Morgunblaðið - 20.11.1959, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.11.1959, Qupperneq 12
12 MORGVNBI4Ð1Ð Föstudagur 20. nóv. 1959 ifttfrliiMí Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Axni Óla, %ími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. NÝTT ALÞINGI - NÝ RÍKISSTJÓRN IDAG kemur Alþingi sam- an til fyrsta fundar eftir að kosið hefur verið eftir hinni nýju kjördæmaskipun. Það er nú skipað í meira saniræmi við þjóðarviljann en nokkru sinni fyrr, síðan ísland varð fullvalda ríki. Samkoma Alþingis í dag er því sögulegur viðburður. Það er áreiðanlega ósk og von allra á- byrgra fslendinga, að það reyn- ist fært um að leysa þau fjöl- þættu vandamál, sem framundan bíða. Er þar fyrst og fremst um að ræða verðbólguna og afleið- ingar hennar fyrir íslenzkt efna- hagslíf. Samstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðu- flokksins Á því Alþingi, sem sett verð- ur í dag, kemur ný ríkisstjórn fram fyrir þing og þjóð. Sjálf- Stæðisflokkurinn og Alþýðuflokk urinn hafa gengið til samstarfs um myndun samsteypustjórnar þessara flokka. Þarf sú stjórnar- samvinna ekki að koma neinum á óvart. Síðan vinstri stjórnin rofn- aði hafa þessir flokkar tekið hönd um saman um bráðabirgðaráð- Stafanir til þess að stöðva verð- bólguna. Það hefur að verulegu leyti tekizt, og voða hinnar nýju verðbólguöldu, sem vinstri stjórn in skapaði verið bægt frá dyrum þjóðarinnar í bili. En það hefur aðeins verið gert með bráða- birgðaráðstöfunum. Raunveruleg lækning verðbólgumeinsins hefur ekki átt sér stað. Enginn þarf heldur að gera sér í hugarlund að hún verði framkvæmd í einu vetfangi með tilkomu nýrrar ríkis- stjórnar. Xil þess að skapa jafnvægi i íslenzkum efnahags málum þarf víðtækar og marg víslegar ráðstafanir, sem sum- ar hverjar ná ekki tilgangi sínum nema á löngum tíma. Þáttur almennings Til þess að jákvæður og var- anlegur árangur náist af við- reisnarviðleitni þeirrar ríkis- stjórnar, sem nú er verið að mynda, þarf hún og ráðstafanir hennar að njóta skilnings og vel- vi'ldar almennings. íslendingum er það nú lífs nauðsynlegt að láta ábyrgðartilfinningu móta af- stöðu sína gagnvart óhjákvæmi- legum aðgerðum til þess að tryggja heilbrigðan grundvöll að þjóðarbúskap sínum. Sú stað- reynd verður ekki umflúin, að V-stjórnin sökkti meginhluta alls atvinnurekstrar í landinu í bóla- kaf taps og halíareksturs. Þessa staðreynd var síðan reynt að dul- búa með stórfelldum skattaálög- um á almenning og víðtæku styrkja- og uppbótakerfi. Þannig var hið sjúka efnahagsástand fal- ið fyrir þjóðinni, sem þó fann þunga hinna opinberu gjalda stöð ugt þyngjast á baki sínu. Þessum sviksamlega fehi- leik gagnvart almenningi er þýðingarlaust að halda áfram. verkefni sitt vel og giftusam- Sú ríkisstjóra, sem þorir ekki að segja þjóðinni sannleikann um þýðingarmestu mál henn- ar, getur aldrei notið trausts hennar til lengdar. Hún mun heldur ekki verða þess megn- ug að leysa nokkum vanda. Þetta sannaðist áþreifanlega á vinstri stjóminni. Hún hrökklað- ist frá völdum á miðju kjör- tímabili. Hún reyndi að leyna þjóðina í lengstu lög sannleikan- um um það, hvernig komið var fyrir henni. Niðurstaðan varð svo sú, að stjórnin féll á úrræðaleysi sínu og stefnuleysi. Víti til að varast Dæmi vinstri stjórnarinnar er þannig vissulega víti til að var- ast. Þjóðin veit nú, hver úrræði hennar voru. Það er nokkurs virði. En mestu máli skiptir, að hin nýja ríkisstjórn, sem við völd um tekur í dag, reynist samhent- ari og dugmeiri. Það er einlæg von og vissa