Morgunblaðið - 13.12.1959, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIfí
Sunnudagur 13. des. 1959 >
Abraham Lincoln — ævisaga
í þessari bók er greint frá ævi Abrahams Lincolns, baráttu hans og
örlögum. Þar er ekki aðeins vikið að æsku Lincolns og uppvexti,
sagt frá þætti hans í borgarastyrjöldinni, einkalífi og loks hinum
válegu örlögum, er biðu hans, heldur er og varpað ljósi á mannvin-
inn Lincoln, ræðusnillinginn og rithöfundinn. Höfundur bókarinnar,
Thorolf Smith, fréttamaður við Ríkisútvarpið, er óefað sá íslending-
ur, sem bezt hefur kynnt sér sögu Abrahams Lincolns. Um 18 ára
skeið hefur hann kynnt sér allar þær bækur, er hann mátti. Honum
hefur og gefizt kostur á að ferðast um slóðir Lincolns og kanna bréf
hans og skjöl í söfnum vestan hafs. Bókin er yfir 300 bls. með 60
sérprentuðum myndum.
Landhelgisbókin
Frásögnin hefst, er hinir fyrstu erlendu menn koma hingað til fisk-
veiða, en þeir fóru síðan oft með yfirgangi og ofríki á hendur lands-
mönnum til lands og sjávar. Síðari hlutinn hefst, þegar varðskipa-
floti íslendinga leggur úr höfn til þess að verja hina nýju 12 mílna
landhelgislínu. Gunnar M. Magnúss tók bókina saman. Hann hefur
áður sannað með „Virkinu í norðri“ o. fl. sögulegum ritum, að hon-
um er sérstaklega lagið að vinna slík ritverk. — í bókinni, sem er
prentuð á mjög vandaðan pappír, eru 160 myndir efninu til skýr-
ingar, ýmsar þeirra stórsögulegar, frá fyrri tímum fram á þennan
dag. Landhelgisbókin er ramíslenzkt bók um ramíslenzkt efni.
Kappflugið umhverfis jörðina
er spennandi drengjabók, sem
segir frá kappflugi margra flug-
véla kringum nnöttinn. Þetta er
efni, sem tápmiklir unglingar
hafa gaman af að lesa um: flug-
vélar, flugmenn og ekki sízt hið
spennandi kappflug umhverfis
jörðina. Freysteinn Gunnarsson
íslenzkaði.
Strákar í stórræðum
er ný drengjabók eftir Böðvar frá
Hnífsdal. Þetta er framhald bók-
anna „Strákarnir sem struku" og
„Ævintýralegt jólafrí“. Maggi,
Kalli og félagar þeirra komast í
ýmis ævintýri á hafi úti og á
heimaslóðum. Þetta er ný og afar
skemmtileg drengjabók eftir Böð-
var frá Hnífsdal.
Anna Fía
er skólasaga um heilbrigðar og
tápmiklar stúlkur. Bækurnar um
Önnu Fíu eru löngu kunnar fyrir
það, hve skemmiilegar þær eru.
Hér er fyrsta bókin: Anna Fía, —
en hinar tvær, sem koma út á
næsta ári, heita: Anna Fía í höf-
uöstaönum“, og „Anna Fía gift-
ist“. íslenzkað hefur Freysteinn
Gunnarsson.
Heiða, Pétur og Klara
eftir Jóhönnu Spyri er framhald
bókarinnar „Heiða og Pétur“, er
kom út síðastliðið haust. Nú kem-
ur Klara í heimsókn til Heiðu
litlu og afa gamla á f jallinu. Telp-
umar una sér vel í fjallaloftinu,
og þegar amma kemur, þarf
Klara ekki lengur að sitja í hjóla-
stólnum. Falleg bók að efni og
myndum.
Einn á fleka
William Willis er einn þeirra manna, sem sleppur frá
hinum háskalegustu ævintýrum, — ævintýraþráin er
honum í blóð borin. — 1 baráttu við stórsjó og náttúru-
hamfarir tekst honum að sigla á balsafleka 9700 kíló-
metra leið á 115 sólarhringum. Þetta er karlmannleg
bók — sannkölluð sjómannabók.
Dýrkeyptur sigur
Söguhetjunni, Joe Lampton, er aðeins eitt í huga — að
brjóta sér frama til hinnar björtu veraldar f jármuna og
valda. Hann er föngulegur, dugandi, ungur maður, svo
að fögur dóttir efnaðs manns verður brátt ástfangin af
honum. Eitt er honum þó fjötur um íót: Hann elskar
aðra konu. En hann hefur þó aldrei misst auga á loka
takmarkinu. Þegar Joe hugleiðir, hvernig komið er fyr-
ir honum, gerir hann sér grein fyrir, að honum hefur
tekizt allt, sem hann ætlaði sér, — en það varð dýr-
keyptur sigur.
SETBERG