Morgunblaðið - 14.01.1960, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 14.01.1960, Qupperneq 22
22 MOnCTlNnr 4 ÐIÐ Fimmtudagur 14. Jan. 1960 Við sáum fjóra eða fimm karla í brúnni og á brúarvæng og veifuðu þeir til okkar. — Minning Framh. af bls. 15. Starfsmenn landhelgisgæzlunnar, sem tóku þátt í leitarfluginu með björgunarflugvélinni, sem er stór tveggja hreyfia vél. Guðjón Jónsson flugstjóri (t.v.) bendir á staðinn á kortinu, þar sem Úranus fannst og t.h. á myndinni er Guðmundur Kjærnested skipherra. — Samtal v/ð íslenzku leitar- mennina Framh. af bls. 1. l/vernig veðrið hefði verið þegar togararnir urðu viðskila. Skip- stjórinn á Þormóði goða svar- aði: „Það var ekki svo voðalegt, ekki nema 10—12 vindstig!" — en það þýðir 50—60 sjóm. vindhraði. Þá gat hann þess, að á þessum slóðum hefði verið frostlaust veður og lítil ísing, en aftur á móti kvaðst hann vera hræddur um að Úranus hefði getað orðið fyrir tjóni af rekís. Sigldu í austur Þá skýrði Hans skipstjóri okk- tir frá því, að Helgi skipstjóri á Úranusi hefði talað um að sigla 300 mílur í austur, en Þormóður goði mun hafa siglt um 200 míl- ur I austur. Við sáum að Úranus gæti þá verið fyrir sunnan og austan siglingaleið Þormóðs goða, og kom okkur saman um að leita á svæði, sem svaraði sól- arhringssiglingu í suðvestur. — Veðrið var ágætt þegar við flug-. um yfir Þormóð goða og skyggni gott. Sáum við skipið 47 mílur í radarnum. Um svipað leyti og við flugum frá Þormóði goða sáum við ann- að bergmál á ratsjánni í 120 sjó- mílna fjarlægð í suðaustur. En þegar þangað kom var ekkert að sjá, enda eru ratsjár þessara flug véla svo sterkar, að stórar öldur geta komið fram á þeim. Getur Kom fram í ratsjánni Kom fram í ratsjánni Við flugum enn 150 mílur í vesturátt (sjá kort) og þegar við Móttakarinn í lagi Við reyndum að kalla á tog- arann á 21,82 Kc/s. Hann svar- aði ekki. Þá kölluðum við til hans: Ef þú heyrir okkur á þess- ari bylgju, svaraði þá með því að blikka með ljósinu í aftur- mastrinu. — Hann gerði það, og sáum við þá að móttakarinn var í lagi. Við spurðum enn hvort hann óskaði eftir aðstoð frá öðru skipi, og 'ef hann svaraði því ját- andi átti hann að slökkva ljósið í afturmastrinu. f'að gerði hann ekki, svo að við vissum að hon- um var ekkert að vanbúnaði. — Loks spurðum við hvort togar- inn óskaði okkar aðstoðar, og svaraði hann því einnig neitandi. — Mjög erfitt var að athafna sig þarna vegna slæmra veðurskil- yrða, og ekki tókst okkur að ná sambandi við hann á ljósamorsi, þó við gerðum ítrekaðar tilraun- ir til þess. Þó sáum við að loft- skeytamaðurinn sendi okkur ljcsmerkið O K, sem þýðir allt í lagi um borð. Eitthvað ætlaði hann að senda okkur meira, en við náðum því ekki. Hálftíma yfiir Úranusi Við komum yfir Úranus kl. 16,35, en fórum ekki frá hon- um fyrr en kl. 17,05, svo að við höfum sveimað yfir hon- um í hálfa klukkustund. Áð- . CtOfej Á kortinu sjást í fyrsta lagi staður Þormóðs goða kl. 13,38 í gær, og staður Úranusar kl. 16.35 í gær, þegar leitarflugvél- in frá Keflavíkurflugvelli finn- ur hann. Á kortið er í öðru lagi mörkuð með punktalínu líkleg siglinga leið Úranusar frá Nýfundnalandsmið- um, ásamt siglingaleið Þormóðs goða. — Þormóður goði sigldi fyrst, að því er upp- lýst er, 195 mílur í austur af miðunum, en beygði síðan í stefnu til Islands. Áætla má að Úranus hafi haldið eitthvað lengra til aiust- urs, áður en hann tekur stefnu á ísland. — verið mikill vandi að greina milli skips og öldu. LandshappdrætHð Sveltur sitjandi kráka — en fljúgandi fær. DREGIÐ Á MORGUN Glæsileg Rambler-Station fólksbifreið er aðeins 1 meðal 20 verðmætra vinninga, sem dregið verður um annað kvöld. Kaupið miða — Gerið skil Miðar seldir í happdrættisbifreiðinni í Austurstræti og í Sjálfstæðishúsinu. — Sendum heim, — sími 17100. --------O--------- Sölubörn óskast. a áttum eftir um 37 mílna leið að þeim stað, sem við fundum Úr- anus á síðar, kom skipið fram á ratsjá flugvélarinnar. Héldum við þangað og fundum Úranus 195 mílur í suður frá Þormóði goða. Við sáum ekki togarann fyrr en við áttum eftir þriggja milna leið að skipinu, því að skyggni var mjög slæmt, 6—7 vindstig, rigning og mikill sjór. Án rat- sjár hefði okkur ekki tekizt að finna skipið á svo skömmum tíma. Svo lágskýjað var, að við I vorum í 100—200 metra hæð, þegar við komum auga á skipið. Úranus sigldi fullri ferð Það sigldi á fullri ferð, og fljótt á litið var ekki að sjá á því neinar skemmdir, björgunar- bátar heilir, ratsjárloftnetið uppi, en við sáum að það var ekki