Morgunblaðið - 31.12.1959, Page 22
22
MORGinvrtr.AniÐ
Fjmmturtaeur 31. des. 1959
Hjónadonsleikur
í Félagsheimili Kópavogs 2. jan.
1960 kl. 9.
Miðasala við innganginn.
Félagsheimili Kópavogs.
SILFURTUNGLID
Dansieikur
nýársdag og laugardaginn 2. janúar.
Hljómsveit Reynis Sigurðssonar.
Sími 19611 Silfurtunglið.
Vefrargarðurinn
Dansleikur
Gamlársdagskvold
Nýjársdagskvöld
Laugardagskvöld
Hinn vinsæli söngvari
STEFÁN JÓNSSON
og PEtJTÓ-kvintettinn skemmta
Vinsældalisti kvöldsins er:
Mack the knife
Red river rock
Living doll
Sea of love
I am gonna get mariet
I want to walk you home
Poison Ivy
o. fl.
Aðgöngumiðasala opin frá kl. 5 — Sími 16710
V—/ / |f|||
Áramótaf agnaður
íkvöldkl. 9
GÖMLU DANSARNIR
★ J. H.-sextettinn
★ Söngvari Sigurður Ólafsson
★ Dansstjóri Baidur Gunnarssou
Aðgöngumiðasala frá kl. 5.
Brýn nauðsyn að vanda
fiskframleiðsluna
Nokkrar hugleiðingar um efnahagsmal
og sjávarútveg
Eftir Elías Ingimarsson fiskimatsmann
UM eitt atriði efnahagsmálanna
virðist nú vera fullkomin ein-
ing, en það er, að ekki verði
skipt meiru en aflað er. Þetta
er að vísu mikilsvert atriði, en
dýpra verður að taka í árinni,
öllu sem aflast verður ekki skipt.
Framleiðslukostnaðinn verður
að greiða. Síðastliðinn áratug
hafa allar aðgerðir í efnahags-
málunum miðazt við það að skapa
skilyrði fyrir útveginn til áfram-
haldandi reksturs og hefir þá
fyrst og fremst verið stefnt að
því að hækka verðið á gjaldeyr-
inum í einni eða annarri mynd.
Einkum hefir þetta átt við báta-
útveginn. Minna hefir svo verið
athugað á hvaða leið við erum
hvað útgerðarkostnaðinn snertir.
Kjörorðið hefir verið meiri fiskur
og aftur meiri fiskur, en þess
minna gætt hvort útgerðarkostn-
aðurinn eykst hlutfallslega meira
eða minna en aflinn. Ennfremur
hefir það lítið verið athugað,
hvort hið raunverulega verðmæti
aflans hefir ekki breytzt okkur
í óhag við þetta mikla kapphlaup
um magnið.
Þetta tvennt vildi ég gera, að
umtalsefni í þessari grein, ef
verða mætti til þess að málið
yrði meira athugað en gert hefir
verið.
V eiðaf ærakostnaðurinn
Ekki hefi ég séð neinar saman-
burðartöflur um veiðafærakostn-
að hinna ýmsu gerða og stærða
fiskiskipanna, ekki heldur nein-
ar skýrslur um það hvað veiðu-
færakostnaðurinn er mikill a
hvert tonn af fiski sem aflað er.
Þetta er þó einfalt reiknings-
dæmi, sem Landssamband útvegs
manna ætti að eiga auðvelt með
að reikna og efnahagsdeild Seðla-
bankans að hafa mikinn áhuga
fyrir. Ég hefi rætt þetta mál við
nokkra menn og hefir mér skilizt
að veiðafærakostnaður við neta-
veiðar bátanna muni ekki vera
minni en 400 til 500 krónur á
hvert tonn af fiski miðað við nú-
verandi verðlag. Til samanburð-
ar mætti geta þess að veiðafæra-
kostnaður togaranna mun ekki
vera meiri en 150—200 kr. pr.
tonn af fiski. Togararnir eru lang
afkastamestu veiðiskipin okkar
og þegar litið er á þá hlið málsins
sést hversu gengdarlaus kostnað-
urinn er við netaveiðina og hvort
ekki er full þörf á að athugagaum
gæfilega þessa hlið útgerðarinu-
ar.
