Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 4
4 MORCVISBIAÐIÐ Fðstudagur 22. jan. 1960 I dag er 22. dagrur ársins. Föstudagur 22. janúar. Árdegisflæði kl. 11,25. Slysavarðstofan er opin alian sólarhringinn. — Lækiiavórður L.R. (fyrii vitjanir), er á sama stað frá kL 18—8. — Sími 15030 Næturvarzla vikuna 16.—22. jan. er í Lyfjabúðinni Iðunni. Næturlæknir í Hafnarfirði vik una 16.—22. jan. verður Ólafur Ólafsson. Simi 50536. H Helgafell 59601227. VI. 2. □ GIMLI = 59601217 = 3 Fr. I.O.O.F. 5 = 1411218% = N. K. I.O.O.F. 1 = 1411228% = N. K. Hjónaefni Á gamlárskvöld opinberuðu trúlofun sína Edda Lúðvígsdótt- ir, Laugavegi 65 og Sigurður V. Sigurðsson, Faxabraut 2, Kefla- vík. — Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína Sólveig Ásgeirsdóttir, verzlunarmær, Suðurlandsbraut 9 og Guðmundur Annilíusson, húsgagnasmiður, Blönduhlíð 33. EB Skipin Eimskipafélag Islands h.f.: — Dettifoss er í Gdynia. Fjallfoss fei' frá Rotterdam í dag til Ant- werpen og Hull. Goðafoss fór frá Súgandafirði 21. þ.m. til Ísafjarð ar. Gullfoss kom til Kaupmanna- hafnar 21. þ.m. Lagarfoss er í New York. Reykjafoss fór frá Rotterdam í gærkveldi. Selfoss er í Keflavík. Tröllafoss var vænt- anlegur til Rvíkur í gærkveldi. Tungufoss fór frá Akureyri 21. þ.m. til Siglufjarðar. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er á Austfjörðum á norðurleið. Esja er í Rvík. Herðubreið er á Austfjörðum á suðurleið. Skjald- breið fór frá Reykjavík í gær vestur um land til Akureyrar. Þyrill fer væntanlega frá Fredrik stad í dag áleiðis til Austfjarða. Herjólfur fer frá Hornafirði í dag til Vestmannaeyja og Reykja víkur. Baldur fór frá Reykjavík í gær til Sands og Stykkishólms. H.f. Jöklar: — Drangajökull er í Reykjavík. Langjökull fór frá Volvo 1800. Volvo sportvagn Verður seftur saman t Bretlandi + Afmæli + 60 ára er í dag Friðrik Gísla- son, kirkjuvörður, Laugarness- kirkju, Hofteigi 19. D----------------------a LJÓÐ DAGSINS í áfanga. Víst er þetta löng og erfið leið, og lífið stutt og margt, sem út af ber. En tigið gegnum tál og hverskyns neyð skín takmarkið og bíður eftir þér. Hve oft þú hrasar, oft þig brestur mátt, hve undarlega er gott að sitja kyrr. Samt kemstu á fætur, réttir höfuð hátt, og hraðar þér af stað sem áður fyrr. Svo styttist þessi ganga smátt og smátt, og seinast stendurðu einn við luktar dyr. Steinn Steinarr. □----------------------□ STOKKHÓLMUR, 19. jan. — Með stofnun Fríverzlunarsvæðis- ins undirbýr sænska bifreiðaverk smiðjan Volvo stórsókn í bíla- sölu meðal þátttökuþjóðanna. Þótt Bretar séu mesta iðnaðar- þjóðin í Fríverzlunarsvæðinu, virðast Svíar vera alls óhræddir við samkeppnina m. a. vegna þess ,að Svíþjóð hefur um langt skeið verið lágtollaland, svo að iðnaður iandsins hefur orðið að standa sig í samkeppninni. Nýjustu fréttir frá Volvo-verk- smiðjunum eru að nú eru þær að hefja framleiðslu á „sport- vagni“, sem hefur fengið ein- kennismerkið P-1800. Er slíkur Volvo sportvagn sýndur á bíla- sýningunni í Brússel. Það þykir og merkilegt við þennan nýja vagn, að yfirbyggingin á hann verður smíðuð í Bretlandi og vagninn settur þar saman. Þrátt fyrir það, er hér um*alsænskan vagn að ræða. Volvo hefur að- eins leitað til enskra verksmiðja að taka að sér verkið, vegna þess að sænska Volvo-verksmiðjan gat ekki annað þessu. Eins og tíðkast með sportvagna er vélin í Volvo fremur sterk eða um 100 hestöfl. Bifreiðin er mjög hraðskreið og er þá einnig búin sérstaklega sterkum hemlum. yfir á, sem var í miklum vexti og barst ferjan óðfluga með straumnum. Frúin varð hrædd og spurði hvort nokkurntíma hefðu týnzt farþegar í ánni. Nei, nei, svaraði ferjumaður- inn. Við finnum þá alltaf dagina eftir. Það var í borgarastyrjöldinni á Spáni að Rússar sendu sveit „sjálfboðaliða" til að taka þátt í bardögunum. Þegar sveitin kom til Madrid, afhenti yfirmaðurina spönsku herstjórninni svohljóð- andi bréf: „Hérmeð tvö hundruð sjálfboðaliðar. Vinsamlegast skil ið handjárnunum". Jóni þótti gott að fá sér í staup inu. Aðspurður hversvegna hana lokaði alltaf augunum þegar hann lyfti glasi, svaraði hann: „Þegar ég horfi á áfengi, fæ ég ávalt vatn í munninn og ég kæri mig ekki um blandaða drykki“. Hamborg í fyrrakvöld til