Morgunblaðið - 31.12.1959, Side 3

Morgunblaðið - 31.12.1959, Side 3
t Flmmtudagur 31. des. 1959 MORGVNBLA91» verRamennirnir ira íogara- afgreiðslunni þar sem Hall- grímur Guðmundsson skipu- leggur alla vinnutilhögun, voru komnir fram á bryggj- una skömmu eftir að lang- festar höfðu verið bundnar. *0-0'0!-0 0 Birgir Guðjónsson, stud. med. Hann er búinn að vera 2 ár í læknadeildinni. Lengsta törnin hjá honum í þessari veiðiför voru 18 klst. Síðastur inn fyrir áramót TOGARINN Þorsteinn Ingólfs son kom af veiðum um klukk- an 11,30 í gærmorgun. Verður hann síðasti togarinn, sem kem ur til hafnar í Reykjavík á þessu ári. Allar lestir voru fullar af karfa, sem hann fékk vestur á Nýfundnalandsmið- um, nokkuð fyrir sunnan Ritu- banka . ★ Meðal þeirra skipverja tog- arans, sem voru framá hval- bak, er hann lagði að Faxa- gerði, var Birgir Guðjónsson læknanemi og togarasjómaður, Eskihlíð 14 hér í bæ. Hann steig fyrstur skipverja upp á bryggjuna að þessari veiðiför lokinni. ★ f stuttu samtali við blaða- mann frá Mbl. sagði Birgir, að togarinn hefði verið 16 sólar- hringa úti. Nokkrar frátafir urðu vegna veðurs, en að öðru leyti gekk ferðin fljótt og vel. Á Ritubanka voru að veiðum stórir rússneskir skuttogarar og Þorkell Máni, sem nú er á heimleið. Meðan við vorum Þorsteinn Ingólfsson að koma í höfn. — Á hvalbaknum við langfestarnar eru Reynir Sigurðsson, I. stýrim., þá hásetarnir Sigurður Geirsson, Hafsteinn Halldórsson, Kristófer Reykdal og Birgir Guðjónsson. Hjördís Sævar, Ioftskeytamaður togarans í brúarglugganum. mundssyni verkamanni hjá Togaraafgreiðslun*-' fyrsta veiðiförin, sem Pétur var með togarai þar, lauk Pétur Halldórsson við sína veiðiför. — Þú hefur verið í jólafríi frá læknanáminu? -¥• — Já. Þetta eru nú fjórðu jólin mín til sjós og lítill tími til jólahugleiðinga á togurun- um, ef verið er að veiðum. Við unnum til kl. 9 á aðfangadags- kvöld, en þá gerði leiðindaveð- ur, — og aftur var tekið til óspilltra málanna á jóladag. Um kvöldið var skipið orðið fullt og þá var haldið heim. — Og heimferðin? — Hún gekk vel. Notaði ég þá tímann til lesturs, því bæk- urnar hafði ég með mér. 1. stýrimaður var líka svo vin- camlegur að lána mér herberg ið sitt. Hefur þú verið mikið til sjos? — Já, ég er alvanur sjó- maður og hef verið á togurum. Nú var ég netamaður. Mun ég sennilega fara aðra veiðiför með togaranum, — og með bækurnar. — Þú verður kannske ein- hverntíma skipslæknir? — Því ekki það, ég kann vel við mig á sjónum og víst er, að þegar togararnir stunda veiðar á fjarlægum miðum, þá er sízt vanþörf á því, að með þeim sé læknir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.