Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 9
Föstudagur 22. jan. 1960 MORGUIS BLAÐÍÐ 9 Björn Gíslason Rannveig Jónsdóttir G ullhrúökaup ÞANN 7. desember s.l áttu þau hjónin Rannveig Jónsdóttir og Björn Gíslason, Gröf Reyðarfirði gullbrúðkaup. Hvergi hef ég séð þessa merkisafmælis minnzt, og er mér þess vegna ljúft að minn- ast þess með örfáum orðum, þó að hér verði ekki rakin ævisaga þeirra, heldur aðeins stilkað á því stærsta. Þessi mætu hjón hafa alið all- an sinn aldur á Reyðarfirði og helgað starfskrafta sína óskipta þéssu byggðarlagi. Bæði hafa þau lifað tímana tvenna og hafa þekkt hvorutveggja fátækt og allsnægtir. Fyrst man ég eftir þeim hjón- um þegar ég var 8 ára gamai'. Þá hagaði þannig til á þessum stað, að til þess, að hafa til hnífs og skeiðar varð að snúa sér að sjónum, enn fjörðurinn er lang- ur og erfitt að stunda sjó innan frá fjarðarbotni. Var því horfið að því ráði að „liggja við“ sem kallað var út með firðinum og varð þá fyrir valinu Breiðavík eða Vattarnes. Ekki var farkost- urinn stór í þá daga, tveggja manna far eða þá mest 4 manna far. Á þessum farkostum byrjaði frændi minn Björn ungur að ár- um. Snemma beindist hugur hans að sjónum og var hann ekki nema milli fermingar og tvítugs, er hann gerðist farmaður á þess- um fleytum. Það kom fljótt í Ijós að hann var bæði mikill sjósókn- ari og aflamaður með ágætum, einnig mjög veðurglöggur, enda kom það sér vel í þá daga, því engar voru veðurspár eða radar- tæki, aðeins lélegir „kompásar" sem í flestum tilfellum var lítið að stóla á. En nieð forsjá og dugn aði stóð Björn af sér öll veður og sigldi ætíð sínum knerri heilum í höfn. Kom það og fljótt í ljós að mikið traust var til hans borið og að eftir að vélaöldin kom til sögunnar var honum falið á hend ur stærra og meira viðfangsefni, sem kallað var mótorbátur og hann stjórnaði mörg ár og var mjög fiskisæll og heppinn með. En áður en lengra er haldið þá vil ég geta þess „að Héðinn stóð ekki einn“ ef svo mætti að orði komast. Björn átti nefnilega dug lega og góða konu sem ætíð stóð við hlið hans og jafnvel gekk í beitingar og aðgerð þegar með þurfti. Já og börn þeirra hjóna lögðu líka fram sinn skerf, því að á allri orku þurfti að halda í þá daga til að árangurinn yrði sem beztur. , Aldrei hef ég heyrt þess getið að Björn hafi orðið fyrir neinu óhappi á sinni farmannstíð, þó að hann hafi stundum komizt í hann krappann. Mér finnst ánægjulegt að geta sagt frá því að þegar hann nú er kominn á áttræðisaldur að enn stundar hann sjóinn og margur Reyðfirð- ingurinn hefur fengið góða soðn- ingu frá Birni í Gröf og fær enn. Mér finnst það til sóma og eftir- breytni fyrir þá sem yngri eru að athafnaþráin, sjálfsbjargarvið leitni hefur verið og er enn sterk asti þráður í lifi hans, enda hefur hann aldrei verið upp á aðra kom inn um dagana. Kona Björns, Rannveig Jóns- dóttir, á einnig sína sögu. Hun hefur helgað þessu byggðarlagi alla sína starfskrafta. Hún hefur tekið þátt í ýmsum félagsmálum staðarins, var ein af stofnendum Kvenfélags Reyðarfjarðar og hef ur starfað þar mikið og setið m.a. í stjórn þess. Einnig er hún í stjórn sóknarnefndar Búðareyrar kirkju o. m. fl. Þá skal þess getið