Morgunblaðið - 31.12.1959, Page 14

Morgunblaðið - 31.12.1959, Page 14
14 MORGUNBLAÐI9 Flmmtudagur 31. des. 1959 - ARAIVfOT Framh. aí bls. 13. var að sönnu sigur allra hinna þingflokkanna á kostnað rangsleitninnar og Framsókn- arflokksins, en þó fyrst og fremst sigur Sjálfstæðis- flekksins. Undir hans forystu var baráttan háð. Þegar orust- unni lauk, lágu sérréttindi Framsóknarflokksins eftir á vígvellinum, en Sjálfstæðis- flokkurinn fékk nú loks þing- fylgi nokkumveginn í hlut- falli við kjósendafylgið. Og nú gat hann myndað sæmi- lega sterka meirihluta-stjórn með hverjum einum þing- flokkanna sem var. Með þessu hafa orðið straumhvörf í stjórnmálalífi íslendinga, sem flestir aðrir en Framsóknar- menn gera sér vonir um að leiði til blessunar fyrir allt þjóðlífið. Ég get þess hér, að Fram- sóknarmenn voru svo bjart- sýnir, að ekki sé sagt ein- faldir, að trúa því, að þeir og Valdimarssynir næðu völd- unum. Framsóknarmenn fengu sem kunnugt er 17 þingmenn kjörna (bar 16). Þeir ætluðu sér 6 í viðbót, þ. e. a. s. einn í hverju þess- ara kjördæma: Reykjavík, Mið-Vesturlandi, Vestfjörð- um, Norðurlandi eystra og Suðurlandi. Þann 6. ætluðu þeir okkur að færa sér með því að fella Lúðvík Jósefsson. Hefðu þá Framsóknarmenn hlotið fjóra í stað þriggja á Austurlandi, en kommúnistar áttu að fá sinn skaða bættan á okkar kostnað, með því að fá einn okkar uppbótarþing- manna. Þannig gerðu Fram- sóknarmenn sér vonir um 23 þingmenn. Kommúnistum var svo ætl- að að fá 10 þingmenn, sem þeir og fengu. Þá stóð til að mynda sam- stjóm Framsóknar og komm- únista, en reyna síðan að laða Alþýðuflokkinn til samstarfs. Allt brást þetta herfilega, sem kunnugt er. Sézt nú, að ekki eru einfaldir alltaf sælir. ★ Ekki þykir ástæða til að ræða hér störf vor- né sum- arþingsins. En víst er, að þingsagan mun skipa þeim virðulegan sess, vegna þess að á þeim var endurreist lýð- ræðið á íslandi. . ★ Svo sem að framan segir hlutu Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn við haustkosningarnar 33 af 60 þingsætum, eða 6 atkv. meiri- hluta. Þessir flokkar höfðu færzt nær hvor öðrum, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn studdi að stjórnarmyndun Al- þýðuflokksins í árslok 1958, með því að gefa fyrirheit um að verja hana vantrausti. Fyr- ir haustkosningarnar kom í ljós, að í mörgum höfuðmál- um höfðu flokkarnir markað svipaða stefnu. Það var því eðlileg viðburðanna rás, að eftir að fyrir lá, að þessir flokkar höfðu álitlegan þing- meirihluta, ræddust þeir við um stjórnarmyndun. Þær við- ræður hófust í lok október og lauk með myndun núverandi stjórnar 20. f. m. Voru viðræðumar snurðu- lausar, enda vilji beg Ja flokka, að samstarf næðist. Tók þó eðlilega nokkurn tíma að ná samkomulagi um hversu heyja skyldi glímuna við hin mörgu og mismunandi vandamál, sem úrlausnar biðu. Gnæfðu þar efnahags- málin upp úr. Hafði stjóm Emils'Jónssonar falið ýmsum hæfustu sérfræðingum lands- ins, undir forystu Jónasar Haralz, ráðuneytisstjóra, að gera þá úttekt á þjóðarbúinu, sem vinstri stjórnin hafði heitið að láta fram fara, en ekki efnt fremur en svo margt annað, og voru fyrstu skýrsl- ur þeirra að berast einmitt um þessar mundir. ★ Þegar stjórnarmyndunin var tilkynnt á Alþingi hinn 20. f. m. var