Morgunblaðið - 20.11.1959, Page 10
10
MORCinSfíLAÐIÐ
Föstudagur 20. nóv. 1959
Samtal um vín-
ið og bikarinn
LJÓSMYNDARI Morgunblaðs-
ins, Ólafur K. Magnússon, tók
mynd þá af Elíasi Finnssyní
Hólm, sem fylgir þessari grem.
Blaðamennirnir voru sammála
um að þetta væri fyrirtaks frétta-
mynd og sumir þeirra þóttust nú
sjá djarfa fyrir ábatasömum við-
skiptum við Ella Hólm og sögð-
ust mundu skruna sér á hans
fund hið fyrsta. Er því líklegt,
að flöskusaia Elíasar stóraukist
á næstunni, með hástútuðum rauð
vínsflöskum í bland.
En nú kom upp dálítið vanda-
mál. Átti jafnvirðulegt blað og
Morgunblaðið að hitta að máli
jafnóvirðulegan mann og Élias
Finnsson Hólm, fyrrum tukthús-
lim, og spyrja hann um flöskurn-
ar á myndinni:
— Hvað eruð þið að sniglast
hér, hreytti Elías út úr sér, þegar
við birtumst í dyrunum á lítilli
kjallaraíbúð hans að Bergstaða
stræti 19. Við mjökuðum ökkur
innfyrir, og sem við stóðum
þarna ráðvilltir á miðju gólfi,
lausir við persónuleikann og
þann hátíðlega góðborgara, sem
við höldum svo fast í á hærri
stöðum, spurði karlinn aftur,
hvern fjandann við værum að
gera. Hann lá á svörtum dívan-
inum og ygldi sig framan í okkur
í myrkrinu. Við ætluðum að
kveikja Ijósið, en þá sagði hann
okkur að snauta burt.
— Ég hef ekkert með svona
skítkokka að gera í mínum hús-
um, sagði hann, reis upp við dogg,
fékk sér góðan sopa úr glasi, sem
stóð á borðinu og skolaði inni-
haldi þess niður með molakaffi.
Við þessar tilfæringar var eins og
hann sefaðist heldur: — Já, hvern
fjandann viljið þið eiginlega?
spurði hann, og benti á svarta
rúllugardínu sem var dregin nið-
ur til hálfs. Ef þið þurfið endi-
lega að kveikja ljós hér inni, pá
verðið þið að draga niður fyrst,
bætti hann við, ómjúkur á mann-
inn að vísu, en ekki fjandsam-
legur eins og í fyrstu. Svo hnipr-
aði hann sig saman í kúrunni
sinni, en við kveiktum ljósið og
sýndum honum myndina, sem Ól-
afur hafði tekið: — Við erurn
hérna með ákaflega fallega mynd
af þér, Elias Finnsson Hólm, sögð
um við. Viltu ekki líta á hana?
Við þau orð birti yfir þessu
brennimerkta andliti, sem var
hrjúft og skorið af þeim jökul-
fljótum lífsins, sem ekkert
stenzt, og hann strauk það ósjálf-
rátt og við fundum að það var
honum jafnframandi og ókunnur
gestur, sem ber óforvarandis að
garði:
Elías Hólm: — Ég safna þjóðinni gjaldeyri.
maður fær ekki lengur krakka
vinnu, komið svartamyrkur,
þegar skólinn er úti á daginn.
Svo fékk hann sér sykurmola
og beit hann í tvennt:
— Já, það dugar ekki annað
en safna saman því sem kemur
upp í hendurnar á manni. Ég legg
til hliðar hvern blaðsnepil, sem
mörgu . . . ojæja, en látum það
eiga sig.