að oft hefur hún verið kölluð til að gegna ljósmóðurstörfum og margri konunni hefur hún hjálp- að þegar þannig hefur staðið á og mér er kunnugt um það að öll þau störf hefur hún leyst af hendi með ágætum og án endur- gjalds. Ég vil geta þess hér að fyrir um það bil 2 árum var hún vakin að næturlagi til að taka á móti barni er fæddist um borð í strand ferðaskipinu Esju er hér lá. Að endingu vil ég geta þess að ég var einn af mörgum, sem heimsótti þau hjón á þessum merkisdegi þeirra og þar var margt manna saman komið og mátti fljótt finna hlýhug og vin- arþel til gömlú hjónanna, enda eru þau orðlögð fyrir gestrisni. Þar voru á borð bornar þær beztu veitingar er ég hef fengið. Einnig var þar glatt á hjalla, mik ið sungið og jafnvel tekið sporið þó að ekki væru stór salarkynni. Þau Rannveig og Björn hafa eignazt 3 mannvænleg börn sem öll eru uppkomin, Þórunn gift Björgvin Jónssyni kaupmanni í Reykjavík, Jón giftur Nönnu Þor steinsd. Reyðarfirði, María gift Birni Jónssyni óðalsbónda Norð- firði. Eg vil svo að lokum óska ykkur langra lífdaga og um leið þakka ykkur ógleymanlega kvöldstund og allan mér sýndan vinarhug og frændrækni frá barnsaldri. J. Þ. Reyðarfirði. Carl Olsen, áttræður EINN af elztu og beztu borgur- um Reykjavíkur, Carl Olsen aðal ræðismaður, verður áttræður í dag. Carl Olsen er danskrar ætt- ar, en hefur dvalið hér rösk fimm tíu ár og er alíslenzkur í anda. Hann kom ungur til íslands og stofnaði skömmu síðar fyrirtækið Nathan & Olsen í janúar ásamt Fritz Nathan, en árið 1912 gekk John Fenger í fyrirtækið. í byrjun fyrri heimsstyrjaldar reistu þeir félagar stórhýsi hér í bænum, sem enn í dag er með stærstu og svipmestu húsum Reykjavíkur (Reykjavíkur- apótek). Má af því marka hvílíkan stór- hug Carl Olsen bar snemma í brjósti. Hans mun lengi verða minnzt, sem eins af brautryðj- endum íslenzkrar út- og innflutn ingsverzlunar, Carl Olsen á sér mörg áhuga- mál. Hann var meðal annars einn af stofnendum Sjóvátryggingafé- lags íslands og seinna Almennra Trygginga og hefur verið stjórn- Ný raisjá Washington 19. jan. — BANDARÍKIN hafa fram- leitt ratsjá, sem getur „séð“ yfir sjóndeildarhrirginn og við góð skilyrði fundið flug- vélar eða aðra hluti sem eru á hreyfingu, í allt að 4.160 kílómetra f jarlægð. Er þetta álítin mikil bylting á þessu sviði, en hingað til hafa rat- sjár aðeins getað greint hluti í beinni stefnu frá Ioftneti sínu. Nýja ratsjáin, sem „sveigir“ fyrir sjóndeildar- hringinn með því aff geislar hennar endurvarpast úr há- loftum, hefur fengið nafnið Madre, en það er skamm- stöfun fyrir magnetic drum receiving equipment, sem er einn af aðalhlutum ratsjár- innar. Verið er að reisa Madre-stöð í Marylandriki, sem ætlað er að muni geta haft eftirlit með svæðinu frá Azoreyj jm til Nova Scotia. Kennaranámskeiö i dönsku við Háskóla íslands NÁMSKEIÐI því í dönsku fyrir dönskukennara, sem hófst síðast- liðið haust í háskólanum, verður haldið áfram til vors. Kennslan hefst á ný mámidag 25. janúar kl. 20.15 í 2. kennslustofu. Aðal- áherzla verður lögð á málfræði og hljóðfræði; í bókmenntasögu verður fyrst farið yfir nútíma sjónleik. Skípshöfnin ó m.b. Rnfnkeli En í gegnum brim og boða, bendir