Morgunblaðið - 14.01.1960, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 14.01.1960, Qupperneq 11
Fimmtudagtir 14. jan. 1960 MORCTlNnr a »IÐ 11 Fiskeldi á íslan stórkostlegt atvinnu- og fjárhagsatriði VIÐ HÖFUM gjarna litið á veið- ar vatnafiska sem frístundaiðju/ hlunnindi góðjarða eða stundar- gaman iðjuleysingja. Sjaldnast látum við okkur detta í hug að hér sé um atvinnugrein að ræða, sem verið gæti mun stærri og rneiri ef kostur væri að sýna henni meiri rækt. Þegar rætt er um lax og silung er sportveiðin mönnum efst í huga. Tíðindamaður blaðsins átti fyrir skemmstu tal við Þór Guð- jónsson veiðimálastjóra og bar áttumenn hér til þess að inna 1 slík störf af hendi. Hér á landi starfa nú fjórar eldisstöðvar. Eru þrjár þeirra í eigu einstaklinga, sem ekki telja sér skylt að annast upplýsinga- þjónustu um fiskeldi. Hin fjórða er í eigu Rafmagnsveitu Reykja- víkur og annast hún uppeldi laxveiða og selur þau til dreif- inga í veiðiám. Tvær stövanna ala upp regnbogasilung til út- flutnings og ein elur upp laxa- seiði fyrir eigin á. Rætt við Þór Guðjónsson veiðimálastjóra þá á góma framtíðarmöguleik’r okkar í veiðimálum og þá fyrst og fremst laxveiðinnar. Lítið fiskeldi hér á landi Veiðimálastjóri segir að víða erlendis sé það aldagömul a*> vinnugrein að ala fisk og rækta, líkt og við ræktum hér kvikfén- að. Hefur hann ferðazt víða er- lendis til þess að kynna sér þessi mál. Hér á landi hefir vísir að slíkri starfsemi verið um nokkur ár. Hefur það fiskeldi byggzt á því að ala upp laxaseiði til þess að sleppa þeim í veiðiár og að framleiða fisk til matar. Fullkom in tilt'aunastarfsmi hefir þó ekki verið á þessu sviði hér á landi og skortir því mjög á að hægt se að stunda hér fiskeldi með nokk- uð öruggum árangri. Til þess þyrfti að koma hér upp fullkom- inni tilraunastöð, þar sem hægt væri bæði að þjálfa menn til pess ara starfa og kenna þau og auK þess gera tilraunir, sem leitt gætu til hagkvæmrar niðurstósu fyrir fiskeldi sem atvinnugrein. Þótt í ýmsu megi byggja á er- lendum athugunum eru aðstæð- ur hér að svo mörgu leyti öðru vísi að ýmsar framkvæmdir hljóta að verða nokkuð fálm- kenndar og leiða því ekki til eins hagkvæms árangurs eins og ann- ars gæti orðið. Það skortir líka mjög tilfinnanlega þjálfaða kunn Frá eldisstöð þar sem ræktaðmr er regnbogasilungur í Non- Mölle hjá Viborg í Danmörku. Verið er að tæma eldistjörn og taka silunginn „til slátrunar“. Með því að koma á fót slíkri tilraunastöð og þjálfa fiskirækt- armenn, sem síðar gætu unnið við eldisstöðvar víðs vegar á landinu mætti stórefla og auka veiðimögu leikana. Ekki væri óeðlilegt að hugsa sér að veiðifélög, þ. e. a. s. félög ábúenda á laxveiðijörðum, ræki hvert fyrir sig uppeldisstöð í þeim tilgangi einum að auka veiðimöguleikana á vatnasvæði sínu. Mætti þar með stórauka fiskigöngu í ánum og þar með allan afrakstur af þeim. Tii- raunastöðin sjálf myndi síðan Gísli heitinn Kristjánsson klakvörður við Elliðaár um tvo áratugi. Hér sést hann vera að strjúka lax í klak. (Ljósm. Magnús Jóhannesson). Laxinn verðmætastur Þótt kki sé rætt um nema lax- veiðina er auðséð að með auk- inni ræktun og uppeldi má mjög auka tekjur af henni. Segja má að þegar séu allar veiðiár lands- ins fullsetnar. Mætti því stórauka stangafjölda við árnar og er jafn- vel ekki óeðlilegt að hugsa sér að fá mætti auknar tekjur af veiðileyfum til erlendra ferða- manna. Auk þess er laxinn mjög dýr matur og sala á honum til Frá tilraunasjóeldisstöðinni í í uppeldistjörn. er byggt af orkuverum og laxár eru þar með eyðilagðar. Það bend ir því allt til þess að enn megi auka hag laxveiða hér á landi. Mörg