Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 8
8 MORCVISBLAÐIÐ Föstudagur 22. jan. 1960 Erlendir viðburðir - vikuyfirlit i Um látinn mann Nú er næstum liðið eitt ár síð- an John Foster Dulles, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna lézt. — Dómar manna og skoðanir á starfi þessa óvenjulega, gáfaða manns eru og verða enn lengi mjög skiptar. Ef til vill mun Dulles ekki þegar allt kemur til alls teljast í röð fremstu utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann reyndi að vinna störf sín í kyrrþey og á stjórnarárum hans stefndi víðast hvar í friðarátt, en oft vill það verða svo í sögunni, að nöfnum þeirra stjórnmálamanna er meira hampað, sem tóku þátt í hörðum átökum og hildarleik. Ég held, að Dulles hafi sjálf- ur ekki átt minnsta þáttinn í því að stöðugt stefndi í áttina til friðar á hans árum. Hann var vissulega mjög góðgjarn og frið- samur maður og beitti áhrifum sínum stöðugt til sátta. Merkileg- astar munu e. t. v. þykja aðgerð- ir hans til að stöðva stríðsflan Breta og Frakka við Súez. En mestu mistök hans verða e. t. v. talin, að hann skyldi ekkert gera til að bjarga Ungverjalandi, þegar Rússar tróðu það undir fótum. Ofnæmi fytrir Dulles Það er undarlegt hve Dulles, þessi friðsami maður fór ákaf- lega í taugarnar á Rússum og að- dáendum Rússa um allan heim. Viðkvæmni þeirra og óskiljanlegt hatur líktist einhverskonar of- næmi. Þetta var svo furðulegt fyrirbæri, að ef hreintrúaður kommúnisti horfði í nokkrar mín útur á mynd af Dulles, þá trúi ég að ofnæmishrúður hafi farið að hlaupa upp um líkamann hing að og þangað. Meðal kommúnista hér á landi bar talsvert á þessu óskiljanlega hatri og brauzt það loks fram á grófan og ósmekklegan hátt í erfikvæði íslenzks skálds um Dulles, sem birtist í síðasta jóla- blaði Þjóðviljans. Við höfum komið hér saman eins og flugur með hrímstjörnur á blindum fálm- urum og fætur okkar ánetjaðar loðnum gróðri Innýfla hans (þ. e. Dullesar). Hann (þ. e. Dulles) andar feigð sinni yfir jörðina, allt stirðnar af angist •g allar flugur skýla sér undir felldum vængjum. Það sem olli þessu óslökkvandi hatri Rússavina á Dulles var fyrst og fremst það, að hann reyndi að stöðva framrás komm- únismans í heiminum með viss- um ráðum. Kommúnisminn hafði breiðst út og síast gegnum landa- mæri t. d. í Asíu með vopnavaldi, skæruliðahernaði og styrjöldum á takmörkuðum svæðum. Nú reyndi Dulles að draga ákveðna markalínu og koma ágagnkvæmu varnarsamstarfi sem flestra þjóða. Og hann setti þá reglu til að vara kommúnista við áfram- haldandi útþenslustefnu, að ef þeir réðust yfir markalínuna, þá myndi það kosta allsherjarstríð. Ennfremur gerði Dulles komm- únistum það ljóst, að slíkt alls- herjarstríð yrði óhjákvæmilega kjarnorkustríð. Vesturveldin fækkuðu á þess- um tíma mannafla í her sínum og tóku að byggja varnir sínar á kjarnorkuvopnum. Sú stefna Dullesar og Vesturveldanna al- mennt hefur gengið undir ýms- um nöfnum, sem mörg hafa ekki fengið þýðingu á íslenzku, svo sem afgirðing kommúnismans (communist eontainment), stór- felld gagnárás (massive retali- ation) eða að vera á heljarþröm (brinkmanship). Var það siður Wovaya töemiya NorBuirpóli ALASKA 'JAPAN Palrnyr* *yjt '' Lmwetok kommúnista að birta afskræmdar skopmyndir af Dulles, þar sem hann stóð með allan heiminn á barmi hyldýpisgjár og hótaði k j arnorkustyr j öld. Afvopnun sem er engin afvopnun En þróun heimsmálanna tekur oft á sig hlálega mynd. í síðustu viku var haldið þing æðsta ráðs Sovétríkjanna. Þar flutti Krúsjeff forsætisráðherra langa yfirlitsræðu um hag Sovét- ríkjanna. Mesta athygli hafa vakið um- mæli Krúsjeffs um breytta skip- un á landvörnum Sovétríkjanna. Rússar gætu skotið eldflaugum búnum vetnissprengjum um ger- valla veröld og sagði, hve mörg- um vetnissprengjum Rússar þyrftu að skjóta til að gereyða heilum löndum. Og hinir rúss- nesku stríðsherrar voru sérstak- lega hrifnir af eldflaugavopnun- um af því að „þau hitta alltaf í mark og ekki er hægt að skjóta þau niður í lofti eins og flugvél- arnar.