Morgunblaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 10. nóv. 1959 MORGVNBLAÐIÐ 23 Svar til Alanbrook.es ; Eisenhower snerti ekki golfkúlu eftir innrásina WASHINGTON, — Annað bindi endurminninga Alanbrooke láv- arðar, fyrrum yfirmanns herfor- Eisenhower ingjaráðsins brezka, sem út kom í London í síðustu viku, hefir vakið mikla athygli og umtal, Hellisheiði ófær Krísuvík cr fær HELLISHEIÐIN tepptist síðari hluta dags á sunnudaginn. — A heiðinni voru ferðalangar að brjótast allan daginn og fram á kvöld. Þar bilaði t. d. einn stór mjólkurbíll, og veghefill, sem sendur var til að troða niður slóðina, fór út af. í gærdag lá því öll umferð austur í sveitir um Krisuvíkur- veg. Var hann aUgreiðfær, en tafsamt vegna þess hve bUnt var að aka. Aðdrættir á mjólk tíl Flóamannabúsins gengu veL í gærkvöldi komu tU Selfoss menn, sem farið höfðu upp á heiðina tU þess að reyna að bjarga mjólkurbílnum. — Þeir höfðu orðið frá að snúa vegna veðurofsa og hríðar á heiðinni. Þeir sögðu víða mikia skafla á veginum. Fjöldi fólks leitaði í Skíðaskálana ÞAÐ voru miklar annir í Skíða- skálanum, hjá hininn nýja gest- gjafa, Óla J. Ólasyni, um þessa helgi. Margt fólk leitaði hælis þar aðfaranótt sunnudagsins, er veður tók að spiUast á fjallinu. Einnig hafði aUmikU umferð verið þar á sunnudaginn, a. m. k. fyrri hluta dags, áður en heiðin lokaðist alveg. í gærkvöldi stóðu þar á hlað- inu fjórir bUar, sem eigendumir höfðu orðið að skilja eftir og bil- að höfðu í hríðinni. Nokkrir bíl- ar munu vera fastir á heiðinni. Athugasemd VEGNA greinar i Þjóðviljanum um búrekstur á Ketlu á Rangár- völlum, óska ég að blaðið birti eftirfarandi' leiðréttingu: Nokkur undanfarin ár, höfum við Vilhjálmur Þór rekið nokk- urn búrekstur á Ketlu. Síðast lið ið haust tók ég einn við nefndum búrekstri, og er Vilhjálmi Þór hann með öllu óviðkomandi síð- an. Hvað viðvUtur hinni mjog slæmu útkomu á vænleika lamb- anna í haust, þá mun koma í ljós, að þar var ekki fóðurskorti um að kenna. Skúli Thorarensen (sign.) ekki síður en fyrsta bindið, „Turn of the Tide“ (Straumhvörf). — Hin nýútkomna bók nefnist „Triumph in the West“ (Sigur á vesturvígstöðvunum) og er rituð eftir dagbókum Alanbrookes, eins og hin fyrri. —,f henni var stefna og hérstjórn Bandaríkja- manna mjög gagnrýnd; og Éisen- hower hvað helzt, en í þessu ný- útkomna bindi þykir jafnvel enn fastar að orði kveðið. Alanbrooke segir m. a. á þá leið á einum stað, að það sé of vægt að orði komizt að segja, að Eisenhower hafi verið UtiU hers- höfðingi — hann hafi ekki ver- ið neinum herstjórnarhæfileikum búinn. A öðrum stað segir hann til dæmis um ábyrgðarleysi Eisen howers,' að hann hafi verið upp- tekinn við að leika golf rétt fyr- ir Bulge-orrustuna miklu árið 1944. Þessar og þvílikar yfirlýsingar hafa að sjálfsögðu vakið mikið umtal í Bandaríkjunum og ekki sízt í Washington — og spurn- ingum hefir rignt yfir blaðafuU- trúa forsetans, Hagety. Forset- inn hefrr áður lýst því yfir, að hann mundi ekki birta yfirlýsing- ar í sambandi við skrif vopna- bræðra sinna um heimsstyrjöld- ina — en nú um helgina rauf þó Hvíta húsið loks þögnina um bók Alanbrookes. Hagerty blaðafulltrúi sagði