Morgunblaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 12
12 MORCVTSBLAÐIh Þriðjudagur 10. nóv. 1959 imfrfðMfr XJtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vi^'r. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið UTAN ÚR HEIMI FULLKOMIN FRAMLEIÐSLUTÆKI IT NDIRSTAÐA þróttmikils | atvinnulífs er fyrst og - fremst fólgin í fullkomn- um framleiðslutækjum og kunn- áttu um meðferð þeirra. Þannig voru það togaramir og mikiu fullkomnari bátar en áður höfðu verið notaðir, ásamt vaxandi þekkingu á fiskveiðum, sem lagði grundvöllinn að hinni miklu útgerð hér á landi eftir aldamót- in síðustu, og lagði þar með jafr. framt grundvöllinn að hinum miklu breytingum, sem orðið hafa á lífskjörum þjóðarinnar síðustu áratugi, þó að fleira hafi síðar komið til. Bætt var við togara- og báta- flotann eftir því sem efni og aðr- ar aðstæður leyfðu og einkum voru keyptir margir togarar á ár- unum eftir heimsstyrjöldina fyrri. En á áratugnum 1930—40 voru aðstæður mjög erfiðar til endurnýjunar á framleiðslutækj- um. Síðar, á styrjaldárárunum, var endurnýjun útilokuð og tog- arar og bátar týndu tölunni: þannig fórust nokkrir togarar vegna hernaðaraðgerða. Að styrjöldinni lokinni var þörfin orðin mjög brýn að end- urnýja fiskiskipaflotann og var það gert af miklum myndarskap, eins og kunnugt er. Ef þetta hefði ekki verið gert er vandséð hvernig við hefðum staðizt sam- keppni á erlendum mörkuðum. Af áðumefndum ástæðum þurfti endurnýjun togaraflotans að fara fram á stuttum tíma og þó að mörgum togurum hafi ver- ið bætt við síðan, þá er mestur hluti þeirra nú yfir 10 ára gamall. Fyrsti nýji togarinn, sem kom til landsins eftir heimsstyröldina, Ingólfur Amarson, á nú á næst- unni að fara í svonefnda 12 ára flokkunarviðgerð, Hefur verið ákveðið að gera jafnframt á hon- um veigamiklar breytingar og breyta skipinu úr gufu- í diesel- togara. Er sennilegt að svipað verði gert með fleiri skip. Fyrir nokkrum dögum kom nýr, þýzkur togari til Reykjavíkur, svonefndur skuttogari. Var hann glæsilegur mjög og búinn ýmsum nýjungum og vinnuikilyrði á honum munu óvenju góð, þar sem öll fiskaðgerð fer fram neðan þilja. Að lestatölu var þetta skip ekki stærra en stærstu ís- lenzku togararnir, en töluvert lengri og mjög gangmikið. Ýmsir íslenzkir útgerðarmenn fylgjast vel með þessari nýjung, en telja vænlegra að fá frekar úr því skorið hvernig tilraununum reiðir af erlendis áður en íslend- ingar taka ákvörðun um bygg- ingu slíks togara. Aðstaðan hér er raunar að því leyti til önnur, að oft er styttra á miðin, en frá höfnum Vestur- Evrópu, og þá frystihús og önnur fyrirgreiðsla nærtækari. En ís- lenzkir togarar stunda oft veið- ar á fjarlægum miðum. Svo er fjarlægð veiðistöðvanna heldur ekki aðalatriði í þessu sambandi. Úr því þarf að fá skorið hvort meira er hægt að veiða og bæta meðferð aflans á hinni nýju teg- und togara, því þeir munu all- miklu dýrari en eldri gerðir og þurfa því að sýna yfirburði til að sanna hagkvæmni sína. íslenzka þjóðin hefur á síðari tímum verið mjög fljót að til- einka sér tæknilegar nýjungar og hefur það oftast leitt tilblessunar. Þegar um er að ræða endurnýjun togaraflotans, er það sérstaklega nauðsynlegt að ekkert fari fram hjá landsmönnum, er til framfara horfir, og má fullyrða, að svo mun ekki verða, þar sem íslend- ingar eiga svo marga sérfróða og