Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 16
10 MOnnrnvnr 4 mp FSstudagur 22. jan. 1960 mund rauí myrkrið, sá ég mér til undrunar og ótta, að það var gamall maður, sem kom másandi á eftir mér. Höfuðið var ber-sköll ótt og það glytti í gullspangar- gleraugun eins og glitrandi hringi í myrkrinu. Það var Kekes falva. í fyrstu trúði ég ekki mínum eigin augum. Kekesfalva hér? Ómögulegt! Höfðum við dr. Condor ekki kvatt hann örþreytt an heima hjá honum fyrir þrem- ur klukkustundum? Var ég far- inn að sjá ofsjónir, eða hafði gamli maðurinn misst vitið? — Hafði hann þotið upp úr rúm- inu í hitasóttar-óráði og reikaði nú um, eins og svefngengill í þunnum jakkafötum, berhöfðað- ur og frakkalaus? En þetta var hann á því var enginn vafi.. Ég hefði þekkt þennan dapurlega, lotna, uppburðarlitla, hljóðláta mann meðal þúsunda. „í guðs bænum, hr. von Kekes falva“, hrópaði ég. „Hvernig komuzt þér hingað? Háttuðuð þér ekki?“ „Nei .. það er að segja .. ég gat ekki sofnað .. ég varð að..“ „En þér verðið að flýta yður heim. Sjáið þér ekki, að óveðrið getur skollið á þá og þegar? Er vagninn yðar ekki hér?“ „Jú, hann er þarna fyrir hand an .. bíður eftir mér, hinum megin við herskálana". „Ágætt. En flýtið þér yður nú. Flýtið þér yður. Ef bifreiðarstjór inn yðar ekur hratt, þá getið þér kannske komizt heim í tæka tíð. Svona, flýtið þér yður nú, hr. von Kekesfalva". Og þegar hann hikaði, þreif ég umsvifalaust í handlegginn á honum, en hann sleit sig af mér. „Bíðið þér eitt andartak...... Ég er að fara, hr. liðsforingi .. en . segið mér fyrst .. hvað sagð/. hann..?“ „I.ver?“ — Spurning mín, und ;un mín, var einlæg. Stormur Sá sem er að reyna að eyði- leggja þessa ferð fyrir okkur, vinnur sannarlega vel að þvL inn ýlfraði í greinunum yfir höfð um okkar, með auknum ofsa, trén hveinuðu og sveigðust til hliðar, eins og þau ætluðu að rífa sig sjálf upp með rótum. — Nú mátti búast við regnflóð; á hverri stundu og auðvitað hugsaði ég aðeins um eitt: hvernig ég ætti að koma þessum gamla, hálf-óða manni, sem virtist alveg hafa gleymt óveðrinu, heim til sín aft ur. En hann stamaði næstum reiðilega: „Dr. Condor. .. Þér töluðuð við hann? Gerðuð þér það ekki?“ Og nú fór ég loksins að skilja. Þessi fundur okkar í myrkrinu var auðvitað engin tilviljun. — Kvalinn af hinni óþreyjufullu löngun eftir því að fá að vita vissu sína, hafði gamli maðurinn beðið, beðið, beðið mín í garð- inum, rétt fyrir framan inngang- herskálanna, þar sem hann vissi að hann hlaut að verða mín var. í þrjár, langar klukkustundir hafði hann gengið fram og aft- ur, kvalinn af ótta og eftirvænt- ingu í myrkri vanhirta litla garðs ins, þar sem fáir lögðu leið sína um nætur, nema þjónustustúlkur til funda við elskhuga sína. — Hann hafði bersýnilega gert ráð fyrir því, að ég myndi fylgja dr. Condor þennan skamma spöl til brautarstöðvarinnar og koma svo aftur um hæl til herbúðanna. Ég hafði hins vegar alveg óafvitað látið hann bíða, biða, bíða í þrjár klukkustundir, meðan ég sat og spjallaði við lækninn og veslings gamli maðurinn hafði beðið, al- veg eins og hann hafði fyrr á ár- um beðið eftir fólki sem skuldaði honum peninga, ákveðinn, þolin- móður, ósveigjanlegur. Það