Morgunblaðið - 11.11.1959, Side 19

Morgunblaðið - 11.11.1959, Side 19
Miðvikudagur 11. nóv. 1959 MORCVNBLAÐIÐ Stærsti kjarn- orkukaíbáturinn New York, 10. nóv. (NTB/AFP) BANDARÍSKA flotanum bættist enn einn kjarnorkukafbáturinn í dag. — Við liátíðlega athöfn í Connecticut var flotanum afhent ur stærsti kjarnorkukafbátur, sem smíðaður hefir verið til þessa, „Triton“ en hann er 5900 lestir að stærð. Kafbátur þessi er 134 metra langur og á honum verður 173 manna áhöfn. Hann er búinn tveim vélasamstæðum, drifnum kjarnorkiu. — Gert er ráð fyrir, að „Triton“ verði m.a. notaður til hafrannsókna. Stórbruni U M helgina kviknaði í 12.000 lesta olíuflutninga skipi, „Amoco Virginia“, þar sem það lá í höfninni í Houston í Texas. Urðu sprengingar miklar í skip inu og eldhafið geysilegt. Um tíma leit svo út sem eldhafið mundi komast í benzíngeyma í landi, en þá eru öll líkindi til, að stór borgarhluti hefði brunnið til grunna. — Ttuttugu og tveir menn af áhöfn skipsins fórust í bruna þessum og 21 var fluttur í sjúkrahús með meiri og minni brunasár. Myndin hér að ofan sýnir hið feiknlega eld- og reykhaf, þegar brun- inn stóð sem hæst. Vinnuveifendasambandiíí rœðir v/ð- horf í kaupgjaldsmálum Athugun á vetrarorlofsferÖum í SL. viku var haldinn fundur í stjórn Vinnuveitendasambands Islands til að ræða viðhorf það, sem skapazt hefur í kaupgjalds- málum við, að nær öll verkalýðs- félög í landinu hafa nú sagt upp kaup- og kjarasamningum sínum við vinnuveitendur. Formaður Vinnuveitendasam- bandsins, Kjartan Thors, ræddi mál þessi í framsöguræðu. Yfir- leitt hafa enn ekki borizt kröfur um breytingar á samningum og kvað formaður ekki líkur á, að þær bærust fyrr en í desember. Björgvin Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins, skýrði frá fasta- nefndafundi norrænu vinnuveit- endasamtakanna, er haldinn var í Kaupmannahöfn 27.—29. ágúst sl. og hann og formaður Vinnu- veitendasambandsins sóttu af hálfu þess. Þá flutti Björgvin erindi um samninga og viðskipti vinnuveit- endasambandanna í Noregi, Dan- mörku, Finnlandi og Svíþjóð við systurfélög Stefs hér. íslenzka Stef leitar nú eftir samningum við vinnuveitendur um greiðslu fyrir útvarpstónlist á vinnustöðum. Hefur Vinnuveitendasamband- ið kjörið þá Kjartan Thors, Benedikt Gröndal og Björgvin Sigurðsson til viðræðna við for- svarsmenn Stefs. Það skal þó tekið fram að Vinnuveitendasamband íslands hefur ekki viðurkennt greiðslu- skyldu vegna tónlistarflutnings á vinnustað. Vetrarorlof Árni Brynjólfsson, rafvirkja- meistari, kvaddi sér hljóðs og bar fram tillögu um það, að Vinnuveitendasambandið beitti sér fyrir því, að fram færi athug- un á, hvort ekki væri framkvæm anlegt að koma á skipulögðum „Miss WorId“ ’ LONDON, 10. nóv. NTB-Reut-3 J er: — Ungfrú Holland, CorineJ Rottschafter, 21 árs gömul, bláeygð og Ijóshærð, var! [ kjörin „Miss World“ í feg- ■ urðarsamkeppni hér í borg í| ! dag. — Auk hennar komust' 1 ungfrú Bretland, ísrael, Dan-| ! mörk og Perú í úrslit. Ungfrúv ! Perú hlaut annað sætið, en' vj ungfrú ísrael hið þriðja, en . þær eru báðar dökkhærðar á ' brún og brá. Ungfrú Holland, sem hefir' hin glæsilegu „mál“ 37 — 22 ^ 37, hlaut að verðlaunum 500; sterlingspund og glæsilegaí bifreið — fyrir utan gullsleg-. ið viðurkenningarmerki. orlofsferðum til suðlægari landa, t. d. Miðjarðarhafslanda, mánuð- ina desember, janúar og febrúar. í greinargerð, sem fylgdi til- lögunni, er m. a. bent á, að eins og orlofum sé nú háttað, séu þau tekin að sumrinu og því flytjist mikið af útivinnu yfir á vetrar- mánuðina, sem hagkvæmast sé að vinna á sumrin. Þjóð, sem búi við jafnárstíðabundið veðurfar og íslendingar, hafi þó tæplega efni á að binda orlof eingöngu við þann tíma, sem hagkvæm- astur sé til flestra framkvæmda og því sé full ástæða til að at- huga hvort ekki sé hægt að finna leiðir til úrbóta, sem allir geti vel við unað. Þá er bent