Og enn fékk hann sér sopa úr
glasinu: — Þetta er annars meira
gutlið, en það er samt al-
veg nauðsynlegt, svona annað
slagið. Ég bragða sjaldan vín nú
orðið, það er kominn í mann
þurrafúi, en samt er ég vel frísk
Un*
— Sjaldan verður tófa trygg,
sagði hann, ónei. En þetta er
fallegur maður, sem er á mynd-
inni, já bara nokkuð góður. Á
ég ekki að gefa ykkur svo sem
eina flösku af rauðvíni? Það veit-
ir ekki af í þessari bölvaðri
nepju. Það er ekki hægt að fá
nokkurn mann í vinnu í þessu
veðri. Ég á 200 poka af flöskum
ósorteraða og fór samt með 4125
flöskur niður í ríki í fyrradag.
Magnús Sakaríasson tók líka
4000 flöskur og samt sér ekki
högg á vatni, allir skúrar fullir
og garðurinn líka. Þetta eru
krakkar, sem vilja fá aura fyrir
tyggigúmmíi, karlaræflar, sem
hafa engar skruplur í þjóðfélag-
inu og kerlingavargar, sem læð-
ast hingað í myrkrinu með þetta
einn og einn pela héðan og hand-
an. Annars er þetta nú allt eins,
ég fæ frá áfengisverzluninni og
gríp til hans síðar, þegar á þai’f
að halda. Og ég safna snærum
líka, sjáið þið í þennan kassa
hér. Ég tek þessa spotta og bind
þá saman í snúru handa konunni
Það sparar mér 15 krónur, þvi
ég veit ekki til þess maður fái
nýja snúru nú á dögum fyrir
minna verð. Svona hefur þetta
gengið til. Ég safna öllu mögu-
legu. Ég veit að snæri, pappir
og hvað það nú heitir er bein-
harður gjaldeyrir. Það má því
segja með nokkrum sanni, að ég
sé í þeirri stétt manna, sem aflar
þjóðinni gjaldeyris með þessari
söfnun minni. Það er margt í
//
Sex persónur
44
ÞAÐ er árátta á ýmsum góð-
um Reykvíkingum, sem sækja
leikhús að einhverju ráði, að
þeir draga í lengstu lög að sjá
leiksýningar, sem þeir hafa
áhuga á, oft með þeim afleið-
ingum að þeir verða af þeim.
Þetta fólk á sinn stóra þátt i
því, hve mörg góð eða sæmi-
leg verk „falla“ í íslenzkum
leikhúsum. Ég er einn þess-
ara hvimleiðu leikhúsgesta,
svo kannski ætti ég að hafa
hægt um mig, en eftir sýningu
Leikfélags Reykjavíkur á
sunnudaginn var get ég ekki
orða bundizt.
Sú sýning fór fram fyrir
þunnskipuðu húsi, og eru allar
horfur á að Leikfélagið verði
að hætta sýningum á snilld-
arverki Pirandellos.
Nú tel ég mig engan veg-
inn til þess kjörinn að segja
mönnum, hvað þeir eigi að
sjá á fjölum leikhúsanna hér,
en stundum getur gengið svo
fram af manni, að þessi köll-
un sæki á mann. „Sex persón-
ur leita höfundar“ eftir Luigi
Pirandello er eitt af öndvegis-
•verkum leikbókmenntanna á
þessari öld, og ekki heiglum
hent að ráðast í að færa það
upp á svið. Margir hafa undr-
azt ofdirfð Leikfélagsins í
þessu efni og sumir legið því
á hálsi fyrir framhleypnina,
og ég skal játa að ég var mjög
efins um að þetta yrði neitt
annað en kák, enda kannski
ekki við öðru að búast af hópi
áhugamanna, sem sinnir leik-
listinni aðeins í frístundum.
En eftir sýninguna á sunnu-
daginn skipti ég gagngert um
skoðun. Leikfélagið getur ver
ið fullsæmt af frammistöðu
sinni, og við höfum ekki séð
margar jafngóðar og heil-
steyptar sýningar á undanförn
um árum. Leikfélagið hefur
enn skotið Þjóðleikhúsinu ref
fyrir rass, að öllum góðum
mönnum þar ólöstuðum. Sýn-
ingin á „Sex persónum“ í Iðnó
er t.d. miklu betri en sýningin
á ,,Blóðbrullaupi“ í Þjóðleik-
húsinu, enda þótt það kæmi
hvergi fram í leikdómum.
