Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 13
Föstudagur 22. Jan. 1960 MORGUNBLAÐIÐ 13 Gyðingahatrið er hættulegast Evröpu þjóðunum sjáltum „Við Gyðingar teljum, að hin síðustu opinberu merki Gyðingaandúðar í Evrópu séu Arie Aroch sendiherra. mjög hættuleg, ekki fyrst og fremst fyrir Gyðinga heldur fyrir Evrópuþjóðirnar sjálfar og menningu þeirra“. Þannig mælti hinn nýskip- aði sendiherra Gyðinga á Is- landi, Arie Aroch, við frétta- mann Mbl., sem spurði um álit hans á hakakrossfaraldr- inum, sem gengið hefur að undanförnu: Atr Sendiherrann bætti enn við: — f>að er ekki aðeins hætta á Gyð- ingaandúð í Þýzkalandi, heldur einnig í öðrum Evrópulöndum, svo sem Bretlandi. En við Gyð- ingar teljum hættuna þó vera mesta í Þýzkalandi. Þar voru nasistar ríkjandi fyrir tveimur áratugum og gamlir nasistar eru þar enn á öruggum r.töðum, lík- lega bæði i Austur- og Vestur- Þýzkalandi. En teljið þér ástandið þó ekki vera annað í Þýzkalandi nú en það var á árunum milli heims- styrjaldanna? Það þarf að taka fast í taumana. — Jú, vissulega. Viðhorf Ad- enauerstjórnarinnar eru allt önn- ur en viðhorf ríkisstjórnanna í Þýzkalandi jafnvel fyrir daga nasistanna. En þrátt fyrir 'það erum við hræddir um, að ekki verði tekið nógu fast í taumana núna. Við Gyðingar vöruðum við hættunni af nasismanum, strax þegar Hitler var að komast til valda, en það tóku ekki allir mark á okkur. Við vonum þó að fólk sé ekki búið að gleyma þeim hörmungum, sem nasisminn hafði í för með sér. Og eins og ég sagði áðan. Gyð- ingaandúðin er ekki fyrst og frem&t hættuleg fyrir okkur Gyð ingana. Við erum vanir slíku og kunnum að snúast gegn því. Það er hættulegast Evrópuþjóðunum sjálfum, ef öfgaöfl komast til valda að nýju. Gekk á fund forseta. Fréttamaður Mbl. fékk tæki- færi til að ræða við Arie Aroch nú í vikunni. Hann hefur síðustu þrjú ár verið sendiherra ísraels í Brasilíu, en var nú nýlega skip- aður sendiherra í Svíþjóð og ís- landi með aðsetri í Stokkhólmi. Kom hann hingað stutta ferð til þess m. a. að afhenda forsetan- um embættisskilríki sin. Arie Aroch er kunnur maður í heimalandi sínu. Hann er með- al fremstu listmálara ísraels og stundaði nám á yngri árum í málaralist í Paris og Hollandi. SanntrúaSir Zionistar. Fréttamaðurinn spurði, hvenær Aroeh hefði flutzt til Gyðinga- lands. — Ég er einn af gömlu kynslóð inni, það er að segja, ég fluttist til Palestínu tiltölulega snemma. Ég fæddist í borginni Kharkov í Ukrainu fyrir 51 ári. Móðir mín talaði rússnesku, en faðir minn kenndi okkur börnunum og talaði við okkur hebresku. Hann var sanntrúaður Zionisti, trúði á það að ísrael myndi aftur rísa upp og hann sýndi þá trú í verki með því að flytja sjálfur til Palestínu. Hann ætlaði að flytja fyrir fyrri heimsstyrjöld- ina, en þá brauzt stríðið út og leiðin lokaðist. Loks var það árið 1924, sem fjölskyldan steig um borg í skip í Odessa og sigldi til fyrifheitna landsins. — Var ekki mikil hrifning meðal ykkar, er þið lituð fyrst strönd Gyðingalands? — Þetta var ekki innflytjenda skip, heldur aðeins venjulegt far þegaskip og við krupum ekki nið- ur til að kyssa sandinn, þegar við stigum á land, eins og flótta- menn gerðu síðar. Við vissum vel um þá miklu erfiðleika, sem við myndum mæta í þessu nýja landi. Gömlu landnemarnir hafa nú yfirstigið þá erfiðleika og stofnað frjálst ísrael. Bjóða Aröbum friS. — En þið hafið orðið að berj- ast við mikla mótspyrnu Arab- anna? — Við óskum eftir því að fá að lifa í friði. Við höfum stöðugt boðið Aröbum frið og fyrir nokkr um dögum gaf Ben Gurion for- sætisráðherra út enn eina yfirlýs ingu, þar sem hann kvaðst reiðu búinn, hvenær sem væri, þó kall ið kæmi um miðja nótt, að sitja fund með Nasser forseta Egypta um lausn deilunnar. — Er Nasser