Morgunblaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 10
10 MORCrrxnr Þriðjudagur 10. nóv. 1959 Neytendasamtökin og vörumerkingar NEYTENDASAMTÖKIN hafa lát ið sig vörumerkingar miklu skipta, þar sem þau hafa talið, að þeim væri mjög ábótavant hér á landi og það svo, að bryti í bága við landslög, þ.e. lög nr. 86 frá 1933 um varnir gegn óréttmætum verzlunarháttum. Neytendasam- töjdn hafa nú fengið sjónarmið sitt staðfest með dómi þeim, er felldur var af sjó- og verzlunar- dómi Reykjavíkur 13. okt. sl. í máli, er varðaði merkingu peysu. Það reyndist svo, að í lögum þess- um felst öflug vernd fyrir neyt- endur gegn hvers konar merkingu vara, er kunna að gefa villandi hugmyndir um uppruna þeirra eða eiginleika. Stjórn Neyíendasamtakanna er þess fullviss, að ýmsar merking- ar vara, sem nú eru viðhafðar hér, eru ólöglegar samkvæmt of- angreindum lögum. Þau vilja því beina því til hlutaðeigandi, að þeir hyggi að vörumerkingum sín um með hliðsjón af nefndum lög- KAIRO, 7. nóvember: — Á morg- un verður undirritaður í Kairo samningur, sem Súdan og Ara- bíska sambandslýðveldið gera með sér um nýtingu á vatni Níl- ar. Samningaviðræður hafa tekið langan tíma, en málin þykja hafa leystst furðu vel. tSSSSSSSSSS,'**, um og nýfelldum dómi samkv. þeim. Neytendasamtökin álíta lög þessi svo mikilvæg fyrir neyt endur ,að þau telja það tvímæla- laust skyldu sína að sjá til þess eftir megni, að þeim verði fram- fylgt. Þess vegna er það ætlun stjórn- ar Neytendasamtakanna að kanna það ítarlega að mánuði liðnum, að hve miklu leyti megi telja vörumerkingar á markaði hér- lendis vera í samræmi við lög. Frá stjórn Neytendasamtakanna. Grímur Engilberts ritstjóri Æskunnar ,/Eskan' 60 ára Þess minnzt i veglegu afmælisblaði BARNABLAÐIÐ Æskan minnist þess í nýútkomnu októberhefti, að liðin eru 60 ár frá því blaðið hóf göngu sína. Það er Stórstúka íslands sem gefur blaðið út og var fyrsti ritstjóri þess skáldið Sigurður Júl. Jóhannesson í Vest urheimi. Afmælisblaðið er stórt og efn- ismikið, rakin saga blaðsins og í tilefni afmælisins eru birtar af- mæliskveðjur frá fjölmörgum mönnum og sendir Ásgeir Ás- geirsson forseti, blaðinu árnaðar- óskir. Þakkar hann Æskunni skemmtun og fróðleik á æskuár- unum. Síðan segir forsetinn „Ég fylgist enn með Æskunni og sá mér til ánægju að hún fylgist vel með tímanum". ☆ ★ Það er ótrúlegt, að þessar tvær myndir skuli vera af sama barninu — en svo er eigi að síður. Myndin hér við hliðina er af Molak litlu eftir að hún hafði ver- ið 10 mánuði á munaðarleys- ingjahælinu í Teheran — heilbrigt barn í útliti. Hin myndin er ti henni, þegar hún kom á hæl ið, 4 mánaða gömul. í tilefni af afmælinu er efnt til ritgerðasamkeppni meðal barna og mega þátttakendur ekki vera eldri en 16 ára. í opnu blaðs- ins er verðlaunagetraun, sem Flugfélag íslands stendur að og veitir flugferðir í verðlaun. Rakin er saga Æskunnar, er getið m.a. þeirra mörgu sem ver- ið hafa ritstjórar blaðsins lengur eða skemur. Þess er getið þar til ráðgjafar við framkvæmd tilraunar til að bæta matar- æði skólabarna, en það voru 'ríkisstjórn Irans og Barna- hjálparsjóðurinn, sem stóðu að þeirri tilraun í sameiningu. Árangur þessa starfs varð mjög góður. Það má nokkuð marka af því, að áður höfðu fjarvistir í skólum þeim, sem um var að ræða, numið allt að 60% — en að ári liðnu sóttu börnin skóla sína reglulega og vel, eins og bezt gerist annars Sig. Júl. Jóhannesson fyrsti ritstjóri að enginn einn