Morgunblaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 10. nóv. 1959 MORCVNBLAÐ1Ð 17 Sfaðarval ráðhúss er hœði mál skynsemi og filfinninga fjörugum umrœðum á fundi Sfúdentafélags Reykjavíkur s.l. sunnudag UMRÆÐUFNDUR Stúdentafélags Reykjavíkur um ráðhús- málið, sem haldinn var í Sjálfstæðishúsinu á sunnudaginn, hófst kl. 3 síðdegis og stóð til klukkan hálfátta. Var húsfyllir, þegar fundurinn hófst og hélzt svo nær óbreytt meðan um- ræður stóðu. Framsögumenn voru Gunnar Thoroddsen borg- arstjóri, og dr. Sigurður Þórarinsson, en auk þeirra töluðu 12 fundarmenn og einn þeirra tvisvar. Hinn nýkjörni formað- ur Stúdentafélags Reykjavíkur, Pétur Benediktsson banka- stjóri, stýrði fundinum af miklum skörungsskap, en fundar- ritari var Tómas Karlsson. Fyrir æðstu stjórn bæiarins Samþykkt samhljóða í ar mál ríkisins en Reykjavíkur- bsejar. Sammála um að deila. Sigurður Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri var fyrri framsögumaður. Hóf hann mál sitt með skilgrein ingu á því, hvað ráðhús væri, hver væri tilgangurinn með bygg ingu þess að hvaða hugmyndum og hugsjónum það ætti að þjóna. Fyrir allmörgum árum hefði ráð hús Reykjavíkur einkum verið hugsað sem skrifstofubygging, en með hliðsjón af þróun mála á síð ustu árum og áratugum hefði þetta verið tek- ið til endurskoð unar og í dag væri ekki talið heppilegt a ð hafa allar skrif- stofur bæjarins Gunnar i ráðhúsinu. Nú væri gert ráð fyrir, að í ráðhús- inu væri æðsta stjórn bæjarins og annað er stæði í nánu sam- bandi við hana. Þar yrðu opin- berar móttökur og ráðhúsið yrði menningarmiðstöð. Þá rakti borgarstjóri í ítarlegu máli aðdraganda ráðhússbygg- ingar í Reykjavík sl. 40 ár. Vék hann að því, að athuganir hefðu farið fram á mörgum stöðum í bænum í þessu augnamiði eða 16 alls, en að lokum ítarlegum athugunum sérfræðinga, skipu- íagsfræðinga og nefnda hefði nið urstaðan orðið sú, að allir þeir, sem um þetta mál hefðu fjallað og hefðu kynnt sér það til hlítar, hefðu komizt að þeirri niður- stöðu, að ráðhúsið ætti að standa við norðurenda tjarnarinnar. bæjarstjórn. Gunnar Thoroddsen kvað stað- arval ráðhúss bæði mál skyn- semi og tilfinninga og rakti þau rök, sem fram hefðu komið með og móti þeim stað, er endanlega var fyrir valinu. Kvað hann tæknilega séð og fjárhagslega engin vandkvæði á að reisa ráð- húsið við norðurenda tjarnarinn- ar og hefði það verið samþykkt í bæjarstjórn 29. des. 1955 með samhljóða atkvæðum allra bæj- arfulltrúa, enda hefði þeim ver- ið ljóst, að þetta var eini stað- urinn, sem hægt var að ná sam- komulagi um. Um skerðingu Tjarnarinnar vegna ráðhússbygg ingarinnar gat borgarstjóri þess, að hún yrði um 2—3% af stærð tjarnarinnar en með fyrirhug- uðu brottnámi Skothúsvegar mundi Tjörnin stækka sem því svaraði. Kvað hann það vissu sína að þegar ráðhúsið væri ris- ið af grunni við Vonarstræti, mundum við hafa eignast glæsi- lega byggingu á fögrum stað, er ætti eftir að verða Reykjavík og þjóðinni allri til ánægju og sóma í bráð og lengd. Náttúruleg fegurð Reykjavíkur Dr. Sigurður Þórarinsson fór í upphafi máls síns nokkrum orð um um hafmeyna í syðri hluta Tjarnarinnar og fann henni margt til foráttu. Þá vék hann að náttúrulegri fegurð Reykja- víkur og kvað marga menn blinda á hana og fengi náttúru- fegurðin því ekki að njóta sín sem skyldi, Nú v æ r i Tjörnin það eina sem væri e f t i r af þessari náttúru- legri fegurð, en ef reist yrði ráð hús við e n d a hennar, þýddi það fyrr eða síð- ar að saga Tjarn arinnar s e m slíkrar væri öll. Þá vék ræðumaðu; að skipu- lagi Reykjavíkur, sem hann kvað um of hafa stjórnazt af einstaklingshyggju og stundar- hagsmunum, en framtíðarskipu- lag bæjarins væri mjög í mol- um. Dr. Sigurður kvað ráðhúsbygg ingu ekki svo mjög aðkallandi og meira lægi á að koma upp mörgum öðrum byggingum, svo sem menntaskóla og gistihúsum. Kvað hann ráðhúsbyggingu flott ræfilshátt, meðan hinum bygg- ingunum væri