Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 18
18 MORClílSTt JA Ð 1 f) Föstudagur 22. jan. 1960 16 milljón kr. íþróttahöll á Keflavíkurvelli Langstœrsfa og fullkomnasta íþróttahús á íslandi AÐALVERKTAKAR á Keflavíkurflugvelli eru þessa dagana að ljúka endan- lega við afhendingu til varn- arliðsins, á stærsta íþrótta- húsi, sem byggt hefur verið hér á landi. 1 tilefni af þessu átti tíðinda- maður Mbl. tal við Guðmund Einarsson verkfræðing, sem er I Squaw Valley ÞAÐ er Bandaríkjamaður af norskum ættum, sem hefur /firumsjón með skíðastökki Olympíuleikanna í Squaw iValley. Hann lét svo um mælt við fréttamenn í dag, að þar yrði skíðastökk keppendanna lengri en á nokkrum öðrum Olympíuleikjum. Lengsta stökk á Olympíuleikjum til þessa á Finninn Antti Hyva erinen. Stökk hann 84 m á leikunum í Cortina 1956. Sá norskættaði sagði það trú sína að minnsta kosti 10 af þeim 70 mönnum sem þátt taka í skíðastökkinu í Squaw Walley mundi takast að bæta það met. Aldrei hefði slíkur úrvalshópur stökkmanna, gengið til ol- ympskrar keppni, og aldrei myndi keppnin verða jafn- ari en nú milli þessara af- reksmanna sem kæmu frá Noregi, Finnlandi, Svíþjóð, Rússlandi, Þýzkalandi og víðar. Hann minnti ennfrem ur á að í keppni í stökkbraut inni í Squaw Walley í fyrra hefði Finninn Kalev: Kalak inen stokkið 90.5 metra. verklegur framkvæmdastjóri Aðalverktaka og bað hann að veita lesendum Mbl. nokkra fræðslu um mannvirkið. Guð- mundur varð fúslega við þessari beiðni og fer frásögn hans hér á eftir. Ár í byggingu — 2200 fermetrar Vinna við íþróttahúsbygging- una hófst í desember 1958 og hef ir verkið því staðið í rúmléga eitt ár. Samningur Aðalverktaka hljóðaði upp á eina milljón dali, eða rúmlega 16 milljónir íslenzk- ar krónur. í þessu verði innifal- in byggingarkostnaður hússins sjálfs, en það er 2200 fermetrar að flatarmáli, ennfremur kostn- aður við vatns. og raflögn að húsinu og skolpleiðslur frá því, jarðvinnu umhverfis húsið og malbikað bifreiðastæði fyrir 100 bifreiðir. Stærsti íþróttasalur landsins Húsið skiptist í tvennt, íþrótta salinn, sem er með 7% metra vegghæð og viðbyggingu fyrir búningsklefa með 3% metra vegghæð. Húsið er einnig allt undir risi. Iþróttasalurinn mun vera sá stærsti hér á landi. Glófflötur hans er 38x22 metrar. Ætlunin er að setja upp áhorfendabekki meðfram langhliðunum og verða þeir þannig útbúnir að hægt verður að leggja þá saman upp að veggjunum þegar æfingar fara fram, en með því verður hægt að æfa körfuknattleik á tveim völlum samtímis. SéS inn eftir parketgólfi nýju íþróttahallarinnar. Kanadískur hlynur Gólf salarins er „Parket-1 úr 1% þumlungs kanadiskum hlyni, en mjög erfitt var að ná í þessa þykkt, þar sem venjulega er not- aður lí4 þumlungs þykkur viður í svona gólf. Það voru aðeins tvö fyrirtæki, sem gátu afgreitt þetta efni. Annað fyrirtækið var í Bandaríkjunum, en hitt á vestur- strönd Kanada og var tilboð þess s óleu Laugaveg 33. Hvítir nœlon- sloppar Allar stærðir £innig Hvítir popplín- sloppar Sendum gegn póst- kröfu um allt land. 