jafnframt birtur málefnasamningur hennar. Hafa Framsóknarmenn talið hann vesælan og skopazt að. Má um það margt segja og m. a. það, að betra er að lofa litlu og efna allt, en hitt, að lofa öllu og efna ekkert. Stjórnin hefir lofað að kafa til botns í kviksyndi efna- hagsóreiðunnar, en ráðast síð- an beint framan að vandan- um, hversu erfið, sem þau fangbrögð kunna að reynast. Þessu hafa sumar íslenzkar stjórnir lofað en ekki staðið við. Stjórnin gerir sér fulla grein fyrir, að þjóðin hefir lifað um efni fram, og aflað sér til þess fjár með erlend- um lántökum, og að erlend lán til stutts tíma eru orðin ískyggilega há. Þess vegna: „munu tillögur ríkisstjórn- arinnar miðast við að ráð- ast að þessum kjarna vandamálanna, þar eð það er meginstefna ríkisstjórn- arinnar að vinna að því, að efnahagslíf þjóðarinnar komist á heilbrigðan grundvöll, þannig að skil- yrði skapist fyrir sem ör- astri framleiðsluaukningu, allir hafi áfram stöðuga atvinnu og lífskjör þjóðar- innar geti í framtíðinni enn farið batnandi", — svo sem segir í stefnuyfirlýs- ingu stjórnarinnar. Menn geta dregið í efa, að gæfa íslendinga sé svo mikil, að stjórninni heppnist þetta! En, ef það tekst, þá má stjórn- in marga skyssuna gera og þó verða talin í fremstu röð íslenzkra ríkisstjórna. Og þá munú eigi aðeins stjórnarlið- ar, heldur og allur þorri þjóð- arinnar gjalda henni þakkir. Munu þá önnur loforð hennar, þótt efnd verði, gleymast, svo sem það að hækka bætur almannatrygg- inga, afla lánsfjár til íbúðar- bygginga almennings, koma lánasjóðum atvinnuveganna, sem öllum er fjár vant og sumir ef til vill gjaldþrota, á traustan grundvöll, að end- urskoða skattakerfið og aí- nema tekjuskatt á almenn- um launatekjum, — og eru þó öll þessi mál merk og mik- ilsvarðandi fyrir allan þorra manna í landinu. Er þá enn ónefnt fyrirheit- ið um, að reynt myndi að fá aðila til að semja sín á milli um verðlag landbúnaðaraf- urða, sem sumir vonuðu og miklu fleiri töldu, að ókleift reyndist. Myndi þá sú misklíð 1 verða banabiti stjórnarinnar. ‘ Um þetta hefir nú náðst fullt samkomulag, undir forystu ríkisstjórnarinnar, en fyrst og fremst fyrir ábyrga fram- komu aðila, bæði stjórnarliða og stjórnarandstæðinga. Er það þeim öllum til mikils sóma og ber þeim verðskuld- aðar þakkir þjóðarinnar fyrir. ★ Framkoma þessara manna er mikið ánægjuefni. Hitt er svo til skemmtunar og at- hlægis, hvernig leiðtogar Framsóknarflokksins, sem trylltust út af þingfrestun- inni, beinlínis vegna þess, að þeir óttuðust að stjórninni tækist þá fremur að sameina aðila, svifu síðan með offorsi á sína menn, til að kúga þá til andstöðu við sættir, láta nú. Þeir töpuðu taflinu m. a. vegna manndóms flokks- manna sinna í forystuliði bændasamtakanna, sem mátu hag bænda meir en pólitíska úlfúð forystumanna Fram- sóknarflokksins. Þegar þeir því nú láta sem þeim hafi aldrei svo mikið sem til hug- ar komið að leggja stein í götu sættanna, já, og eiginlega hafi þessar sættir og þá ekki sízt að leysa vanda stjórnarinnar, alltaf verið þeirra mesta áhugamál, hugsar margur: Mikil flón geta skynsamir menn stundum verið! ★ Gagnrýni á hendur ríkis- stjórninni út af litlausri stefnuskrá er út í hött. Um hitt verður spurt og því svar- ar reynslan ein, hvort hún reynist