ekki komið upp. Hann kvað það mannlegt að skjátlast og lagði til, að efnt yrði til alþjóðlegrar eða nor- rænnar samkeppni um framtíð- arskipulag miðbæjarins. Til þess að bjarga Tjörninni þyrfti ekki aðeins meira af andategundum, heldur meiri anda. Dr. Gunnlaugur Þórðarson kvaddi sér fyrstur hljóðs af fund armönnum, og kvaðst vilja benda á fleiri atriði en dr. Sig- urður hefði bent á, af því sem miður færi í stjórn bæjarins. Af hálfu bæjarins hefði ekki verið reist nein falleg bygging að heit- ið gæti. Þá taldi ræðumaður að ef ráðhúsið yrði mjög há bygg- ing. eins og sér hefði skilizt af .ræðu borgarstjórans, þá mundi skuggi falla á fólk norðan þess. Ákjósanleg skilyrði við Tjörnina Frú Auður Auðuns kvað mörg sjónarmið koma til greina við staðarval ráðhúss og aldrei mundi hægt að velja stað sem allir væru sammála um. Taldi hún að ráðhúsbyggingin myndi njóta sín mjög vel við Tjörnina og þar væru ákjósanleg skilyrði með tilliti til viðskiptalífs og umferðar. Kvaðst hún eiga bágt með að trúa því, að allt fuglalíf á Tjörninni væri eyðilagt, ef ráð hús yrði byggt fyrir enda henn- ar. Þá vék hún menntaskóla- byggingunni, sem dr. Sigurður hafði minnzt á, og kvað það frek ekki vargur í véum, en einnig hefði borgarstjóri átt afmæli þennan dag. En væri þó ekki of seint að iðrast og að sínu áliti væri ráðhúsið bezt sett við suð- urenda tjarnarinnar. Þór Sandholt kvað það ein- kennandi fyrir þær umræður, [ sem orðið hefðu um þetta ráð- | hússmál, að þeir, sem væru mót- I fallnir því, að ráðhúsið yrði byggt fyrir enda Tjarnarinnar væru ekki sammála um neitt annað en að deila um hvar bygg ingin skyldi standa. Stafaði þetta m.a. af því, að þeir hefðu ekki kynnt sér málin. Það gæti ekki verið nein tilviljun að allir menn, sem fjallað hefðu um stað j arval ráðhússins sl. 40 ár hefðu eftir ítarléga athugun komizt að þeirri niðurstöðu að það ætti að standa við norðurenda Tjarnar- innar. Meðan húsið væri ekki ris ið, mætti deila um það enda- laust. Hann kvað það ætlun þeirra, sem að þessu máli stæðu, að auka og prýða bæinn og mundi þar fara vel saman mesta prýði bæjarins af náttúrunnar hendi, Tjörnin, og mesta prýði bæjarins af manna völdum, ráð húsið. Alfreð Gíslason kvaðst hafa greitt atkvæði með því, að ráð- húsið yrði byggt fyrir enda tjarn- arinnar á bæjarstjórnarfundi í desember 1955 til þess að vera Hið nýja hjarta Reykjavíkur Ásgeir Þorsteins.on verkfræð- ingur varpaði fram þeirri spurn- ingu, hvort ráðhúsið ætti að vera byggmg hins gamla bæjar eða bygging framtíðarinnar. Lagði hann til að málinu yrði frestað þar til ákveðið yrði, hvar hið nýja hjarta Reykjavíkur ætti að vera. Þórhallur Viimundarson hóf mál sitt með tilvitnun í Fjölni og kvað liggja beint við að bæjar- stæði Ingólfs og Skúla yrði valið undir ráðhúsið. Skoraði hann á Stúdentafé'lagið að bjarga þessu bæjarstæði og hrinda ráðhúsmál inu í framkvæmd. Sveinn Ásgeirsson hagfræðing- ur minntist m. a. á. hafmeyjuna, sem hann kvað hafa fengið mjög góða dóma suður á Ítalíu. Leifur Ásgeirsson kvað erfitt að deila um tilfinningar og smekk og hvað væri fallegt og ekki fallegt. Lýsti hann sig and- vígan fyrirhugaðri staðsetningu ráðhússins og kvað nauðsynlegt að ná samkomulagi um einhvem af hinum 15 stöðunum, sem kom- Framh. á bls. 23. Misjafn sauður í mörgu fé •MV * w. STJÓRNIR 71 aðildarríkis Sameinuðu þjóðanna hafa undirritað skuldbindingu um að leggja sameiginlega fram fé, sem nemur 75 milij. dollara, til tækniaðstoðar SÞ. og sérsjóð samtakanna. Mynd þessi var tekin 8. okt., er Hannes Kjartansson, að- alræðismaður Islands í New York, undirritaði skuld- bindinguna af hálfu Islands. Honurn á vinstri hönd situr Agda Rossel, Svíþjóð, sem var forseti ráðstefnunnar, er fjallaði um þetta mál. — Standandi (frá v.) Corea fra Ceylon, fyrsti aðstoðarfor- seti ráðstefnunnar, Hoff- man, framkvæmdastj. Sér- sjóðsins, og Owen, formað- ur stjórnar Tæknihjálpar- innar. FÁUM stéttum