Austur- Þýzkalands. Vatnajökull fór frá Vestmannaeyjum 19. þ.m. á leið til Grimsby, Hull, London, Bou- logne og Rotterdam. Hafskip. — Laxá er á leið frá Ystad til Stettin. Flugvélar* Flugfélag íslands h.f.: — Hrim faxi fer til Oslóar, Kaupmanna- hafnar og Hamborgar kl. 08:30 í fyrramálið. — Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólma víkur, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vest- mannaeyja. — Á morgun er áætl að að fljúga til Akureyrar, Blönduóss, Egilsstaða, Isafjarðar, Sauðárkróks og Vestmannaeyja. MHi Ymislegt Orð lífsins: Hríf mig eigi á braut með óguðlegum og ill- gjörðamönnum, þeim er tala vin- samlega við náunga sinn, en hafa illt í hyggju. Launa þeim eftir verkum þeirra, eftir þeirra illu breytni .... Því að þeir hyggja eigi á verk Drottins og handaverk hans. Sálmur 28. 1 Félagsstörf Frá Guðspekifélaginu. Reykja- víkurstúkan heldur fund í kvöld kl. 8,30 á venjulegum stað. Grét ar Fells flytur erindi er hann nefnir Draumar og dulhyggja og mun hann svara spurningum á eftir fyrirlestrinum og að lok- um verður kaffidrykkja. Læknar íjarveiandi Kristján Sveinsson, augnlæknir ver# ur fjarverandi 1 til 2 mánuði. Stað« gengill: Sveinn Pétursson, Hverfisg. 50. Viðtalstími 10—12 og 5.30—€.30, nem» laugardaga kl. 10—12. Ofeigur J. Ofeigsson. læknir verður fjarverandi frá 7. jan. í tvær til þrjár vikur. — Staðgengill: Gunnar Benja- mínsson. ÞUMAL8NA — Ævintýri eftir H. C. Andersen — Já, ég ætla að koma með þér, sagði Þumalína. Svo settist hún á bakið á fuglin- um, með fæturna á útbreidd- um vængjum hans, og batt mittislindann sinn um eina af sterkustu fjöðrunum. Að því búnu flaug svalan hátt upp í loftið, yfir skóga og vötn — upp yfir fjöllin háu, þar sem alltaf er snjór. Þumalínu varð brátt kalt þarna hátt uppi, en þá hnipr- aði hún sig saman milli hlýrra fjaðra svölunnar og gægðist aðeins út til þess að sjá alla dýrðina fyrir neð- an sig. Og svo komu þær loks til heitu landanna. Þar skein sólin miklu skærar en hér, þar virtist helmingi hærra til himins, og girnilegar og góm- sætar víndrúfur, grænar og bláar, uxu þar í stórum breið- um. — Sítrónur og appelsín- ur héngu á greinum skógar- trjánna, loftið var fullt af blómaangan, og falleg, lítil börn hlupu fram og aftur á vegunum og léku sér að stór- um, marglitum fiðrildum. Þórður Möller verður fjarver- andi til og með mánud. 18. jao. — Staðgengill: Gunnar Guð- mundsson, Frakkastíg 6a. Söfn BÆJARBÓKASAFN REYKJAVIKU* Sími 1-23-08. Aðalsafnið. Þingholtsstrætl 29A: — Útlánadeiid: Alla virka daga kl. 14—22. nema laugard. kl. 14—19. Sunnud. kL 17—19 — Lestrarsalur fyrir fullorðna: Alla virka daga kl. 10—12 og 13—22. nema laugard. kl. 10—12 og 13—19, og sunnudaga kl. 17—19. Útibúið Hólmgarði 34: — Útlánadeild fyrir fullorðna: Mánudaga kl. 17—21. aðra virka daga nema laugard. icl. 1«— 19. Lesstofa og útlánsdeild fyrir börn: ja( egepjE^nei euiau e3ep bjjjia euv kl. 17—19. Útibúið Hofsvallagötu 16: — Útláns- deild fyrir börn og fullorðna: AUa virka daga. nema iaugardaga, kL 17.30—19.30. Útibúið Efstasundl 26: — Útlánsdeild fyrir börn og fullorðna: Mánudaga. miðvikudaga og föstudaga kl. 17—19. Tæknibókasafn IMSÍ (Nýja Iðnskólahúsinu) Útlánstími: Ki. 4.30—7 e.h. þriöjud. fimmtud, föstudaga og laugardaga. — Kl. 4.30—9 e.h. mánudaga og miS- vikudaga. — L.esstofa safnsins er opin á vanalegum skrifstofutíma og lit- lánstima. Listasafn rikisins er opið þnðjudaga. fimmtudaga og laugardaga kl. 1--3. sunnudga kl. 1—4 síðd. Þjóðminjasafnið: — Opið sunnudagk kl. 1—4, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 1—3. Náttúrugripasafniff: — Opið á sunnu- dögum kl. 13:30—15, og þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14—15. Bókasafn Lestrarfélags kvenna, — Grundarstíg 10, er opið til útlána mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 4—6 og 8—9. Bókasafn Hafnarfjarðar Opið alla virka daga ki 2—7. Mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga einnig kl 8—10 síðd. Laugardaga kl. 2—5 — Lesstofan er opin á sam s tima — Sími safnsins er 50790 Minjasafn Reykjavíkur: — Safndeild in Skúlatúni 2 er opin alla daga nema mánudaga kl. 2—4. Arbæjarsafn er lokað. Gæzlumaður simi 24073

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.