“ Rússar taka upp stefnu Dullesar Eftir lýsingum þessara rúss- nesku leiðtoga sjálfra að dæma fæ ég ekki séð, að hér sé í raun- er, að með þessum breytingum ganga leiðtogar Rússa farinn veg. Ef þeir athuga sporin, geta þeir séð, að það eru spor John Foster Dulles. Ég skal ekki segja um það, hvort það er með sama hug- arfari, sem þeir ganga nú braut heljarþramar þ. e. ón the brink. E. t. v. eru það aðeins hertækni- legar staðreyndir, sem valda því að Krúsjeff leggur sér nú á tungu gömul orð Dullesar um „stór- fellda gagnárás" og Malinovsky talar fjálgum orðum um það, hvað Rússar geti lagt mörg lönd í rústir með vetnissprengjum. Ef þessir leiðtogar féllu svo ein- hvern tímann frá af völdum ein- hvers sjúkdóms, þá gæti hirð- skáld Þjóðviljans ort aðra jafn Pekinq * _ wake ey Guam o INOONESIA ASTRALlft^yy Krúsjeff var þar með mikinn fagurgala um friðarást Rússa og um hinar fögru tillögur, sem hann bar sjálfur fram á þingi S. Þ. um allsherjarafvopnun og sæluríki á jörð. Krúsjeff kvaðst nú að vísu harma það, að aðrar þjóðir skyldu ekki tafarlaust samþykkja afvopnunartillögur hans og kasta frá sér vopnum. Þrátt fyrir það sagði hann, að Rússar ætluðu nú einhliða að framkvæma slíka afvopnun. Þeir hefðu ákveðið að fækka mannafla í herstyrk sinum um þriðjung, úr 3,6 milljónum manna í 2,4 milljónir. Og Krús- jeff hrópaði og fjölyrti um það, að enn einu sinni sýndu Rússar einlægan friðarvilja sinn í verki. En ekki höfðu liðið nema nokkrar sekúndur. Þá hafði Krús jeff algerlega snúáí við útsisýr- ingum sínum og rökstuðningi fyrir þessum aðgerðum. Nú sagði hann, að fækkun í herliðinu þýddi alls ekki að dreg- ið yrði úr vörnum landsins. Þvert á móti yrði herstyrkur Sovétríkjanna meiri en hann hefði nokkru sinni verið áður. Sovétríkin ætluðu héðan í frá að byggja landvarnir sínar á kjarn- orku og eldflaugavopnum. „Vopn okkar í dag,“ sagði Krúsjeff „eru öflug, en þau sem við eigum í smíðum eru ótrúleg." Landvarnarráðherra Sovétríkj- anna Rodion Malinovsky talaði síðan miklu ýtarlega um málið og virðist hann hafa verið bæði stóryrtur og hrokafullur er hann var að lýsa hernaðarmætti Sov- étríkjanna. Hann lýsti því, að . ELDFLAUGA-tiIraunir stór > ^ veldanna færast nú yfir á i Kyrrahafið, enda eru víð- y $ átturnar mestar á þessum V ' stærsta úthafi heimsins. ) J Uppdrátturinn sýnir hvern- ^ V ig Rússar hyggjast skjóta- \ ) eldflaugum frá þremur stöð- ) | um í Siberíu suður á bóginn, > ; en Bandaríkjamenn hafa fyr- ^ i ir nokkru byrjað að skjóta i ) eldflaugum í vesturátt frá ' ^ eldflaugum í vesturátt frá • ( Vanenbergstöðinni í Kali- ; S forniu. — Bandaríkjamenn \ ' hafa nú nokkrum sinnum ) \ skotið Atlas-eldflauginni yf- ‘ S ir 7000 km. leið, en talið er, ý ) að Rússar ætli að reyna að i ■ skjóta eldflaug 12 þúsund ) km. vegalengd. y inni um neina afvopnun að ræða. Þessar aðgerðir geta á engan hátt sýnt „einlægan friðarvilja" Rússa eins og Krúsjeff talaði svo fagur- lega um. Hér er aðeins um að ræða skipulagsbreytingu á hermálum Sovétríkjanna og notkun full- komnari hernaðartækni. Hér er um að ræða sömu aðgerðir og framkvæmdar voru í Bandaríkj- unum og Bretlandi á árunum 1957—57. Þessar breytingar eru eðlilegar og skiljanlegar þegar litið er á málin frá sjónarhóli herfræði og hagfræði. Ný vopn eru smíðuð, svo fjölmenni í hern um hefur ekki sömu þýðingu og áður, en atvinnulífið þarfnast aukins mannafla. En það hlálega við þetta allt smekklega erfidrápu um hina austrænu lærisveina Dullesar: Allir þræSir koma saman í einn punkt og deyjandi hönd hans kreppist hægt um líf okkar allra. Það mun á sínum tíma hafa verið stefna Dullesar með því að sitja á heljarþröm, að gera Rúss- um svo ekki yrði um villzt grein fyrir