Morgunblaðið - 31.12.1959, Page 9
Flmmtudagur 31. des. 1959
MORCTlNfíLAÐIÐ
9
öllu var útilokað að þeír gætu
gert þeim nokkur skil. Enda var
*vo komið þá, að allir sem gátu
leituðu til annarra lækna eí nokk
uð var í húfi.
Hvernig þetta er nú þar í landi
veit ég ekki, en það var annað
vandamál, sem þeir áttu við að
stríða þá, og eiga enn og oft kem
ur fram í læknaritum. Og það er
ekki sérstakt fyrir Þýzkaland, þó
mest hafi verið skrifað um það
þar, væntanlega af því að trygg-
ingar eru þar gamlar, heldur
stingur þetta fyrirbrigði allsstað-
ar upp kollinum, þar sem trygg-
ingar eru. Það er sem sé stað-
reynd, að þeim batnar yfirleitt
seinna og batnar ver, sem eru
tryggðir en hinum sem ekki eru
það, þó báðir flokkarnir fái sömu
þjónustu og sérstaklega gildir
þetta um þá, sem fá dagpeninga
á meðan þeir eru að jafna sig af
veikindum eða slysum. Mann-
fólkið er nú einu sinni svo gert,
að það vill fá nokkuð fyrir sinn
snúð. Það er ósjaldan að fóik
segir: „Ég er búinn að borga í
tryggingarnar árum saman og
hefi aldrei tekið neitt út úr þeim,
svo ég held að það sé ekki nema
rétt að ég reyni að fá það sem ég
get.
Rangt hugarfar
Þetta er rangt hugarfar. í stað
þess að gleðjast yfir því, að þuría
ekki á tryggingunum að haida,
þá litur þetta fólk á iðgjöld sin
Sem innstæðu ,sem það eigi að
fá aftur og ríflega.
Tryggingar eru ekki banki,
sem skilar hverjum því, sem
hann hefir lagt inn. Þvert á móti,
þær byggjast á því, að fáir verði
fyrir tjóni og það jafnist niður
á hina mörgu, annars væru það
ekki tryggingar heldur sparisjóð
ur.
í þessu sambandi vil ég geta
þess, að mörg sjúkrasamlög á Is-
landi eru alltof lítil, víðast hvar
hver hreppur samlag fyrir sig. Ef
svo einn af íbúum hreppsins þarf
aS liggja í spítala 2—-3 mánuði,
þá er samlagið komið í greiðslu-
þrot, einfaldlega af því að tjónið
kemur á alltof fáa. Minnsta ein-
ing fyrir samlag, sem vit er í, er
sýsla.
Þegar almannatryggingar voru
leiddar í lög hér á landi var for-
ystumönnum þeirra bent á
reynslu annarra og ráðið til að
fara með löndum fyrst. Tryggja
skurðaðgerðir, spítalavist og lang
vinna sjúkdóma svo og lífsnauð-
synleg lyf, sem ekki voru mörg
þá, því þessum kostnaði gætu fá-
ir staðið undir. En þeim ráðum
var ekki sinnt.
Þó maður fái hálsbólgu eða
kvef og þurfi að vitja læknis einu
sinni eða tvisvar, þá veltir það
engum fjárhagslega. Aspirin er
eitt bezta lyf sinnar tegundar,
sem búið hefir verið til og þeir
eru fáir, sem aldrei hafa tekið
það, en ég held að hinir séu
færri, sem ekki geta borgað sjálf
ir það, sem þeir borða af þvL
Iögjöldin.
Hitt skiptir öllu máli, að mega
verða fyrir alvarlegum skakka-
föllum og geta staðið jafnréttur
eftir.
Ég gat þess áðan að sumum
þætti tryggingágjöldin há, en
þeir, sem eru það komnir til ára
sinna að þeir muna tímann fyr-
ir tryggingar, þegar þeir þurftu
sjálfir að standa straum af veik-
indum sínum og sinna, þeim
finnst iðgjöldin vera hlægilega
lág, enda duga þau hvergi nærri
til þess að standa undir heil-
brigðisþj ónustunni.
Ef ég á að lokum að draga
saman í örfá orð álit mitt á
tryggingum er það þetta:
Til þess að geta veitt öllum
landslýð þá læknisþjónustu sem
bezt er á hverjum tíma, verða að
vera tryggingar í einhverri mynd.
Að veita sem bezta þjónustu
Til þess að tryggingar komi að
fullu gagni mega þær hafa það
eitt sjónarmið í huga að veita
fólkinu það sem bezt er. Þarf þá
stundum að horfa nokkuð fram á
veginn þegar áætlanir eru gerð-
ar ,t.d. má í því sambandi geta
þess, að frá því að ungur maður
lýkur stúdentsprófi og þar til
hann er fullgildur læknir, líða
tíu ár og lengra ef hann leggur
stund á sérgrein.
