Morgunblaðið - 31.12.1959, Side 24
nýar
!
(
291. tbl. — Fimmtudagur 31. desember 1959
Guðmundur Jörundsson
leigir hraðfrystihúsið á
Kirkjusandi af S/S.
Eignast 1000 smálesta togara
7 marzmánuði
GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON útgerðarmaður frá Akureyri, hefur
nýlega gengið frá samningum við Samband ísl. samvinnufélaga um
leigu á hraðfrystihúsi þess á Kirkjusandi hér í Reykjavík. Er
hann nýfluttur frá Akureyri hingað til Reykjavíkur með útgerð
sína og atvinnurekstur. Hyggst hann hagnýta hraðfrystihúsið fyrst
og fremst til þess að vinna þar afia hins nýja togara síns, sem
verið er að smíða fyrir hann í Vestur-Þýzkalandi. Verður þessi
togari flotsettur um miðjan janúar n. k. og fullsmíðaður í marz.
Togarinn verður um 1000 tonn að stærð.
Guðmundur Jörundsson skýrði Morgunblaðinu frá þessu í gær,
cr það leitaði frétta hjá honum í tilefni af flutningi hans hing-
að suður. —
Útfærslan skaðar ekki
íslenzka togara.
Guðmundur Jörundsson
útgerð togarans. Er það mjög
mikils virði fyrir nýtingu aflans.
Jafnframt hefi ég átt viðræður
við aðra togaraeigendur hér í
Reykjavík, sem ekki eiga hrað-
frystihús, um samvinnu við fryst-
ingu fisks frá þeirra skipum.
Vantar dráttarbraut á Norður-
landi.
Hvers vegna fluttuð þér frá
Akureyri hingað til Reykjavík-
ur?
Til þess liggja ýmsar ástæð-
ur. Með siglingum á hin nýju
og fjarlægari mið varð erfiðara
að stunda togaraútgerð frá Ak-
ureyri. Tveir til þrír dagar töp-
uðust á mánuði hverjum vegna
þess, hve sigling þangað norð-
ur var lengri. í öðru lagi er hag-
nýting aflans og afgreiðsla skip-
anna orðin einhver hin bezta a
landinu, hér í Reykjavík.
í þriðja lagi töldu svo toppskip-
stjórarnir sig eiga óhægari að-
stöðu í samkepninni um aflabrögð
með búsetu fyrir norðan en hér.
Þessi breyting til óhagræðis
fyrir togaraútgerðina varð sér-
staklega áberandi eftir að afli
fór að minnka hér við Norð-
Vesturlandið. Meðan hann hélzt
voru aflamöguleikarnir mjög svip
aðir fyrir sunnan og norðan.
Ennfremur er það til mikils
óhagræðis fyrir togaraútgerðina
tyrir norðan að dráttarbraut fyrir
togara hefur ekki ennþá fengizt
v á NorðurlandL
J Framtið togaranna.
- En hvað viljið þér segja um
Teljið þér að íslenzku togar-
arnir hafi aflað mikið minna á
heimamiðum eftir að fiskveiði-
takmörkin voru færð út í 12 míl-
ur?
Það er mín persónulega
skoðun, segir Guðmundur Jör-
undsson, að þessi útfærsla fisk
veiðitakmarkanna hafi haft
fremur lítil áhrifíþá átt, aðrýra
aflamagn íslenzku togaranna,
þar sem vitað er að þeir hafa
stundað veiðar það djúpt, að
útfærslan kemur í flestum til-
fellum lítið við þá.
S. Bj.
Togarinn Þorsteinn Ingólfsson kom af veiðum i gær. Hann verður síðasti togarinn inn á þessu
ári. Á snæviþaktri bryggjunni stóð lítill drengur, sem kominn var til þess að fagna föður sínum
komnum af hafi, Pétri skipstjóra Þorbjörnssyni. — Sjá frásögn af komu togarans á bls. 3.
21 tíma villtir
á jökli
en lögðust rólegir út af og hvildu sig
KRISTINN Jónsson, bóndi á
Dröngum í Arneshreppi, sem
óttazt var um á ferð yfir Drang-
jökul s.l. sunndagskvöld, kom í
fyrrakvöld til ísafjarðar og not-
aði fréttaritari blaðsins á staðn-
m tækifærið til að hafa tal af
honum.
Kristinn, sem er maður á bezta
aldri, innan við fimmtugt, lét
lítið yfir hrakningum þeirra
feðga, en með honum var 15 ára
gamall sonur hans, Jón. Sagði
hann að þó þeir hefðu verið 21
tíma á ferð á jöklinum, þá hefðu
þeir hvílt sig oft og jafnvel lagzt
út af. Hefðu þeir farið hægt yfir,
þar eð hann vildi ekki þreyta
óhamaðan unglinginn.
