Morgunblaðið - 13.12.1959, Side 21
Sunnudagur 13. des. 1959
MORCiryBLAÐIÐ
21
„Hersveit hinna fordæmdu" hefur allsstaðar vakið
feikna athygli og umtal. Höfundinum er líkt við
Hemingway og Remarque, og jafnvel talið, að þeirra
frásagnir séu barnamatur á við hans.
Þetta er engin sykurleðja, og höfundur gerir
engar yfirborðskenndar gælur við hlutina.
Við kynnumst miskunnarleysi og kvalsýki fanga-
búðaböðlanna beggja megin. Við kynnumst
ómennskum þjáningum hermannanna, sem reknir
voru áfram harðri hendi.
Við kynnumst æðislegum drykkjuskap og ofsa-
fengnu kvennafari.
Við kynnumst strákapörum og gáska, sem undr-
un sæta.
Við kynnumst hóflausum ólifnaði yfirstéttar
Berlínar, og mörgu fleiru.
Á hverri blaðsíðu er eitthvað að gerast, sem of
langt yrði upp að telja.
Þessi bók er talin sterkasta stríðsbók, sem skrifuð
hefur verið, og við hvetjum alla hugsandi menn til
þess að lesa þessa bók.
Hersveit hinna fordæmdu
„Að sigra eða deyja“ er spennandi frásögn af
einni hrikalegustu sjóorrustu, sem sagan greinir.
Höfundurinn leiðir lesandann með sér allt frá því,
er öflugasti vígdreki allra tíma, ,,Bismarck“, lagði
frá landi í Kiel í sína örlagaríku för, þar til hann,
flakandi í sárum, sökk með fánann við hún.
Á þessari leið gerist margt, sem heldur huga
manns föngnum.
Hood springur í tætlur.
Bismarck týnist æ ofan í æ, en fyrir herfileg mis-
tök finnst hann alltaf aftur.
Allur heimaflotinn brezki, nærfellt 50 skip, tekur
þátt í eltingarleiknum.
Fjöldi flugvéla var sendur á vettvang, og það voru
þær, sem örlögum réðu í þessum hrikaleik.
Lesandinn kynnist líka mönnunum, sem vamar-
lausir biðu þess, er koma skyldi, langt niðri í iðrum
stálrisans.
Einkunnarorðin voru: að sigra eða deyja. Allir.
vissu, að það var aðeins annar kosturinn fyrir hendi.
2400 manns vissu örlög sín og biðu þeirra dægrum
saman.
Norskur ritdómari sagði:
.— Það er blátt áfram ekki hægt að komast hjá
því að fylgja Bismarck á feigðarför hans um Atlants-
haf, og maður stendur á öndinni af spenningi, enda
þótt maður viti fyrirfram, hvernig fer að lokum.
Þetta er hrífandi bók, sem allir ættu að lesa.
Hersveit hinna fordæmdu
Með þessum höndum
Að sigra eða deyja
Læknakandídatinn
Að sigra eða deyja
-
a
Allar þessar bækur
hafa hlotið einróma
viðurkenningu, hver
sínu sviði. — Athugið
þær, og þér hafið
fundið gjafabækurnar
Með bók sinni 08.15 vann Hans Hellmut Kirst
sér heimsfrægð. Þessi hin nýja bók hans Með þessura
höndum, er ekki síðri að dómi flestra. Hans Hellmut
Kirst er prýddur þeim höfuð-kosti góðra rithöfunda
að geta fléttað saman mannvit og skemmtan í frá-
sögninni.
Frú Golder er orðin fullorðin, þegar sagan hefst,
en börn hennar eru ung og hin fornu kynni hennar
og hr. Siegerts verksmiðjustjóra og eiganda, endur-
taka sig nú hjá börnum þeirra. Frú Golder tekur á
vandamálum fjölskyldu sinnar af þeirri festu og því
viti, sem aðeins stórvitur kona getur gert.
Konur — Þið fáið ekki skemmtilegri lesningu en
frásögnina af þessari stórbrotnu konu.
I\leð þessum hóndum
Richard Gordon er þegar mjög þekktur höfundur
hérlendis. Það hafa nú verið þýddar eftir hann tvær
bækur, Læknir til sjós og nú Læknakandídatinn.
Læknakandídatinn er talinn hans skemmtilegasta
bók til þessa, og hefur verið gefin út 37 sinnum í
heimalandi höfundar.
Kvikmynd af bókinni hefur einnig náð feikna
vinsældum meðal annars hér á landi, þar sem hún
var sýnd við metaðsókn.
Vinsældir Gordons liggja vafalaust í því, að hann
sameinar létta kímni all-snarpri ádeilu á fúsk við
kennslu lækna og í störfum sumra þeirra. Öllu
gamni fylgir jafna nokkur alvara. Það mun eiga
við Gordon. Hann segir þessa sögu sína í fyrstu
persónu, og við hlægjum dátt að óförum kempunn-
ar fyrst eftir að hann kemur í læknaskólann og
ekki síður þegar hann fær til meðferðar fyrsta
kvensjúklinginn.
Þetta er hörku-spennandi frásögn fjörleg og lif-
andi og það leiðist engum um jólin þau, sem hann
hefur bók Richard Gordon, Læknakandídatinn 1
höndunum.
Læknaliandídatinn
Ægisúfgáfan — Bókaútgáfa Ásgeirs & Jóhannesar