Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 1
20 slðuR 47. árgangur 17. tbl. — Föstudagur 22. janúar 1960 Prentsmiðja Morgunblaðsins Crein í Dagens Nyheder: Krúsjeff ábyrgur Hollenzkur blaðamaður ásakar Krúsieff um fiöldamorð í Lwow G R E I N eftir hollenzkan blaðamann, sem hingað til hefur verið lítill gaumur gef- inn, virðist nú ætla að hafa úrslitaþýðingu í rannsókn- inni á því, hver beri ábyrgð á fjöldamorðunum í pólsku borginni Lwow sumarið 1941. ★ láta þau í það skína að niður- stöður þser, sem „Oberlánder- nefndin“ mun kunngera í Haag í marzbyrjun, kunni að kippa fótunum undan rússneska for- sætisráðherranum, rétt áður en hann leggur af stað til að mæta á „topp“-fundinum í París í vor. Framhald á bls. 2. Vestur-þýzki ráðherrann Theo dor Oberlander hefur verið ásakaður um það, bæði frá austri og vestri, að eiga þar nokkra sök, en hann hefur ávallt neitað því harðlega. Oberlánder neitar því ekki að hafa verið staðsettur á svæðinu á þessum tíma, sem yfirmaður í þýzka hernum. En hann heldur því ákveðið fram að hryðjuverkið hafi verið unn- ið af rússneskum hermönnum. ★ Nú virðist svo sem þessi yfir- lýsing Oberlánders hafi öðlazt stuðning, því að hollenzkur blaðamaður hefur birt grein, þar sem hann heldur því fram, að Krúsjeff forsætisráðherra beri ábyrgðina sem þáverandi ritari kommúnistaflokksins I Ukrainu. En Krúsjeff hafi framfylgt fyrir- skipunum Stalíns um að drepa alla pólitíska fanga, sem ekki var unnt að flytja burt fyrir undanhald rauða hersins. Tvö þýzk blöð, vikuritið „Der Spiegel" og dagblaðið „Sud- deutsche Zeitung", hafa birt þessa yfirlýsingu hollenzka blaðamannsins Joop Zwarts, og Lyf við lungna- krabba? LONDON, 21. jan. Reuter: Þrír brezkir læknar sögðu í dag að .Nitrogen-Mustard1 lyfið „Tretamine“ hefði bjargað lífi sjúklinga er hefðu haft krabbamein í lungum á það háu stigi að útilokað var að framkvæma uppskurð. Læknarnir sögðu að af 43 sjúklingum, sem lyfið var reynt á‘ hefði 30 skánað, en 4 hefðu náð svo til fullum bata. — Án „Tretamine"- lyfsins hefðu flestir hinna 43ja látizt innan þriggja mánaða, að sögn læknanna. — Þessi skýrsla er birt í læknablaðinu The Lancet og fjallar um sjúklinga sem voru til lækninga á Baguley sjúkrahúsinu í Manchester á tímabilinu júlí til nóv. 1959. Læknablaðið tók þessum upplýsingum með varúð og sagði, að þótt vitað væri, að sjúklingum með krabba- mein í lungum væri gefin einhver af „Nitrogen Mustard“ lyfjunum, „eru ekki allir sammála um að nota „Tretamine‘‘. Myndin sýnir hluta af flaki „Orms víkings“. SAS-slysið Sex af áhöfn flugvélarinnar. Að ofan (talið frá vinstri): Alf Henriksson, annar flugmaður, Lars Retvedt, flugstjóri og Birthe Laursen, flugfreyja. — Að neðan (frá v.): B. J. Ander- sen, yfirþjónn, S. E. Ebbesen-Hansen, bryti og Anette Mari- anne Tölböl, flugfreyja. — Rannsökn heldur áfram ANKARA, 21. jan. (Reuter) Tyrkneska rannsóknar- nefndin og fulltrúar SAS- flugfélagsins héldu í dag áfram rannsókn á orsökum flugslyssins mikla, sem varð hér sl. þriðjudag, er Caravelle-þotan „Ormur víkingur“ fórst með 42 mönnum. va Ekkert hefir opinberlega verið látið uppi um það, hver orsök slyssins muni hafa verið, en haft er eftir tyrkneskum flugmálasér- fræðingum, að varla komi til greina, að sprenging hafi orðið í flugvélinni, er hún flaug að Esenboga-flugvell- Fyrsta „Kyrrahafseld- fíaug" Rússa Sannar, að beir eiga eldflaugar, sem geta náð til hvaða staðar á hnettinum sem er Mesti hraði flaugarinnar var 26.000 km á klst. — Tass sagði, að Rússar mundu halda áfram þessum tilraunum sínum næstu daga, en ekki hefur verið upp- lýst, hve mörgum eldflaugum er „ fv\ll nÁ flr i 1 n n TiTrr íTmm/ill inum. Nákvæm rannsókn á brakinu hefir ekki leitt i ljós nein merki um, að sprenging hafi átt sér stað. Þá er haft eftir sömu mönnum, að merkjaljósin á hæðadrögunum við flugvöll inn hafi ekki