Morgunblaðið - 14.01.1960, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 14.01.1960, Qupperneq 13
Fimmtudagur 14. jan. 1960 MOJtCTJNfíLAÐIÐ 13 Pétur Sæmyndsen, framkvæmdastjóri F. Í.I.: Verksmiðjuiðnaðurinn 195 UM ALLMÖRG undanfarin ár hefur það verið venja að gera hér í blaðinu nokkra grein fyrir af- komu verksmiðjuiðnaðarins á liðnu ári. Það hefur þó alltaf skort mikið á, að ítarlegar tölu- legar upplýsingar væru fyrir hendi um þróun iðnaðarins á hverjum tíma. Hefur verið sér- lega bagalegt að hafa ekki upp- lýsingar um framleiðslu þessa at- vinnuvegar, þar sem framleiðslu- tölur eru jafnan nokkuð góður mælikvarði á þá þróun, sem átt hefur sér stað. Hagstofa Islands hóf fyrir nokkrum árum að safna skýrslum um framleiðslu iðnaðar vara úr allmörgum iðngreinum. Hafa þessar skýrslur nú verið birtar tvö ár í röð og gefa nokkuð ítarlegt yfirlit yfir framleiðsiu iðnaðarins á árunum 1957 og 1958. Enda þótt allmikið vanti á að skýrslur þessar séu tæmandi, því meðal annars vantar upplýs- ingar frá ýmsum þýðingarmikl- um iðngreinum, þá má nota þess- ar tölur til samanburðar með nokkrum árangri. Algengast er að nota vísitölur til að sýna þróun- ina á hverjum tíma. T. d. tíðkast það á Norðurlöndum, að út séu gefnar mánaðar vísitölur, sem sýna hvaða breytingar hafi áft sér stað á iðnaðarframleiðslunnx. Er þá jafnan gerð grein fyrir breytingunum, og helztu orsakir þeirra raktar. Eru þessar skýrsl- ur góður leiðarvísir fyrir þá, sem veita atvinnurekstri forstöðu og eins fyir stjórnarvöldin, hvaða stefnubreytingar þurfi að gera á hverjum tíma. Er ekki vafi á því, að þessi skortur á tölulegum og hagfræðilegum upplýsingum um iðnaðinn hefur oft orðið honurn þungur í skauti á undanförnum árum, því þeir sem með völdin fara hafa m.a. af þessum sökum hvorki gert sér grein fyrir mikil- vægi iðnaðarins fyrir þjóðarbú- skapinn né verið ljóst hvaða af- leiðingar ýmsar stjórnarráðstaf- anir og löggjöf hefur fyrir af- komu hans.Skýrslur Hagstofunn ar um framleiðslu iðnaðarvara á- samt iðnaðarskýrslum 1950 og 1953 eru fyrsti vísirinn af fuli- komnari upplýsingum um þróu.n iðnaðarins hér á íslandi í þeirri merkingu, sem rædd var hér að ofan. Að vísu er ekki enn hægt að nota þessar upplýsingar nema að litlu leyti til að búa til visi- ' tölur yfir framleiðslu iðnvain- ings því til þess þyrftu þær bæði að vera ítarlegri og svo vantar gögn um hinn almenna mæli- kvarða, sem gera mundi vísitöiu- útreikning mögulegan, það er að segja verð varanna. Nauðsynlegt er að þessum útreikningum verði komið í fast form hið fyrsio, enda þótt það hafi nokkuð aukin útgjöld í för með sér. Þrátt fynr þá vankanta, sem á skýrslunum eru, má gera sér nokkra grein fyrir þróun iðnaðarframleiðslunn ar 1958 miðað við 1957. Afkoma virðist hafa orðið mjög misjöín hjá hinum ýmsu greinum iðnað- ar, hjá sumum hefur framleiðsian aukizt og öðrum minnkað. Einna mest virðist aukningin vera í framleiðslu allskonar umbúða þó sérstaklega pappa-stál- og blikk- umbúðum. Jókst framleiðs'a pappaumbúða um rúm 33%, stái- tunna um tæp 37% og blikkdósa yfir 100%. Nokkur aukning varð á framleiðslu allskonar ytri fatn- aðar en þó ekki meiri en um 3—4% að jafnaði. Einnig var nokkur aukning á framleiðs'u vinnufatnaðar og innri fatnaðar. Tæp 17% aukning varð á fram- leiðslu hreinlætisvara og 6% aukning