Morgunblaðið - 13.12.1959, Page 23
Sunnudagur 13. des: 1959
23
MORGVlSBLAÐlÐ
Sœmundur Sigurðsson
og fjölskylda að Elliða
ÞEGAR ég sem barn, man fyrst
eftir mér í kirkju að StaðastaS
í Staðarsveit, og mín barnslega
þrá var að skoða og skilja allt
sem fyrir augu og eyru bar. Yar
þar einn maður úr miklum fjölda
fólks, sem heillaði svo huga minn,
að hann hefir æ síðan lifað mér
í minni, þótt margt annað hafi
gleymzt.
Þessi maður var Sæmundur
Sigurðsson, hreppstjóri á Elliða í
Staðarsveit. Hann var fæddur 13.
ds. 1859, dáinn 8. maí 1910 og eru
því nú 100 ár síðan þessi maður
leit fyrst dagsins ljós.
En minningarnar hjá okkur,
sem einhvern spöl ævinnar átt-
um því láni að fagna að njóta
samfylgdar hans, geta ekki
geymizt meðan minnið varir.
Sæmundur var hár maður vexti,
mjög glæsilegur og bar höfuð hátt
og vakti hvers manns eftirtekt
hvar í fylkingu manna hann stóð.
Sæmundur var framúrskarandi
söngmaður, og minnist ég þess er
hann stjórnaði söng í Staðar-
kirkju, að þótt margir styddu
sönginn, fannst mér ég ekki heyra
nema hans rödd, svo þróttmikil
og djúp var hún, en þó hrein og
fögur.
Sem fullorðinn maður, naut ég
þeirrar ánægju að kynnast nánar
Sæmundi og heimili hans að Ell.
iða, sú kynning staðfesti og full-
komnaði það álit sem ég í
bernsku hafði myndað mér, að
þarna hefði náttúran sameinað
glæsileik, hæfni og fórnfýsi í
sama manni.
Þessi kynni mín við Elliðaheim
ilið var um og eftir síðustu alda-
mót, og var þá þetta heimili talið
í fremstu röð þar í sveitum, og
þangað þótti öllum gott að koma
og vera.
Sæmundur Sigurðsson og Stef-
anía Jónsdóttir kona hans (glæsi-
leg og gáfuð kona) munu hafa
byrjað búskap á Elliða á síðustu
tugum 19. aldarinnar efnalítil eða
efnalaus. Ómegð hlóðst fljótt og
mikil á þau, en það þunga sorgar
ský grúfði yfir að þau misstu 4
börn sín í bernsku, en 5 komust
til fullorðinsára, en nú eru aðeins
tækifæri að fá sér út í kaffið þar
sem erfiðasti hjalli leiðarinnar
var að baki (fjallagarðurinn),
mynduðust þá oft fjörugar sam-
ræður , og lyfti þá jafnan hinn
mælski og fróði húsbóndi hugum
gesta sinna á hærra stig, og oft
bar það við að hann brá upp
sinni miklu og fögrú rödd ög
urðu þá allir að taka undir. En
þess skal getið að Sæmundur var
mikill reglumaður þótt hann
væri alltaf með þar sem gleði var
á ferðum, og minnist ég þess
ekki að hafa' séð hann undir
áhrifum víns.
Á þessum árum mun það
hafa verið færri dagar ársins sem
engan gest bar að garði á Elliða,
þar var öllum veitt eftir beztu
getu, þreyttir fengu hvíld, kaldir
hlýju, svangir saðningu, en síðast
en ekki síst var þetta heimili vel
til þess fallið að lyfta andlegum
þroska manna á hærra stig og
glæða vonir, þrek og bjartsýni
samtíðar sinnar sem átti við
þröng og erfið skilyrði að búa á
þessum tímum. Eðlileg spurning
væri. Lifði heimilið á greiðasölu,
eða leyfðu efni þetta? Gjald fyrir
greiða á þessum stað kom aldrei
í huga nokkurs manns, hvorki
veitanda eða þyggjanda, enda
móðgun við veitanda þótt boðið
hefði verið. Meðalbústærð var
rekin sem allrar orku krafðist til
að láta gjöld og tekjur mætast.
En Elliðahjónin voru rík af
andans auð mannkærleika og
fórnfýsi.
Sæmundur var vel menntaður
og lesinn af þeirra tíma alþýðu-
mönnum að vera, enda var hann
um langt árabil forustumaður
allra félagsmála sinnar sveitar,
og fórst það vel og eyddi í það
niiklum tíma frá sínu heimili til
að leysa þau störf sem bezt úr
hendi. Samleiðar minnar og kynn
ingar með Sæmundi og fjölskyldu
hans minnist ég ávallt með þökk
og virðingu.
Gísli Þórðarson,
Ölkeldu Staðarsveit.
- Bókaþáttur
Framh. af bls. 14.
ins. Það er gott til þess að vita,
að Fornólfskver skuli vera kom-
ið út að nýju í listilegum bún-
ingi og vel frá því gengið á alla
lund. Forlagið á þakkir skilið
fyrir það tiltak og svo aðrir þeir,
er þar lögðu hönd að verki.