að- spurður, að hann hefði að sjálf- sögðu rætt um bókina við forset- ann — og svo mikið gæti hann sagt, að þar væri margt stórlega ýkt og rangfært. T. d. hefði Eisen- hower aldrei svo mikið sem snert golfkúlu, hvað þá leikið golf, allt frá því að herir bandamanna gerðu innrás sína í Frakkland — og til stríðsloka. Kostaði hann rúm- lega 700 krónur EINS og skýrt var frá í Mbl. á sunnudag, var talið að ungur maður, hefði leikið sér að því að gabba slökkvilið Reykjavíkur snemma nætur aðfaranótt laug- ardagsins. Maður þessi játaði verknaðinn, og hafði mál hans verið afgreitt með því að „dæma hann á staðnum“ í rúmlega 700 króna sekt fyrir athæfi þetta. ! Jurtolíf n Mnrz WASHINGTON. (Reuter). BANDARtSKUR stjörnu- fræðingur, segist nú hafa fengið vissu fyrir því, að jurtalíf þróist á plánetunni Marz. Byggir hann athugan- ir sinar á rannsóknum, sem hann gerði í október 1958, þegar Marz var næst jörðu. — Með aðstoð infrarauðra geisla segist stjörnufræðing- urinn, dr. William Sinton, hafa gengið úr skugga um, að lífrænar efnasamsetning- ar væru á plánetunni. Rannsóknir sinar gerði dr. William í stjörnurannsókn- arstöðinni á Palomar-f jalli í Kaliforníu. Ráóhúsid Háskólafyrirlest- ur um Sehiller * ÞÝZKI sendikennarinn, Herm- ann Höner lektor flytur fyrirlest ur í Háskóla íslands kl. 8,30 e.h. i tilefni af 200 ára afmæli Schill- ers. Ásamt Goethe mótaði Schiller hinn klassiska þýzka skáldskap Með samvinnu þessara tveggja vina ná þýzkar bókmenntir há- marki. Schiller orti ljóð og skrif- aði sögur og var jafnframt mikill heimspekingur. Kunnust eru þó leikrit hans, sem leikin hafa ver- ið og eru enn leikin um víða ver- öld. Alkunna er, að Schiller hafði mikil áhrif á skáldskap annarra þjóða að íslendingum ekki und- anskildum. Fyrirlestur sendikennarans mun einkum fjalla um streituna milli hugmyndar og raunveru- leika i skáldskap Sehillers. Fyrirlesturinn verður fluttur á þýzku í 1. kennslustofu Háskól- ans. Öllum er heimill aðgangur. Nýtt gervi- tungl á lofti Framh. aí bls. 17. ið hefðu til greina, eða jafnvel nýjan. Jón Axel Pétursson kvaðst eitt sinn hafa verið þeirrar skoðunar að ráðhúsið ætti að standa við enda tjamarinnar, en nú ekki lengur vera þeirrar skoðunar. Gísli Halldórsson arkitekt kvað reykvíska arkitekta vera fjarri listsköpun. En þeir menn, sem hefðu valið sér tjamarendann, hefðu þegar slegið því föstu að ráðhúsið væri tilfinningamál. Þá staðhæfði hann að Reykvíkíngar | væru ekki glaðir og bæjarlíf í Reykjavík ekki til fýrirmyndar. Skúli Norðdal arkitekt talaði síðastur af fundarmönnum. Lýsti hann sig andvígan þvi, að ráð- húsið yrði reist við norðurenda tjarnarinnar. Umræðum lauk með þvi, að frummælendur svöruðu ýmsu, J sem fram hafði komið í ræðum' á fundinum. Talaði Dr. Sigurður Þórarinsson fyrr og flutti stutta tölu, en Gimnar Thoroddsen borg arstjóri ræddi ítarlega ýmis at- riði, sem fram höfðu komið á fundinum og svaraði ádeilum. Lauk hann máli sinu með þess- um orðum: — Hvort sem litið er á mál- in frá sjónarmiði fjárhags, skipalags eða fegurðar, þá verður ráðhúsið vel sett við Vonarstræti. VANDENBERG: — A laugardag inn sendu Bandaríkjamenn up gervitungl, og komst það á brau umhverfis