Sjálfstæðismanna að svo muni reynast. Flokkur þeirra er hið sameinandi afl þessarar þjóðar. Innan vébanda hans mæt- ast allar stéttir hins íslenzka þjóð félags í sameiginlegri trú á sam- starf þeirra og möguleikana tii þess að sameina krafta sína í bar- áttunni fyrir velferð alþjóðar. Ó- hætt er að fullyrða, að þessi flokk ur, sem nær 40% þjóðarinnar fyllir, sé færastur um það að veita henni forystu á erfiðum og viðsjálum tímum. Sjálfstæðismenn ganga til stjór'narsamstarfsins við Alþýðu- flokkinn með heilum hug og drengilegum ásetningi um að verða þjóð sinni að liði. Hinn mikli fjöldi fólks, sem fyllir Sjálf stæðisflokkinn í öllum byggðar- lögum landsins mun veita hinni nýju ríkisstjórn brautargengi til þess að ráða vel og réttlátlega fram úr vandamálunum. Á sama hátt má gera ráð fyrir að Alþýðu- flokkurinn standi heill og óskipt- ur að baki hinnar nýju stjórnar, og muni leggja sig fram um, að stuðla að sem beztum árangri af störfum hennar. Enda þótt gera megi ráð fyrir harðskeyttri stjórnarandstöðu af hálfu Framsóknarflokksins og kommúnista, er þó óhætt að full- yrða, að einnig innan raða þeirra flokka muni margir góðviljaðir og ábyrgir menn óska þess að hinni nýju ríkisstjórn takist að ráða fram úr sem flestum erfið- leikum, sem að þjóðinni steðja. Þróun og uppbygging Enda þótt það hljóti að verða meginviðfangsefni hinnar nýju ríkisstjórnar að framkvæma efna hagslega viðreisn í landinu, hlýt- ur hún þó jafnframt að beita sér fyrir áframhaldandi uppbygg- ingu og þróun bjargræðisvega þjóðarinnar. Henni ber að leggja megináherzlu á öflun nýrra og fullkominna framleiðslutækja um leið og hún hefur forystu um að skapa þeim heilbrigðan rekstr argrundvöll. Allir góðviljaðir og ábyrgir íslendingar hljóta að óska þess, að hinni nýju ríkisstjórn takist að leysa þetta tvíþætta lega af hendi. UTAN UR HEIMI GtlM- MESS - stærstu ölverk- smiðjur heims- ins 200 ára jyj Á T T U R auglýsinganna getur verið mikill, enda verja flest þau fyrirtæki, sem nokkurs mega sín, stórfé til auglýsinga — í þeirri vissu, að það komi margfalt til baka. ☆ Stofnandinn, Arthur Guinness — En auglýsingar eru mis- jafnlega vel gerðar og snjall- ar, eins og önnur mannanna verk — og bera því misjafnan árangur. — Einn snjallasti auglýsandi Bretaveldis — og þótt víðar væri leitað — þyk- ir ölfirmað „Guinness“. — ★ — „Gunness is good for you“ — þessi einföldu auglýsingaslagorð eru þekkt um jarðarkringluna þvera og endilanga, jafnvel þar, sem það heyrir til undantekninga að fá flösku af Guinness-öli upp í hendurnar. — Þessar frægu, brezku ölverksmiðjur, sem lengi hafa verið hinar stærstu í heimi, eru 200 ára um þessar mundir. • 100 punda stofnfé Haustið 1759 fékk írinn Arthur Guinness óvænt 100 sterlings- pund upp í hendurnar. — Dr. Arthur Price, erkibiskup af Hér er mynd af einni frægustu auglýsingu Guinness-verksmiðj- anna. Cashel, arfleiddi Guinness að þessari upphæð, en faðir hans sál ugi hafði lengi þjónað biskup- inum af trúmennsku — og mun það hafa verið ástæðan til þess, að þessi 100 pund féllu í hendur sonarins. — Arthur Guinness noitaði upphæðina til þess að stofna ölgerð þá, sem æ síðan hefir haft aðalsetur við St. James Gate í Dublin. Guinness byrjaði ekki „stórt'- — 10.000 tunnur af öli fyrsta ár- Og hér er sýnt, hve sterkir menn verða af því að neyta hins fræga öls. ið. En fyrirtækið tók fljótt að sækja á. — Árið 1914 var fram- leiðslan komin upp í 3 millj. tunnur — og þar með höfðu Guinness-verksmiðjurnar skotið öllum ölframleiðendum heims- ins aftur fyrir sig. • Aðlaður — fyrir