á framleiðslu drykkjar- vara. Aftur á móti dróst fram- leiðsla á kexi saman um 4%, sæl- gæti 9%, skófatnaði rúm 2%, leð- urvörum um 9%, og á rafmagns- tækjum um 19%. Framleiðsla á kaffi, smjörlíki og matarefnum stóð næstum í stað.Allmikill sam dráttur varð í veiðarfæraiðnað- inum og minnkaði framleiðsla allra vörutegunda þar nema á botnvöipugarni úr manilahampi. Jókst framleiðsla á botnvörpu- garni um tæp 20%, en minnkaði á öngultaumum um nær helming og þorska- og ýsunet úr nylon um rúm 17%. Samdráttinn í veiðar- færaiðnaðinum má að verulegu leýti rekja til hinnar óhagstæðu samkeppnisaðstöðu, sem hann býr við. Vegna rangskráðs gengis islenzku krónunnar verður inn- lendur kostnaður langtum hærri hér, heldur en við sambærilega framleiðslu erlendis. íslenzkur veiðarfæraiðnaður mundi vera fullkomlega samkeppnisfær á Evrópumarkaðnum, ef gengi ís- lenzku krónunnar væri skráð í samræmi við verðmæti hennar gagnvart erlendum gjaldeyri. Þetta er ömurleg staðreynd, þar sem íslendingar ættu að geta staðið mjög vel að vígi við fram- leiðslu og útflutning veiðarfæra, ekki sízt vegna þess, hve heima- markaður er stór, en hann er aðal lyftistöng þessa iðnaðar. Þetta sama á reyndar við um fiski- skipasmíðar, því við eðlilegar að- stæður ættum við íslendingar auðveldlega að vera samkeppnis- færir í þeirri grein fyrir heima- Sala Sementsverksmiðjunnar á sementi nam um 84 þús. tonnum en framleiðsla sements lá niðri um tveggja mánaða skeið sökum rafmagnsskorts. Yfir höfuð virð- ast svörin vera á þá leið, að fram- leiðslan hafi orðið mjög svipuð á þessu ári og var 1958. í sumum greinum fatnaðariðnaðarins hef- ur orðið einhver aukning en þó ekki mikil en. í öðrum hefur orð- ið einhver samdráttur, meðal ann ars um 6—-7% hjá eiiiu stórfyrir- tæki. Hjá mörgum fyrirtækjum í fatnaðinum hefur framleiðslan staðið nokkurn veginn í stað. Framleiðslan á hreinlætisvörum virðist vera mjög svipuð og 1958 en þó frekar aukizt. Svipað má segja um kex og sælgætisfram- leiðslu. Framleiðsla raftækja var einnig svipuð því sem var 1958 en mun frekar hafa minnkað, þó ekki að ráði. Töluverð aukning mun hafa orðið á framleiðslu. öls og gosdrykkja. Einnig mun framleiðsla pappaum- búða hafa aukizt nokkuð og þá sérstaklega fiskumbúða. Sömu erf iðleikarnir hafa steðjað að veiðar færaframleiðslunni og undanfar- in ár. Þó varð aukning á fram- leiðslu Hampiðjunnar en afkoma netaverksmiðja hefur farið hríð- versnandi. Er nauðsynlegt að ráð- stafanir verði þegar gerðar til þess að bæta afkomu veiðarfæra- un hjá mörgum öðrum fyrirtækj- um vegna hráefnaskorts en í flest um tilfellum bjargazt einhvern veginn á síðustu stundu. Þó mun hráefnaskortur í mörgum iðn- greinum vera mjög alvarlegur núna um áramótin og mega horf- ur teljast alluggvænlegar á því sviði. Hafa félaginu borizt kvart- anir um alvarlegan hráefnaskort t. d. í hreinlætisvöruiðnaði, sæl- gætisiðnaði og sjófataframleiðsli ásamt ýmsum öðrum greinum. Það verður að teljast lágmarks- krafa, að iðnaðurinn í landinu geti fengið nógu mikið hráefni og reglulega til að anna eftir- spurninni og í það minnsta verð- ur að taka til greina þá fram- leiðsluaukningu sem óhjákvæmi- lega þarf að verða árlega vegna aukningar fólksfjöldans í land- inu. Það er alltaf áhættusamt bæði fyrir iðnrekendur og iðn- verkaíólk að þurfa að búa við