nú eins herskár og hann hefur verið? — Hann er alveg jafn haturs fullur og herskár og hann hefur alltaf verið í ræðum sínum. En það hefur hins vegar dregið úr árásarferðum egypzkra Víkinga sveita inn á landssvæði ísraels. Þær voru algengar áður en við gerðum herförina inn á Siani- eyðimörkina haustið 1956, en hafa nú fallið niður. Nasser heldur einnig fast við það, að banna skipum að sigla gegnum Súez-skurðinn til eða frá Israel. Það teljum við algert og háskalegt brot á alþjóðalög- Helgidómar lokaðir. — Er þá ekkert samband milli Israels og arabísku nágrannaríkj- anna? — Nei, ekki nema það, að ferða menn mega fara frá ísrael til Jórdaníu gegnum Mandelbaum- hlið. Það gildir fyrir kristna pílagríma sem koma til Jerusal- em. Israelskir menn fá ekki að heimsækja tvo mestu helgidóma sína, leifarnar af Musterisveggn- um í Jerúsalem eða grafir Abra- hams, Isaks og Jakobs í Hebron. Báðir staðirnir eru innan landa- mæra Jórdaníu. Sendiherrann gat þess að lok- um að samskipti fsraels og ía- lands væru mjög vinsamleg. — Minnti hann á það að félag ísra- els-vina hefði verið stofnað á ís- landi, fyrir forgöngu Sigurgeirs Sigurjónssonar ræðismanns ísra- els á íslandi. Þ. Th. Munaði minnstu að liði yfir mig, þegarég sá þessa mynd TÍMARIT Siðvæðingarhreyf- ingarinnar á Norðurlöndum, MRA Information, birti ný- lega ljósmynd þá sem hér fylgir, en atburður sá, sem myndin sýnir má heita næsta ótrúlegur. Myndin sýnir hægra megin Orval Faubus, hinn illræmda svertingjahat- ara og ríkisstjóra í Arkansas- ríki og vinstra megin svert- ingjakonuna frú Daisy Bates, sem er í forustuiiði svertingja í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Blaðið greinir einnig frá því, að bandarískur blaða- maður, sem þekkir vel til ástandsins í Suðurríkjunum, hafi látið svo um mælt: „Þeg- ar ég sá þessa mynd, þar sem frú Bates og Faubus takast í hendur, þá varð mér svo mik- ið um af undrun, að það mun- aði minnstu að það liði yfir mig“. Frú Bates er einn af helztu leiðtogunum í Framfarasam- tökum svertingja (NAACP), sem beitti sér fyrir þvi að svertingjabörn gerðu tilraun til inngöngu í menntaskólann í Little Rock, sem mestur úlfa- þyturinn varð um á árunum. Hún og svertingjarnir unnu mikilvægan sigur, þegar Faub us og svertingjahatararnir í Little Rock voru sigraðir og báðir kynflokkar fengu jafna aðild að skólunum. Eftir að sigur hafði unnizt gekk frú Bates á fund Faubus- ar og ræddi við hann rólega um vandamál Suðurríkjanna. Hún kvaðst m. a. hafa sagt við Fabus: „Eg horfi með eftir- væntingu til framtíðarinnar, því að við erum nú á réttri leið.“ Að lokum segir tímarit Sið- væðingarinnar, að það sem hafi gert þennan fund tveggja andstæðinga mögulegan hafi verið kynni þeirra beggja af starfi og stefnu Siðvæðingar- hreyfingarinnar. Frú Bates hefur vitnað um það á fundi Siðvæðingarinnar, að það sem hafi fyrst og fremst gefið henni þrek til að ganga á fund Faubusar hafi verið kynni af Siðvæðingunni. Námskeið 1 RADDBEITINGU OG NÓTNALESTRI fyrlr almenning (aldur 16—30 ára) hefst þriðjudaginn 26. þ.m. Kennarar: Kristinn Hallsson, Einar Sturluson og Ingólfur Guðbrandsson. Kennt verður eitt kvöld í viku, tvær stundir í senn, samtals 20 stundir. — Kennslugjald kr. 200.00. Innritun í Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur, Vestur veri og Ljósmyndastofunni Loftur. PÓLÍFÓNKÓRINN. Virkisvetur VIRKISVETUR, skáldsaga Björns Th. Björnssonar fæst nú á ný hjá bóksölum. Bókaútgáfa Menningarsjóðs Skrifsfofuhúsnœði 2 stór, samliggjandi herbergi, á góðum stað við miö- bæinn til leigu. Þeir, sem hafa hug á þessu, leggi nafn, heimilisfang og símanúmer á afgreiðslu Morg- unblaðsins merkt: „Lauf — 8272“ fyrir mánudags- kvöld, 25. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.