Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 11
Fðstudagur 22. jan. 1960 MORGVNBLAÐIÐ 11 Heimsókn í kjarnorkuver 1 SUMAR verður tekinn í notk un fyrsti kjarnorkuofn sem Þjóðverjar hafa smíðað. Hann stendur í stærstu kjarnorku- rannsóknarstöð Þýzkalands í Karlsruhe, og segir hér frá henni. „Nei, þér þurfið ekkert að vera að draga upp passa. Við höfum hérna opnar dyr og leyfum hvrjum sem áhuga hefir á að skoða kjarnorkuverið. Það hafa þegar 2000 manns notað sér. Við óttumst ekki njósnara, því í sam handi við friðsamlega notkun kjarnorkunnar eru engin leyndar mál. Síðan Genfarráðstefnan var haldin og vísindamennirnir lögðu allar teikningar og rannsóknar- niðurstöður á borðið hefir al- þjóðasamvinnan á sviði kjarn- orku verið ágæt, og öll tæki og rannsóknaniðurstöður eru hverj- um sem er aðgengileg“. Eitthvað á þessa leið mælti Lehmann blaðafulltrúi kjarn- orkuversins í Karlsruhe, þegar hann ók mér út fyrir Karlsruhe til að skoða staðinn þar sem mið- stöð kjarnorkurannsókna Þjóð- verja er að rísa. Andstaða fólks Ekki gekk bygging stöðvarinn- ar hljóðalaust, því íbúar ná- grennisins börðust með öllum ráðum gegn byggingu þessarar „atómstöðvar ‘ og málaferlin stóðu í tvö ár. Þá hafði loks tek- izt að sannfæra fólkið um hættu- leysi þessa fyrirtækis, þar sem öllum hugsanlegum öryggisráð- stöfunum verður framfylgt. Ein. hverjum varð að orði, að hefði rafmagnið fyrst eftir uppgötvun ina verið notað til að drepa menn í rafmagnsstólnum, væri notkun raforku sennilega ekki langt á veg komin í heiminum í dag. Ótti almennings við hugtökin atóm og kjarnorka stafar eingöngu af kjarnorkusprengingunni, sem flestir hugsa um, þegar á þau er minnzt. I dag væri friðsamleg notkun kjarnorku eflaust lengra á veg komin, ef skugga sprengj- unnar miklu hefði ekki slegið óhug og ótta á þjóðirnar. Að vinna bug á ótta fólks við frið- samlega notkun kjarnorkunnar er ekki hægt nema með áralangri upplýsingastarfsemi. Mannvirkin í Karlsruhe Þegar ekið er inn á svæðið blasir hinn 100 metra hái steinsteyþti reyháfur við, en mest bygginga er sjálf reaktor- byggingin, sem nú er verið að leggja síðustu hönd á eftir 1% árs byggingartíma. Af undirstöð- um sínum 6 metra í jörð niðri óx byggingin 36 metra í loft upp. Efri hluti hennar er ekki ósvip- aður risastórum olíugeymi, enda er hann úr rafsoðnu stáli. Sér- hver suða var röntgenprófuð, því að allt á að vera þétt. Til þess að varna því að nokkur ögn geisla- virks efnis komist út úr bygg- ingunni er í henni undirþrýsting ur. Nú er unnið að því að setja saman reaktorinn sjálfan, stærsta reaktor í Þýzkalandi og hinn fyrsta, sem Þjóðverjar byggja sjálfir. Þegar byggingin er fullgerð á verð hennar einnar með öllu innihaldi að vera kom- ið upp í 55 milljónir marka, en það er álíka upphæð og hálfar þjóðartekjur Islendinga voru fyrir nokkrum árum. Reaktorinn brennir náttúru- legu úran með 0,7% innihaldi af Uran 235, sem flutt verður inn frá Kanada, því að svo til ekkert notkun úran hefur fundizt í Þý^kalandi. Þungt vatn er notað sem bremsuefni og kælivökvi. Hitastigið fer ekki upp fyrir 65° C, því að reaktorinn er ekki byggður til að afkasta hitaorku, hún verður ekki notuð, heldur er reynt að ná sem mestri neutr ónugeislun, svo að sem bezt sé að að gera við hann rannsóknir. A'lar rannsóknarstofur í kjarn- orkuverinu eru byggðar með það fyrir augum að hafa sem mest not af honum. Honum er ætlað það hlutverk að vera keikjan eða startskotið fyrir þýzkan kjarn- orkuiðnað, sem fær þarna tæki- færi til að fást við oð leysa öll þau vandamál sem koma fram við bygginguna. Þannig tekst að þjálfa fjölda eðlistfræðinga og verkfræðinga, sem verða um leið sérfræðingar. Erfitt að fá þungt vatn Meðalafköstin eiga að vera 12 megawött, en hámark neutrónu straumsins í bremsuvökvanum verður 3xl013 n/cm2 sek., en það er bezti mælikvarðinn á stærðina. Fyllingin af bremsu- og kæli- vökvanum, sem er þungt vatn, er 23 tonn. Þetta mikla magn af þungu vatni er ekki auðvelt að fá, því einu stóru verksmiðjurn- ar fyrir þungt vatn eru í Sovét- ríkjunum og Bandaríkjunum. Efnaverksmiðjan Höchst byggði í Frankfurt am Main fyrir