þjóðfélagsins mun vera trúnaður og samúð samborgaranna eins mikilvæg og verzlunarstéttinni. Ekkert vega- nesti mun reynast henni eins hald gott og enginn sjóður eins dýr- mætur eins og traust viðskipta- vinanna. Þetta skilja engir betur en þeir, sem vilja bægja henni frá þátttöku í þjóðarbúskapnum og um leið vilja veg hennar sem minnstan. Þess er skylt að geta að áróður gegn stéttinni í heild þess efnis, að hún sé óalandi og óferjandi, virðist hafa rénað að mun á seinni árum. Til þess kunna að vera ýmsar orsakir, svo sem aukin menntun og menning, ennfremur aukin samskipti við aðrar þjóðir þar sem verzlunarstéttin er metin að verðleikum. Nýlunda nokkur var því grein er birtist í Alþýðublaðinu 6. þ.m. undir fyrirsögninni: „Áfengis- smygl stórminnkað; smygl á há- tollavörum mikið“. Greinin átti að vera viðtal við tollgæzlustjóra Unnstein Beck, þar sem verzlun- arstéttin .í heild, smásalar og heildsalar, eru sagðir annast smygl og sölu á smygluðum vör- um. Um heildsalana sérstaklega segir svo m. a. í greininni: „Mik- ið af vörum þessum gengur gegn- um heildverzlanir hér í bænum og eru ótrúlegustu nöfn þar við- riðin“. Daginn eftir birtist í ýmsum dagblöðum borgarinnar athuga- semd frá hr. Unnsteini Beck, þar sem hann vísar aftur til föður- húsanna, svo ekki verður um víllzt, óhróðri Alþýðublaðsins um verzlunarstéttina. Út af ofannefndum ummælum Alþýðublaðsins um heildsalana segir hann m. a. orðrétt: „í sam- talinu var hvergi að því vikið hvorki af mér né blaðamannin- um, að heildsalar væru grunaðir um smygl eða dreifingu á smyglvarningi, enda hef ég ekki neina ástæðu til að láta slíkt frá mér fara. Yfirlýsingu þessa birta blöðin hinn 7. þ.m. eins og að ofan get- ur, þar á meðal Alþýðublaðið athugasemdalaust, nema hvað Morgunblaðið gefur athugasemd- inni eftirfarandi fyrirsögn: „Al- þýðublaðið leggur Unnsteini Beck orð í munn. Rangfærir um- mæli hans til að klekkja á kaup- sýslumönnum". Eftir að Unnsteinn Beck hefur lýst því yfir, að ekki sé fótur fyrir því sem Alþýðublaðið hef- ur eftir honum, skyldi maður ætla að það gerði annað hvort að halda sínum málstað til streitu eða biðja afsökunar. í rammagrein sem birtist í Al- þýðublaðinu 8. þ.m. undir fyrir- sögninni: „Alþýðublaðið segir", þýkir blaðamanninum auðsjáan- lega hvorugur kosturinn góðu* og ræðst nú á Morgunblaðið fyr- ir það að leyfa sér að birt ofan- nefnda fyrirsögn, en í sambandi við það, segir blaðið: „En það er misjafn sauður í mörgu fé, og það er fáránlegt að reyna að kenna fólki (eins og Mogginn ger ir í fyrirsögn í gær), að kaup- mannastéttin eigi ekki sína svörtu sauði". Það heldur áfram: „Alþýðublaðið var síðastliðinn föstudag með frétt af smygli.. Vitlausir menn (við eigum við ,,rangir“) tóku hana að einhverju leyti til sín“. Það er ekkert launungamál að þessir vitlausu menn eru Stjórn félags íslenzkra stórkaupmanna, sem hlaut að taka brigzl blaðsina til sín. Hún setti sig tafarlaust í samband við tollyfirvöldin. Sér- staklega var Unnsteinn Beck beðinn um skýringu á ummæl- unum, sem leiddi til ofannefndra yfirlýsingar hans. Óþarft er að taka fram, að verzlunarstéttin óskar eftir frið- samlegu samstarfi við allar stétt- ir. Hún tekur þakksamlega hug- heilum aðfinnslum og við höfum vilja á að laga það sem aflaga fer. Hinsvegar munum við ekki taka með þökkum órökstuddum ámælum og aðdróttunum eða illgjörnum rógi. Við viljum trúa því að hér hafi átt sér stað mis- tök, sem við getum vonað að endurtaki sig ekki. Alþýðublaðið segir í sambandi við verzlunarstéttina: „Það er misjafn sauður í mörgu fé“. Ef- l.iust er verzlunarstéttin engin undantekning frá öðrum þjóðfé- iagsstéttum í þessu efni. En eitt er víst að ef ofannefndar grein- ar blaðamanns Alþýðublaðsins og orðatiltæki hans um sauðina eru höfð í huga, þá er minnsta kosti einn sauður í blaðamannastétt- arinnar andlegs þrifabaðs þurfn Kristján G. Gíslson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.