var eitthvað við þessa ofstækisfullu þrjózku sem erti mig, en hrærði mig jafnframt. „Allt er í bezta lagi“, sagði ég sannfærandi. „Þetta fer allt vel. Yður er alveg óhætt að treysta því. Á morgun skal ég svo segja Jæja, nú getur Markús kennt okkur hvernig á að lifa á bví sem landið gefur. yður meira. Þá skal ég segja yð- ur hvert orð sem á milli okkar dr. Condors fór. En nú verðum við að flýta okkur yfir að bifreið inni yðar. Þér sjáið sjálfur að við megum engan tíma missa“. „Já, ég er að koma“. Hann fylgdist með mér með augljósri tregðu. Mér tókst að þoka hon- um áfram tíu, tuttugu skref. Þá fann ég að hann greip í handlegg inn á mér. „Biðið þér andartak“, stamaði hann. „Komið þér með mér .. þarna yfir að bekknum. Ég get ekki .. ég get ekki gengið lengra". Og nú tók ég eftir því að gamli maðurinn var reikull í spori, eins og hann væri drukkinn. Hinar dimmu þórdunur færðust stöð- ugt nær og nær og ég þurfti að neyta allrar orku til að draga hann yfir að bekknum, þar sem hann hneig niður með þungum andartogum. Það var augljóst að þessi langa bið hafði verið hon- um um megn og sízt að ástæðu- lausu. í þrjár klukkustundir hafði gamli, hjartveiki maðurinn arkað aftur og fram um garðinn, í þrjár klukkustundir hafði hann staðið þarna á gömlu, slitnu fót- unum og beðið þess að ég kæmi og fyrst nú þegar honum hafði tekizt að ná í mig, gerði hann sér grein fyrir þeirri áreynslu er það hafði kostað hann. Ör- magna af þreytu og að yfirliði kominn hallaði hann sér aftur á bak á bekknum, þar sem verka- menn átu matarbitann sinn í há- deginu, þar sem gamlir eftir- launamenn og ófrískar konur hvíldu sig á kvöldin og þar sem vændiskonur veittu hermönnum blíðu sína um nætur. Þessi gamli maður, auðugasti maður borgar- innar, hallaði sér aftur á bak og beið, beið, beið. Og ég vissi eftir hverju hann var að bíða. Mér skildist þegar, að ég myndi aldrei fá þennan þrjózkufulla gamla mann til að hreyfa sig frá bekkn- um, nema með því að styrkja hann andlega, telja í hann nýjan kjark. Og enn einu sinni varð ég gripinn djúpri meðaumkun og sárri vorkunnsemi, sem gróf und an styrk mínum og veikti vilj- ann. Ég laut niður að honum og byrjaði að tala við hann. Umhverfis okkur hvæsti storm urinn, öskraði og vældi, en gamli maðurinn veitti því enga athygli. Fyrir honum var enginn himinn, enginn vindur og ekkert regn — það eina sem hann vissi af í öll- um heiminum var barnið hans og sjúkdómur þess. Hvernig hefði ég getað fengið mig til að segja honum berorðan, nakinn sannleikann, sem var sá, að Con- dor var mjög í vafa um að sjúk- dómur stúlkunnar yrði nokkurn tíma bættur að fullu leyti? Hann þarfnaðist fyrst og fremst ein- hvers til að halda sér í, eins og hann hafði haldið sér í handlegg inn á mér, þegar hann hneig nið ur á bekkinn. Þess vegna flýtti ég mér að safna saman þeim fáu hughreystingarorðum, sem ég Við björguðum undan nægum mat fyrir kvöldverðinn. Á morg- un fáum við að reyna hvaða fæðu hafði með erfiðismunum togað upp úr Condor. Ég sagði honum að dr. Condor hefði heyrt getið um nýja læknismeðferð, sem prófessor Vennot hefði fram- kvæmt í Frakklandi með mjög góðum árangri. Samstundis heyrði ég skrjáf og fann