hafi unnið eins mikið fyrir blaðið og Jóhann Ögm. Oddsson, sem starfað hefur sem afgreiðslumaður þess síðan 1928 og unnið ýmis störf önnur fyrir blaðið. Núverandi ritstjóri þess er Grímur Engilberts. Upp- lag Æskunnar er nú 9000 eintök. Sem fyrr segir er margt af skemmtilegu lestrarefni í þessu afmælisblaði Æskunnar og er þar m.a. saga sem Sig. Júl. Jóhannes- son þýddi; „Rauði hundurinn“. Margt fróðleiksmola og getrauna er að vanda. Er Æskan, þó 60 ára sé, „síung í anda“ eins og einn þeirra kemst að orði er send ir blaðinu kveðjur í tilefni af- mælisins. Vilja ekki kjarnorku- filraunir NEW YORK, 5. nóv. (NTB/AFP) Nítján Afríku- og Asíuríki hafa sent ályktartillögu til stjórnmála nefndar Allshe.. þingsins, sem nú ræðir fyrirhugaðar kjarna- vopnatilraunir Frakka í Sahar»- eyðimörkinni. í tillögunni er eia dregið skorað á Frakka að hætta við þessar tilraunir. — Að þess- ari tillögu standa m. a. Marokkó og Túnis, en það var að frum- kvæði Marokkóstjórnar, að malið var tekið fyrir í vettvangi Sam- einuðu þjóðanna. f nefndri tillögu er undirstrik- að, að SÞ beri sérstaka ábyrgð gagnvart þeim Afríkuríkjum, sem ekki hafa hlotið sjálfstæði, bæði að því varðar öryggi íbúanna og heilbrigðismál. — Þar er gert ráð fyrir, að SÞ lýsi yfir, að þær séu áhyggjufullar út af því, að slíkar tilraunir skuli vera ráðgerðar —- og bent er á, að af þeim stafi hætta fyrir lönd, bæði í og utan Afríku. Þessi ríki standa að tillögunni, auk Túnis og Marokkó: Arabíska sambandslýðveldið, Súdan, 'Saudi Arabía, Libya, Liberia, Libanon, Jórdanía, írak, Guinea, Ghana, Eþíópía, Jemen, Nepal, Indónesia, Burma, Afganistan og Indland. Gjafir til minjasafna Á FUNDI bæjarráðs s.l. þriðju- dag veitti borgarstjóri, Gunnar Thoroddsen, móttöku ágætri gjöf frá afkomendum Geirs útgerðar manns Zoega til minjasafns bæj- arins. Var það kort af bænum, sem Sigurður Sveinsson mælinga maður mældi fyrir árið 1876 en Benedikt Gröndal skáld bar í lit og skýrði. Er kortið í upphafleg- um ramma en gefendur hafa lát- ið setja á hann silfurskjöld með áletruninni: , ,Til minjasafns Reykjavíkurbæjar frá afkomend um frú Helgu og Geirs Zoega út- gerðarmanns". Gröndal mun hafa gefið Geir kortið á sínum tíma og er það hið mesta metfé eink- um fyrir áritaðar upplýsingar Börnum bjargað YFIR milljónum manna víða um heim, og þó einkum í As- íuríkjum, vofir miskunnanaus hrammur hungurvofunnar. — Margir tærast upp og deyja úr sulti og næringarefnaskorti, aðrir draga fram lífið, dauða nær, sárþjáðir af hungurkvól- um ár og síð — en sárast er kannski að vita slík örlög örlög bitna á saklausum börn- um. — ¥ — Dag nokkurn á síðasta ári fannst sveinbarn, sem skihð hafði verið eftir á götu í Te- heran í íran, aðframkomið aí næringarskorti og klæðlaust. Drengurinn virtist vera nær 6 mánaða gamall, en var þó að eins tæp tvö kíló að þyngd og þjáðist af húð- og augnsjuk- dómum, auk annarra kvilla. — Honum var þegar komið fyrir í munaðarleysingjahæli borg- arinnar, og er hann hafði not- ið þar hjúkrunar og góðrar fæðu í nokkra mánuði, var hann búinn að ná sér svo a strik, að ekki sá mikinn mun á honum og jafnöldrum, sem notið höfðu góðrar umönnunar frá fæðingu. v > Þetta er aðeins eitt dæmi um harmleiki, sem stöðugt eru að gerast í fran og ýmsum Asíulöndum. Sjúk og ban- hungruð börn, sem vart eru annað en skinn og bein, eru skilin eftir á götum úti — af því að foreldrur þeirra haía ekki lengur ráð á þeim fáu molum, sem hingað til hafa haldið lífinu