Morgunblaðið - 13.12.1959, Side 16

Morgunblaðið - 13.12.1959, Side 16
16 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 13. des. 1959 Orðabók Alexanders JóEiannessonar EINN af helztu málfræðingum Englendinga, próf C. L. Wrenn í Oxford, hefir nýlega birt ritdóm um orðabók Alexanders Jóhann- essonar í tímaritinu Archivum Linguisticum (1959, II. 1, bls. 86 —88). Hafði hann áður ritað um orðabók þessa í sama rit, er 1. hefti var komið út, og lýsti þá markmiði, vinnuaðferðum og eðli þessa verks (1952), Segir hann í þessum nýja ritdómi, að allir hlutaðeigendur samfagni höf. hjartanlega, er þessu mikla ritverki er lokið eftir 25 ára erf- iða vinnu, sem þó hafi oft stöðv- azt á þessu tímabili. „Er vér lít- um á þessá orðabók sést, að vel hafa verið efnd þau loforð, er gefin voru í 1. hefti“. Síðan ræðir hann um skipulag verksins og segir, að eðlilegt sé að ýmsir fraeðimenn kunni að vera honum ósammála um skýr- ingar hans á ýmsum orðum. Rit- dómarinn kveðst hafa óskað, að sérstakar orðaskrár um engilsaxn esk og keltnesk orð, er vitnað er til í bókinni hefðu fylgt, þar eð náið samband er milli þessara mála og íslenzku. Ekki er heldur vitnað í öll rit, er til greina koma. En hann minnir á, að höf. byrj- aði í bessu verki 1930 og er því ekki hægt að ásaka hann um, að hann hafi ekki verið notað nýj- ustu rit, einkum þareð indó- evrópsk orðabók Pokorny’s er enn ekki komin öll út. Alvarleg- asta athugasemdin er spurning- in, hvort rétt hafi verið af höf- undi að raða íslenzka efninu eft- ir indóevrópskum rökum, þó að bersýnilegt sé, að hjá miklum endurtekningum hafi verið kom- izt. Nú verði menn að slá fyrst upp í orðasafninu aftast í bók- inni og síðan athuga þá staði, er þar er vísað til. „En er þetta er athugað, áætl- un og aðferð höfundar, verða menn að viðurkenna, hve vel og þægilega þetta ómetanlega og verðmæta ritverk hefir verið unnið. Innan þeirra takmarka, sem bersýnilega hafa verið gerð af ráðnum huga, gera hin djúp- stæða og yfirgripsmikla þekking, hinar vönduðu og stuttu skýring- ar og stundum orðatengsl, er koma flatt upp á mann, þessa bók skemmtilega til afnota, þrátt fyrir óþægindin. Þótt stúdent, sem leitar að skýringu á orðinu heiti og finni það undir indó- evrópsku rótinni qei — með merkingunni „Bencnnurig", sem er þó einnig heiti á sækonungi, er hann ríkulega launaður með því að finna, að flest heiti (nál. 2000) eru skýrð í þessu riti. Bókin er vitanlega ætluð þeim, er leita að etýmologíum, þó að oft séu tekin efni úr kulturges- chichte, ef þau eru mikilvæg fyrir upprunaskýringar. Ég get að síðustu lokið máli mínu í nafni allra dómbærra fræðimanna með því að fagna útkomu þessa rits, sem um langan aldur mun verða fullgilt og ómissandi verk sinn- ar tegundar og votta virðingu mína hinum gamalreynda ís- lenzka málfræðingi vegna hins rrijög erfiða verks, er svo fallega he'ir verið til lykta leitt“. A* ♦ + BRIDCE ♦ * Það kemur oft fyrir, eins og allir kannast við, að nauðsyn- legt er fyrir varnarspilara að breyta um áætlanir í miðju spili, einkum þegar augljóst er að sagnhafi hefur séð við þeim. — Eftirfarandi spil er gott dæmi um slíkt. Sagnir gengu þannig: Norður 1 spaði 3 grönd Austur pass pass Suður Vestur 1 grand pass pass pass A Á D G K 7 A V 6 5 9 4 2 ♦ D 10 8 6 2V * 10 9 7 A V ♦ + A V ♦ 94 * A G 3 A N V A ♦ S * 9 7 4 D G 3 A 7 5 8 6 5 2 10 3 K 8 2 10 8 6 5 K G 3 K D 4 Vestur lét út tigul 6. Austur drap með kóngi og Suður gaf. Austur lét út tigulgosa, sem Suður gaf einnig. Vestur sá að tigulliturinn myndi ekki koma honum að notum, þótt hann yrði frír, því hann á enga innkomu Eini möguleikinn til að setja spilið niður væri því að reyna nýjan lit, en spurningin var að- eins hvaða lit. Eftir sögnunum að dæma þá á Suður veik spil, sennilega ekki spaðakóng, en gæti átt hjartadrottningu eða laufadrottningu. Hann ákvað að reyna laufalitinn, drap því tigul gosann með drottningu og lét út laufa 10. Nú er sama hvað Suður gerir, útilokað er að vinna spilið. A.—-V. fá alltaf fimm slagi. 