verkefni Tilraunastöð um fiskeldi þyrfti að geta leyst af hendi mörg verk- efni. Þar þyrfti að gera tilraunir Bowmans Bay í Washington. Verið er að gefa laxaseiðum fóður (Myndirnar tók Þór Guðjónsson). Frá laxatilraunastöð við raforkuverið í Bergeforsen í Svíþjóð. Steyptar eldistjarnir. gera ýmsar athuganir og miðla þekkingu sinni og niðurstöðum til hinna ýmsu fiskræktarmanna i landinu. Fiskeldi eins og kvikfjárrækt Auk laxins kemur svo til gre'na eldi ýmissa annarra fisktegunda, þótt ekki sé verðmæti þeirra að jafnaði eins mikið. Það eru mógu leikar á því að koma á fót eldis- stöðvum víðs vegar um sveitir landsins þar sem fisktegundir eru að fullu aldar upp og síðan slá'.r- að, rétt eins og um búfjárrækt væri að ræða. Líka er hægt að ala laxaseiði upp í göngustærð (10—15 cm) í fersku vatni eða sjóblöndu og láta þau síðan ganga úr eldistjörnunum til sjávar, þar sem þau tækju út þroska sinn. Að 1—3 árum liðnum mundi þessi lax síðan ganga upp í eldistjarn- irnar á ný, ef þannig væri um búið (laxastigi) og væri þá hægt að taka hann og slátra og selja. Það er einnig hægt að auka af- kastagetu eldistjarna með því að bera áburð í þær sem þá gefur meira fóður fyrir þá fiska, s_m í þeim lifa. Ennfremur má bæta fiskivötn með áburðarnotkun, en slíkt krefst auðvitað aðstöðu til athugana og tilrauna á vegum tilraunastöðvar. 1 rauninni fhá segja, segir veiðimálastjóri, að fullkomlega sama gildi um nauð- syn tilraunastöðvar fyrir fiskeldi eins og tilraunastöðvar fyrir atn- ar ýmsu greinar landbúnaðarins. Það skortir aðeins nokkru meiri skilning á nauðsyn slíkrar til- raunastöðvar og innsýn í þá mjög auknu möguleika, sem fiskeidi mundi gera til eflingar atvinnu- vegum landsins, sem ekki eru oi fjölskrúðug fyrir. Umbrotatímar Nú eru miklir umbrotatimar á sviði efna&thugana og fóðumot- kunar þeirra dýra er lifa villt 1 vötnum. Kemur þar til geisla- virkni, sem sett er í hin ýmsu snefilefni, en það eru þau efni, sm dýrin þurfa mjög lítið magn af en eru þeim þó lífsnauðsynleg. Með mælingum má síðan finna út hve mikil þörf dýranna er fyr- ir hin ýmsu snefilefni og hve mik ið af þeim þarf að setja í vötnin í áburði. Hér er um að ræða mjög merkar athuganir, sem um þess- ar mundir fara fram erlendis. Það er ekki nóg að fóðra lífverurnar á svo og svo miklu af ýmsum efnum, er vér vitum að þær neyta í ríkum mæli, ef þær skortir aft- ur á móti nauðsynlega snefilefni, sem þær í rauninni geta ekki lifað án. Það er með þetta eins og keðj- una sem ekki er sterkari en veik asti hlekkur hennar. Þetta lögmál þekkja allir ræktunarmenn. Ef við ætlum ekki að staðna á Framh. á bls. 21. útlanda gæti því gefið góðan arð. í rauninni má segja að lax sé fyrst og fremst lúxusvarningur. Laxastofninn fer minnkandi í heiminum og stafar það fyrst og fremst af því að meira og meira með eldi fisksíns á íslenzku fóðri en í það mætti nota alls konar fiskúrgang og úrgangsefni ann- arra matvinnslustöðva, svo serr. kjötvinnslu- og sláturhúsa. Einn- ig væri vel hægt að hugsa sér að hér á landi mætti framleiða fiskifóður til útflutnings. Þá þarf þessi tilraunastöð að hafa aðstöðu til fiskeldis bæði í fersku vatni og sömuleiðis sjóblönduðu vatni og sjó. Athuga þarf þar allar nýj- ungar á þessu sviði og tileinka sér þær, einnig að vinna að fiski- kynbótum. Þótt gera megi ráð fyrir að meginverkefni yrði að efla laxagönguna, þarf tilraue.a- stöð þessi að athuga aðra fiski- stofna. Ekki væri óeðlilegt að, fiskifræðingar, sem vinna að at- hugunum á lífi ýmissa sjávar- fiska vildu hafa aðstöðu til þess í tilraunastöð sem þessari að gera athuganir sínar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.