Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 22. jan. 1960 MORCVNBLAÐIÐ A tæpu 114 ári óx reaktorbyggingin (t. h.) upp af 6 metra djúpum undirstöðum upp í 36 metra hæð. Nú er unnið að því að setja saman ofninn sjálfan og hina þykku geislunareinangrun hans. Heimsókn Inga Mogensen, minning Framh. af bls. 11 er stefnt mafkvisst að því að undirbúa iðnaðinn, sem ein- hvern tíma síðar mun nota og framleiða kjarnorkustöðvar. Tak markið er að geta selt til útlanda kjarnorkustöðvar á samkeppnis- færu verði síðarmeir, þegar við- skiptamöguleikarnir opnast. Ef iðnaðurinn er þá ekki tilbúinn, missir hann spón úr askinum sín. um á öllum sviðum útbúnaðar til orkuframleiðslu, því að kaup- andinn vill einungis verzla við land, sem alltaf hefir síðustu nýjungar á boðstólum. Þýzki atommáiaráðherrann komst svo að or-ði: „Ef þýzkur iðnaður er ekki fær um að bjóða til sölu kjarnorkuver, þá mun hann bráð lega ekki einu sinni geta selt ryk sugur úr landi“. Möguleikar íslands Við ökum aftur út af svæðinu, þar sem 800 byggingaverkamenn eru önnur hafnir við byggingu þessa rannsóknarvers, sem er stór liður í viðleitni Evrópu til friðsamlegrar hagnýtingar kjarn. orku. Umræður okkar snúast fyrst um kjarnorkusprengjur, böl þeirra og hættur, en síðan berst talið að íslandi, sem blaðafuil- trúinn hefir mikinn áhuga á. Hann hefir þegar útvegað sér ýmsar upplýsingar um landið og langar til að heimsækja það bráðlega. Við ræðum um vatns- virkjanir, jarðhita og kjarnorku á íslandi. Vegna smæðar íslands er engin von til þess að við get- um tekið virkan þátt í þróun og byggingu kjarnorkuvera. En við gætum kannske átt við rekst. ur kjarnorkuvera, sem keypt yrðu erlendis frá. Hvort það tekst í náinni fram- tíð að framleiða þau ódýr og með reksturskostnaði, sem er sambærilegur við önnur orkuver er gátan, sem ekki verður ráðin fyrr en eftir mörg ár. Karlsruhe, 10. jan. 1960. Helgi B. Sæmundsson. INGA, kæra Inga okkar allra, sem þekktum þig. Jólin eru að hefjast. Og þú ert horfin úr hópn um. Og skarð þitt er opið og ó- fullt. Þú settir þinn sérstaka blæ á stundir gleði og alvöru. Það vantar eitthvað, sem ekkert okk- ax átti — nema þú. Það er kannski fyrst nú, sem við veit- um því athygli, hversu stór þú varst í vinahópi, þótt aldrei reyndirðu að gera þinn hlut stór- an. En nú ertu horfin úr hópn- um. Og þó. — Minningin er svo lifandi, að við liggur, að við mælum til þín gamanyrði, sem fyrr og heyrum svör þín og létt- an hlátur. 1 dag er sunnudagur með blá- um himni. Og það var yndisleg- an, sólbjartan sunnudag í júní, sem Dauðinn valdi þig til ferðar með sér í hvítum báti sínum til strandarinnar ókunnu. Himinn- inn var heiður og hlýr. Aðeins skýjagrisjur hér og þar til skrauts á blámanum. En hvað það átti vel við, Inga, að hefja ferðina í birtu og yl langdegisins. Þú varst sjálf barn ljóss og yls, unnir ijósinu og yln- um og barst hvort tveggja með þér. Og þú unnir lífinu, þótt oft drægi ský fyrir sól, en þú ótt- aðist ekki Dauðann. Þú vissir mætavel, að hann var á næsta leiti, að hann hafði í rauninni rétt þér hönd sína og kvatt þig til ferðar. En í vinahópi varstu glöð og kát sem fyrr og ávallt reiðubúinn að rétta hönd til hjálpar eða örva til gleði, eftir því sem við átti. Varstu ávallt veitandinn. Við vitum, að það er heimska að harma horfna vini. Dauðinn er aðeins önnur eðlileg hlið þess fyrirbæris, sem við nefnum líf. Hann er jafntorræður sem lífið sjálft. Hvort tveggja er sama gátan. Þegar Dauðinn fer um, hljót- um við oft að spyrja: „Hvers vegna; hvers vegna?