sífellt öryggisleysi i hráefnamál- um bæði hvað viðvíkur magni og tímaákvörðunum úthlutana. Sú nýbreytni var tekin upp á árinu af viðskiptamálaráðuneytinu að semja innflutningsáætlun fyrir hvort misseri ársins um sig og ræða þær við fulltrúa innflytj- enda. Enda þótt iðnaðinum hafi, eins og framan getur, verið skor- inn alltof þröngur stakkur í þess- um áætlunum, verður þó að Ið'naðarmenn hjá Sameinuðu ver ksmiðjuafgreiðslunni. markað og e. t. v. erlendan mark- að. Er satt að segja furðulegt að ekki skuli hafa verið gert stór- fellt átak til þess að efla inn- lenda fiskibátasmíði og koma á togarasmíði. Til skamms tíma þurfti að greiða verulega hærri aðflutningsgjöld af efni til skipa- smíða en innfluttum skipum, en nú er skortur á fjármagni auk rangrar gengisskráningar aðal- þröskuldurinn á vegi innlendra skipasmíða. Samkvæmt upplýsingum frá allmörgum iðníyrirtækjum í Reykjavík og víðar má gera sér nokkra grein fyrir framleiðslu og afkomu iðnfyrirtækjanna á ár- inu 1959 miðað við árið 1958, sem getið var hér að framan. Áburðar verksmiðjan framleiddi um 18.300 tonn af áburði. Er það nokkru meira en sl. ár og stafar af aukinni rafmagnsframleiðsiu til verksmiðjunnar, en undanfar- in ár hefur verksmiðjan ekki get- að starfað með fullum afköstum vegna skorts á rafmagni. Við til- komu rafmagns frá Efra-Sogi standa þó vonir til að verksmiðj- an geti starfað með fullum af- köstum á næsta ári, en nýjar virkjanir eru iðnaðinum mikils- vert hagsmunamál og fagnaðar- efni þegar þær taka til staría. iðnaðarins og er þess að vænta, að útvegsmenn taki eindregið undir þá kröfu. Svo virðist sem iðnaðarfram- leiðslan hafi staðið í stað eins og áður er sagt eða því sem næsi og tæpast hafa aukizt í samræmi við aukna fólksfjölgun í landinu, en hún nemur að jafnaði 2—2Vz% á ári. Sölutregða mun lítt hafa gert vart við sig á árinu og skort- ur verið á mörgum iðnaðarvörum á markaðnum. Þessu heíur valdið hráefnaskortur, sem alltaf lætur til sín segja árlega. Er slíkt ekki óeðlilegt, þegar heildarúthlutun innflutningsleyfa til hráefna- kaupa breytist lítt frá ári til árs og hráefnaverð lækkar ekki. Ekki munu alvarlegar stöðvanir samt hafa orðið hjá iðnfyrirtækjum á árinu vegna hráefnaskorts þótt stundum hafi það legið nærri. Nýlega sagði t. d. eitt iðnfyrir- tæki öllu starfsfólki sínu upp, vegna þess að enginn hráefni voru til að vinna úr. Átti fyrir- tækið hráefni liggjandi á hafnar- bakkanum, sem það hafði ekki fengið að leysa út en fékk þó einhverja úrlausn mála sinna tii að koma í veg fyrir algera stöðv- un. Mun þetta þó hvergi hafa nægt fyrirtækinu til fullkominna afkasta. Legið hefur nærri stöðv- segja, að þessi framkvæmd er ti' bóta meðan ekki er rýmkað um höftin. Efnahagsráðstafanir I lok janúar sl. voru samþykkt á Alþingi lög um niðurfærslu verðlags og kaupgjalds, sem ríkis stjórnin hafði lagt fyrir þingið með það fyrir augum að hamla á móti verðbólguþróuninni í land inu. Var hér að vissu marki geng- ið inn á nýja braut með því að lækka verðlag og kaupgjald, enda svo komið að sú leið, sem farin hafði verið, að bæta út- flutningsatvinnuvegunum kaup- hækkanimar með niðurgreiðsi- um, sem fjár var aflað til með auknum sköttum, var álitin ófær. Hefðu slíkar ráðstafanir haft í för með sér stórfelldari víxlhækk anir kaupgjalds og verðlags, en þekkzt hefur hér á landi og að lokum leitt til stöðvunar fram- leiðslunnar og algjörs öngþveitis. 