þess megnug að ráða við vandann. Hefir í því sambandi verið spurt, hvers vegna Sjálf- stæðisflokkurinn leitaði ekki samstarfs við fleiri flokka, þegar forseti íslands fól hon- um stjórnarmyndun. Sú spurning er eðlileg. Svarið líka. 1) Allir, sem vinna með Framsókn, fá sig fyrr eða síð- ar fullsadda. í bili er svo kom- ið fyrir okkur Sjálfstæðis- mönnum. Eru þeir Sjálfstæð- ismenn teljandi, sem hefðu þolað flokksstjórninni að taka upp samstarf við Framsókn- armenn, að óbreyttum að- stæðum. Án efa er svipað að segja um Alþýðuflokkinn, hvað Framsókn áhrærir. 2) Varðandi kommúnista eru skoðanir skiptari. Margir neita allri samvinnu við þá. Aðrir ekki. En hvað, sem þeim ágreiningi líður, er það mat flestra, sem bezt til þekkja, að ekki hefði verið auðið að ná samkomulagi við kommún- ista um farsæla lausn efna- hagsmálanna. Það sker úr. Engum getur dottið í hug að kaupa samfylgd kommúnista fyrir sjálf málefnin. Rétt er í þessu sambandi að minna á, að ekki hafa Fram- sóknarmenn alltaf verið jafn áfjáðir í þjóðstjórn sem síð- asta árið. Er skemmst að minnast, er Hermann Jónas- i son hældist um yfir því á Hólmavík, sumarið 1958, að hann hefði vikið Sjálfstæðis- flokknum til hliðar í íslenzk- um stjórnmálum. Mörgum er mikil ráðgáta hvað valdið hef- ir þessum straumhvörfum. Hefir fornvinur Framsóknar, dikt Gröndal, alþingismaður og ritstjóri, gefið á henni nokkra ráðningu, sem hér skal ekki lagður dómur á, hversu haldgóð reynist. Enn þykir rétt að benda á, að styrkleiki stjórnar veltur ekki einvörðungu á þingfylgi, heldur einnig mörgu öðru og þ. á. m. og ekki sízt á því, hvort menn eiga sér sameig- inleg stefnu- og áhugamál. Það á núverandi stjórn í mik- ilvægustu viðfangsefnum ná- innar framtíðar. Það er henn- ar styrkur. Vinstri stjórnin virtist lítið eiga sameiginlegt nema valdalöngun. Því fór sem fór. ★ Haustþingið kom saman 20. nóvember, sama daginn, sem ríkisstjórnin tók við völdum. Stjórnin bað um heimild til að fresta fundum þingsins, svo hún fengi starfsfrið. And- stæðingarnir, sem oft áður höfðu sjálfir beðið um og fengið þingi frestað, ærðust. Upplýst er, að fyrir Framsókn vakti það eitt, að reyna að stofna til úlfúðar út af verð- lagi á landbúnaðarvörum, til þess að setja stjórnina í vanda. Kom þar fram sem oft áður, hvað það er, sem forystulið Framsóknar raun- verulega berst fyrir. Fram- sókn vonaði að geta fellt stjórnina og náð þeim völd- um sem hún sýnist leggja enn meira kapp á nú en nokkru sinni fyrr. Þá skiptu hagsmunir bænda minnu. ★ Eftir að þingi var frestað og stjórnin fékk vinnufrið, tók hún strax til óspilltra málanna. Við ýmislegt var að etja, þ. á. m. að hindra þá stöðvun vélbátaflotans, sem Lúðvík Jósefsson boðaði í útvarps- ræðunni 7. þ. m., sætta aðila í deilunni um landbúnaðar- verðið, útvega fé til íbúðar- lána og margt fleira. Nefni ég þar til landhelgismálið. ★ Efnahagsmálin yfirgnæfðu þó allt annað. Um þau hélt stjórnin daglega langa fundi, ásamt sérfræðingum sínum, fékk frá þeim stöðugt nýjar og nýjar skýrslur, kynnti sér þær til hlítar, rökræddi þær og færðist æ nær niðurstöð- um og ákvörðunum. Fyrir lá, að ekki varð um- flúið að leggja a. m. k. 250 millj. kr. nýja skatta á þjóð- ina. Myndi það og þær ráð- stafanir sem því fylgja, valda