Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 19
Föstudagur 22. jan. 1960 MORCTJTSBLAÐÍÐ 19 Úr ávarpi Æðstaráðsins til þjóð- þinga og ríkisstjórna allra landa t FYRRADAG gekk A. M. Alexandrov, ambassador Sovétríkjanna hér á landi á fund utanríkisráðherra og afhenti honum ávarp frá Æðstaráði Ráðstjómarríkjanna til þjóðþinga og ríkisstjóma allra landa. — Er þar skýrt frá ákvörðun Sovétríkjanna um að her- afli Rússa skuli minkaður um einn þriðja. t ávarpinu er síðan komist að orði á þessa leið: Ógurleg gereyðingartæki Aldrei áður í sögu mannkyns- ins hafa vígbúnaðarkeppni og stríðshyggja falið í sér slíka hættu sem nú, er herir bnúir ógurlegustu gereyðingartækjum standa hvorir andspænis öðrum. Þessir málavextir eru þess eðlis, að óskynsamlegt athæfi og ill- viljað ráðabrugg einstakra stjórn málamanna gæti orðið til þess að steypa heiminum út í hyldýpi nýrra styjaldarógna. Nútímavopnum eru engin tak- mörk sett í eyðingarmætti sínum og langdrægi. Ein vetnissprengja megnar að afmá af yfirborði jarð ar merkilegustu stöðvar heims- menningarinnar. Það þarf ekki nema fáar vetnissprengjur til að leggja í rústir heil ríki. Og birgðir kjarnorku- og vetnis- sprengna í heiminum fara sívax- andi. lýðveldinu og alþýðulýðveldinu Ungverjalandi og lagt niður her- stöðvar á landsvæði annarra ríkja. Ráðstjórnarríkin lækka reglu- lega frá ári til árs fjárframlög sín til varnarmála. Árið 1960 eiga þessi útgjöld að nema 12,9% af heildarútgjöldum fjárlaganna heyrast enn opinskáar kröfur um, að haldið sé áfram að fram- fylgja aflsmunarstefnunni, sem er þó löngu gjaldþrota orðin. Óttinn við styrjöld Allt þetta sýnir, að þeir, sem vilja í einlægni varðveita þjóð- irnar frá ógnum nýrrar styrjald- ar, mega ekki slá slöku við í til- raunum sínum að koma á af- vopnunarsáttmála. Þjóðþingin og einstakir þingfulltrúar geta gert mikið í þessu efni. Það er skylda þeirra gagnvart þjóðum sínum að grípa sérhvert tæki- Þungar skattabyrðar Vígbúnaðarkeppnin meinar miklum fjölda manna að vinna friðsamleg störf, þar sem þeir verða að taka þátt í herþjónustu eða starfa að framleiðslu eyð- ingartækja. Bezti hluti mannfé- lagsins milljónir verkamanna, verkfræðinga, vísindamanna, starfsams hæfileikafólks, sem notað gæti sköpunargáfur sínar þjóðum heimsins til gagns — só- ar nú starfsorku sinni í það að búa til æ hryllilegri morðvopn. því meira fé sem kostað er til vígbúnaðarkeppninnar, því meira sem framleitt er af byss- um, skriðdrekum, eldflaugum og öðrum vopnum, því þyngri verða skattabyrðarnar, sem á þjóðirn- ar eru lagðar. Stöðvun vígbúnað- arkeppninnar myndi gera það fært að auka mjög fjárveitingar til íbúðabygginga, heilsuverndar og uppeldismála, til þess að auka tekjur vinnandi fólks og aðstoða vanþróuð lönd. Framkvæmd hinnar miklu áætlunar um almenna og algera afvopnun, sem Ráðstjórnarrikin hafa lagt fram, myndi losa um feikileg efnahagsleg og andleg verðmæti, sem nota mætti til þess að skapa mönnum sam- boðna tilveru. Á undanförnum fjórum árum hefur herstyrkur Ráðstjórnar- ríkjanna verið minnkaður um samtals 2,140,000 manns með ein- hliða ákvörðunum, og nú ætlúm við enn að minnka hann um 1,200,000. Lækkun hernaðarútgjalda Á þessum árum hafa Ráð- stjórnaríkin kvatt að fullu heim herafla sinn frá alþýðulýðveld- inu Rúmeníu, dregið til muna úr herstyrk sínum í Austur-þýzka Tilsvarandi tala var 19,9% árið 1955. Við trúum því fastlega, að þessi samþykkt Æðstaráðs á lögum um nýja og meiri háttar fækkun í her Ráðstjórnarríkj- anna muni reynast mikilsvert framlag til batnandi samkomu- lags á vettvangi alþjóðamála. Nú, er fram eiga að fara milli- ríkjaviðræður um almenna og algera afvopnun, ber að telja það sérstaklega mikilsvert, er ein- stök ríki hefja raunverulegar em hliða aðgerðir í afvopnunarátt til þess fallnar að efla gagn- kvæmt traust og stuðla að góð- um árangri viðræðnanna. Slíkar aðgerðir eru því nauðsynlegri sem enn eru til öfl í heiminum, er þrátt fyrir það, sem áunnizt hefur um að draga úr viðsjám, reyna að viðhalda vígbúnaðar- keppninni og kalda stríðinu, sem öllum þjóðum er viðurstyggð. Verið er að endurvígbúa Vest- ur-Þýzkaland, en í því felst stór- hætta fyrir friðinn í Evrópu og öllum heimi. í ýmsum löndum færi til að stuðla að afléttingu kalda stríðsins og lausn afvopn- unarmálsins. Æðstaráð lýsir yfir þeirri