1. desember hafði vísitalan hækk- að úr 185 stigum í 202 stig og er lögin voru sett stóðu fyrir dyr- um miklar verðhækkanir á inn- lendum iðnaðarvörum, vegna hækkaðra vinnulauna af þessum sökum. Iðnrekendur tóku sjálfir á sig þessar hækkanir á kaup- gjaldi í tvo mánuði og féllust auk Pétur Sæmundsen þess á lækkun álagningar, sem standa á undir ýmsum „sameigin- legum“ kostnaðarliðum fyrirtækj anna. Þrátt fyrir þetta hafa iðn- rekendur átt ýmislegri óbilgirni að sæta hjá verðlagsyfirvöldun- um eins og áður og skort hefur á samræmi í verðlagsákvörðunum bæði hvað snertir einstök fyrir- tæki og heilar iðngreinar. Fjárfestingarmál Fjárfestingarmál iðnaðarins hafa verið með endemum undan- farin ár. í fyrra var drepið á það að fjármunamyndun í iðnaði öðr- um en fiskiðnaði, mjólkur- og kjötiðnaði hefði numið 5,5% af heildar fjármunamynduninni á ár unum 1954 til 1957, en hlutur alla iðnaðar í fjármunamyndun þess- ara ára nam aðeins 11,4 af hundr- aði. Nýrri tölur eru ekki fyrir hendi, en fjárfesting í iðnaði hef- ur vafalaust minnkað talsvert hlutfallslega á síðustu tveimur ár um, vegna þess að bygging áburð ar- og sementsverksmiðjanna er nú lokið. Það er einkar fróðlegt að bera þessa tölu sainan við sa_ms konar tölur í öðrum löndum. Ár- ið 1956 var fjármunamyndun 1 iðnaði í Noregi 16,5 af hundraði heildarfjármunamyndunar, en 17,2 af hundraði árið 1957. Árið 1955 varð hlutur iðnaðarins í heildarfjármunamyndun Banda- ríkjanna 19,0 af hundraði, í Bret- landi 25,6 af hundraði og í Frakk landi 23,6 af hundraði. Talan fyrir Noreg er nokkuð lág samanborið við Bretland og Frakkland, en þess ber að gæta, að Norðmenn fjárfesta mjög mik- ið í kaupskipastóli sínum, sem þá kemur að nokkru leyti í stað iðn- aðar. Fjármunamyndun í iðnaði hjá hinum nágrannaþjóðunum virðist því liggja einhvers staðar í bilinu 17—26 af hundraði allrar fjármunamyndunar, þótt við virð umst geta látið okkur nægja rúma 11 af hundraði. Það var því ekki út í bláinn mælt hjá René Sergent, framkvæmdastjóra Efna hagssamvinnustofnunar Evrópu, þegar hann mælti á þessa leið í erindi ekki alls fyrir löngu: „Við skulum gera okkur grein fyrir því, að með aukinni iðnvæðingu er fyrst og fremst hægt að bæta lífskjörin“. Það er nýstárlegt, en jafnframt ánægjulegt, að heyra þennan sígilda sannleika sagðan úr ræðustól hér á landi og það af manni, sem allir ættu að geta tekið mark á. En ekki neitt ein- asta dagblaðanna í Reykjavík sem sagði frá ræðu Sergents endursagði þessi orð. í fjölda mörg ár hefur það ver- ið svo hér á landi, að iðnaðinum hafa verið veitt mjög takmörkuð fjárfestingarleyfi til að byggja yfir sig lítil sem engin gjaldeyris- og innflutningsleyfi til að flytja inn vélar og tæki og víðsýni inn- flutningsyfirvaldanna hefurmeira að segja verið svo mikil að oft hefur legið við að framleiðsla iðnfyrirtækja hafi stöðvazt vegna skorts á leyfum til varahluta- kaupa. Árangurinn hefur orðið, að fjöldi íslenzkra iðnfyrirtækia starfar algjörlega í ófullnægjandi húsnæði með gömium, úreltum og slitnum vélum fyrir utan að þurfa að glíma við hráefnisvandamál, sem áður hefur verið minnzt á. Vöxtur þjóðarteknanna mun halda áfram að verða rýr, ef Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.