinn hefði
sézt í húsi Morgunblaðsins heill
heilsu og hinn brattasti.
Breiðadalsheiði
enn fær
ÍSAFIRÐI, 7. nóv.: — Róðrar eru
enn ekki hafnir hér á ísafirði,
en hefjast væntanlega á næst-
unni. Verða gerðir út fleiri bát-
ar en í fyrra, en illa mun ganga
að fá mannskap á bátana. Togara
útgerðin hefur gengið illa vegna
aflatregðu.
Hér er nú kominn snjór, en
þó er enn fært yfir Breiðadals-
heiði. Kom bíll yfir heiðina frá
Reykjavík í fyrradag. Mun leið-
inni væntanlega haldið lenegur
opinni með ýtum en í fyrra.
Ein allslierjar-
bókhlaða
á Melimum
SVO sem kunnugt er, eru nú
uppi ráðagerðir um það, að
sameina í einni allsherjarbók-
hlöðu Landsbókasafnið og
Háskólabókasafnið. Hefur
þetta mál verið á dagskrá í
nokkur ár. Mun hvorttveggja
koma til, að þrengsla gætir
meir í báðum bókasafnsbygg-
ingunum og að heppilegt er
talið að hafa söfnin undir einu
þak.i
Á fundi bæjarráðs á föstu-
daginn var, bar lítillega á
góma bygging bókhlöðunnar.
Henni er ætlað að rísa á Mel-
unum og samþykkti bæjarráð
að óska umsagnar samvinnu-
nefndar um skipulagsmál um
staðarvalið.
Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt
heldur fund í Sjálfstæðishúsinu
kl. 8,30 annað kvöld, mánudags-
kvöld. Þar tala hinar nýkjörnu
alþingiskonur frú Auður Auðuns
og frú Ragnhildur Helgadóttir.
Þá syngur Kristinn Hallsson
óperusöngvari með undirleik
Fritz Weisshappel, og að lokum
verður kaffidrykkja og dans.
Allar Sjálfstæðiskonur vel-
komnar.