Morgunblaðið - 14.01.1960, Qupperneq 23
Fimmtudagur 14. jan. 1960
MORCVTSBLAÐIÐ
23
Viðræður um fiskverðið
Kanadísk flugfélög
sœkjast effir innanlands
flugi í Crœnlandi
„SAMNINGANEFND sjómanno-
samtakanna innan Alþýðusam-
bands íslands til að semja um
fiskverð fyrir sjómenn í vélbáca-
flotanum hefur að undanförnu
verið á fundum í Reykjavík.
Fyrir Alþýðusambandið, Óskar
Hallgrímsson, framkvæmdastjóri
A. S. í.
Fyrir félögin í Vestmannaeyj-
um, Sigurður Stefánsson, Vest-
mannaeyjum.
Fyrir Sjómannasamband ís-
lands, Jón Sigurðsson, Reykjavík,
Ólafur Björnsson, Keflavík, og
Sigríkur Sigríksson, Akranesi.
Fyrir Alþýðusamband Norðui-
lands, Tyggvi Helgason, Akur-
eyri.
Fyrir Alþýðusamband Austur-
lands og félögin við Breiðafjörð,
Snorri Jónsson, starfsmaður A.
S. f.
Samninganefndin telur ekki
tímabært, eins og sakir standa íú,
að semja um fastbundið fiskverð
(skiptaverð) til ákveðins tíma
fyrir aflahlut sjómanna á vélbáta
flotanum, þar sem af hálfu stjo’-n
arvaldanna hefur verið boðað, að
von sé á meiriháttar aðgerðum
í efnahagsmálum innan skamms
tíma, en nefndinni hins vegar ó-
kunnugt um hverjar þær aðgerðir
verða og hvaða áhrif þær mundu
hafa á söluverð fiskaflans og al-
mennt neyzluvöruverð þ. á. m.
LONDON, 13. jan. (Reuter). —
I dag gaf brezki verkamanna-
flokkurinn út yfirlýsingu, þar
sem hann skorar á 6 milljón með
limi sína og 9 milljón meðlimi
verkalýðsfélaga Bretlands, að
kaupa ekki vörur frá Suöur
Afríku allan marz-mánuð.
Þegar framkvæmdastjóri flokks
ins Morgan Phillips birti þessa
yfirlýsingu sagði hann: „Við vilj
um sýna það, að milljónir Breta
telja kynþáttakúgun Suður
Afriku eins ógeðslega eins og
Gyöingaofsóknir nazista.
Phillips sagði að flokkurinn
myndi ekki láta við það sitja að
gefa út yfirlýsinguna, heldur
myndi hann efna til fundahalda
og gefa út auglýsingar og bækl-
inga um málið.
Samvinnuhreyfing Bretlands,
sem er í bandalagi við Verka-
mannaflokkinn hefur neitað því
að taka þátt í þessu viðskipta-
banni á Suður Afriku og munu
verzlanir samvinnufélaganna
selja suður afrískar vörur eftir
sem áður.
Ihaldsflokkurinn brezki hefur
fordæmt pessar aðgerðir Verka-
mannaflokksins og telur hann að
þetta séu afskipti af innanríkis-
málum annars Samveldislands
og spáir því að slík fram-
koma Verkamannaflokksins
hraði því að Suður Afríka segi
sig úr brezka samveldinu.
Þessi barátta Verkamanna-
flokksins kemur sér fremur
Bretar ber ja
að dyrum
LONDON, 13. jan. Reuter. —
Einkaskeyti til Morgunblaðsins.
— Fulltrúar brezkra togarasjó-
manna munu á morgun ganga á
fund sendiherra Islands dr. Krist
ins Guðmundssonar til að óska
eftir heimild til að leita vars við
Island undan vetrarstormum, án
þess að þurfa að óttast handtöku.
Fulltrúarnir eru: Dennis Welch
skipstjóri, framkvæmdastjóri fé-
lags yfirmanna á togurum í
Grimsby, Lawrence Oliver skip-
Stjóri, framkvæmdastjóri yfir-
mannafélagsins í Hull, Peter
Henderson frá félagi flutninga-
verkamanna og Harold Harker,
fulltrúi vélstjóra á togurum.
