Morgunblaðið - 31.12.1959, Síða 23

Morgunblaðið - 31.12.1959, Síða 23
Fimrntudagtir 3"jf. des. 1959 23 M O R CTJ VB LA Ð IÐ Jónas Kristinn Jónsson Kveðjuorð JÓNAS Kristinn Jónsson, var fæddur að Reykjum i Hrútafirði, 27. apríl 1918. Hann dó á J>orlák.-> messu, og varð því aðeins 41 árs gamall. Útför hans, fer fram frá Keflavíkurkirkju 2. jan nk. For- eldrar Jónasar voru hjónin Jako- bína Ólafsdóttir og Jón Jónsson bóndi að Mjóahóli í Haukada'. í Dalasýsiu og þar ólst Jónas upp á fátæku heimili. Hann hlaut pví ekki fármuni að erfðum, en aftur á móti þá mannkosti, sem entust honum æfilangt. Ungur fór Jónas úr foreldrahúsum til þess að vinna íyrir sér. Reyndist hann fljótt framúrskarandi verkmaður, að hverju sem hann gekk. Fór saman verklagni, verkhyggni og vilji góðs drengs, að reynast trúr og traustur í hverju starfi. Það fór því svo, að hann varð mjög eftirsóttur verkmaður sem ávann sér hylli allra, sem hann vann Sex kíghóstas jukl- ingar í loítið í pær 1 GÆR flaug Björn Pálsson upp í 15 þús. feta hæð með sex kíg- hóstasjúklinga. Fór hann tvær ferðir með böm á aldrinum 9 mán. til 9 ára. Börn þessi voru búin að vera mjög slæm af kíg- hósta og foreldrarnir farnir að hafa áhyggjur af því hve seint þeim batnaði alveg. Voru a.m.k. tvö af börnum þessum svo slæm af hóstanum að þau köstuðu upp og kúguðust áður en þau stigu upp í flugvélina. En eftir að þau komu niður bar ekkert á hósta eða veikindum. Of fljótt var þó að segja um það hvort um alger- an bata væri að ræða í gær- kvöldi. 20. des. flaug Björn einnig með tvö börn, sem voru slæm af kíg- hósta og hefur þeim alveg batn- að við að komast í svo mikla hæð. — Hakakrossar Framh. af bls. 1. Brunswick. Einnig voru haka- krossmerki máluð á bekki, sem standa í nágrenni minnismerkis- ins ásamt upphrópunum eins og: „Hönd dauðans slái Gyðinga" og „Burt með Gyðingana". — Yfir völdin hafa heitið þeim 5.000 marka verðlaunum, sem veitt get ur upplýsingar, er leiði til hand töku þess eða þeirra, sem fram- ið hafa verknað þennan. — Einnig hafa borizt fréttir um, að sams konar helgispjöll hafi verið framin á kaþólskri kirkju í Gelsenkirchen. Jafnframt þessu upplýsti lög- reglan í Offenbach, í grennd við Frankfurt, að um jólin hefði ver- ið brotizt inn í bílskúr manns nokkurs af Gyðingaættum og hakakrossar og önnur nazista- merki verið rispuð í málninguna á nýja bílnum hans og orðið „Gyðingur" málað á rúðurnar. Ekki hefir enn tekizt að upplýsa, hver þarna var að verki. 'fyrir. Einnig naut hann virðing- ar, vináttu og trausts vinnufé- laga sinna, enda með afbrigðum prúður og drengilegur í allri frain komu. Jónas giftist, 27. október 1945, eftirlifandi konu sinni, Bimu Þor steinsdóttur frá Akureyri. Hjóna- band þeirra var með ágætum. Ekki varð þeim barna auðið, en Jónas gekk í föðurstað dætra konu sinnar og rækti föðurskyld- umar svo, að til fyrirmyndar var. Þegar dótturbörnin komu til sög- unnar nutu þau umhyggju Jón- Eisar afa. Fullyrði ég að enginn faðir eða afi getur verið um- hyggjusamari og ástúðlegri en Jónas var og sannar það aðtins hans miklu mannkosti Ekki verður Jónasar minnzt, án þess að hans ágæta kona komi við sögu. Hún var mjög samhent manni sínum og studdu þau hvort annað í lífsbaráttunni á bezta hátt. Því til sönnunar rr.