Ég ætla mér ekki að deila
við leikdómarana eða bera
brigður á sanngirni þeirra, en
mér er satt að segja um megn
að skilja, hvernig þeir dæmdu
þetta verk flestir.
Ég er dómurunum sammála
um nokkur atriði: Guðmund-
ur Pálsson gerir hlutverki Leik
stjórans ófullnægjandi skil,
hann er of hávær og úthverf-
ur. Leikur Þóru Friðriksdótt-
ur, já, alltaf vel frískur, því anda
lækningarnar hafa gefizt vel. Það
er hægt að gera allt fyrir peninga,
sjaldan er tófa trygg .... Hann
er svo sem nógu ómerkilegur
þessi óstöðvandi þorsti, en hann
fer nú með mann samt. Þið hefð-
uð átt að sjá mig tvítugan á Eski-
firði, þegar ég var upp á mitt
bezta og umgekkst aðeins mennt-
aða menn og lærði mitt bókhald
af þeim. Ég hef staðið hverjum
manni á sporði í bókhaldi, en
samt fór þetta nú svona. Það var
ekki bókhaldinu að kenna. Það
er eins og maður sé dæmdur til
að ráða ekki við þetta á vissum
augnablikum og þá kemur ekk-
ert að gagni, hversu veraldar-
vanur sem maður er. Eskifjörður
var stórbær á fyrsta tug þessarar
aldar og þangað komu skipin
fyrst frá kóngsins Kaupinhafn.
Þar voru því mikil flottheit og
Luigi Pirandello
New York fyrir nokkrum ár-
um með ýmsum kunnum leik-
urum, og ég stend við það
hvar sem er, að sú sýning var
áhrifaminni og meira í mol-
um en sýningin í Iðnó.
Það er sannast sagt leitt til
þess að vita úm jafnmenning-
arlegt fólk og íslendingar telja
sig vera, að leiksýning á borð
við „Sex persónur leita höf-
undar“ skuli ekki draga til sin
í leit að áhorfendum
ur er líka of úthverfur, þó
hann sé tilþrifamikill með
köflum. Ásgeir Friðsteinsson
er of unglegur fyrir hlutverk
Drengsins. En ég er á öndverð
um meiði við flesta leikdóm-
arana um Gísla Halldórsson:
hann gerði hlutverki sínu
mjög góð skil, og allt tal um
að gervi hans geri hann of
ellilegan finnst mér út í loft-
ið. Ég deili sem sagt ekki við
dómarana um ýmis smáatriði,
meira eða minna mikilvæg, en
mér virðist sem enginn þeirra
sjái skóginn fyrir trjánum.
Það sem mér finnst mest um
vert við sýninguna í Iðnó er
heildarsvipurinn. Hún er í
heild dramatísk, tilþrifamikil
og áhrifasterk. Hún hittir
mann og stuggar við manni.
Það verður ekki sagt um
margar íslenzkar leiksýning-
ar. Ég sá þetta sama verk í
nema örfáar hræður, þegar
ekki merkilegri verk en
„Tengdasonur óskast" eða
„Delerium búbónis" eru sýnd
fyrir fullum húsum vikum og
mánuðum saman. íslenzk leik-
list lyftir aldrei neinu Grettis
taki, ef fálætið um það sem
vel er gert verður framvegis
jafntakmarkalaust og hingað
til.
Allt snakk um fleiri gaman-
leiki og færri harmleiki er
íroða, því hér tröllríða lélegar
kómedíur öllum húsum. Það
sem vantar er skárri smekkur
og meiri sanngirni. Það er
nefnilega hægt að gera næst-
um ótrúlega hluti af litlum
efnum, ef vilji, alúð og hug-
kvæmni er fyrir hendi, og ein
mitt það virðist mér Leikfélag
Reykjavíkur hafa sannað með
síðasta viðfangsefni sínu.
