Morgunblaðið - 17.01.1960, Side 11

Morgunblaðið - 17.01.1960, Side 11
Sunnudagur 17. jan. 1956 MOR CTINBLAÐIÐ 11 Elín Pétursdóttir HINN 11. þessa mánaðar andaðist hér í Reykjavík á Farsóttahúsinu Eiín Pétursdóttir fyrrv. Ijósmóð- ir í Jökuldal og húsfreyja á Eiríksstöðum. Með henni er fallinn göfug kona og ástsasl af öllum er höfðu af henni kynni. Elín var fædd í Stað í Grunna- vík h. 9. sept. 1886. Voru foreldrar hennar Pétur Þorsteinsson Maach; prestur á Stað, og kona hans Vigdís Einarsdóttir, bónda á Stakavík í Aðalvík. Pétur prest ur drukknaði á Staðarvíkinni á heimleið úr ísafjarðarkaupstað, ásamt fleiri mönnum h. 8. sept. 1892, daginn áður en Elín varð 6 ára. Voru systkinin þá orð.i.n fimm og Elín elzt. Var hér mikill og hörmulegur atburður orðinn. Voru systkinin, auk Elínar, Pétur skipstjóri, sem fórst ásamt syni sínum, Pétri, á togaranum Max Pemberton, Bryndís, gift Jóni gullsmiði Eyjólfssyni, Áslaug, gift Þorsteini kaupmanni Páls- syni frá Tungu í Fáskrúðsfirði, nú látin, og María yfirhjúkrunar- kona í Reykjavík. Vigdís reisti bú á öðrum bæ í sveitinni og hélt hópnum saman um stund, en 12 ára að aldri fór Elín til föður- systur sinnar, Sigríðar Þorstems- dóttur, er lengst bjó á Víðivöllum í Fljótsdal í Norður-Múlasýslu og dvaldi hjá henni, á miklu rausn- ar og myndarheimili, þar sem hún naut góðs uppeldis og marg- víslegrar menningar á bæ og af. H. 6. september 1908 giftist Elín Vilhjálmi Gunnlaugssyni, Snædal, á Eiríksstöðum á Jökul- dal og hófu þau búskap þar á parti af jörðinni móti Steinunni Vilhjálmsdóttur, móður Vii- hjálms og síðari manni hennar, Einari hreppstjóra, Eiríkssyni. Var Eiríksstaðaheimili gamalgró- ið efna- og virðingarheimili, eins og þau gerðust bezt á 19. öld, og jörðin ættaróðal dugmikilla manna frá því á 17. öld, þótt lang- an tíma væri hún kirkjueign, eða þangað til Guðrún Gunnlaugs- dóttir, föðurmóðir Vilhjálms, hin mest skörungs, ráðdeildar og gáfukona, keypti hana um 1880. Þótti ungu stúlkunni, prestsdótt- urinni frá Stað, ekki í kot vísað er um slíka staðfestu var að ræða, enda héldu þau veizlu sína, svo víðfrægt varð um Austurland, og enn minnzt, þótt nú fækki þeim, sem þar sátu að borði. Vorið 1910 tóku þau hjón prestssetrið Hofteig til ábúðar og bjuggu þar til vors, 1916, að þau fluttu aftur í Eirxksstaði og höfða hálflenduna til ábúðar. Nokkrum árum síðar hóf Jón bróðir Vil- hjálms búskap á Eiríksstöðum, en. þau Einar og Steinunn fluttust til Reykjavíkur til sonar síns Gunn- laugs læknis. Bjuggu þeir nú bræður tveir á Eiríksstöðum, við mikinn myndarbrag og rausn, Eiríksstaðaheimili varð rómað víða um land, sem fram hefur komið í máli margra hinna merk- ustu manna er þessa hafa getxð, er þeir komu í Eiríksstaði. Voru þeir bræður miklir gleðimenn og Jón mesti organleikari á sinni tíð á Austurlandi og kenndi organ- slátt um skeið í ýrr^sum stöðum Og á heimili sínu. Vilhjálmur var aftur einn hinn mesti húmoristi, sem um gat verið að ræða, svo það var von að líflegt þætti að koma , Eiríksstaði. Hlutur hús- freyjunnar lá heldur ekki eftir í þessu skemmtilega heimilishaldi, en Jón átti Stefaníu Karlsdóttur, kaupmanns á Stöðvarfirði. Voru þær, Elín, svo samrýmdar í cví- býlinu, að því líkast var, sem um systur væri að ræða. Leið svo tíminn’til 1931, að Jón dó, og var það satt áð nokkuð hljóðnaði yfir Eiríksstaðaheimili við fráfall hans. Bjó ekkja Jóns áfram á Ei- ríksstöðum og öllu var haldið í horfi,, encja uxu börn þeirra bræðra og urðu mikið þroska- "ólk. Var stórbúskapur á