á verð þeirra rekstrarvara báta-
útvegsins sem sjómenn taka þátt
í að greiða af hlut sínum.
Nefndin leggur því til við fé-
lögin sem aðild eiga að samning-
um um kaup og kjör bátasjó-
manna, að þau heimili að lög-
skráð sé á bátana, samkvæmt gild
andi kj arasamningum félaganna,
þótt ekki hafi verið gerður heild
arsamningur um fiskverð o. fl.
eíns og venja hefur verið til um
hver áramót.
Fyrst um sinn verði það fisk-
verð sem gilti fyrir áramótin.
viðurkennt sem lágmarksverð
fyrir alla bátasjómenn, þ. e. fram
að þeim tíma að væntanlegar
efnahagsmálaaðgerðir taka gilcii
og fært verður að gera fasta
samninga um fiskverð o. fl. —
Takist ekki samningar þá við sam
tök útgerðarmanna um ákveðið
verð fyrir aflahlut bátasjómanna,
skal gilda sama verð og útgerðar
menn fá greitt fyrir sinn hiut
aflans. þ. m. taldar uppbætui í
hvaða mynd sem væri.
Nefndin óskar þess, að stjórn
A.S.I. kalli nefndina saman að
nýju, þegar hinar boðuðu efna-
hagsviðræður verða kunnar og
tímabært verður að taka upp við
ræður við Vélbátadeild L.Í.Ú.,
um nýja samningagerð um fisk-
verð“.
(Frá Alþýðusambandi íslands)
óheppilega fyrir Macmillan for-
sætisráðherra, sem nú er á ferð
í Afríku. Hann er nú staddur í
Nígeríu á leiðinni til Suður Af-
ríku.
ívar Guðmundsson
fær nýti starf
hjá S. Þ.
KAUPMANNAHÖFN, 13. jan. —
ívar Guðmundsson, sem að und-
anfömu hefur verið starfsmað-
ur við upplýsingaskrifstofu Sam-
einu þjóðanna í Kaupmannahöfn,
lætur nú af því starfi eftir fjög-
urra ára Kaupmannahafnardvöl.
Hann mun nú flytjast til New
York og taka við nýju starfi í
upplýsingaþjónustu Sameinuðu
þjóðanna þar.
Kostnaðurinn
Hafmeyjna
Á FUNDI bæjarráðs er haldinn
var á þriðjudaginn, var lagt
fram bréf listaverkanefndar bæj
arins, þar sem gerð er grein fyrir
kostnaði við kaup á höggmynd-
inni „Hafmeyjunni“. Jafnframt
gerir nefndin grein fyrir upp-
setningu myndarinnar og skýrir
nefndin frá því að heildarkostn-
aður sé talinn vera kr. 141.027.74.
KAUPMANNAHÖFN, 13.
jan. Kvöldberlingur skýrir
frá því í kvöld, að eitt af
stærstu útgerðarfélögum
Danmerkur, sem þó er ekki
nefnt með nafni, sé að rann-
saka möguleika á að koma
á flugsamgöngum á vestur-
strönd Grænlands.
Það fylgir með fréttinni,
að ætlun hins danska skipa-
félags sé að hefja samstarf
um þessar flugsamgöngur
við tvö kanadísk flugfélög,
„Eastern Provincial Air-
ways“ og „Hunting Airlin-
es“. Þessir aðilar hafa gert
byrjunaráætlun að skipu-
lagi flugsamgangna í Græn-
landi. Yrði flugvöllurinn í
Syðra Straumfirði aðalbæki
stöðin, en þaðan yrði haldið
uppi reglubundnu áætlunar
flugi til m irgra græn-
lenzkra bæja.
