Morgunblaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.11.1959, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐItí Þriðjudagur 10. nóv. 1959 Cýec^n mncý VllfCl 8 óinum EFTIR RITA HARDINGE — Drottningin er dáin. Lifi drottningin! Hún ætlaði að skipa sæti G-lor- íu og gera þetta fólk hamingju- pamt. I>egar hún kom niður í her- bergi sitt, opnaði hún glugga- dyrnar og gekk út í garðinn. Henni fannst hún þurfa ferskt loft og næði til að hugsa um vandamálin. Án þess að átta sig á því, gekk hún þangað, er hún hafði. hitt Rupert nóttina áður. Þá stanzaði hún snögglega og greip höndinni um hjartastað, þvi að hann var þar! Hann birtist allt í einu bak við runna. — Gloría. — Rupert! Nafnið kom alveg ósjálfrátt. En áður en hún gæti tekið á- kvörðun um, hvað hún ætti að gera, breyttist svipur hans, og hann hvarf jafnskyndilega og hann hafði birzt. Janet leit við og þá var sem hjarta hennar hætti að slá and- artak. Lítil vera kom hlaupandi í átt til hennar. — Mamma — mainma! Nú ertu þá komin aft- ur! Ég hélt þú værir týnd! En svo stanzaði Páll litli nokk ur skref frá henni. Hann stóð grafikyrr og starði á hana, og gleðiljóminn hvarf af andlitinu. Janet skildi, að allt var í húfi á þessari stundu, því að hún vissi, að Rupert var rétt hjá og sá og heyrði til þeirra. Ef Páll litli Ijóstraði upp, að hún væri ekki mamma hans, væri spilið tapað. Hún breiddi faðminn móti drengnum og hljóp til hans, og á þessu augnabliki voru örlög og framtíð heillar þjóðar komin undir þessu litla, ringlaða barni. 3. kafli. Páll litli starði stórum augum á Janet, þegar hún kom á móti honum. Hann var hræddur og botnaði bersýnilega ekki neitt í neinu, en henni var ljóst, að hann vissi, að hún var ekki mamma hans. Hún lét sig falla á kné og tók utan um barnið. Hann streittist ofurlítið á móti og starði framan í hana. Með innsæi barnsins fann hann, að enda þótt þessi kona liti út eins og mamma hans, var það ekki hún. „Ó, drengurinn minn, kallaði Janet hátt. „Já, það er mamma. En svo flýtti hún sér að hvísla að honum: „Ég veit það er ekki þannig, Páll. Ég er systir mömmu, Janet. En þú verður að látast, Páll — láta sem ég sé mamma þ(n — bara dálitla stund. Drengurinn var skelfdur að sjá, en þó var eins og hann skildi af hljómnum í rödd Janet hve mikilvægt þetta væri, og tók höndunum um hálsinn á henni. Janet þrýsti honum fast að sér. „Mamma! hrópaði hann. „Ó, hvar hefurðu verið, mamma? Ég hef leitað að þér um allt! Janet fann að tárin komu fram í augu hennar, þegar litla andlitið hjúfraði sig að hálsi hennar, því hún fann, hversu spenntur allur litli líkaminn var. Hún vissi, að sá litli var að lát- ast, eins og hún hafði beðið hann, þótt hann væri á meðan bæði hræddur og ringlaður, af því að hann skildi ekki, hvers vegna hún var þarna, né hvað um var að vera. Janet gerði sér allt far um að sefa hann, meðan hún bar hann inn í höllina. Hún þorði ekki að líta við, því hún var hrædd um, að Rupert kæmi fram úr felustað sínum, og hún þorði ekki að mæta honum augliti til auglitis nú. Hún hefði gjarnan viljað spyrja hann, hvað hann meinti með þessari undarlegu aðvörun, en það varð að bíða. Og hún var hrædd við ástríðufullt augna ráð hans. Af hreinni eðlishvöt vissi hún, að fyrsti kossinn myndi sannfæra hann um, að hún væri ekki Gloría. — Gloría! Það leit út fyrir, að hann hefði gefið alla varfærni frá sér, og óþolinmæðin hefði tekið af hon- um