í þessum vesai- ingum. Og ekki enda slíkar sögur alltaf jafnvel og hér var frá sagt — kannski eru þau fleiri börnin, sem verða hungurvofunni að bráð. — ¥ — Margt hefur á síðari árum verið gert til þess að bægja staðar. Börnin þyngdust ört og stækkuðu — og námsafköst jukust hröðum skrefum. ¥ — Ungfrú Low starfaði einnig í samvinnu við Heilbrigðis- stofnunina (WHO) og yfirvöld frá hungurvofunni slíkum voða frá — og hafa stofnanir Sameinuðu þjóðanna svo sem Barnahjálparsjóður- inn (UNICEF) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunin (FA O), unnið þar mikið starf. — Þannig sendi t. d. FAO fyrir tveim árum fulltrúa sinn, unga enska konu að nafni D. Low, til íran til að aðstoða og vera í íran að því að stofna sjúkra- heimilifyrir munaðarleysingja innan skólaaldurs. — Byrjað var með 70 börn, en samtais voru 132 börn tekin á sjúkra- heimilið þá 18 mánuði, sem ungfrú Low starfaði þar. — Hún segir, að flest börnin hafi verið á fyrsta ári, þegar þau voru tekin til hjúkrunar, öil aðframkomin af næringar- skorti og sum að dauða komin. Og 32 barnanna varð ekki bjargað — flest þeirra dóu rétt eftir að þau komu á sjúkra- heimilið. En þeim hundrað, sem tókst að bjarga, fór mjög vel fram — þau þyngdust til jafnaðar um 400—600 gr. á mánuði, svo að eftir um það bil ár voru flest þeirra búin að ná sér algerlega — báru öll einkenni hamingjusamra og heilbirgðra barna. Slíku starfi er haldið áfram, ekki aðeins í íran, heldur i mörgum öðrum löndum. — Neyðin kallar víða og þörfin er brýn — og starfið er mikið og göfugt. Gröndals um hús og eigendur þeirra. Kortið hefur nú verið hengt upp í sýningarsal safnsins að Skúlatúni 2, en safnið er opið á hverjum degi kl. 2—4 nema mánudaga. Fyrir nokkru barst safninu og verðmæt myndagjöf frá útlend- um velunnara þess, Mr. Watson, sem er kunnur hér á landi fyrir hreinræktað íslenzkt hundakyn, sem hann hefur komið sér upp. Mr. Watson heimsótti Árbæjar- safn þegar hann var hér síðast á ferð og lét í ljós mikinn.áhuga fyrir því verki, sem þar er unnið. í haust sendi hann safninu að gjöf 9 eftirmyndir af gömlum Reykjavíkurmyndum sem hann hefur rekizt á í erlendum söfn- um. Áður hafði hann sent 2 mynd ir, en aðra þeirra fann hann á eyjunni Jersey í Ermarsundi og var áður óþekkt. Myndirnar eru allar í forkunnarvönduðum römmum frá Parker Gallery 1 London. Þá ber að geta þess að hin ný- látna merkiskona, frú Sigrún Bjarnason, hafði með samráði og vilja dóttur sinnar, frú Karitas Andersen, ráðstafað miklu af innbúi og munum úr húsi þeirra í Tjarnargötu 18 til minjasafns- ins. Skrásetningu munanna er ekki að fullu lokið en meðal þeirra, sem þegar eru til sýnis i safninu, má nefna gullrennt kaffi- og súkkulaði postulínsstell, brúðargjöf frá Þorgrími gullsmið á Bessastöðum til Kristínar dótt- ur sinnar, en ömmu frú Sigrúnar, og manns hennar séra Markúsar Jónssonar í Odda 1836. Upphafs- stafir hjónanna eru brenndir með gulli á hvern hlut stellsins, sem er heillegt. Safnið keypti á uppboði stofu- sófa Matthíasar skálds Jochums- sonar, en þar sem forstöðumönn- um Matthíasarsafns á Akureyri leikur hugur á að eignast sófann, hefur komið til mála að skipta á honum og Reykjavíkurmunum, sem kunna að hafa komizt til Akureyrar. Eins og sakir standa er sófinn í „stofu“ í safninu þar sem borðstofuborð og stólar eru úr „norskahúsinu*1 við Vestur- götu gjöf frá Bech-systkinum, | skrifborð úr búi Björns Jónsson- Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.