Það er upplýst, að hin tvö
kanadísku flugfélög hafi
mikla reynslu af flugi á
heimskautasvæðinu og að
þau hafi annazt talsvert af
innanlandsflugi í Græn-
landi meðal annars flug
milli Thule og Pearylands,
nyrzt á Grænlandi. í þess-
um Grænlandsflugum hef-
ur félagið flutt bæði farang
ur og farþega.
KEFLAVÍK, 13. jan. — f gær
voru 23 bátar á sjó með línu frá
Keflavík og var afli sæmilegur,
7—10 lestir á bát. Bátum, sem
veiða á línu fer daglega fjölg-
andi.
Guðmundur Pétursson fór í
morgun fullhlaðinn ísuðum báta-
fiski til sölu í Þýzkalandi.
Innilegt þakklæti til allra, sem sýndu mér vinarhug
á 75 ára afmæli mínu.
Daníel Jóhannesson, Grundarstíg 19.
Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig á
fimmtugsafmæli mínu með gjöfum, heimsóknum og
heillaóskum.
jÉg óska ykkur öllum gæfu og gengis á komandi ári
og þakka liðin ár.
Bjarney Valdórsdóttir
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu mér vinsemd á
áttræðis afmæli mínu, 18. desember sl.
Sigríður Helgadóttir, Ljósvallagötu 24
OkkuT vantar duglegan
0
verzlunarstjóra
flUÍRl/nldi,
ÚTBOD
Leigutilboð óskast í Garðyrkjustöðina í Reykjahlíð.
Útboðslýsing liggur frammi í skrifstofu bæjarverk-
fræðings í Skúlatúni 2. Tilboðum skal skilað þangað
fyrir kl. 11 fimmtudaginn 21. janúar n.k. og verða
þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum.
Borgarstjóraskrifstofan í Reykjavík.
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar og mágkona,
SVEINBJÖBG G. JÓNSDÓTTIR
frá Svínafelli, Öræfum, Ásvallagötu 17
andaðist að St. Josefsspítala þ. 12. þ.m.
Þórhallur Jónsson, Jón Þórhallsson,
Ragnar Þórhallsson, Jón Bjarnason.
Móðir mín
GUÐBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR
andaðist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 11. þ.m.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna:
Sigríður Jónsdóttlr
Útför
JÓHÖNNU JÓSAFATSDÓTTUR
Skeggjagötu 12,
er andaðist 11. þ.m. fer fram frá Dómkirkjunni föstu-
daginn 15. þ.m. kl. 2,30. — Blóm vinsamlegast afþökkuð,
en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á
Barnaspítalasjóð Hringsins.
Útvarpað verður frá athöfninni.
Kristín og Einar B. Guðmundsson
Unnur og Kristinn Guðmundsson
Systir okkar
HELGA AUÐUNSDÖTTIR
frá Eyvindarmúla í Fljótshlíð
sem andaðist 7. janúar sl. verður jarðsett frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 15. janúar kl. 10,30 árdegis.
Systkini hinnar látnu
Móðir okkar
ÓLÖF BJÖRNSDÓTTIR
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 15.
janúar kl. 1,30 e.h.
Bömln
Hjartans þakkir fyrir þá miklu samúð og vinsemd,
sem okkur hefur verið sýnd við andlát og útför,
MÖRTU MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR
Anna Ámadóttir, Þorgerður Árnadóttir,
Sveinbjörg Jónsdóttir, Helgi Árnason,
Innilega þökkum við öllum þeim, sem sýndu hluttekn-
ingu við útför,
BALDURS JAFETSSONAR
Sérstaklega þökkum við þeim, sem aðstoðuðu okkur
við leitina að honum og á margan annan hátt.
Sigríður Guðmundsdóttir, Jafet Sigurðsson
Minningarathöfn um skipverja, sem að fórast með
vélbátnum Rafnkell frá Garði, fer fram frá Útskála-
kirkju sunnudaginn 17. janúar n.k. — Athöfnin hefst
kl. 2 eftir hádegi.
Fyrir hönd aðstandenda:
Guðmundur Jónsson, útgerðarmaður
Verkamannaflokkurinn
setur bann á S-Afríku