ein- hverja hreyfingu í myrkrinu við hliðina á mér. Og líkaminn, sem rétt áður hafði virzt lífvana og hreyfingarlaus, þrýsti sér nú fast að mér, eins og til að fá hlýju hjá mér. Raunverulega hefði ég átt að láta hér við sitja og ekki segja meira, en meðaumk un mín rak mig lengra en ég hafði nokkurn rétt til að fara. Já, þessarri nýju aðferð hafði ver ið beitt í all-mörgum tilfellum með mjög góðum árangri, sagði ég og hélt þannig áfram að hug- hreysta hann. Á þremur eða fjór um mánuðum hafði náðst alveg undraverður árangur og senni- lega, nei, alveg áreiðanlega, myndi verða hægt að veita Edith fullan bata. Smátt og smátt fékk ég meiri þörf fyrir að ýkja, því að það var undursamlegt að sjá áhrifin af hughreystingarorðum mínum. í hvert skipti sem hann spurði með ákefð: Haldið þér það raunveru- lega? eða „Sagði hann það? — Sagði hann það áreiðanlega?" og ég játaði í óþolinmæði minni og þrekleysi, virtist líkaminn, sem þrýstist að mér, verða léttari. Ég gat fundið hvernig traust gamla mannsins fór vaxandi meðan ég talaði og í fyrsta og síðasta skipti á ævi minni fékk ég hugmynd um þá gleði sem fylgir allri skap andi starfsemi. Hvað ég sagði við Kekesfalva þarna á bekknum, veit ég ekki lengur og mun aldrei vita, því að alveg eins og orð mín hrifu hinn eftirvæntingarfulla áheyr- anda minn þannig vakti hann hjá mér ómótstæðilega löngun til að gefa honum fleiri og meiri fyr irheit. Hvorugur okkar tók eftir eldingunum, sem vörpuðu bláföl- um bjarma í kringum okkur eða hinum drynjandi þórdunum. Við sátum þarna þétt saman, töluð- um, hlustuðum, hlustuðum, töluð um og aftur og aftur fullvissaði ég hann með sannfæringarkrafti í rómnum: „Já, hún fær áreiðan- lega bata, fullan bata“, til þess að heyra hann stama með klökk- um rómi: „Ah“ eða „Guði sé lof“ og til þess að verða hluttakandi í fögnuði hans. Og hver veit hvað við hefðum kunnað að sitja lengi þarna á bekknum, ef óveðrið hefði ekki allt í einu dunið yfir okkur í taumlausum tryllingi? Trén lögð ust næstum flöt, svo að það brak aði og brast í viðnum, heslihnet- unum ringdi niður yfir okkur og við vorum hjúpaðir í þykkum, kæfandi rykmekki. „Heim — þér verðið að fara heim“, sagði ég og ýtti honum á fætur. Hann sýndi engin merki um mótþróa. Hughreystingarorð mín höfðu veitt honum styrk, læknað hann. Hann reikaði ekki í spori, eins og áður, en gekk hratt og hiklaust á undan mér yfir að vagninum, þar sem vagn- stjórinn beið þess að hjálpa hon- um inn. Nú varð mér loksins hughægara, þar eð ég vissi að honum var óhætt úr þessu. Ég hafði veitt honum huggun og sál- arró. Loksins myndi veslings, yf irbugaði, gamli maðurinn geta sofið —• djúpum, draumlausum, sælufullum svefni. En rétt þegar ég var að breiða teppið yfir fætur hans, svo að honum skyldi ekki verða kalt, Minnesota auðnirnar hafa að bjóða. kom skelfilegt atvik fyrir. Hann greip skyndilega um báða úlnlið- ina á mér og lyfti báðum hönd- um mínum, áður en ég gæti varn að því, upp að vörum sér og kyssti þær, fyrst þá hægri og svo þá vinstri. Þetta endurtók hann svo, fyrst þá hægri og því næst þá vinstri. „Á morgun, á morgun“, stundi hann og bifreiðin þaut af stað, eins og borin áfram á vængjum stórviðrisins. Ég