á, að orlofsferðir til suðlægari landa að vetri til muni ekki vera dýrari en það, að flestir þeir, sem hafi efni á að fara í orlofsferðir innanlands, hafi ekki síður efni á að fara út að vetri til. Með þessu ynnist það tvennt, að fleiri yrðu til taks við nauðsynlega útivinnu yfir sum- arið og fleiri nytu sólar og sum- ars yfir veturinn. Þessi athyglisverða tillaga var rædd á fundinum og vísað til framkvæmdanefndar Vinnuveit- endasambands íslands til nánari athugunar. RÓM, 9. nóv. — I-yrla eyðilagðist I dag, er hún reyndi að nauðlenda hér í miðri borginni. Flugmaðurinn og véla- maður þyrlunnar særðust, svo og þrír menn, sem voru á ferli á götunni. 19 Leitaði aðsto&ar herskips vegna leka í SÍÐASTA blaði Fishing News er minnzt nokkuð á að- stoð þá, sem herskipin veita brezku togurunum hér við land, t. d. þegar þeir verða fyrir meiri háttar bilunum. Er í greinarkorni þessu getið um aðstoð, sem herskipið Dunkirk veitti Hull-togaran- um Cordella hér við land fyr- ir nokkru. ★ Gerðist atburður þessi við suð- austurströnd íslands. Kom leki að togaranum og gátu skipsmenn ekki af eigin rammleik sigrazt á honum, enda voru þeir ekki ör- uggir um hvar hann var, en vissu þó að hann var niðri við kjöl. Settu vélstjórarnir allar dælur í gang, sem fyrir hendi voru, en lekinn var það mikill, að við ekkert var ráðið, og var þá kallað á aðstoð Dunkirk, sem kom von bráðar á vettvang. Var sett stór dísel-dæla um borð í togarann, en hún reyndist ekki nógu öflug, og var þá sett önnur rafmagnsdæla um borð, en þar sem rafmagnsvél Cordella var ekki nema 110 volta, en dæl- an gerð fyrir 220 volt, varð að tengja hana við rafmagnskerfi herskipsins. Var lagður rafmagns kapall um borð í togarann, sem var um 50 fet frá Dunkirk, og bæði skiþin! sigldu í þessari fjar- læð með 11 hnúta hraða meðan dælt var upp úr lestum togarans. Tókst það greiðlega, og kom þá í Ijós, að hnoðnaglar höfðu losn- að í plötu. Var gert við skemmd- irnar til bráðabirgða, en þegar þetta gerðist, var myrkur. Daginn eftir voru svo sendir nokkrir kafarar frá herskipinu yfir í togarann, og voru þeir látn ir kafa niður í hinn ískalda sjó, undir kjöl togarans, og koma þar fyrir nýjum hnoðnöglum í stað hinna gömlu, sem þeir fjarlægðu. Þótti það vel af sér vikið miðað við allar aðstæður. Síðan er skýrt frá því, að Hull- togarinn hafi haldið áfram veið- um við ísland. ÖRN CLAUSEN heraðsd ómslögmað ur. Málf'utningsskrifstofa. Bankastræti 12 — Sírni 18499. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu mér vináttu og tryggð á sjötíu ára afmæli mínu 28. okt. sl. Anna Matthíassen, Vestmannaeyjum Konan mín FRIEDA G. BOLS JÚLÍUSSON Skorhaga Kjós, lézt á fæðingardeild Landsspítalans 9. þessa mánaðar. Baldvin Júlíusson. Útför GUÐMUNDAR JÖNSSONAR fyrrum baðvarðar, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtud. 12. þ.m. kl. 2 e.h. og hefst með bæn að Elli og hjúkrunarheimilinu Grund kl. 1,15 e.h. Oddný G. Jónsdóttir. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma GUÐBJÖRG KRISTJANSDÖTTIR Laugaveg 58, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstud. 13. nóv. kl. 1,30 eftir hádegi. Kjartan Sigurðsson, Ingólfur Kjartansson, Kelh Kjartansson, Svanhvít Ingjaldsdóttir, Lilja Ingjaldsdóttir. Faðir okkar IVILHJALMUR GlSLASON Ásabergi verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 14. nóvember. Athöfnin hefst með húskveðju frá heimili hans kl. 2 e.h. Börnin Þakka innilega auðsýnda samúð við fráfall og út- för eiginmanns míns, GUÐJÓNS JÓNSSONAR Oddsstöðum. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Guðrún Grímsdóttir. Hjartanlega þökkum við öllum þeim nær og f jær, sem sýndu okkur samúð við fráfall og jarðarför ASDlSAR JÓHANNSDÓTTUR Hveragerði. Jónína Benediktsdóttir, Maria Jóhannsdóttir, Sigríður Jóhannsdóttir., Alfheiður Jóhannsdóttir, Armannn Jóhannsson,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.