Sigurður A. Magnússon
glæsibragur á öllu, smáu og stóru.
Þar lærði ég að dansa, með þeirri
reisn, sem vel hefði sómt rúss-
neskum aðalsmanni á keisara-
tímanum, og þar kynntist ég fyrst
við konunnar eld og hef þótt góð-
ur upp á þá sálma síðan. Þar
drakk ég mig fullan í fyrsta
skipti og auðvitað markaði sá at-
burður tímamót í lífi þjóðarinnar.
Þið viljið kannski heyra eitthvað
um það?
— Já, auðvitað.
— Ég er ekkert feiminn við að
tala um sjálfan mig. Mér finnst
það bara gaman. Það er þá eitt-
hvað að tala um. Ef þið haldið,
að ég sé eins og móðursjúk og
taugaveikluð kerling, þá er það
mikill misskilningur. Haldið þið
kannske að það sé leikur einn að
taka milljón upp úr götustein-
unum? Ónei, drengir, þetta er
sko engin sæla. En ég ætlaði víst
að segja ykkur frá fyrsta fylli-
ríinu, já: Eitt sinn sem oftar stóð
ég á þilfarinu á norskum fragt-
dalli, sem kom til Eskifjarðar að
sækja þorskhausa, og skrifaði
niður, hversu mikið færi af þeim
í skipið. Karlarnir voru að gauka
að mér brennivíni allan dagmn
og að því kom auðvitað að ég
varð blindfullur, datt í sjóinn og
var borinn upp í herbergi illa til
reika. En þar var ég ekki búinn
að vera nema svo sem klukku-
tíma, þegar ráðskonan komst að
þessu volki mínu og rak mig öf-
ugan út aftur og niður í skip,
og þá rann auðvitað af mér. Þá
voru engin vettlingatök á hlut-
unum, manni var kennt að verða
karlmenni á Eskifirði. Þið getið
líka séð, hve magnaður ég var
á því, að þegar ég kom að austan
1913 fór ég á skútuna Ester, sem
Guðbjartur Ólafsson var með, og
var á henni um sumarið og fékk
75 krónur í hlut og fór með það
í Verzlunarskólann. Þið þekkið
Guðbjart, hann er ágætur maður
og gat sér mikla frægð fyrir að
bjarga um 200 mönnum í ofsa-
veðri í stríðinu. Við höfum báðir
haft atvinnu af því á undanförn-
um árum að bjarga fólki, eins
og þið vitið, en með ólíkum hætti
þó. Við höfum verið miklir og
góðir kunningjar, síðan við vor-
um saman á Ester, ekki veit ég
annað. Við lentum í mannskaða-
veðri út af Jökli og tók út mann,
en ég bjargaði lífi hans, þó hrædd
ur væri. Ég stóð uppi í lúgugati,
þegar ég sá hvar maðurinn datt
útbyrðis: — Maður fyrir borð!
hrópaði ég, og tveir eða þrír, sem
voru aftur á, heyrðu þetta, hentu
til hans kaðli og björguðu lífi
hans á síðustu stundu. Hann hét
víst Kristján og er lifandi enn,
ég man það ekki og skiptir litlu
máli, en hann hefði áreiðanlega
drukknað, ef mér hefði ekki verið
mál, einmitt á þessari stund.
Svona getur nú lífið verið óör-
uggt með köflum. Annars var
gaman á Eskifirði og þar var
margt brallað. Þá var það haft
að orðtaki á Austfjörðum, þegar
menn stældu um eitthvað: — Við
sjáum nú til þegar Ceres kemur
og Flóra fer. Með skipunum færð-
ist nýtt líf í bæinn. Þau komu
færandi varninginn heim, þ.e.a.s.