Morgunblaðið - 20.11.1959, Side 24

Morgunblaðið - 20.11.1959, Side 24
VEÐRIÐ NA-stinningskaldi. Skýjaff. Hiti um frostmark. Erlendir viðburðir Sjá bls. 13. 259. tbl. — Föstudagur 20. nóvember 1959 < Hinir nýkjömu borgarstjórar og fráfarandi borgarstjóri. — Myndin er tekin að loknum. . bæjarstjórnarfundinum í gær. (Ljósm. Öl. K. M.) ( Ge/r Hallgrímsson og Audur Auðuns borgarstjór- ar í Reykjavík í LOK bæjarstjórnarfundar í gær kvaddi Gunnar Thorodd- sen borgarstjóri sér hljóðs og óskaði eftir leyfi frá borgar- stjórastörfum fyrst um sinn, þar eð fyrirhugað væri að hann tæki nú sæti í ríkis- stjórn. Var tillaga þessa efnis lögð fyrir fundinn og sam- þykkt samhljóða og í fram- haldi þeirrar samþykktar var lögð fram eftirfarandi tillaga: Bæjarstjórn Reykjavíkur sam- þykkir, skv. heimild í 6. mgr. 30. gr. 1. nr. 81/1936, um sveitar- stjórnarkosningar, að settir skuli tveir borgarstjórar fyrst um sinn. Skal annar þeirra settur til að fara með fjármál bæjarins og verklegar framkvæmdir, en hinn skal settur til að fara með menntamál, heilbrigðismál og fé- lagsmál. Verkaskipting borgarstjóranna skal vera sem hér segir: Vi Borgarstjóri fjármála ' og verklegra framkvæmda ' 1. Fjármál bæjarins, þar á með al tekjustofnar, innheimta bæjar- gjalda og sjóðir. — 2. Bókhald, endurskoðun, hagsýsluskrifstofa. — 3. Bæjarstarfsmenn, réttindi og skyldur. — 4. Skipulagsmál, byggingarnefndarmál. — 5. Verk legar framkvæmdir, þar á meðal gatna- og holræsagerð, bygging- ar skóla, íbúðarhúsa og sjúkra- húsa, lóðamál, umferðarmál. — 6. Fasteignamál. — 7. Vatnsveita. — 8. Hitaveita. — 9. Rafmagns- veita. — 10. Bæjarútgerð. — 11. Reykjavíkurhöfn. — 12. Inn- Ikaupastofnun bæjarins. — 13. Málefni, er varða bæjarfélagið í heild að því leyti, sem þau eru ekki sérstaklega falin borgar- stjóra menntamála, félagsmála og heilbrigðismála. V Borgarstjóri menntamála, heilbrigðismála og félagsmála 1. Fræðslumál. — 2. Söfn, list- ir, íþróttamál, skemmtigarðar og leikvellir. — 3. Framkvæmd heil- brigðismála. — 4. Hreinlætismál. — 5. Sjúkrahús og heilsuvernd. — 6. Félagsmál, þar með talin hjúkrunar- og líknarmál, barna- og vistheimili, vinnumiðlun, al- mannatryggingar og framfærslu- mál. — 7. Húsnæðismál, önnur en íbúðabyggingar. — 8. Hag- fræðideild, manntalsskrifstofa, kosningar. — 9. Brunamál. — 10. Húsatryggingar bæjarins. — 11. Strætisvagnar Reykjavíkur. Var tillaga þessi samþykkt sam hljóða og fór þessu næst kosning tveggja borgarstjóra. Var Geir Hallgrímsson kjörinn borgar- stjóri fjármála- og verklegra framkvæmda, en frú Auður Auð- uns var kjörin borgarstjóri menntamála, heilbrigðismála og félagsmála. Að kosningu lokinni færði Gunnar Thoroddsen bæjarfulltrú um þakkir og flutti hinum ný- kjörnu borgarstjórum einlægar árnaðaróskir, en Geir Hallgríms- son þakkaði fyrir þeirra hönd. Þá fór fram kosning forseta bæjarstjórnar. Var Gunnar Thor- oddsen kjörinn. Fyrri varafor- seti var kjörinn Guðmundur H. Guðmundsson en Gísli Halldórs- son síðari varaforseti. Varðarfundur um stjórnarskiptin Ólafur Thors frummælandi LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður heldur fund f Sjálfstæðishúsinu í kvöld. Umræðuefni þessa fundar verður: Stjórnarskiptin og ný viðhorf. — Frummæl- andi verður Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðis- flokksins. Allt Sjálfstæðisfólk er velkomið á fundinn meðan húsrúrn leyfir. Funaurinn hefst kl. 8,30. Norðlendingur strand■ ar í Fœreyjum