stóð hreyfingar laus, eins og negldur við jörðina. En á sama andartaki komu fyrstu regndroparnir. Þeir féllu í stríðum straumum og buldu á húf unni minni, eins haglkorn. Ég hljóp eins og fætur toguðu síð- ustu fjörutiu til fimmtíu skrefin heim að herbúðunum. Um leið og ég kom eins og hundur af sundi að dyrunum, lýsti leiftrandi eld- ing upp myrkur næturinnar og á eftir henni fylgdu svo miklar drunur og þrumugnýr að það var líkast sem sjálf festing him- insins hefði tætzt í sundur. Eld- ingin hlýtur að hafa verið alveg á næstu grösum, því að jörðin titraði undir fótum mér og glamr ið var svo mikið, að ég hélt að allar gluggarúður í nágrenninu ..... gparið yður Waup fl ralUi margra vcrzl&jia.! «0L Ó OIIUM HttKJM! (^í Austurstræti ajlltvarpiö Föstudagur 22. janúar 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — 16.00 Fréttir og veðurfregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Mannkynssaga barnanna: „Oli skyggnist aftur í aldir“, eftir Cornelius Moe; X. kafli (Stefán Sigurðsson kennari). 18.50 Framburðarkennsla í spænsku. 19.00 Tónleikar: Lög úr óperettum. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Þorravaka: a) Lestur fornrita: Svínfellinga saga; I.( Oskar Halldórsson kand. mag). b) Islenzkir kórar syngja. c) Vísnaþátturinn (Sigurður Jóns son frá Haukagili). d) Frásöguþáttur: Heimsókn í Hrafnkelsdal; — síðari hluti (Hallgrímur Jónsson kennari) 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Erindi: Islenzk sveitamenning Jón H. Þorbergsson bóndi á Laxa mýri). 22.30 I léttum tón: Lög eftir Sullivan. 23.00 Dagskrárlok. Laugardagur 23. janúar. 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —• 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15. Tón- leikar. 8,30 Fréttir. — 8,40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50 Oskalög sjúklinga Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.00 Laugardagslögin. — (16.00 Frétt- ir og veðurfregnir). 17.00 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins- son. 1270. Skákþáttur (Baldur Möller). 18.00 Tónleikar: Píanókonsert í F-dúr eftir George Gershwin (Leonard Pennario og Sinfóníuhljómsveitin í Pittsburgh leika; William Stein- berg stjórnar). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Siskó á flækingi" eftir Estrid Ott; XXIII. lestur (Pétur Sumarliðason kenn- ari. 18.55 Frægir söngvarar: Victoria de los Angels syngur spænsk lög; — Renato Tarrago leikur með á gítar. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Leysinginn" eftir J. Pudney. Þýðandi: Helgi J. Hall- dórsson. — Leikstjóri: Ævar R. Kvaran. Leikendur: Helgi Skúla- son, Helga Bachmann, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Inga I>órðar- dóttir, Jón Aðils og Flosi Olafs- son. 21.45 „Vor í Vínarborg“: Robert Stolz og hljómsveit hans leika létt Vín- lög og valsa. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 t>orradans útvarpsins, þ. á. m. leikur JH-sextettinn gömlu dans- ana. Söngvari: Sigurður Olafsson. 02.00 Dagskrárlok COSfrtft Er nokkur hér, sem hefur eldspýtu? n a k ú ó WE SALVAGEP ENOUGM FOOD FOR SUPPER... TOMORROW WE'LL SEE WHAT THE MINNESOTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.