ráðin, því allt í einu kallaði hann: — Gioría, láttu barnið vera og komdu hingað! Ég verð að tala við þig! Hún fann, að Páll litli stirðn- aði enn meir í fangi hennar og sá óttasvipinn í augum hans. Hún vissi ekki, hvað hún átti að gera. Ef hún talaði við Rupert nú, vissi hún, að hún gæti ekki lengur afsakað sig með, að hún hefði misst minnið. En allt í einu kom björgunin. Greifafrúin kom hlaupandi gegn um garðinn ásamt ungri stúlku með laglegt, aðlaðandi andlit. Þær hneigðu sig báðar djúpt fyr ir Janet. — Yðar hátign, mér þykir fyrir þessu, en Páll prins var svo ákafur í að finna yður. Hann slapp burt frá mér, stundi unga stúlkan og starði stórum, skelfd- um augum á Janet. Allt á sama stað Champion bifreiðakertin íáanleg í alla bíla Bifreið yðar á aðeins það bezta skilið — — Það þýðir ekki að koma með afsakanir, Helga, hreytti greifafrúin úr sér áður en Janet fengi sagt nokkuð. — Þér vitið, að drottningin hefur verið veik og má ekki verða fyrir ónæði. Það var ekki æAlunin, að hún sæi Pál prins fyrr en henni væri batnað. Janet rétti úr sér og Helga brosti þótt skelfd væri, því að hún var ekki í vafa um, að þessi háa, tígulega og fagra kona væri hennar ástfólgna drottning Gloria. — Yðar hátign, hvíslaði hún. •— Veslings Helga, sagði Janet blíðlega og snart hneigt höfuð hennar lítillega. — Þú skalt ekki taka þetta nærri þér. Mér líður miklu betur nú, það er enginn skaði skeður og ég er svo feginn að sjá hann aftur. Hún'bar Pál inn í höllina. — Lofið okkur að vera einum um stund, sagði hún. — En yðar hátign, byrjaði greifafrúin í hvössum tón, og Janet vissi, hvað þessi slóttuga kona átti við: — Farið varlega! Þér hafið ekki lært hlutverk yð- ar nógu vel enn til að hætta á neitt. En augu Janet skutu neistum. — Ég sagðist óska að vera ein með barninu mínu, sagði hún í köldum og skipandi tón, sem ekki þoldi nein andmæli. Furðwlostin, reið og skelfd hneigði greifafrúin sig djúpt og fór með barnfóstruna út úr stof- unni. Þegar þau voru orðin ein, setti Janet Pál frá sér, lokaði glugga- dyiunum og sneri sér svo til hans aftur. Hann stóð á miðju gólfi, litli snáðinn með ljósrauða hárið. Hann minnti lítið á föður sinn. Það var hin látna systir Janet, sem horfði á hana gegnum þessi björtu augu. Þau horfðu rann- sakandi hvort á annað. — Veiztu hver ég er, Páll? spurði hún blítt og ástúðlega. — Já, Janet frænka. Mamma hefur sagt mér allt mögulegt um þig. Hvar er mamma, Janet frænka? Janet kraup á kné hjá honum og sagði honum eins nærgætnis- lega og henni var unnt, að Gloría væri dáin. Hann grét ekki, þó litlu var- irnar titruðu. — Ég hélt það, Janet frænka, en þau vildu ekki segja mér það. Þau sögðu bara, að hún væri lasin, og ég fengi að tala við hana bráðum. En ég vissi það. Hann leit allt í kringum sig og andlit hans var svo tekið af harmi, að henni fannst hjarta sitt blæða hans vegna. — Páll, sagði hún ástúðlega og breiddi út faðminn móti honum. Hann hikaði andartak, en svo hljóp hann til hennar og nú komu tárin loks, er hún þrýsti honum að sér. — Janet frænka, af hverju ertu klædd alveg eins og mamma? af hverju — af hverju CHAMPION - kerti Egill Vilhjálmsson hf. Laugaveg 118, Sími 22240 _______ j Andi reynir að grafa undir ■teinana, sem loka munnanum en vatnið, sem stöðugt stigur, hindr- ar hann í því. Depill er allur orð- inn blautur og forugur af gusun- um, sem gengu yfir hann, þegar Andi reyndi að grafa undir