“ En hversu oft er hann ekki einnig mildur, blíður, líknandL Og þótt hann virðist oft harð- leikinn, er hérnn þó hverjum ein- staklingi fæðing inn á nýtt til- verusvið, nýtt lífssvið. Og nú kom röðin að þér, Inga. Nú hefur þú lifað dauðann og öðlazt nokkra þekkingu á því, sem hinum megin býr. Þú hefur kvatt vini þína hér og heilsað vinum þínum handan landamæranna á líkan hátt eins og hverju sinni, sem þú fórst utan. Vinir hafa fagnað komu þinni, eins og við söknuðum þín, er þú kvaddir. Vissulega óskum við þess að hafa þig lengur méðal okkar. En það væri eigingirni, ef sökn- uður okkar væri ekki einnig blandinn gleði. Gleði yfir því, að Dauðinn fór um þig mildum, líkn andi höndum og kom í veg fyrir langvinnar þjánipgar erf'ðs sjúk dóms. Hann klippti sundur „silfur- þráðinn" og flútti þig inn á það lífssvið, sem þú hafðir byggt upp með lífi þínu hér. Lífi, sem var svo ríkt af fórnarlund, hjálp- fýsi og góðvild. Með þessum eiginleikum hafð- ir þú búið þér yndislegan sama- stað á nýju sviði, þvi að lög- mál orsaka og afleiðinga, er alls staðar að verki. Það svíkur eng- an og hlífir engum, úthlutar ölL um í þeim mæli, sem þeir hafa unnið til. Það er áreiðanlegt, — í bók- staflegum skilningi áreiðanlegt, að hver og einn uppskeri eins og hann sáir. Við getum því samglaðzt þér, Inga, eins og við samgleðjumst vini, sem flyzt til annars lands, þar sem heill og hamingja bíður hans. Öllum. sem kynntust þér, Inga, hlaut að þykja vænt um þig. Og telja má víst, að við hittumst aftur. Vináttubönd ná heima milli. Þau slitna ekki, þótt leiðir skilji. Klökkir, þakklátir hugir fylgdu þér til hins nýja heim- kynnis. Og þegar þar að kemur að bátur okkar steytir kili við grunni á þeirri sömu strönd, sem bát þinn hefur nú borið að, undrumst við ekki, þótt þú verð- ir í vinahópnum, sem tekur á móti okkur. Og þurfi einhver að- hlynningar við, er víst að þú munt fúslega veita hana. Kæra Inga, þökkum þér sam- veruna, þökkum þér allar gieði- og ánægjustundirnar, Þökkum allt, sem þú hefur fyrir otfkur gert, allt, sem þú hefur miðlað okkur af gnægð og örlæti hjarta þíns, af sjálfri þér. Vertu sæl, Inga, og fylgi þér heill og h'amingja á hinum nýju leiðum. Gleðilegt nýtt ár, Inga. Vertu sæl. Vinir yj-maður dæmdur MÍÍNCHEN. V. Þýzkalandi, 20. jan. (Reuter): — Fyrrverandi foringi í SS-sveitum Hitlers og 1 fangabúðastjóri, Ritchard Bug- dalle að nafni, var í dag dæmdur til ævilangrar þrælkunarvinnu. Hann var fundinn sekur um að hafa myrt 28 fanga í Sachsen- hausen-fangabúðunum á styrjald- arárunum. Bugdalle neitaði öllum sakar- giftum — sagði að fyrrverandi fangar hefðu verið fengnir til þess að bera ljúgvitni gegn sér. — Eitt vitnið sagði aftur á móti, að Pugdalle hefði ekki aðeins myrt umrædda 28 menn, heldur hefði hann drepið menn hundruðum ef ekki þúsundum saman. FARFUGLAR Árshátíðin verður haldin í Framsóknarhús- inu uppi, fimmtudaginn 4. febr. n.k. kl. 8,30. Nánar auglýst bréflega og í félagslífi. Stjórnin. AUGLÝSING frá lögreglustjóranum I Keflavik. Að tillögu umferðarnefndar Keflavíkur og sam- kvæmt samþykkt bæjarstjórnar Keflavíkur, er nú þegar öll umferð fólksbifreiða um bryggjur Kefla- víkurhafnar bönnuð, svo og eru bannaðar bifreiða- stöður á Bryggjuvegi frá Loftshúsum og niður að höfninni. Lögreglustjórinn í Keflavík, 15. jan. 1960. A. tiíslason. Sjómannafélagar Hafnarfirði Aðalfundur verður haldinn í Verkamannaskýlinu sunnud. 24. jan. kl. 2 e.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar og önnur mál. Stjórnin. í Reykjavík Freyjugötu 41 (inng. grá Mímisvegi). MODEL óskast tvö kvöld í viku. Uppl. í dag frá kl. 8—10 e.h. Sími 11990. Sólar-kaffi fsfirðingafélagsins verður í Sjálfstæðishúsinu sunnu ..aginn 24. þ.m. kl. 8,30 síðd. Bæjarins beztu skemmtikraftar. Aðgöngum. á kr. 50,— seldir og borð tekin frá í dag kl. 5 til 7 síðd. ísfirðingafélagið. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir er verða til sýnis í Rauðarár- porti við Skúlagötu mánudaginn 25. þ.m. kl. 1—3. Tilb. verða opnuð í skrifstofu vorri frá kl. 5 sama dag. Eyðublöð fyrir tilboð verða afhent á útboðs- stað. Sölunefnd varnarliðseigna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.