þaulreynda menn í þessum efnum. VONBRIGÐI TÍMANS VITANLEGA verða Tím- anum það vonbrigði, ef ekki næst samkomulag um myndun vinstri stjórnar að þessu sinni“. — Þannig var tekið til orða í forystugrein Tímans í fyrradag og annars staðar í sama blaði sagði: „Ýmsar ástæður benda til þess, að vinstri stjórn myndi betur heppnast nú en á árunum 1956— 1958, m. a. vegna þeirar reynslu, sem menn öðluðust þá“. Rétt er það, að illa getur tek- izt, þó að betur fari en á niður- lægingarárunum 1956—58. Boð skapur Tímans er þess vegna harla lítt upplífgandi fyrir fylgj- endur V-stjórnar. Og hvað var það, sem reynslan kenndi, að sögn Tímans fyrir kosningar, um or- sakir ófamaðar V- stjórnarinnar? Þá mátti lesa það svo að segja í hveru bláði Tímans, að V-stjórn in hefði strandað vegna óheilinda Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks í stuðningi við hana. Mein- ið var þá sagt vera vaxandi yfir- ráð hægri krata í Alþýðuflokkn- um qg einræði kommúnista í Al- þýðubandalaginu. Eysteinn Jónsson og Hermann Jónasson fullyrtu báðir og Tím- inn tók undir, að Alþýðubanda- lagið væri í rauninni dautt. Hann er ,alk>jóðleg' kvikmyndastjarna Kommúnistar hefðu þar öll ráð. Tíminn á sunnudag lýsir að vísu ánægju sinni yfir, að „af hálfu Alþýðubandalagisns hefur verið tekið jákvætt tilmælum Framsóknarflokksins varðandi viðræður um myndun vinstri stjórnar". En tveimur dögum áður en Tíminn segir frá þessum fagnaðarboðskap hafði Þjóðvilj- inn skýrt frá því, að Brynjólfur Bjarnason var endurkjörinn for- maður Sósíalistafélags Reykja- víkur, sem er aðalflokksfélag Al- þýðubandalagsins, og með honum í stjórn einlitir Moskvu-línu- menn. Um yfirráðin í Alþýðubanda- laginu er þess vegna ekki að viLl- ast. Þar eru alls-ráðandi þeir menn, sem Framsókn telur hafa verið banamenn V-stjórnarinnar, og Tíminn prédikaði fyrir kosn- ingar, að búnir væru að sanna, að þeir væru ósamstarfshæfir. Nú hafa þeir enn hert á og skrifa dag lega um það í Þjóðviljann, að for ystumenn Framsóknar séu sið- lausir fjársvikarar! Engu síður tekur Tíminn því með fögnuði, að þetta fólk skuli vilja tala við Framsókn um stjórn armyndun og lýsir vonbrigðum i yfir, ef slíkur óskapnaður skyldi ekki ná völdum á ný! ÞÝZKAR kvikmyndastjörn- ur eru nú aftur farnar að láta mjög að sér kveða á ,.heimsmarkaðinum“. — Þýzk kvikmyndalist og leikarar áttu dálítið erfitt uppdráttar á fyrstu árunum eftir stríðið — af skiljanlegum ástæðum. En nú koma hinir þýzku leik- arar víða við — í frönskum, enskum, ítölskum og banda- \Þjóðverjinn Curd \jurgens fær millj. greiddar fyrir hvert hlutverk — og kvikmynda- framleiðendur slást um hann... rískum kvikmyndum. Og margir þeirra eru meðal hinna eftirsóttustu, sem um getur í dag. ♦ Reyndar hefir ekki enn kom- ið fram nein ný Marlene Diet- rich. En maður er nefndur Curd Jiirgens — og eftir öllum sól- armerkjum að dæma, mun nafn hans ná engu „ninni frægð sn Dietrich-nafnið. — Jiirgens er nú hinn „alþjóðlegasti" allra kvik- myndaleikara — og einn af hin- um allra tekjuhæstu. Hann fékk t. d. greidd laun, sem samsvara 5—6 milljónum íslenzkra króna, fyrir leik sinn í brezku njósnakvikmyndinni „Ferja til Hongkong". Það eru hæstu laun, sem Rank-félagið hefur nokkru sinni greitt fyrir eitt kvikmyndahlutverk. í Holly- i wood fær Curd Jurgens yfirleitt um Yt hærri greiðslu fyrir leik í einni kvikmynd. ♦ Hvernig stendur á því, að kvikmyndaframleiðendur skuli „alást“ svo um þennan Þjóð- verja, sem í fljótu bragði virðist ósköp venjulegur maður á allan hátt? — Því hefur hinn kunni, enski leikstjóri Lewis Gilbert svarað svo: — Curd Jurgens er einhver „segulmagnaðisti“ persónuleieki sem um er að gera í kvikmynd- um um þessar mundir. Hann er í raun og sannleika allt það, sem átt er við, þegar við tölum um „stjörnu" . . . . Við erum raunar ekki miklu nær við þessar upp- lýsingar — en hvað sem um það er, þá virðast flestir aðrir í „fag- inu“ svipaðrar skoðuna. — Þess vegna var hann líka fenginn til Hollywood til þess að fara með hið gamla „glanshlutverk" Emils Jannings í nýrri útgáfu af „Bláa englinum“ — á móti May Britt. ♦ Hann hefir reyndar ekki fengið sérlega góða dóma hjá gagnrýnendum fyrir leik sinn í þessari mynd. En áhorfendur koma í stríðum straumum til þess að sjá hana — segulmagnið verk- ar. Peningarnir streyma líka í „kassann“ — og þá eru kvik- myndaframleiðendurnir ánægðir. — Þess vegna biður líka alltáf nýr samningur eftir Curd Júrgens, þegar einn er útrunninn. Næst á hann t. d. að leika titil- hlutverkið í nýrri kvikmynd um eldflaugasérfræðinginn Werner von Braun. ♦ Curd Júrgens leikur alltaf í þýzkum kvikmyndum við og við — þegar hann hefur tíma til. Það eru ekki peningarnir sem freista þar, því að hann fær miklu minria borgað í Þýzkalandi en víðast annars staðar — t. d. fékk hann „aðeins“ rúmlega hálfa milljón kr. fyrir að leika stigamann í kvik mynd út af sögu eftir Helmuth Kautner. En þeir Káutner eru persónulegir vinir — og þess vegna tók hann að sér hlutverkið. Aðrir þýzkir leikarar hraða nú för sinni til heimsfrægðar — svo sem Horst Buchholz og Hardy Krúger. En enginn kemst enn með tærnar, þar sem Curd Júrgens hefir hælana .... risaskip E IN S og frá hefir verið sagt í fréttum, var nýlega hleypt af stokkunum í Bretlandi, stærsta skipi, sem smíðað hefir verið þar J í landi eftir stríðið. — Skip þetta er 40 þúsund lesta farþegaskip, eign skipafé- lagsins „Orient Line“, sem lengi hefir haldið uppi ferðum milli Englands og Ástralíu — og ýmissa hafna við Kyrrahaf. — Það var Alexandra prinsessa, sem skírði skipið, en það hlaut nafnið Oriana. Prins- essan braut þrjár vínflösk- ur á stefni skipsins, um leið og hún gaf því nafn. Minna hefir sennilega ekki verið talið duga til að koma slíku risaskipi á flot — en það rann líka ljúflega í sjó fram á rúmri mínútu! — Hin göfugu vín, sem vættu stefni Oriana, voru frá þrem löndum: Bandaríkj- unum, Ástralíu — og gam- alt, brezkt rauðvín, svo- nefnt „Chateau Talbot“, sem menn byrjuðu fyrst að drekka á Elísabetartíman- um. Oriana mun mjög „stytta“ leiðina frá Englandi til Ástralíu. Til þessa hefir slíkt ferðalag að öllu eðli- legu tekið fjórar vikur að jafnaði — en Oriana mun aðeins verða þrjár vikur á leiðinni. — Ýmsar nýjung- ar eru í skipi þessu, t. d. er það útbúið þannig, að það getur „siglt“ út á hlið fyrir eigin vélarafli. Yfir- þygging þess er úr alumíni að mestu, og hefir aldrei fyrr verið notað jafnmikið af þeim málmi í eitt skip. —• Byggingarkostnaður þess mun vera um 14 milljónir sterlingspunda. Rúm er fyrir 630 farþega á fyrsta farrými og 1500 á ferðamannafarrými. — Á skipinu verður 900 manna áhöfn. Það mun fara „jóm- frúrför" sína snemma á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.