á nefna hið stórmyndarlega heimili þeirra í Keflavík. Er það gott dæmi um hverju sönn hjón geta áorkað, með einlægum vilja og sameiginlegum átökum. Heimili Birnu og Jónasar er fyrirmynd enda beggja verk. Ég ætla ekki að gera ofstutta sögu oflanga. Mér koma í huga orð skáldsins um bróðir Grettis: „Hlhugi á söguna stutta en göí- uga.“ Svo varð einnig um Jónas Við eigum svo erfitt að sætta okkur við ýms örlög, sem þó ekki verða umflúin. Þar á meðal þegar fólk deyr í blóma lífsins. En spak- mælið segir: „Þeir deyja imgir, sem Guðirnir elska.“ Mér finnst að þetta sé ef til vill höfuðskýr- ingin á fráfalli Jónasar, og ég trúi því, að hann sé kallaður, til þess „meira að starfa Guðs utn geym.“ Ég og fjölskylda mín, áttum því láni að fagna, að eiga Jónas og Birnu fyrir vini, og um leið og við kveðjum Jónas, þökkum við þesum hjónum fyrir framúrskar- andi vináttu og tryggð. Við biðjum ástvinum og ætt- ingjum Jónasar, sérstaklega hans góðu konu og tryggðatröllinu okk ar allra, Bimu okkar, árs og frið- ar, og kveðjum hann sjálfan, í Þeirri fullu vissu, að honum verði vel fagnað á landi friðarins. 29/12. 1959. Kristján Karlsson. — Góð atvinna Framh. af bls. 6. KIRKJUBÆJARKLAUSTRI. — Katla gaus ekki og Skeiðará hljóp ekki og þess vegna er ekki hægt að telja neitt til stórtíðinda af því sem gerðist hér í sveitunum milli sanda á þessu ári. Árferði hefur verið gott, nema hvað heldur var þerrislaust sl. sumar og heyskapur erfiður, en sprettan með afbrigðum góð. Heyin eru mikil að vöxtum, en fóðurgildi þeirra ekki að sama skapi. Mjólkurflutningar héðan að austan til Mjólkurbús Flóamanna hófust sl. vor, en hafa verið stop- ulir vegna vegaskemmdanna á Mýrdalssandi, sem erfiðlega geng ur að bæta. Fjórar jarðir hafa fallið úr byggð i sveitunum hér austan Mýrdalssands á þessu árL Eru það allt frekar smá býli með litl- um áhöfnum. Verða jarðirnar nytjaðar af nágrönnunum og er ótrúlegt að þær byggist aftur. Um 20 manns hafa flutzt héðan að austan til Reykjavíkur og Kópavogs. Tíðarfar hefur verið afbragðs gott það sem af er vetrL Sauð- fé ekki gefið. í fyrradag fór að snjóa, svo að nú ljómar miðs- vetrarsólin yfir drifhvíta jörð. — Árið sem er að kveðja mim fá góð eftirmælL Fraifiundan er nýtt ár með löngum útmánuðum. Hand- an þeirra býður sól og vor með nýjum vonum og nýjum verkefa- um. Gleðilegt ár. — G. Br. % 1 fj u // My Fair Lady" fékk taugaáfall KAUPMANNAHAFNAR- LEIKHÚSIÐ „Falkoner Centr- et“ ætlaði að frumsýna söng- leikinn „My Fair Laáy“ á 2. jóladag. En á jólanótt fékk Ingeborg Brams, sem leika átti aðalhlutverkið, taugaáfall af allri spennunni í sambandi við sýninguna. Leitað var um allt að leikkonu til að taka að sér hlutverkið. Fyrst var at- hugað með unga leikkonu, Jeanne Darville, konu Wille- ams Rosenbergs, sem verið hafði „understudy“ frú Brams, en þegar til átti að taka, þorði hún ekki með svo stuttum fyr- irvara að yfirtaka hlutverkið. E'*ir langa leit fékkst svo söngkonan Gerda Gilboe til að taka við, og verður frum- sýning nú 2. janúar. Æfingar hófust að nýju sl. sunnudags- kvöld, og er þeim augsýnilega ekki ætlaður of ríflegur tími. Gerda Gilboe kveðst ekki þekkja lilutverkið og aldrei hafa séð söngleikinn, en hún hefur heyrt söngvana. Búið var að selja fyrirfram um 100.000 aðgöngumiða að