TOGARINN Norðlendingur strandaði í myrkri á miðviku- dagskvöld í Trangisvogi á Suður- ey. Var togarinn á leið þangað inn til að sækja 10 sjómenn sem ráðnir höfðu verið á togarann. Var hann kominn hálfa leið inn í fjörðinn, er hann strandaði að sunnanverðu við hann. Skip komu Norðlendingi brátt til hjálpar og tókst að ná togaranum út aftur þegar í fyrrinótt og fór harm inn til Trangisvogs. Reiknivél stolið í FYRRINÓTT var framið inn- brot í skrifstofu Félagsbókbands ins í Ingólfsstræti 9. Var þar stol- ið vandaðri reiknivél 7—8000 kr. virði. Ennfremur var skjalatösku stolið og sprengt upp skrifborð. Þessa sömu nótt hefur verið framið innbrot í búð í Vestur- bænum. Engu var stolið þar, en þjófurinn hefur brotið þar og bramlað. Albingi kemur saman i dag L REGLULEGT Alþingi 1959 kemur saman til fundar í dag. Er það fyrsta Alþingi, sem kosið er til samkvæmt hinni nýju kjördæmaskipun, er lög- fest var á aukaþinginu í sum- ar. Fleiri þingmenn taka nú sæti á Alþingi en nokkru sinni fyrr, eða 60 alls. — Sautján þeirra áttu ekki sæti á síðasta þingi. Setningarathöfnin í dag hefst með því, að forseti íslands og alþingismenn koma saman í and-. dyri Alþingishússins kl. 1,15. — Þaðan verður svo gengið til Dóm kirkjunnar og hlýtt guðsþjón- ustu samkvæmt venju, áður en Alþingi er sett. Séra Garðar Þorsteinsson, prófastur í Hafnar- firði, prédikar. Að lokinni guðsþjónustu verð- ur gengið til þinghússins að nýju, að þá setur forseti íslands þing- ið í sal neðri deildar. Að ræðu hans lokinni tekur aldursforseti, sem nú er Gísli Jónsson, 1. þm. Vestfjarða, við fundarstjórn. Þá mun hinn nýi forsætisráðherra, Ólafur Thors, kynna ríkisstjórn- ina, en að því loknu verður tek- in fyrir rannsókn kjörbréfa. Seytján þingmenn, er ekki sátu á síðasta þingi, taka nú sæti á Alþingi. Eru það þessir: Frá Sjálfstæðisflokknum frú Auður Auðuns, Alfreð Gíslason, Birgir Kjaran, Bjartmar Guðmundsson, Jónas Pétursson, Pétur Sigurðs- son og Ólafur Björnsson. Frá Alþýðuflokknum Birgir Finns- son, Benedikt Gröndal, Jón Þor- steinsson og Sigurður Ingimund- arson. — Frá Framsóknarflokkn- um Garðar Halldórsson, Jón Skaftason og Sigurvin Einars- son. — Frá Alþýðubandalaginu Alfreð Gíslason, Eðvarð Sigurðs- son og Geir Gunnarsson. Slæmt veður var þar í gær, en þá var fenginn kafari til að kanna skemmdirnar á botni tog- arans. Fann kafarinn þrjár rifur á honum. Lekinn er þó ekki svo alvarlegur að dælurnar hafi ekki undan. Til taks eru á bryggjunni kraftmiklar brunadælur, ef á þarf að halda. Olíuskip mun dæla olíu af geymum skipsins, en einn þeirra hefur rifnað við strandið. Síðan verður Norðlendingur dreginn inn til Þórshafnar til við gerðar. Skipshöfninni líður vel. Fjölgun þingmanna hefur gert nauðsynlegt að fjölga sætum í deildum Alþingis. Þessi mynd er tekin í sal neðri deildar og sameinaðs þings og sýnir nýsmíðina, er þar hefur verið gjörð. Reistur hefur verið nýr for- setastóll, mjög upphækkað- ur. iEr hann gjörður úr ljósri eik, hinum bezta viði. Frammi fyrir forsetastóln- um hefur verið smíðaður ræðustóll úr sama efni. — Framan á ræðustólnum er útskorinn skjöldur úr teak- viði, er Sveinn Ólafsson myndskeri hefur gert. Eru landvættirnir skornir á skjöldinn. Þá hefur einnig sætaröð verið bætt í þennan sal innan þeirra, er fyrir voru. Ræðustóllinn og for- setastóllinn eru smíðaðir hjá Friðrik Þorsteinssyni, húsgagnasmiðameistara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.