2 á tigul, 2 á lauf og einn á spaða. Segja má að Vestur hafi verið heppinn að velja laufið, en á hitt má þó benda, að laufaliturinn er veikasti liturinn í borði og Vest- urá 10 — 9 — 7 í laufi. Einnig má benda á, að Austur þarf að eiga til viðbótar við spaðakóng og laUfakóng, D — G, 10 í hjarta, ef hjartaútspil á að setja spilið niður ,svo meiri líkindi voru fyr- ir að laufa-gegnumspil væri gott fyrir Austur. Skákkeppni TAFLMENN á Akranesi og í Bifröst í Borgarfirði háðu hina árlegu skákkeppni sín á milli á sunnudaginn var. Keppendur voru ýmist úr 1., 2. eða 3. flokki. Leikar fóru þannig að Akurnes- ingar unnu með 10:4. Mikil þátttaka er í haustmótl Taflfélags Akraness, er nú stend ur yfir. Formaður félagsins er Gunnlaugur Sigurbjörnsson. Nýlokið er keppni um Friðriks bikarinn (Friðrik Ólafsson skák- meistari gaf hann), sem f.B.A. stendur fyrir. Keppendur voru 8. Efstir voru Guðni Þórðarson með 7 vinninga, Þórður Þórðar- son með 5 vinninga og Guðjón Finnbogason með 4 vinninga. — Oddur. Elín M. Árnadóttir Minning Á MORGUN, mánudag, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju útför Elínar M. Árnadóttur, húsfreyju að Húsafelli í Hafnarfirði. Hún andaðist að heimili sínu mánudagsmorguninn 7. þ. m. eftir þunga og erfiða sjúkdómslegu. Elín M. Árnadóttir fæddist á Sauðárkróki 2. maí 1901, foreldr ar hennar voru hin þjóðkunnu og vinsælu sæmdarhjón, Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri, systir Jóhanns skálds, og Árni Björnsson síðar prófastur í Hafn- arfirði. Ung að árum fluttist Elín með foreldrum sínum að Görðum á Álftanesi og ólst þar upp til fullorðinsára. Hún lauk námi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði og fór nokkru síðar til framhalds náms í Danmörku. Hún var kenn ari við barnaskólann á Garða- holti í Garðahreppi um nokkra ára skeið og síðar handavinnu- kennari við barnaskólann í Hafn arfirði. Kennslustörf voru Elínu hug- ljúf og kær því að hún var að upplagi barngóð og hafði unun að umgangast og gleðjast með börnum. Hún þótti með ágætum góður kennari, elskuð og virt af hinum ungu nemendum. Hugur Elínar' var einnig hneigð ur til hjúkrunarstarfa. Á ferm- ingarskeiði fór hún um nágrenni Garða og veitti sjúkum og fá- tækum aðstoð í veikindum og erfíðleikum. Þann 18. nóvember 1926 giftist Elín eftirlifandi manni sínum Friðfinni V. Stefánssyni múrara- meistara í Hafnarfirði. Þau reistu bú að Húsafelli í Hafnarfirði nokkru síðar og hafa átt þar fag- urt og friðsamt heimili í fjöl- mörg ár. Þau Elín og Friðfinnur eignuð- ust sex börn, sem öll eru á lífi, Árni skrifstofustjóri, Kristinn Rúnar múrari, Sigurður Jóel skrifstofumaður, kvæntur Sig- ríði Einarsdóttur, Helga Sigur- laug kennari í Barnaskóla Hafn- arfjarðar, Sólveig verzlunarmær og Líney nemandi í Flensborg. Heimili þeirra hjóna að Húsa- felli hefir verið til fyrirmyndar og andrúmsloft allt innan veggja þrungið ilmi fegurðar í hugsun og umgengni við börnin og gesti er að garði hafa borið. Elín átti sinn mikla og góða þátt í að setja þann svip á heimil- ið. Hún var góð móðir og ástrík eiginkona, sem bjó börnum sin- um og förunaut heimili, sem byggt var upp í guðstrú, alúð, stakri nærgætni og umhyggju á öllum sviðum í briðjung aldar. Elín ávann sér utan heimilis óskipta vináttu og virðingu allra þeirra, er kynni höfðu al henni. Munu þeir allir á éinu máli, að fágætt var fyrir að hítta ía s- lausari, sannari ig einlægari konu. Svo vönduð var hún að virðingu sinni að aldrei mun henni hafa komið til hugar að segja ósatt orð. Elín var mjög trúhneigð og svo djúpa og sterka trúarsann- færingu átti hún á frelsara sín- um, að ekkert afl í þessum heimi gat beygt þá sannfæringu og á móti sjálfum dauðanum gekk hún jafn örugg og æðrulaus og hún hafði gengið að sinum dag- legu störfum. Á kveðjustund falla tár á hvarma þegar húsfreyjan að Húsa felli er ekki lengur heima. En andi hennar, hugljúfar og fagr- ar endurminningar munu fylgja ástvinum og hugga þá á sorgar- stundum. Eg votta eiginmanni, börnum og öðrum ástvinum einlæga og djúpa hluttekningu og samuð. Adolf Björnsson. IVIenn og mínningar 50 æviágrip og frás^grsaþættir eftir Valtý Stefánsson Þessi ágæta bók hefur efni að flytja við allra hæfi svo f jölhrevtt er hún, enda segir hún frá fólki úr flestum byggðum landsins og bregður upp myndum af ýmsum eftirminnilegustu atburð- um í sögu þjóðarinnar um aldarskeið. Sagt er frá forvígismönnum í sjálfstæðisbaráttunni, lífi hmð- skáldanna, sjóferðum íslenzkra farinanna víða um heim, irá- sagnir af sægörpum og aflakóngum, æviágrip kunnra lækna, merkra fræðimanna og stórhuga skörunga á sviði atvinnumál- anna. Menn og minningar er sjálfkjörin jólabók í ár J i Bókfellsutgáfan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.