í gangi, því það snerist ekki. Skipið virtist óbrotið að sjá, en aðeins Ijós í afturmastri, rauð og græn siglingaljósin voru mjög dauf, en ekkert ljós í formastri né í brúnni. Var augljóst að ein- hver rafmagnsbilun hefði orðið í skipinu. Það var mjög hlaðið, en engin >sing á því, enda þíð- viðri á þessum slóðum. ur en við fórum, lofuðum við að skila kveðjum heim frá á- höfn skipsins, úr helju heimtri. Biðjum við Morgun- blaðið að koma þessari góðu kveðju til réttra aðila. Snúið heim á leið Að svo búnu snerum við aftur heim, enda mjög gengið á benz- ínbirgðirnar, og létum Þormóð goða vita um þessi gleðilegu tíð- indi. Sögðum við Þormóði goða að Úranus þyrfti ekki á aðstoð að halda, en gáfum þeim upp staðarákvörðun hans. Að lokum sagði Guðmundur Kjærnested, að bandaríska varn- arliðið heiði verið mjög hjálp- legt í þessu máli og allt viljað gera til þess að leitin yrði sem árangursríkust. í því sambandi gat hann m. a. Sullivans hers- höfðingja, sem landhelgisgæzlan sr.eri sér upphaflega til og yfir- manns flugsveitarinnar, comm- ander J. H. McGhee. Guðmundur sagði að lokum, að þetta leitarflug sýndi glögg- lega, hve mikil nauðsyn væri á því að landhelgisgæzlan fengi betri flugvél til umráða og með langdrægari ratsjá. Minntist hún alltaf þessara vina sinna og velgjörðarmanna, með virðingu og dálæti og var bundin þeim tryggðaböndum til æviloka. Saga Soffíu verður ekki rakin í stuttri blaðagrein. Hún var mikil og glæsileg kona, sem kem- ur svo víða við sögu samtiðar sinnar, að merkilegt má telja. Fyrir utan að rækja húsmóður og móðurströf sín, með sérstökum glæsibrag, var eins og Soffía hefði alltaf tíma til að sinna öðrum viðfangsefnum. Hún var mjög félagslynd enda sómdi sér ágætlega í fjölmenni. Templar var hún 1913 og hafði tekið óll stúkustigin, einnig Hástúkunnar. Hún starfaði mikið sem félagi í Hinu ísl. kvenfélagi og félagi var hún til æviloka í Hvítaband- inu, þar sem hún vann af miklum I áhuga og fórnfýsi. Og víðar kom hún við sögu. Alls staðar naut Soffía trausts félaga sinna. Hún var samvinnuþýð og tillögugoð og framkoma hennar öll sérstak lega prúðmannleg og smekkleg. Henni voru því falin margvísleg félagstörf og oft var hún fulltrúi félaga sinna m. a. á landsfundum. Það var líka óhætt að treysta Soffíu. Hún gerði örugglega ekki annað en það, sem hún taldi vera rétt og hún stóð við loforð sin. Hinar góðu gáfur Soffíu forðuða henni frá að vera öfgamanneskja. Hún leit lífið með raunsæi og myndaði sér skoðanir í samræmi við það. Hún unni frelsi og rétt- læti, sem hún taldi öllum nauð- syn til eðlilegs þroska. Hún var trúuð kona en flíkaði ekki trú sinni. Soffía bjó við frekar þröng- an kost, mest ævinnar, en hún kunni að nota það, sem hún fékk til umráða, enda bar heimili hennar ætíð vott höfðingsskapar og gestrisni. Ein hennar mesta gleði var að hafa fullt hús af gestum og vera gestgjafinn. Hún naut sín vel í gleðisamkvæmum sem annars staðar, enda var hún mikil samkvæmismanneskja. Þegar ég hugsa um líf Soffíu, verður mér starsýnt á hið geysi- mikla verk, sem hún hefur af- kastað. Hin mikla höfðingslund i hennar, hefir að sjálfsögðu átt | mikinn þátt í þreki hennar og afköstum. Hún þráði að láta gott af sér leiða. Hún vildi vera gef- andi og hjálpandi alls staðar sem hún fékk því við komið. Þar sem ‘ þörf var huggunar og styrks, var Soffía boðin og búin til hjálpar. Mér finnst eins og hún hafi haft þann eiginleika, að finna á sér hvar hennar var þörf. Heimili Soffíu og Sigurbjarna, stóð mörg um opið, enda nutu margir styrks og hjálpar þessara góðu hjóna. Ég hefi heyrt, að þegar þau bjuggu á Hvammstanga, muni ekki margir hafa gengið fram hjá garði þeirra og fáir farið það- an án þess að eitthvað væri greitt úr þörfum þeirra. Þannig var svo haldið áfram eftir að þau flutt- ust hingað, og enn er hald ð áfram í sama anda af börnum þeirra. Eftir að Soffía missti mann sinn, bjó hún áfram með börnum sínum, sem önnuðust hana í veikindum hennar, og gerðu það, sem í þeirra valdi stóð til að láta henni líða sem bezt. Nú er lokið glæsilegu lífi i hárri elli. Við vinir og ættingjar Soffíu, þökkum fyrir samfylgdina og minningarnar, sem við eigum um hana. Sérstaklega þakka ég fyrir hönd konu minnar, bróðurdóttur Soffíu, og barna okkar, um leið og ég ber fram þær óskir, að af- komendum Soffíu og Sigurbjarna megi vegna sem bezt í hvívetna. Soffíu biðjum við blessunar Guðs og góðrar heimkomu. Vertu í Guðs friði góða kona. 13. janúar 1960. Kristján Karlsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.