kjararýrnun, er næmi milli 5 og 6%, en þó aðeins tjaldað til einnar nætur. Leitað hefir verið varanlegri úrræða, án þyngri fórna. Mun allt þetta varðandi bráðlega lagt fyrir þing og þjóð og skýrt svo all- ir megi skilja. Engin ástæða er til að leyna því, að þjóðin var miklu dýpra sokkin heldur en vald- hafar vinstri stjórnarinnar gerðu sér grein fyrir, þegar þeir gáfust upp. Myndirnar, sem okkur Sj álfstæðismönn- um voru sýndar, meðan á stjórnarsamningunum stóð, voru óhugnanlegar. Við blasti algert greiðsluþrot út á við og upplausn inn á við, nema hart og snöggt yrði við brugð- ið og snúið til betri vegar. voru að| grafa út rústir vinstri stjórn- arinnar. Því dýpra sem kom, því ófrýnna varð umhorfs. En Alþýðuflokkurinn sýndi okkur allt jafnskjótt sem hon- um bárust myndirnar. Ef til vill hefði einhver hik- að í sporum okkar Sjálfstæð- ismanna. Við vorum hins vegar sammála um, að því ískyggilegra sem ástandið væri, þess hærra sem hol- skeflan risi, því ótvíræðari og þyngri væri skylda þess flokks, sem teldi sjálfan sig stærstan og ábyrgastan ís- lenzkra stjórnmálaflokka, að renna ekki af hólmi, hika hvergi né hopa, heldur ráðast af öllu afli framan að voðan- um. Sú barátta um heill, heiður og sjálfstæði íslenzku þjóðar- innar, sem framundan er, get- orðið hörð. Án efa verður reynt að sverta þí u úrræði, sem stjórnin ber fram. Reynt verður að ala á öfund og telja almenningi trú um, að verið sé að féfletta hann, en hlífa þeim ríku. Og þetta munu einmitt þeir menn gera, sem sjálfir lofuðu að sækja þarfir ríkisins í fjárhirzlur þeirra ríku. Lyklana þóttust þeir hafa. En auðæfin fundu þeir hvergi og lögðu þess vegna 1200 milljónir króna á þann sama almenning, sem þeir nú munu þykjast vilja vernda! Má af þessu heyra forspilið, þegar blað Lúðvíks Jósefs- sonar ræðst á Emil Jónsson, sjávarútvegsmálaráðherra, fyrir það að hann hafi lofað að skerða ekki hag bátaút- vegsins. Þetta fyrirheit er for- dæmt og talið sýna illt inn- ræti sjávarútvegsmálaráð- herra og ríkisstjórnarinnar. Viljann til að hlífa þeim ríku. En hvað miðar Emil Jóns- son við, þegar hann hét því, að skerða ekki kjör útvegs- ins? Emil Jónsson lofar því einu, að útgerðin fái að halda þeim kjörum, sem Lúðvík Jósefs- son ákvað henni. Og af hverju? Myndu ekki báðir telja, að þá sé ekki aðeins útvegs- mönnum, heldur einnig sjó- mönnum og verkamönnum bezt borgið. Ef ekki, þá hefir líka Lúðvík Jósefsson verið jafn illa innrættur og Þjóð- viljinn telur Emil Jónsson og stjórnina nú vera. En þetta dæmi sýnir, á hverju er von, og að þjóðin verður að taka úlfúð stjóm- arandstæðinga með fullri gagnrýni. ★ Góðir Sjálfstæðismenn! Reynt mun verða að sverta sérhvert úrræði ríkisstjórnar- innar. Gerum okkur það Ijóst. En gerum okkur líka ljóst, að enn er hægt að bjarga þjóðinni. Fáist menn til að kynna sér aðstæður allar og bili ekki forysta stjórnar- flokkanna, þá sigrar heilbrigð skynsemi og þá bíður íslend- inga góð og farsæl framtíð. Ég heiti á alla góða íslend- inga að sanna nú, að þeir þori að berjast fyrir réttum mál- stað, hvar sem er, hvenær sem er og við hvern sem er. ★ Megi íslandi og íslending- um vel farnast. Gleðilegt ár! að sönnu nakunnugur Bene- Sérfræðingarnir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.