geysi- legt fé allstóra verksmiðju, sem afkastar 414 tonni af þungu vatni árlega. Aðferðin við þunga vatnsvinnsluna, sem þar er notuð er eiming á hreinu vatnsefni við 254 stiga frost. Við þessa aðferð er orkukostnaður tiltölulega lítill hluti framleiðslukostnaðarins. Það er véla- og tækjakostnaður- inn, sem verður ævintýralega hár. Ýmis fjársterk einkafyrir- tæki eru með rannsóknir á nýj- um aðferðum til framleiðslu á þungu vatni, og vonazt er til að finna megi nýjar aðferðir til að ramieiða þungt vatn ódýrar en hingaö til hefur verið hægt. Fyllingin af úran er 6 tonn ásamt 1 tonni af Thorium. Aætl- að er að þetta magn verði brunn- ið upp eftir 2—3 ár. Rannsóknarstöðvar: Fyrsta byggingin, sem tilbúin var, var rannsóknarstöð fyrir neutrónueðlisfræði og reaktor- tækni. í henni starfar prófessor Dr. Wirtz ásamt vísindamönnum sínum, en þeirra verk er einmitt reaktorinn. í þessari byggingu þeirra eru margar athyglisverðar tilraunir í gangi. Meðal annarra er í gangi svonefnd undirkritisk eftirlíking af sjálfum reaktorn- um. Það er módel, sem er svo lítið, að það getur ekki starfað sjálft. Neutrónugeislunina, sem þarf við klofninginn verður því að framleiða fyrir utan og beina henni inn í tækið. En geislunin er nógu sterk til að hreyfa fín- gerð mælitæki. Þannig má fá vitneskju um það hvernig stóri reaktorinn muni haga sér og hvaða byggingargerð muni reyn- ast hagkvæmust. Eftirfarandi 5 byggingar eru nú tilbúnar: 1. Reaktorinn sjálfur. 2. Rannsóknarstöð fyrir Neutr- ónueðlisfræði og reaktortækni. 3. Rannsóknarstöð fyrir geisla- efnafræði. 4. Rannsóknarstöð fyrir kjarn- efnaverkfræði (Kernverfahrens- technik). 5. Rannsóknarstöð fyrir geisla- líffræði. í byggingu og áætlun eru enn fremur 15 aðrar rannsóknarstöðv ar, þeirra á meðal lítill kennslu- og rannsóknarreaktor. I Þýzka- landi eru þegar starfandi 6 slíkir minni reaktorar, sem keyptir 100 metra hár reykháfur í byggingu. Upp um hann er blásið öliu úrgangslofti reaktorsins. Utan á miðju hans kemur vatnsgeymir. voru tilbúnir frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Atomklúbbur Evrópu, Euratom, hefir einnig áætlanir um að byggja rann- sóknarstöðvar á svæðinu. Rann- sóknarstöðvar Euratom eru dreifðar um mörg Evrópulönd, t.d. í Noregi, Belgíu, Hollandi, Italíu og víðar. Starfsfólk Utvegun á starfsfólki hefir /aldið nokkrum erfiðleikum, því af skiljanlegum ástæðum er mik- ill skortur á vísindamönnum á bezta aldri, aldrinum 40—50 ára. Hins vegar hefir ráðning yngra fólks gengið vel. Nú er starfandi fastaráðið starfsfólk í kjarnorku verinu 750 alls, en búizt er við að fastaráðið starfsfólk verði orðið 1500 manns í lok ársins. Svipað og í öðrum kjarnorkuver- um í öðrum löndum er áætlað að % verði háskólamenntað fólk, eðlisfræðingar, efnafræðingar og verkfræðingar, % verði alls kon- ar tæknilegir aðstoðarmenn, en % starfsfólk við stjórn, skrifstofu hald og annað. Hinn mikli fjöldi háskólamenntaðs fólks vekur enga undrun þegar þess er gætt, að þeir starfsmenn, sem starfa við sjálfan reaktorinn þurfa minnst að hafa doktorspróf í eðlisfræði til að fá að koma nærri honum. A svæðinu er í byggingu stór skóli fyrir kjarnafræði, en þangað til hann tekur til starfa eru haldin námskeið fyrir efna- fræðinga, verkfræðinga og ann- að starfsfólk, sem mikið eru sótt af útlendingum. Fjáröflun: Fjáröflun hefir gengið allvel, og skiptist framlagt fé sem hér segir: Sambandslýðveldið og landið Baden-Wúrttemberg 130 millj. DM. 80 einkafyrirtæki 30 millj. DM. Tækniháskólinn í Karlsruhe 5 millj. DM. Euratom 45 millj. DM. Þetta gerir samtals 210 millj- ónir marka, en það er mikið ef það er borið saman við heildar- upphæðina sem eytt hefir verið til kjarnfræða í Þýzkalandi árin 1956—1960, en hún er alls 1000 miiij. marka. Tilgangur kjam- orkukapphlaupsins Þegar maður les þessar tölur vaknar sú spurning af hverju þetta land, sem er fátækt að hrá- efnum og ekkert stórveldi, er að leggja þetta á sig. Það líða enn mörg ár þangað til kjarnorkan getur farið að keppa fjárhagslega við aðrar teg. orku, úr vatni, kolum eða olíu. En það Framhald á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.