von sinni, að þessi nýja fækkun í her Ráðstjórnarríkjanna megi verða öðrum löndum fordæmi, einkum þeim, sem mestan herstyrk hafa. Æðstaráð skorar á þjóðþing og ríkisstjórnir allra landa heims að svara þessu nýja friðarfrum- kvæði Ráðstjórnarríkjanna með því að gera raunhæfar ráðstaf- anir í þá átt að draga úr herafla sínum, létta herútgjaldabyrðun- um af þjóðum sínum, leysa mannkynið undan óttanum við nýja styrjöld og tryggja frið í öllum heimi. Félagslíf Knattspyrnudeild Vals. Meistara-, 1. og 2. flokkur: Æf ing í kvöld kl. 7.40. Fundur hjá 2. fl. eftir æfinguna. Rætt um fyrirhugaða Noregsför. Fjölmenn ið stundvíslega. — Stjórnin. élagið f Frá fundi Æðstaráðsins. — Bæjarstjórn Frh. af bls. 3. bílastöðvarinnar og með tilliti til þess að fram hefði komið endur- tekin umsögn umferðanefndar, virtist engin ástæða til annars. Þá kvaðst borgarstjóri að gefnu tilefni vilja taka það fram, að þessi nýja sendibílastöð væri sízt betur staðsett en aðrar sendibíia- stöðvar í bænum, við Borgartún og Miklatorg, og væri því ekki um ívilnun að ræða hjá bæjar- yfirvöldunum gagnvart þessari nýju sendibílastöð. MÁLFLUTNIN GSSTOF A Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson 'ðalstræti 6, IIL hæð. Sv 3002 — 13202 — 13602. Elsku eiginmaður minn. stjúpfaðir, tengdafaðir og afi ALEXANDER KLEMENSSON Hólabraut 16, Keflavík, lézt að Bæjarspítalanum Reykjavík 20. jan. síðastliðinn. Valgerður Pálsdóttir, Páll Sveinsson, Guðrún Kristjánsdóttir og börn. Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við andlát og jarðarför konu minnar UNNAR VALDIMARSDÓTTUR Hrísum, Helgafellssveit. Reynir Guðlaugsson Faðir okkar, tengdafaðir og afi JÓSEP ÞORSTEINSSON andaðist að heimili sínu Vesturgötu 53B. Fyrir hönd fjarstaddra dætra. Fjóla Jósepsdóttir, Sigþór M. Bærings, Helga Jósepsdóttir, Ragnar S. Óiafss., Geir Jónsson, GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR frá Galtarholti, Skúlagötu 58. lézt fimmtudaginn 21. þessa mánaðar. Aðstandendur. Fóstra mín GUÐRlÐUR JAKOBSDÓTTIR Hávallagötu 3, lézt í Landakotsspítala 19. þ.m. Erna Öskarsdóttir. Jarðarför eiginkonu minnar MAGNÝ JAKOBSDÓTTUR KYVIKS fer fram frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 23. þ.m. kl. 2 e.h. Húskveðja verður að heimili hinnar látnu, Austurvegi 40A, Selfossi kl. 1 e.h. — Bílferð verður frá Hverfisgötu 44, Reykjavík kl. 11 f.h. Arnulf Kyvik. Útför konu minnar SIGURBJARGAR JÓNSDÓTTUR sem lézt 18. þ.m. Fer fram frá Keflavíkurkirkju laugar- daginn 23. janúar. Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hinnar látnu Vallargötu 7 Keflavík kl. 14.00. Bifreið fer frá Bifreiðastöð íslands kl. 12,30 sama dag. Gísli Daníelsson. Af heilum hug þakka ég öllum þeim er sýndu mér hluttekningu við andlát og jarðarför föður míns BENEDIKTS K. BENONÝSSONAR Grundarstíg 11. Einnig þeim er sýndu góðan hug sinn í sjúkdómslegu hans með læknishjálp, hjúkrun, heimsóknum og öðru. Bið ég ykkur öllum blessunar. Helga Benediktsdóttir. Við þökkum hjartanlega öllum er auðsýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall og jarðarför PÁLS KRISTJÁNSSONAR Mjailargötu 6, ísafirði Börn ,tengdabörn og barnaböm- Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem á einn eða annan hátt hafa sýnt okkur hlýhug og samúð við fráfall og jarðarför eiginmanns míns, föður og tengdaföður GÍSLA GOTTSKÁLKSSONAR frá Sólheimagerði. Sérstakar þakkir færum við vegamálastjóm fyrir fyrir- greiðslu í sambandi við utanför, og hugulsemi í hvívetna. Lína Jóhannsdóttir, Konráð Gíslason, Ingibjörg Gísladóttir, Jóhann Gíslason, Sigrún Gísladóttir, Guðm. Hansen, Halldór Gíslason, Fanney Sigurðardóttir. Þakka auðsýnda samúð við fráfall og útför móður minnar GUÐRÚNAR BENÓNÝSDÓTTUR Fyrir mína hönd og annara vandamanna. Einar Skúlason Eymann. Alúðar þakkir færum við öllum þeim mörgu er auð- sýndu okkur samúð og vinsemd, við andlát og jarðarför konu minnar, móðir og mágkonu SVEINBJARGAR G. JÓNSDÓTTUR Ásvallagötu 17. Ennfremur þökkum við hjartanlega dr. Halldóri Han- sen lækni, Systur Idu, hjúkrunarkonum á St. Jósefs- spítala, og stofusystrum hennar þar, fyrir nákvæma hjúkrun hjálp og umönnun í hennar þungu veikindum. Fyrir okkar hönd og annara vandamanna. Þórhallur Jónsson, Jón Þórhallsson, Ragnar Þórhallsson, Jón Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.