Eiríks- Snædal stöðum um og eftir 1940, sem víðast í Jökuldal. Árið 1946 létu þau hjón, Vilhjálmur og Elín jörð sína í hendur Gunnlaugi syni sínum, og fluttust til Reykja- víkur, þar sem þau dvöldu síðan. Héldu þau sitt eigið heimili. Var þar enn eins og að koma á Eiríks staði, og sá sem þetta ritar þótt- ist hálfan Jökuldal hafa í heirn- sókn hjá þessum ágætu hjónum. Hinn 2. febrúar 1958 andaðist Vil- hjálmur og dvaldi Elín eftir það hjá Steinunni dóttur sinni og manni hennar, Björgvin Sigurðs- syni, héraðsdómslögmanni í Reykjavík. 1919 gerðist Elín ljósmóðir í Jökuldalshreppi, en hann er alira hreppa víðlendastur í þessu landi því honum fylgja Heiði og Fjöll, hin efri. í þessu starfi varð Elín svo ástsæl, að hún varð ó- krýnd drottning dalsins. Skyldu- rækni hennar og göfuglyndx hreif alla. í hinni víðlendu sveix þurfti jafnan að sækja yfirsetu- konuna alllöngu fyrir fæðingu og gat þá komið fyrir að hún sæti svo vikum skipti í bið. Elín taidi það aldrei eftir sér, og kaus jafn- an að sá háttur væri hafður á, frekar en hún væri ekki sótt fyrr en á síðustu stundu. Af þessu kynntist hún betur bæjunum og fylgdist betur með konunum en annars hefði orðið, enda barst konum aldrei á í höndum hennar. Lagði hún miklar fórnir á sig og sitt heimili, með þessu en öðru vísi vildi hún ekki gegna starfi sínu. Þeim, er þetta ritar, er minn- isstæðar dvalir Elípar á heimili hans. Var hún svo fróð kona um svo marga hluti að furðu gegndi. Mátti segja að hún fylgdist svo vel með lífinu í landirxu, að lík- legra hefði verið, að hún heíði verið þar í miðdepli, frekar en á einum efsta bæ á Jökuldal. Minni hennar var svo mikið og heitt að þvílíkast var, sem aldrei gleymdi hún neinu af því, sem hún hafði keypt um dagana og eftir því var dómgreind hennar á bæði því og öðru. Hún var ætt- vís með afbrigðum og sjálfstæð í skoðunum, og hélt á þeim með hárfínni kurteisi svo ekki var annað hægt en hrífast af. Hélt hún ljósmóðurstörfunum í 20 ár Það er erfitt að tala um það, se.m maður reyndi bezt af Elínu, en mannkostir hennar og öll gjörð mun seint gleymast þeim, er að fullu kynntust henni. Það eru fleiri en Jökuldælingar, sem nú renna þakklátum huga að minn- ingu hennar, en það eru þeir, sem mest eiga að þakka, og fyrir þeirra hönd er henni flutt hinzta kveðja og þakklæti þeirra allra með þessum línum. Þrjú börn þeirra hjóna kom- ust á þroskaaldur og auk þeirra, sem talin hafa verið, Þorsteirxn, bóndi og oddviti á Skjöldólfsstöð- um í Jökuidal. Minning þeirra Eiríksstaða- hjóna, Vilhjálms og Elínaf,--er nú hafa með stuttu miliibili safn- ast til feðra sinna, sum iengi varc og bezt í þeirra sveit, sem þax unnu um aðrar byggðir fram, o; áttu svo mikinn þátt í að ge: mérkilega og minnisstæða, þei sem kynntust. Far þú í friði Elín, svo sem þú ætíð fórst um þina byggð. Blessun fylgdi þér æ, og öllu þínu starfi. Elín verður jarðsett á morg- un frá Fossvogskapellu. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. ★ ÉG ÆTLA ekki að skrifa um þessa heiðurskonu neina ævi- minningu, enda það vonandi gert af öðrum, sem betur er til þess fær, vegna lengri kynna af henni og þeim hjónum báðum, Vilhjálmi Snædal og Elínu, með- an þau stunduðu sitt rausnarbú á Eiríksstöðum í Jökuldal eystra, en þá var heimili þeirra rómað að ágætum fyrir rausn og myndarskap, gestrisni og glæsi- brag. Ég get aðeins ekki látið ógert að senda að moldum þessarar merku konu fáein þakklætis- og ■ kveðjuorð vegna þeirra góðu kynna, sem við hjón og böm okkar og tengdabörn höfðum af