Allur frágangur er hinn smekk
legasti og bókin verður veglegt
minnismerki um þetta mæta
skáld.
Auk myndanna úr fyrri útgáf-
unni, eftir Björn Björnsson, hef-
ur Halldór Pétursson teiknað
nokkrar nýjar myndir.
Kópavogsbúar Athugið!
Efnalaug Kópavogs, Kársnesbraut 49,
sími 18580 mun framvegis annast mót-
töku á skyrtum fyrir okkur í Kópavogi
og munu þeir sækja og senda, ef óskað
er. Þær skyrtur, sem koma í móttökuna
fyrir þriðjudagskvöld, verða tilbúnar á
laugardagsmorgni, en þær, sem koma
fyrir föstudagskvöld, verða tilbúnar á
2 þeirra á lífi, Oddfriður frú í
Reykjavík og Sigurður verkstjóri
í Reykjavík, hin sem upp komust
en eru nú dáin voru: Guðmund-
ur klæðskeri, Aðalheiður frú og
Jóhann læknir og prófessor, öll
í Reykjavík.
Öll þessi börn þekkti é'g vel, og
sá að þau höfðu í ríkum mæli
tekið hinn dýrmæta arf frá for-
eldrum sínum, gáfur," góðvild og
fórnfýsi og áreiðanlega hafa þau
miðlað þessum arfi til fjölda sam-
tíðarmanna sinna, þótt Jóhann
hafi orðið þar þekktastur vegna
stöðu sinnar í mannfélaginu. Á
sama hátt nutum við eldri kyn-
slóðin foreldranna og minnumst
þess með þökk og virðingu.
Elliði stendur undir háu fjalli,
og var áfangastaður allra þeirra,
sem að vestan komu og leið áttu
í kaupstaðinn í Stykkishólmi, og
þeir voru margir. Þá voru manna
og hestafæturnir farartækin sem
sjálfsagt var að hvíla á Elliða
áður enn lagt var á fjallið, og
þegar komið var af því aftur.
Ég lifi í anda þessar hvíldar_
stundir sem fjöldinn naut þarna,
án tillits til hverjir á ferð voru.
Væri húsbóndinn heima, kom
hann á móti gestunum með lif-
andi fjöri og atorku að losa skepn
unar við byrgðar sínar, veita
þeim sínar þarfir, en leiða gesti
í bæinn. Þar tók á móti þeim hin
göfuga húsmóðir með sinni bros-
mildu ró, sem engin utanaðkom-
andi áhrif virtust megna að
raska meðan lífið entist. Á borð
var borið iyrir gestina allt það
bezta sem heimilið átti, og hin
hugkvæma húsmóðir vissi að þeir
þöfnuðust og ekki létu sitt eftir
liggja hin siðfáguðu börn þeirra
hjóna, sem alltaf voru reiðubúnir
þjónar ferðamannsins.
Mjög oft í þessum ferðalögum
þeirra tíma höfðu ferðamenn vín
pela í vasanum, ekki sízt þegar úr
kaupstað var komið, var þá glæst
miðvikudögum.
Sérstök áherzla verður lögð á vandaðan
frágang og örugga afgreiðslu.
^SKYRTAN
Höfðatúni 2 — Sími 2-48-66
Athugið látið ekki happ úr hendi sleppa
„Linde“
Fjölbreytt vöruval til
jólagjafa:
Leikföng — Snyrtivörur
Sokkar — Plastvörur ..
Lakk og málning.
Raf magnsdeildin:
Allskonar heimilistæki:
Riksugur, hringofnar,
brauðristar, hitarar o. fl.
Ennfremur höfum við frá hinu þekkta vestur-þýzka 30
ára Kæliskápa-firma T .TNDE KÆLISKÁPA, fyrirliggj-
andi, 6,5 cu. ft.
Einkaumboð fyrir „Linde“
Radió & raftækjaverzlun
Arna Olafssonur
Sólvallagötu 27 — Reykjavík — Sími 12409
Amerískir greiðslusloppar
Bezta úrval í bænum
Ameriskur undirfatnaður
mjög vanduður, m. a.:
Baby-Doll náttföt, náttkjólar,
undirkjólar og margt fleira.
Helena Rubinstein
gjafakassar
Fronsk ilmvotn
mikið úrvai
Skartgripir
fallegt úrval
Domutdskur
mjög fallegar
Seðlaveski
margar gerðir
Blundusjol
glæsilegt úrval
Hanzkar
yfir 20 litir
Franskir hálsklútar
mikið úrval
Regnhlífar
mjög fallegar
Samkvæmistoskur
Kristalsvorur
m. a. mikið af fallegum vínglösum
Borðdukar
o. m. fl.
Látið okkur pakka inn
jólagjöfunum
MHMIIimiH
LAUGAVEGI 89