jörðina og fer á lei sinni yfir bæði heimskautin. Veg ur gervitungi þetta, sem nefnis i.Uppgötvari VH“, 767 kíló og hc Ir inni að halda margs kona visindaleg tæki, sem eiga að gef mjög mikilsverðar upplýsingaj er að haldi mega koma áðor e skotið verður á loft „tnngli“ me manni innanborðs. — Verðu reynt að ná hylkinu frá gervi tunglinu aftur til jarðar yfi Hawaii. — Reuter. — Minjasafn Framh. af bls. 10 ar ritstjóra, teppi á gólfi úr Sjó- búð, ofið af föngum í tukthúsinu gamla o. s. fr. Meðal annarra gefenda til safnsins má nefna Pál Pálmason ráðuneytisdeildarstjóra, sem hef- ur gefið mjög athyglisverða hluli úr búi foreldra sinna m.a. nokkra smíðisgripi eftir móðurafa sinn Björn Hjaltested járnsmið. Vegna ótíðar var Árbæjarsafni lokað venju fyrr og munir þess fluttir burt til geymslu í vetur. Margir þeirra hafa verið settir upp í safndeildinni í Skúlatúni svo að húsrými þar er orðið í minnsta lagi, einkum þar sem það má heita nær daglegur við- burður að góðir Reykvíkingar færi safninu einhverja þá hluti, sem þeir telja betur varðveitta þar en annars staðar. L. S. Næsta árbók F.í. um Suðurjökla FJALX.AMENN, sem er deild í Ferðafélagi íslands, er 20 ára, á þessu hausti, M. a. af þeirri á- stæðu verður næsta árbók félags- ins um Suðurjökla, skrifuð af Guðmundi Einarssyni frá Miðdal, sem 1939 hafði forystu um stofn- un Fjallamannadeildarinnar og hefur1 verið alálmaðurinn í þeim félagsskap síðan. Verður árbókin lýsing á Mýrdalsjökli, Eyjáfjalla jökli og Tindafjallajökli og svæð- inu á milli þeirra eða Þórsmörk. í deiglunni eru árbækur um Amarvatnsheiði og Grímstungu- heiði og í uppsiglingu Iýsing á Biskupstungum, og verður þar með lokið lýsingu á Árnessýslu. Fjallamannafélagið var stofnað 1939 og voru stofnfélagar 30—40 manns. Það hefur byggt skála á Fimmvörðuhálsi og Tindafjalla- jökli og hyggst næst bera niður með skálabyggingu við Goðaborg á Vatnajökíi. í félaginu eru 93 félagar, og fara fjallamenn allt- af ein páskaferð á ári, til að koma mönnum af stað í sumarferða- lögin, og er hver ferð jafnframt námskeið, þar sem menn læra ýmislegt sem þarf til jöklaferða. Bílar sátu fastir KEFLAVÍK, 9. nóv. — Fann- koma og hvassvirði hefur verið hér í allan dag og lítil umferð um flugvöllinn. Þó hefur tekizt að halda brautunum opnum með stórvirkum vinnuvélum, sem eru alltaf að. Hins vegar hafa marg- ir vegir hér á vallarsvæðinu lok- azt vegna fannfergis — og sitja bílar fastir á við og dreif við flugvöllinn. — B.Þ. Atvinna Óskum eftir að ráða nokkra bifvélavirkja eða menn vana bifvélavirkjun, nú þegar á verkstaeði vort. Upp- lýsingar gefur verkstjórinn Ámi Stefánsson. EGIIX VII.HJAIJMSSON H.P. Simi 22240. Innilegar þakkir flyt ég öllum þeim, sem á sextugs- «afmæli minu 2. þ.m. auðsýndu mér ýmiss konar vin- semd, svo sem með miklum gjöfum, skeytum og heim- sóknum. Guð blessi ykkur öll. Steinnesi, 4. nóv. 1959. Ólína S. Benediktsdóttir. Innilegar þakkir til allra, sem glöddu mig á sjötugs- afmæli mínu 24. október sJ. með heimsóknum, góð- um gjöfum, blómum og skeytum, sem gerðu mér dag- inn ógleymanlegan. — Lifið heil. Þórnnn Einarsdóttlr, Dalsseíi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.