stein- ana — og honum líður illa. Hann krafsar sig út í gegnum hoiuna og hvetur Anda til að fylgja sér eftir. eigum við að látast? spurði hann snöktandi. Hún leit rannsakandi á hann. Hann var svo fullorðinslegur af barni að vera, talaði svo settlega og hafði svo einbeitt augnaráð. Hún skildi, að hún gat treyst hon um, og þess vegna sagði hún hon um, að hún ætti að koma í stað drottningarinnar, því að það væri hætta á óeirðum, ef fólkið fengi að vita, að hún væri dáin. — Þess vegna á ég að reyna að vera drottning og giera það sama og mamma gerði, svo allir geti verið glaðir og ánægðir. — Viltu hjálpa mér til þess, Páll? Hann hikaði ekki andartak. — Já, Janet frænka, sagði hann einarðlega. Svo tók hann utan um hálsinn á henni og stam aði: — Ég skal hugsa mér, að þú sért mamma, og kalla þig mömmu, og alltaf hjálpa þér, frænka — mamma! Nú grét Janet, því að hún vissd, að hún hafði eignazt trúan bandamann í höllinni. Þegar Helga hafði sótt Pál, fór Janet að ganga fram og aftur um gólfið, eins og svo oft áður. Hún gat ekki annað en hugs- að um aðvörun Ruperts. ......Sparið yðui hlaup t roiQi margra vcrzkuia1- úCWJdðt í) ÖttUM MWM! - AusturstrseCi SHtltvarpiö Þriðjudagur 10. nóvember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik- ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — 16.00 Fréttir og veðurfr.). 18.30 Amma segir börnunum sögu. 18.50 Framburðarkennsla í þýzku. 19.00 Tónleikar. — 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson cand. mag.). 20.35 Utvarpssagan: „Sólarhringur" eft ir Stefán Júlíusson; II. lestur (Höfundur les). 21.00 Mninzt 200 ára afmælis skáldsins Friedrichs von Schiller: a) Stutt erindi (Dr. Alexander Jóhannesson prófessor). b) Ljóðalestur (Þorsteinn O. Step hensen les). c) Kafli úr leikritinu „María Stúart" í þýðingu Alexanders Jóhannessonar. — Leikstjóri: Lárus Pálsson. d) Sönglög við ljóð Schiller. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Hæstaréttarmál (Hákon Guð- mundsson hæstaréttarritari). 22.30 Lög unga fólksins (Kristrún Ey* mundsdóttir og Guðrún Svafars- dóttir). 23.25 Dagskrárlok. Miðvikudagur 11. nóvember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfr. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „Við vinnuna“: Tónleikar af plötum. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — 16.00 Fréttir og veðurfr.). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Siskó á flækingi" eftir Estrid Ott; IV. lestur (Pétur Sumarliðason kenn- ari). 18.55 Framburðarkerinsla í spænsku. 19.00 Tónleikar. — 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál. (Ami Böðvarsson cand. mag.). 20.35 Með ungu fólki (Jón H. Hjálmars son skólastjóri). 21.00 Erindi með tónleikum: Frá Irum. (Helgi Guðmundsson stud. philol.). 21.30 Framhaldsleikrit: „Umhverfis jörðina á 80 dögum'* gert eftir samnefndri sögu Jules Verne; IL kafli. — Leikstjóri og þýðandi: Flosi Olafsson. Leikendur: Róbert Arnfinnsson, Erlingur Gíslason, Þorsteinn O. Stephensen, Karl Guðmundsson, Herdís Þorvalds- dóttir, Haraldur Björnsson, Krist ján Jónsson, Baldvin Halldórsson* Flosi Olafsson, Helga Bachmann, Bryndís Pétursdóttir, Helgi Skúla son og Þorgrímur Einarsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Ur heimi myndlistarinnar (Bjöm Th. Björnsson listfræðingur). 22.30 Tónaregn: Svavar Gests kynnir danslög frá Spáni. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.