Tryggja á fólk fyrir alvarleg-
um skakkaföllum, borga spítala-
vist, skurðaðgerðir, lífsnauðsyn-
leg lyf og standa undir kostnaði
við langvarandi sjúkdóma. Smá-
munina á fólkið að borga sjálft
og væri þá væntanlega hægt að
standa sómasamlega straum af
hinu með núverandi iðgjöldum,
en þau hrökkva ekki nærri til að
borga það, sem tryggingunum er
lagt á hei’ðar nú.
Heilbriigffii fólksins verður ekki
metin til fjár, hvorki þjóðarinn-
ar í faeild, né hvers einstaklings.
Það er ekki hægt að spyrja
hvað megi kosta að lækna Jón
Jónsson, það verður að lækna
hann, ef þess er nokkur knstur
og þá er sama hvort það kostar
100 krómur eða 100 þúsund.
Byrja aftur að kenna
Frönsku — Þýzku — Ensku
Sérstök áþerzla lögð á talæfingar. — Undirbúning-
ur undir sérhvert próf. — Uppl. í síma 34404 kl.
12 2.
Dr. Melitta Urbancic
Deutscher
Weihnachtsgottesdienst
am Sonntag, dem 3. januar 1960, um 14 Uhr
in der Domkirche in Reykjavik.
Die Weihnachtsandacht h'Slt Dompropst Jón Auduns.
— An der Orgel Dr. Páll Isólfsson. — Der chor der
Domkirche singt deutsche Weihnachtslieder. Der
Gottesdienst wird nicht im Rundfunk úbertragen.
Alle sind herzlich eingeladen.
H.—R. Hirschfeld
Botschafter
der Bundesrepublik Deutschland
Nýr Ford Falcon
’60 model, til solu
Bifreiðasalan Ingólfsstrœti 9
Símar: 18966 og 19092
Hinn leyndi
fjársjóður
Parísarborgar
LANCÖME
le parfumeur Je Paris
slongur
frá Sovétríkjunum
ÍJtvegum innflytjendum
flestar stærðir af
Hjólbörðum
og slöngum
fyrir bifreiðar og landbúnaðar-
vélar.
M4R5 TRADING COMPANY H.F.
K,»PP«»sin 2« _ Suni 1-73-73
Silfurtunglid
hinar vinsælu almennu jólatrésskemmt-
anir verða haldnar dagana 2., 3. og 4.
janúar kl. 3. e.h.
Kertasníkir kemur í heimsókn. Verð aðgöngumiða
aðeins kr. 30.
Tryggið ykkur rniða timanlega — Sími 19611.
Silfurtunglið
Ingólfscafé
Cömlu dansarnir
nýársdag kl. 9 s.d.
Dansstjóri Þórir Sigurbjörnsson.
Aðgöngumiðasala frá kl. 8 — Sími 12826.
Cömlu dansarnir
annan nýársdag kl. 9.
Aðgöngumiðasala frá kl. 5 — Sími 12826.
INGÓLFSCAFE
Skrifstofuherbergi
í Austurstræti er 1 skrfstofuherbergi
laust til Ieigu. Uppl. í síma 24054.
IsEenzkur heimilisiðnaður
óskar viðskiptavinum sínum farsæls komandi ára,
þakkar samstarf og viðskipti á liðnu ári.
Verzlunarstarf
Vantar karl eða konu til afgreiðslustarfa í verzlun
mína á Langholtsvegi 147. Ennfremur komu til
hreingerninga. Uppl. á staðnum.
** r
Arni
Feroyingafélagið
heldur jólaskemtan fyri börn mánadagin 4. januar
kl. 3 í Framsóknai'húsinu.
TRETTANDA-skemmtan félagsins verður friggja-
dagin 8. januar kl. 21 í Framsóknarhúsinu.
Mötið væl og stundislega.
STJÓRNIN.
Crímudansleikur
í Skátaheimilinu 7. jan. kl. 9.
Skemmtiatriði og verðlaun.
(Ath. Notið fridagana til undirbúnings, því aðeins
grímuklæddir fá aðgang).
Þjóðdansafélag Reykjavíkur.
Frá sundhöllinni
Sundhöll Reykjavikur verður lokuð nýársdag, en í
dag gamlársdag, er hún opin til kl. 12 á hádegi.
Ræsting Sundhallarinnar hefst á mánudag. 4. jan.
en 2. og 3. jan verður hún opin eins og venjulega.