'l hagstæðara. Þak íþróttasalarins hvílir á stálgrindabitum og er frítt haf þeirra 35 metrar. Húsið sjálft er stálgrindahús klætt borðviði að innan ,en ytraborð er klætt asbestþynnum. Þak er klætt efni, sem nefnist „Galbestos“. Gufubað og 240 klæðaskápar í viðbótarbyggingunni er fyrst anddyri, síðan kemur rúmgóð forstofa, skrifstofa, fatageýmsla, böð og salerni fyrir karla og kon- ur og búningsklefar karla og kvenna rúmar karlaklefinn 240 fataskápa. Ennfremur er þar gufubað, nuddstofa, hvíldarklefi fyrir baðgesti, sjúkraklefi og áhaldageymsla. Auk þess eru að sjálfsögðu rúmgóðir gangar í byggingunni. Húsið er allt vandað að efni og frágangi, enda ekkert til spar að, en ef til vill má segja að minni áherzla hafi verið lögð á smekklegt útlit. 40% loftraki 1 þessu húsi er að líkindum fullkomnasta loftræstingarkerfi, sem til er í byggingu á Islandi og er tildæmis í sambandi við það sérstakt stillitæki, sem heldur stöðugt 40% loftraka í bygging- unni. Hægt er að breyta raka- stiginu að vild. Athyglisverður brunaboði í húsinu er einnig annar út- búnaður, sem ég tel að Islend- ingar ættu að kynna sér nánar. Er hér um að ræða brunaboða, sem er þannig gerður að þráður úr hitanæmu efni liggur um öll herbergi byggingarinnar. Hitni þessi þráður upp að vissu marki, í þessu tilfelli 45 °C, þá ræsir hann brunaboða á slökkvistöð- inni og hringir brúnabjöllu í byggingunni sjálfri. Brunaboði þessi er bæði ódýr, Samkvæmiskjólar Ath: Síðir Samkvæmiskjólar eru tízkan í ár. MARKABURINIM Laugaveg 89. einfaldur og auðvelt að koma honum fyrir í gömlum bygging- um. Væri hann sérstaklega fallin til notkunar í húsum sem ekki er dvalið i að næturþeli svo sem skólum vörugeymslum og neta- gerðum en brunar á slíkum stöð- um valda oft milljóna tjóni. Margar hendur unnu verkið íþróttahúsið er teiknað af verk fræðingadeild hersins en byggt af Aðalverktökum. Yfireftirlits- maður byggingarinnar var Þor- kell Jónsson byggingarmeistari,. en daglegt eftirlit hafði á hendi Haraldur Einarsson byggingar- meistari. Eftirlitsmaður pípulagna var Bergur Haraldsson pípulagninga meistari en Járniðnaðar og pípu- lagnaverkstæði Suðurnesja vann verkið. Rafvirkjadeildin h.f. í Reykja vík annaðist raflagnir, en Öskar Guðmundsson rafvirkjameistari var eftirlitsmaður. Einar Eyfells vélfræðingur sá um uppsetninu hitunar og loft- ræstingakerfis. Málaraverkstæði Keflavíkur h.f. annaðist máln- ingu. — BÞ. Svíar unnu 25:11 SVÍAR og Norðmenn léku lands- leik í handknattleik í Ósló í gær- kvöldi. Unnu Svíar stórsigur, skoruðu 25 mörk gegn 11. 1 hálf- leik var staðan 13-4. Sænska liðið hafði gífurlega yfirburði. Vörn þess var örugg og þétt og sóknarleikmennina réðu Norðmenn alls ekki við. Norska liðið olli gífurlegum vonbrigðum. — Norðmennirnir náðu aldrei tökum á leiknum. Mörk Svía skoruðu Ulf Richard- son 10, Kjell Jonsson 9, Rolf Almquist 4 og Stig Lennart Ol- son 2. Fyrir Noreg skoruðu Erik Vellan 3, John Tresag 2, Knut Larsen, Jan Petter As, Hovde, Narvestad og Hagen eitt hver.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.