verið í sem beztu lagi, þegar „Ormur víkingur'- flaug inn til lendingar Jafnframt er bent á, að flugbrautirnar á vell- inum séu tiltölulega stutt- ar, þannig að nauðsynlegt sé að lækka flugið mjög ört, eftir að komið er inn fyrir hæðirnar. Fulltrúar SAS hafa ekkert látið uppi um álit sitt varðandi orsök slyssins. ** Tekið hefir verið sýnis- horn af brennsluefninu i geymum flugvélarinnar til rannsóknar. Talsmaður Shell-olíufélagsins segir að sú rannsókn hafi leitt í ljós, að ekkert hafi verið athuga- vert við brennsluefnið. — Mörg tyrknesk blöð, sem skrifað hafa um slysið, halda því fram ,að orsök þess hljóti að hafa verið mistök frá hendi flugmanns ins, þar sem ekkert bendi til þess, að flugvélin hafi bilað á nokkurn hátt. tímabili. Skývt hversvegno Bandaríkin eru mótfallin víkkun landhelgi MOSKVU og London, 21. jan. — (Reuter-NTB) — TASS-FRÉTTASTOFAN til- kynnti í dag, að Rússar hefðu í gær skotið nýrri og öflugri eldflaug „frá sovézku landi til miðs Kyrrahafs“. Hefði flaugin farið um 12.500 km vegalengd og komið niður að- eins tæpa 2 km frá þeim stað, sem henni hafði verið miðað að. Þetta er fyrsta tilraunin af mörgum slíkum, sem Rúss- ar hafa boðað að þeir muni gera nú um mánaðarskeið, eða til 15. febrúar. Tass sagði, að allt í sambandi við tilraun þessa hefði gengið sam- kvæmt áætlun. Þegar Rússar boðuðu tilraun- ir sínar h. 7. þ. m., var tilkynnt, að þær væru liður í undirbún- ingi að því að senda upp stór og þung gervitungl, er gangi um jörðu, og að skjóta eldflaugum til annarra hnatta í sólkerfinu. — Bandarískir vísindamenn hafa látið svo um mælt, að þessi til- raun sanni enn, hve nákvæm tæki Rússar hafi til þess að stjórna eldflaugum sínum — og að ljóst sé nú, að þeir eigi eld- flaugar, sem þeir geti skotið til hvaða staðar á hnettinum sem er. — Þess má geta til saman- burðar, að bandaríska Atlas-eld- flaugin dregur um 9300 km. — ★ — 1 frétt Tass er ekki sagt annað um gerð þessarar eldflaugar, en að hún hafi verið margra þrepa, og að síðasta þrepið hafi ekki verið notað — það hafi aðeins verið „gerviþrep", áfast næst- síðasta þrepinu. — A meðan eld- flaugin var á lofti sendi hún stöðugt ýmiss konar upplýsingar til móttökustöðva á sjó og landi. Bevan líður befur LONDON, 21. jan. — (Reuter) — Aneurin Bevan líður mun skár í dag en í gær, en þá versnaði honum skyndilega og var óttazt um líf hans. Hann er enn mjög máttfarinn, en þó sæmilega mái- hress. — Hann hefur legið í Royal Free-sjúkrahúsinu síðan hann var skorinn upp 29. des. sL WASHINGTON (Skv. frétt frá U S I S ) Utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings var skýrt frá því á miðvikudag, að Bandaríkja stjórn væri mótfallin landhelgis- víkkunum, sem myndu verka sem hömlur á verzlunarviðskipti og flutninga á höfum úti. 116 siglingasund Arahur H. Dean, formaður sendinefndar Bandaríkjanna á Genfarráðstefnunni 1958 um réttarreglur á hafinu, skýrði ut- anríkismálanefndinni frá þvi, að Bandaríkjastjórn væri hlynnt nú verandi þriggja sjómílna land- helgi, en væri fús á að fallast á sex mílna fiskveiðilandhelgi til viðbótar. (Ekki er tekið fram í fréttinni, að Dean hafi viljað við- halda venjulegum eða söguleg- um fiskveiðirétti á þessu viðbót- arsvæði.) Dean sagði að Bandaríkin hefðu lagt fram slíka tillögu um 6 + 6 mílna landhelgi, en hún hafi ekki fengið hina tilskildu 2/3 hluta atkvæða. Sagði Dean, að tillaga sem sum ríki styddu um 12 mílna landhelgi myndu innlima 116 alþjóðleg siglinga- sund undir yfirráð einstakra ríkja. Mikill árangur Þá sagði Dean utanríkismála- nefndinni, að Genfarráðstefnan 1958 um réttarreglur á hafinu hefði unnið merkilegt og árang- ursríkt starf til að skrá og þroska alþjóðalög og til að ákvarða gagn kvæma ábyrgð þjóðanna á að vernda og viðhalda sjávarlífinu, sem væri mikil auðsuppspretta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.