Aflaverðmætið
Þegar rætt er um verðmæti
fisks nægir í flestum tilfellum að
ræða um gæði hans. Tel ég því
rétt að gera nokkra grein fyrir
því, hvernig mér virðist gæði
fisksins vera, þegar hann er lagð-
ur á land hér í Reykjavík. Um
togarafiskinn er það að segja að
hann er yfirleitt miklu betri en
bátafiskurinn, þó gæti hann verið
betri. Það er vitað mál að þegar
togari landar afia sínum hér til
vinnslu, þá er meðferð og
geymsla um borð ekki eins vönd-
uð eins og þegar togarinn ætlar
að selja fiskinn á erlendum mark
aði. Þetta er okkur til skammar.
Ég sagði að togarafiskurinn væri
betri en bátafiskurinn, hér verð
ég samt að undanskilja línufisk-
inn, sem tvímælalaust hefir ver-
ið og mun verða beztur, ef farið
er sæmilega með hann. Netafisk-
urinn er svo slæmur að hér er
um að ræða svo alvarlegt mái
að taka verður í taumana strax,
svo um munar. Ég held að allir
sem fást við vinnslu úr netafiski
séu sammála um það að stór hluti
hans sé ekki vinnsluhæfur, eða
réttara sagt „gúanovara“. Lýsing
þessi gildir auðvitað ekki um ail-
an netafisk jafnt. Hann kann að
vera misjafn hjá hinum ýmsu
bátum og í flestum tilfellum er
hver farmur mjög misjafn að
gæðum, allt frá því að vera góður
fiskur niður í „gúanóvöru“ en
þegar öllu er blandað saman í lest
eða á dekki bátanna, þá er oft
vandséð hvað gott er. Að vísu
hefir nokkuð verið fryst af neta-
fiskinum, en það hefir verið
vandasamt og kostnaðarsamt
verk að velja það úr sem fryst
hefir verið. Það sem ekki hefir
verið hægt að frysta hefir verið
verkað í skreið til Afríku og salt-
fisk, sem að mestu eða öllu leyti
hefir farið til Suður-Ameríku
markaða. Með öðrum orðum hefir
það sem ekki hefir verið fryst
farið á lélegustu markaðina.
Það er ekki á mínu færi að
nefna nokkrar tölur í þessu sam-
bandi, en það er vitað að hér er
þjóðin að tapa milljónum miðað
við að fiskurinn, sem á land hefir
verið lagður, hefði allur verið
eins góður og hann getur verið.
Það sem tapast þannig verður
ekki bætt með gjaldeyrisbreyt-
ingum né á annan hátt og það
sem verra er að miklar líkur eru
á að þetta fari stöðugt versnandi
ef ekki verður að gert.
Það sem gera þarf
Til þess að kippa þessu í lag
verður að byrja á því að endur-
skipuleggja Fiskmat ríkisins.
Þjóðin hefir falið þessari stofnun
að hafa eftirlit með fiskfram-
leiðslunni. Annaðhvort hefir hún
sofið á verðinum eða að hana
vantar víðtækara umboð til að-
gerða. Endurskoða þarf lögin um
fiskimat og byggja upp stofnun-
ina þannig að hún geti tekið á
málunum með festu og réttlæti-
Ég er viss um að ísl. sjómanna-
stétt er eins vel fær um í dag
að koma með góðan fisk að landi
eins og áður var og skilyrðin
eru betri með stærri og fullkomn
ári skipum. Það sem valdið hefur
þessari slæmu meðferð á fiskin-
um er fyrst og fremst hráefnis-
hungur vinnslustöðvanna og hin
óeðlilega styrkjapólitík við út-
gerðina ásamt með sýndarmensku
afskiptum fiskmatsin =
Gömlu dansarnir
I G.T.-húsinu laugartlagskvöld kl. 9.
★ G.R.-kvartettinn leikur fyrir dansinum.
★ Söngvari: Sigríður Guðmundsdóttir.
Aögöngumiðasala fr,á kl. 8. — Sími 1-33-55.
Hótel Borg
Nýársdag, opnað kl. 7 að kvöldi
Hátíiarmatur íramreiddur
Klassisk músik frá kl. 7 til 9. Borðpantanir
BJÖRN R. EINARSSON og fyrir mat, teknar
hljómsveit leika fyrir dansi til kl. 1. illan nýársdag.
Iðnó
Iðnó
Dansleikur
annan nýársdag.
Gity sextettinn ásamt söngvurunum
★ Guðbergi Auðunssyni
★ Díönu Magnúsdóttur
★ Sigurði Johnnie
Aðgöngumiðasala kl. 4—6 og eftir kl. 8.
I Ð N ó