Þeir feðgar lögðu upp frá
Dröngum kl. 7 á sunndagsmorg-
un og ætluðu þvert yfir Dranga-
jökul niður að Skjaldfönn í Naut
eyrarhreppi. Er það undir venju
legum kringumstæðum 7 tíma
ferð. Var aðalerindi þeirra að
koma Jóni, syni Kristins í hér-
aðsskólann í Reykjanesi.
Vindáttin breyttist
Er þeir lögðu af stað, var norð
austanátt, en hann snerist hægt
í austur og varð það til þess að
villa Kristin. Fóru þeir því norð
ar en þeir ætluðu. Er upp kom
á jökulinn var komið muggu-
kafald, en Kristinn kvaðst ekki
hafa haft neinar áhyggjur af því,
enda uppalinn þarna norðurfrá
og öllu vanur.
Þeir feðgarnir komu niður á
jökulbrúnina við Kaldalón, þar
sem heitir Votubjörg. Þar er
mjög bratt niður af jöklinum og
gerðu þeir þrjár tilranir til að
komast niður, en tókst ekki. Fóru
þeir þá nokkru norðar og reyndu
að komast niður skriðjökulssporð
inn, en fyrir þeim varð jökul-
sprunga, svo að þeir sneru aftur
við upp á jökulinn. Héldu þeir
enn norður eftir jöklinum og kom
ust loks niður í Kaldaiónið. Voru
þeir þá komnir að sjónum og
gátu haldið eftir veginum að Ar-
rnúla. Komu þeir í Armúla eftir
21 tíma ferð. Sagði Kristinn, að
þá hefðu þeir verið alveg óþreytt
ir, enda farið sér hægt.
Bað Kristinn fréttamanninn
um að skila kveðju og þakklæti
til allra þeirra sem voru farnir
að gera ráðstafanir til að leita
þeirra feðga, en hann kvað ekki
ástæðu til að óttast um sig fyrsta
sólarhringinn, því hann væri van
ur löngum leiðum og væri oft
lengi á ferðum.
Óvíffa betra að búa
Kristinn Jónsson býr á Dröng-
um, sem nú er nyrsti bær á
Ströndum, síðan Reykjafjörður
lagðist í eyði í haust. Vitavörð-
ur er þó í Látravík. Þangað flutt-
ist hann árið 1953 frá Seljanesi,
sem er sunnar í sama hreppi.
Hann segir að þarna sé gott að
búa. Mikil hlunnindi fylgja jörð-
inni, reki, selveiði og dúntekja,
ög það er ágæt sauðajörð. Hefur
Kristinn 200 fjár og fjórar kýr.
Heimili hans er stórt, 13—14
manns í heimili á veturna, en
börnin eru 9, og 20 manns á sumr-
in. —
Næsti bær fyrir sunnan Dranga
er Ófeigsfjörður, en þangað er
6—8 tíma gangur. Á trillu tekur
ferðin aðeins tvær stundir.
Kveðst Kristinn helzt þurfa að ná
sér í betri og öruggari bát. Að
öðru leyti sé sér ekkert að van-
búnaði. Hann kveðst alls ekki
hugsa til flutnings. Óvíða sé betra
að vera. Hann búi að vísu af-
skekkt, en það hafi aftur á móti
fjölmarga kosti að búa þarna norð
ur á Ströndunum.
Eldur borinn að
brennunum kl, 17
UM KLUKKAN 11 mun slá
rauðum bjarma á loftið yfir
Reykjavík, því þá verða
kveiktar árámótabrennurnar
hér í bænum. Stærstu brenn-
urnar verða á Klambratúni og
við Laugardalsvöllinn. Alls
verða milli 60—70 brennur hér
í bænum í kvöld, svo víst er *)
að slá mun eldbjarma á loftið.
Engum getum verður að því
leitt, hve mörgum flugeldum
verður skotið í kvöld hér í
bænum, en margir voru með
fleiri eða færri flugelda undir
hendinni, er þeir héldu heim
frá vinnu í gærkvöldi.
Til 1362.
Til hve langs tíma hafið þér
leigt hraðfrystihús SÍS á Kirkju-
sandi?
Ráðgert er að ég taki við rekstri
frystihússins hinn 1. júlí. Hef ég
tekið það á leigu til ársins 1962
með forgangsleigurétti áfram eft-
ir þann tíma. Það er ætlun mín
að reká frystihúsið í sambandi við
framtíð togaraútgerðarinnar?
Ég vil aðeins um hana segja
það, að ég tel nauðsynlegt að end
umýja togaraflota okkar. Það er
staðreynd, að við getum ekki án
togaranna verið. Þeir afla nær
helmings af aflamagni okkar. Það
er líka búið að byggja svo stórar
vinnslustöðvar í landinu að við
getum ekki matað þær án togara,
sem sótt geta afla á fjarlæg mið.
Ennfremur er það skoðun mín
að við verðum að stækka togar-
ana með tilliti til hinna fjarlæg-
ari miða.