henni, eftir að hún varð tengda- móðir eins sonar okkar. Elín var ein þeirra ágætu kvenna, sem alltaf lýsti og vermdi umhverfi sitt með glaðlyndi sínu, góðleik, háttprýði og fróðleik um ættir manna, því hún kunni góð skil á mörgum mönnum og málefn- um, enda minnið gott og greind- in glögg. Skapgerðin var mild og hlý, framkoman mótuð kvenlegri háttprýði og kurteisi, þess vegna var öllum fengur að því að blanda geði við hana. Hún var vönduð sál, sem vafalaust gekk á guðsvegum. Ég kveð þessa sómakonu með virðingu og þökk okkar hjóna, barna okkar, tengdabarna og barnabarna. — Því er spáð fyrir hreinhjörtuðum að þeir munu guð sjá, og svo mun henni fara. Sig. Á. Björnsson frá Veðramóti. ★ ELlNU sá ég fyrst í silíurbrúð- kaupi Þórunnar og Jóns í Möðru- dal. Elín faðmaði mig að sér og minntist frændsemi okkar, mér hlýnaði um hjartaræturnar og | ég fann strax að þarna átti ég góða og mikilhæfa frændkonu, sem mér var sómi að. Þrem ár- um síðar fórum við Ragnhildur stjúpdóttir mín í kynnisferð að Eiríksstöðum. Kynntist ég þá af eigin raun því annálaða myndar heimili. A Eiríksstöðum bjuggu í raun og veru tvær fjölskyldur, hús- bændurnir bræður og húsfreyj- urnar voru eins og systur, þess varð vart við fyrstu kynni, þess- vegna höfðu þeir, sem þangað • komu það á tilfinningunni, að í j raun og veru væri þetta eitt heim ili, — eitt stórt kærleiks heimili. A Eiríksstöðum var mér fagn- ■ að af svo mikilli alúð og inni- leik, að koma mín þangað J gleymist aldrei. Elín var stórlynd, en að sama skapi drenglynd, hún var hvergi hálf, heldur öll, þar sem hún fór. Heyrt hef ég konur af Jökul- dal róma dugnað og áræði Elín- ar við ljósmóðurstörfin, hún var kjarkmikil að eðlisfari og skyldu rækin, jafnt innan heimilis, sem utan og ljósmóður störfin leysti hún af hendi með svo mikilli nær gætni og velvild að hún ávann sér ást' og virðingu allra þeirra, er til hennar leituðu. Elín var víðlesin, fróð og stál- minnug, kunni frá mörgu að segja og gott til hennar ráða og upplýsinga að leita. Eftir að Elín fluttist til Reykja- víkur, átti hún mikinn og góð- an þátt í félagsskap Austfirskra kvenna. Við fráfall hennar á fé- lagið margs að minnast og mikils að sakna. Allir þeir, sem henni kynntust "xg með henni störfuðu kveðj íana á hinstu stund, með virf ígu, þakklæti og sárum söki: ði. Halldóra Sigfúsdóttir Hjólbarðaviðgerðir opin öll kvöld og helgar Laugardaga frá kl. 13 til 23 e.h. Sunnudaga frá kl. 10 til 23 e.h. Á kvöldin frá kl. 19 til 23 e.h. Hjólbarðaviðgerðin Bræðraborgarstíg 21 — Sími 13921 Árshátíð Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn í Lido laugardaginn 30. jan. n.k. Miðapantanir í V.R., Vonarstræti 4, sími 15293. Félagsmenn eru sérstakleg# áminntir um að panta miða sem fyrst. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur AðaSfundur Slysavarnardeildin Ingólfur deildarinnar verður haldin miðvikud. 20. janúar 1960 í fundarsal S.V.F.Í. Grófin 1 kl. 20,30 Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á landsþing. STJÓRNIN Verkamannafélagið Dagsbrúi Fétagsfundur verður haldinn í Iðnó þriðjudaginn 19. þ.m. kl. 8,30 síðdegis. Fundarefni : STJÓRNARKJÖRIÐ Félagsmenn sýni skírteini við innganginn. STJÓRNIN Allt á sama stað Hjólbarlíar og slongur 520x12 560x13 640x13 670x13 520x14 560x14 500x15 550x15 560x15 590x15 600x15 710x15 760x15 500x16 600x16 650x16 550x17 550x18 165x400 650x20 825x20 900x20 Snjóbarðar 670x13 560x15 640x15 Egill Vilhjálmsson h.f. Sími 2-22-40

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.