sýn- ingunni. Leikhúsið hafði tryggt sýn- inguna hjá Lloyds í London fyrir 30.000 danskar krónur hverja sýningu er félli niður. Allt útlit er fyrir því að leik- húsið fái frá Lloyds 240.000 danskar krónur í bætur. Leikstjóri sýningarinnar er Sven Aage Larsen, en hann á marga kunningja hér á íslandi og hefur sett upp þrjá söng- leiki i Þjóðleikhúsinu, þ. e. Kátu ekkjuna, Sumar í Tyról og Kysstu mig Kata. En dans- ana æfir Erik Bisted, sem kennt hefur í ballettskóla Þjóð leikhússins undanfarin ár, og dansar Helgi Tómasson í sýn- ingunnL Á myndinni sjást (frá vinstri) Sven Aage Larsen, Gerda Gilboe og Aage Sten- toft. — á enda runnið hefur fært okkur margs konar viðfangsefni. Heldur hefur það þó verið bændum hér um slóðir þungt í skauti. Árferð- ið erfitt og afkoma lakari en áð- ur. — Ekki þarf að rifja upp veður- far ársins, það er okkur í fersku minni, en það hafði að sjálfsögðu áhrif á afkomu ársins. Hey eru nú með lakara móti en víða nokk- uð mikil að vöxtum, þó eru sums staðar úti hey ennþá. Spretta í görðum var víða léleg og óvíða yfir meðallag. Fé reyndist yfir- leitt rýrt. Framkvæmdir voru miklar, bæði var mikið byggt og ræktun nokkur. Á hverju ári er byggt allmikið af útihúsum og alltaf fjölgar þeim, sem koma sér upp súgþurrkun. íbúðarbyggingar eru ekki í stórum stíl, en þó jafnan nokkrar. Allmikið var um vélakaup til búnaðarstarfa, enda er það þró- un, er ekki má stöðvast, því land- búnaðurinn byggist á því. Ekki er þess að dyljast að hall- að hefur undan fæti hjá bændum efnalega. Bjargráðin sællar minn ingar frá 1958 hafa á þessu ári lagzt með fullum þunga á bænd- ur. Nægir að setja fram lítið dæmi til að sanna þetta gagnvart verði á fóðurbæti og því, sem við bændur hér á Suðurlandi fáum fyrir mjólkina. Vorið 1958 kostaði 40 kg. poki af fóðúrblöndu 94 kr. og þá var útborgað verð fyrir mjólkina hjá M.B.F. 64 aurar á fitueiningu. Á síðastliðnu sumri voru þessi hlutföll aftur á móti orðin sem hér segir: fóðurblöndu pokinn kostaði þá 144 kr. og 50 aura, en útborgað verð fyrir mjólkina 65 aurar á fitaeiningu. Af þessu dæmi ætti það að vera ljóst að bændur hafa fulla þörf fyrir betra árferði og batnandi afkomu. Áramótin eru tími reiknings- skila, þá líta menn um öxl til þess liðna og horfa jafnframt fram á veginn. Þakka skal það sem vel er um það liðna og vænta þess bezta af framtíðinni. Og í þetta sinn felst áreiðanlega í ára- mótaóskum okkar einlæg þrá eft- ir bjartari timum í næstu fram- tíð. — M.G. Jarðarför systur minnar, SIGURBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR fer fram í Fossvogi laugardaginn 2. jan. 1960, kl. 10,30 fyrir hádegi. Blóm vinsamlega afþökkuð. Jónína Guðmundsdóttir Útför eiginmanns míns, föður okkar og sonar, KRISTJÁNS M. ÞÓRÐARSONAR fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 4. jan. kl. 10,30 f.h. Blóm og kransar vinsamlega afbeðin. Anna Vilhjálmsdóttir og böm, Sigurlaug Sigvaldadóttir. Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar GUÐBJARGAR SVEINBJARNARDÓTTUR ' Efstasundi 47 Fyrir mína hönd og barna okkar: Jón G. Bjarnason Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför SIGRfÐAR ÞORSTEINSDÓTTUR Vífilsgötu 13 Aðstandendur MYKJUNESI — Árið, sem nú er

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.