alvörunni og hættunni í heimsmálunum. Það var skoðun hans, að þegar Rússum væri Ijóst, að heimsstyrjöld yrði ætíð kjarnorkustyrjöld, þá þyrðu þeir aldrei að leggja til atlögu. Dulles hefur fram til þessa reynzt sann- spár. Tortryggnin þarf að hverfa Þó ætti öllum að vera það Ijóst, að við slíkt ástand hættu og ótta getur mannkynið ekki unað um alla eilífð. Þetta ástand hlýtur að verða aðeins tímabundið. Hættan sem fylgir nýtízku hernaði er svo geigvænleg, að hvað sem hótun- um líður, þá verður að teljast útilokað, að nokkur leiðtogi sem er með fullu ráði geti tekið þá ákvörðun að steypa heiminum út í nýja heimsstyrjöld. En til hvers er þá haldið áfram vígbúnaðin- um, ef styrjöld er útilokuð. Það er eingöngu vegna þess að gagn- kvæmri tortryggni er enn haldið við. Það hlýtur að stefna að því, að stórveldin verði að afvopnast, en þó verður það aldrei fram- kvæmt nema með því að draga fyrst úr tortryggninni. Nú er mikið um það rætt, að leiðtogar stórveldanna koma saman á fyrsta toppfúnd sinn um miðjan maí. Svo virðist sem að toppfundirnir eigi að vera fleiri. Engum dylst að meginviðfangs- efni toppfundarins verður að ræða möguleika á afvopnun. Ef slíkt á að verða framkvæman- legt, þurfa allir aðiljar að sýna einlægni sína og heiðárleika í allri framkomu sinni. Ræða Krúsjeffs í Moskvu á dögunum, þegar hann lýsti skipulagsbreyt- ingum á rússneska hernum rang- lega sem afvopnun er ekki til þess fallin að auka traustið. Tilraunir Rússa á Kyrrahafi f síðustu viku tilkynntu Rússar öllum að óvörum, að þeir hefðu ákveðið að hefja tilraunir með eldflaugavopn á Kyrrahafinu. Mörgum þótti fregnin óhugnan- leg, ekki sízt þeim þjóðum sem búa á ströndum Kyrrahafsins. En Rússar geta gert eins og þeim sýnist í þessu efni. Bandaríkja- menn gera líka eldflaugatilraun- ir á Kyrrahafinu og hér er um að ræða opið úthaf, sem öllum er heimilt að notfæra sér. Hins vegar verður það að segj- ast, að þessi ákvörðun Rússa nú svo skömmu áður en toppfundur hefst er ekki til þess fallin að stuðla að trausti og skilningi milli stórveldanna. Það er ætlun Rússa að skjóta eldflaugum frá Síberíu og feiki- lega vegalengd suður í Kyrrahaf- ið. Slíkar tilraunir geta sannað það, að eldflaugavopnin séu ægi- leg og geti náð um gervalla ver- öld. En þær sanna þá það um leið að útilokað er að koma á afvopnun með nokkurri annarri leið, en að tryggja öryggi og óbil- andi eftirlit með herafla allra landa. Það er óhugsandi að nokk- urt ríki stórt eða smátt geti fengizt til þess að afnema hjá sér allar landvarnir, nema það sé tryggt að öll stórveldin efni slíka samninga. Ella væri hætta á því, að eitt samningsríkið gæti með samn- ingsrofum tryggt sér einu lang- drægar eldflaugar með vetnis- vopnum og síðan drottnað yfir heiminum. Á undanförnum árum hefur á því borið, að Sovétríkin haldi uppi ósanngjörnum áróðri sem ætlaður er fávísu fólki um það að vandamálið sé ekkert nema að taka vopnin og eyðileggja þau. Slíkur áróður verður æ hald- minni eftir því sem tíminn líður. Fólki hefur skilizt það, að allt vandamálið hvílir á því, hvort hægt verði að koma á öruggu al- þjóðaeftriliti. Vonandi leysist málið þannig á endanum og kannski verður það einmitt upphaf þess sem koma skal í heiminum, — upphaf alheimsstjórnar, sem er þess megnug að halda uppi röð og reglu í heiminum og varðveita friðinn um alla eilífð. Þorsteinn Xhorarensen. 460 þúi. atvinnu- lausir í Breflandi LONDON, 20. jan. (Reuter) — Samkvæmt upplýsingum atvinnu málaráðuneytisins sem gefnar voru út í kvöld fjölgaði atvinnu- leysingjum í Bretlandi um 40.000 á tímabilinu 7. des. til 11. janúar. — Samkvæmt sömu upplýsingum eru nú samtals um 460.000 manns atvinnulausir í Bretlandi eða 2.1% þjóðarinnar. — Atvinnu- málaráðherrann, Édward Heath, segir, að fyrrgreind aukning sé talsvert minni en oft áður á sama tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.