Drottins máttug hönd, upp í himins helgidóma, hún á valdið yfir dröfn. Leiðir ykkur látnu vinir, lífs í bjarta friðarhöfn. KVEÐJA frá fjórum skipsfélög- um, er fóru í land daginn fyrir hinztu ferff. íslands vösku óskasynir, ykkur syrgir þjóðin öll. Hniguð mitt í hetjustörfum, hafs við þungu boðaföll. Engir stærri fórnir færa, fyrir landið sitt og þjóð, en þeir sóknardjörfu drengir, sem draga föng úr Ránarsjóð. Við, sem samstarf áður áttum, ykkur með, um breiðan sjá, drúpum höfði í hljóðri lotning, heitri þökk, sem orð ei tjá. Marga för á fleyi traustu, fórum við um úfin sund. Drenglund ykkar dug og snilli, dáum við að hinztu stund. Heitt er saknað, svarrar alda, sorgaróð við kalda strönd. Okkar kveðjur, bænin beri blítt við hástól Frelsarans, ykkar bíði um eilífð bjarta opinn kærleiksfaðmur hans. Ástvinanna harmsár hjörtu heilög vermi lífsins trú. Drottinn segir: „Látinn lifir". Leiðir hér þá skilja nú. Og um síðir endurfundi I eigum við á lífsins strönd. Anda þá, sem ástin tengir ei mun dauðans kalda hönd skilið fá, þó skiptist vegir skamma stund í tímans höfn. Sagan geymir gullnum stöfum, góðu vinir, ykkar nöfn. Ingibjörg Sigurðardóttir. arformaður þess félags frá upp- hafi. Þrátt fyrir það, að árin hafi færzt yfir Carl Olsen, sjást þess lítil merki. Hann er enn í dag með fulla starfsorkuog hvarvetna hrókur alls fagnaðar. Vini og kunningja á hann í öll- um stéttum okkar þjóðfélags, enda er hann sérstaklega við- mótsþýður við hvern, sem að garði ber. Ég vil með þessum fáu orðum senda honum hugheil- ar hamingjuóskir á þessum tíma- mótum og veit ég, að hans mörgu vinir munu taka undir þær ham- ingjuóskir og vera í huganum með honum, þar sem hann dvel- ur nú um stundarsakir á Hótel Amager í Kaupmannahöfn. B. E. Haga- og Melabúar Efnalaug Austurbæjar, Tómasarhaga 17 hefur af- greiðslu á skyrtum fyrir okkur. Leggjum sérstaka áherzlu á vandaðan og góðan frágang. Fljóta og örugga afgreiðslu. Höfum fullkomnustu vélar. Fest- um á tölur. Aðrir afgreiðslustaðir: EFNALAUGIN GLÆSIR Hafnarstræti 5 EFNALAUGIN GLÆSIR Laufásveg 19 EFNALAUGIN GLÆSIR Reykjavíkurvegi 6 Hafnarfirði EFNALAUGIN GLÆSIR Blönduhlíð 3 FATAPRESSAN Austurstræti 17 VERZLUNIN ANITA Bugðulæk. Þvottahúsið Skyrtur & Sloppar h.f. Brautarholti 2 — Sími 15790. Hraiskákmót Heimdallur F.U.S. efnir til hraðskákmóts n.k. sunnudag 24. jan. Öllum Heimdellingum er heimil þátttaka í mótinu. Sigurvegari mótsins hlýtur góð verðlaun. Væntanlegir þátttakendur tilkynni skrif- stofu félagsins í Valhöll við Suðurgötu þátttöku í síma á eftirtöldum tímum. 1 dag föstudag kl. 3—7 og á morgun laugaidag kl. 2—4. Sími skrifstofunnar er 17102. Stjórn Heimdallar. BRIDGE Heimdallur F.U.S. efnir til tvímenningskeppni í Bridge þrjú n.k. mánudagskvöld 25. jan.. 1. febrúar og 8. febrúar. Þeir sem hæstir verða eftir þessi þrjú kvöld hljóta góð verðlaun. Stjórnandi keppninnar verður Sigurður Helgason, lögfræðingur. Væntanlegir þátttakendur tilkynni skrifstofu fé- lagsins í Valhöll við Suðurgötu þátttöku sína á eftir- töldum tímum: í dag föstudag kl. 3—7 og á morgun laugardag kl. 2—4. Sími skrifstofunnar er 17102. Stjórn Heimdallar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.