brugg? Þó að margt hafi gerzt í sögu fyrirtækisins á tveim öldum, sem vænta má, og margs konar um- breytingar átt sér stað, hefir það aldrei gengið úr Guinness-ætt- inni. — Á árunum 1868—1927 veitti Edward C. Guinness fyrir- tækinu forstöðu. Hann var aðl- aður — útnefndur hinn fyrsti jarl af Iveagh. — 1 meira en öld voru verksmiðjurnar algert einka fyrirtæki Guinness-fjölskyldunn- ar, en fyrrnefndur Edward stofn- Hinar skemmti legu Guinness- auglýsingar eru frægar víða um lönd aði hlutafélag um reksturinn ár- ið 1886, með 6 millj. punda höfuð- stól. Stjórn fyrirtækisins var þó áfram í hans höndum. Núverandi framkvæmdastjóri, annar jarl- inn af Iveagh, missti einkason sinn í stríðinu og mun því stjórn fyrirtækisins um sinn lenda í höndum konu, a. m. k. að nafn- inu til — einnar af þremur dætr- um hans, lafði Patriciu Guinness. En enginn ástæða mun til að örvænta um framtíð fyrirtækis- ins. þótt kona vilji sem minnst nálægt rekstrinum koma, því að eiginmaður hennar mun vera mörgum færari til þess að sjórna stóru fyrirtæki. — ★ — Patrica Guinness er nefnilega gift hinum 55 ára gamla og reynda stjórnmálamanni Alan Tindel Lennox Boyd, en hann hefir einnig staðgóða reynslu á viðskiptasviðinu. Hann lét af störfum sem nýlendumálaráð- herra í stjórn. Macmillans fyrir nokkrum vikum, og gekk þ* í þjónustu Guinness-fyrirtæk- isins. Er það mál manna, að hann muni áður en langt líður taka við rekstri þess — ásamt kon- unni. • Ókeypis auglýslngar Eins og fyrr er á minnzt, era Guinness-auglýsingarnar frægar víða um lönd, en þær einkennast fyrst og fremst af því, hve slag- orðin eru einföld og vel valin og teikningarnar, sem fylgja, skemmtilegar og fyndnar. — Þar sern segja má, að Guinness hafi „skrifað" sérstakan kapítula í sögu auglýsinganna, má það undarlegt heita, að þetta gamla fyrirtæki byrjaði ekki að nota auglýsingar að neinu ráði fyrr en árið 1929. — En þess er líka að gæta, að fyrirtækið fékk löngu fyrir þann tíma hinar ágætustu auglýsingar — ókeypis. Guinness ölið er neínilega nefnt víða í hinum marglesnu verkum Dick- ens, Thackerays og Roberts Lou- is Stevensons —- og betri aug- lýsingar hefir líklega tæpast ver- ið um að gera á þeim tíma. — En hinar „klassísku“ auglýsing- ar, „Guinness is good for you“, „My Goodness — my Guinness'* o. s. frv., byrjuðu sem sagt fyrir aðeins 30 árum. Heimsþekkt vörumerki Franska atómsprengjan sprengd ofanjarðar PARÍS, 17. nóv. (Reuter). — Francis Perrin, yfirmaður kjarn- orkustofnunar Frakklands, sagði í dag, að fyrsta kjarnasprengja Frakka yrði sprengd í lofti ■— ekki neðanjarðar. — Hann var að svara spurningum fréttamanna um fyrirhugaða sprengjutilraun Frakka, eftir ræðu, sem hann flutti í miðdegisverðarboði. — Hann vék sér undan að svara því, hvenær sprengingin yrði fram- kvæmd. Perrin sagði, að allar hugsan- legar ráðstafanir hefðu verið gerðar til þess, að ekkert mein hlytist af sprengingunni. — Sú hætta, sem henni fylgdi, væri hverfandi — og t.d. alls ekkl sam- bærileg við þær hættur, sem staf- að hefði af sprengjutilraunum Bandaríkjamanna í Nevadaeyði- mörkinni. — Aukning geislunar í andrúmsloftinu af völdum sprengingarinnar mun varla verða greind, sagði Perrin. — Þess vegng er sú gagnrýni, sem fram hefir komið vegna þess- arar fyrirhuguðu tilraunar, aug- ljóslega af pólitískum rótum runnin, bætti hann við. Perrin tók ekki frarh, hvort sprengjunni yrði varpað úr flug- vél, eða hún yrði sprengd uppi á háum turni — en hið síðar- nefnda er talið líklegra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.