Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 2
2 MORGUNTtLAÐIÐ Fðsfu'dagur 22. Jan. 1960 Frá bókasafni fil sumar- dvalarheimilis l'M NÆSTC HELGI fara fram stjórnarkosningar í Verkamanna- félaginu Dagsbrún. I tilefni þess þykir stuðningsmönnum lista lýð- ræðissinna í félaginu, B-listans, rétt að vekja athygli verkamanna á starfsleysi núverandi stjórnar félagsins á umliðnum árum og má í því sambandi benda á eftirfarandi atriði: Hið rykfallna bókasafn Dagsbrún hlaut að gjöf fyrir mörgum árum síðan mjög vandað bókasafn, sem Héðinn heitinn Valdimarsson hafði átt. Stóð þá þegar til og var mjög um það talað af stjórn félagsins að opna safnið til notkunar fyrir félags- rcenn. En framkvæmdir drógust ár frá ári. Það var ekki fyrr en eftir að stuðningsmenn B-listans höfðu hamrað . mjög á því, að kommúnistarnir í stjórn félags- ins hófust handa. En þrátt fjyrir það að ekkja Héðins Valdimars- sonar hefur bætt við hina höfð- inglegu bókagjöf sína með all- hárri peningagjöf og þrátt fyrir það að bæjarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að veita Dags- brún 30 þús. kr. styrk til þess að koma safninu upp, þá er ekki enn búið að opna safnið og raun- ar alveg óvíst hvenær það verð- ur. Anntríki starfsmanna Dagsbrúnar á Alþingi Innheimta félagsgjalda í Dags- brún hefur verið með fádæmum léleg um langt árabil. Hafa fleiri hundruð manna unnið verka- mannavinnu að staðaldri hér í Reykjavík án þess að hafa nokk- urn tíma verið krafðir um félags gjöld til Dagsbrúnar. Ekki er hægt að kenna fámennu starfs- liði um þetta, þar sem starfs- menn félagsins hafa verið þrír. Þessir þrír starfsmenn hafa held- ur ekki átt annríki af því að fara eftirlitsferðir á vinnustaði því hending þykir ef þeir sjást þar. Samt fór svo að stjórn félags- ins þótti ástæðs til að fjölga starfsliðinu og var það gert snemr.ia á þessum vetri. Og hver var ástæðan sem þeir tilgreindu? Jú, Eðvarð Sigurðsson var önn- um kafinn á Alþingi (en þar hef- ur hann reyndar ekki enn sagt aukatekið orð í heyranda hljóði)! Þríveittar lóðir fyrir Dagsbrúnarhús Dagsbrún hefur tvívegis ver- ið afhent lóð undir Dagsbrúnar- hús á Skólavörðuhæð, án þess að félagið hefðist handa um að not- færa sér það. Loks var félaginu á s.l. ári gefinn kostur á góðri lóð við Skúlagötu og virtist svo — Krúsjeff Framh. af bls. 1. Oberlander-nefndin var sett á laggimar til að rannsaka hver bæri ábyrgðina á Lwow-morð- unum. Kostnað við nefndina ber félag í Hollandi, sem heitir „Þjóðarnefndin gegn fangabúða- kerfinu". Formaður nefndarinn- ar er hollenzki jafnaðarmaður- inn Karel van Staall, en auk hans eiga sæti í nefndinni Dani, Norðnaður, Belgi og Svisslend- ingur. Danski fulltrúinn er Ole Björn Kraft, foringi danska íhaldsflokksins. Allir eru nefnd- armennirnir þekktir fyrir and kommúnisma. Joop Zwart birti þegar í októ- ber grein í hollenzku blaði, þar sem hann sagðist skýra frá „sannleikanum um Lwow“; með þessari athyglisverðu ásök- un á Krúsjeff. Zwart kveðst hafa fengið upplýsingar sínar, er hann var túlkur í Sachsenhaus- en-fagabúðunum. Þar segist hann hafa komizt í samband við fjölda pólskra og rússneskra fanga, sem hafi talið Krúsjeff sekan um fjöldamqrðin í Lwow. þá sem stjórnin ætlaði að taka á sig rögg og hefja byggingar- framkvæmdir. En ekki hefur verið á það mál minnzt í tæpt ár og ekki þótti ástæða til þess af hálfu stjórnar félagsins að minn- ast á þetta mál — fremur en önn- ur félagsmál — á kosningafund- inum sl. þriðjudagskvöld, Aukameðlimir Þegar kommúnistar náðu völd- um í Dagsbrún fyrir um 18 ár- Hugleiðingar um störf Dagsbrúnar- stiórnarinnar á umliðnum árum um tóku þeir í sína þjónustu hið svonefnda aukameðlimakerfi. Er það kerfi einn svartasti blettur- inn á verkalýðshreyfingunni í dag. Með þessu kerfi hefur kommúnistum tekizt að halda utan kjörskrár um 800 mönnum, sem allir eru starfandi verka- menn í Reykjavík og allir verða að greiða félagsgjöld jafnt og þeir, sem fullgildir meðlimir eru í félaginu. Má segja að auka- meðlimir félagsins séu „mældir í metrum‘‘ af starfsmönnum fé- lagsins, þar sem þeir hafia nöfn þeirra á all stórri spjaldskrá, sem geymd er í skrifborðsskúffum á skrifstofu Dagsbrúnar. Leynisamningurinn og svikin við launþega Mikilsverðasta atriðið í kjara- baráttu launþega er að þeim kauphækkunum, sem samið er um, sé ekki samstundir velt yf- ir á þá aftur í hækkuðu verðlagi. Kommúnistarnir í vinstri stjórn- inni sviku algjörlega þetta grund vallaratriði. Lúðvík Jósefsson, sem þá var einn af ráðherrum vinstri stjórnarinnar, gerði samn inga við atvinnurekendur um að vinnuveitendum skyldi heimilt að hækka verðlag sem næmi þeirxi kauphækkun, sem um var sam- ið þá. Og meira en það: það var skýrt tekið frám, að sú verðlags- hækkun skyldi koma fram svo fljótt sem auðið væri. Öll fræðslustarfsemi stöðvuð Hér áður fyrr stóð félagsstarfs- semi Dagsbrúnar með miklum blróma. En nú er öldin önnur. Þá voru iðulega haldnir fræðslu- íundir og til fengnir fróðir menn að flytja fræðsluerindi um ýmis mál. Þegar kommúnistar yfirtóku félagið var þetta það fyrsta, sem þeir afnámu. Síðan þeir náðu þar völdum hefur ekki verið flutt þar eitt einasta fræðsluerindi og yfírleitt forðazt að ræða félags- mál. Vinstri stjómin — lausn vandamálanna Hin kommúnistiska stjórn Dagsbrúnar hafði forgöngu um það að fá verkalýðsfélög landsins til þess að styðja vinstri stjórn- ina til valda. Göspruðu þeir þá hátt um það hvílíkur íengur „stjórn hinna vinnandi stétta“ væri fyrir launþega landsins. Sannleikurinn er hinsvegar sá, svo sem komið hefur í ljós, að engin ríkisstjórn hefur rýrt kjör launþeganna — og þá ekki sízt verkamanna — sem þessi stjórn. í tíð vinstri stjórnarinnar var framkvæmd kaupbinding, og gengislækkun, stórkostlegri vísi- tölufölsun en menn hafði órað fyrir að væri möguleg og stór- kostlegri nýir skattar lagðir á þjóðina svo nokkuð sé nefnt af afrekum vinstri stjórnarinnar. Alla tíð frá valdatöku komm- únista í Dagsbrún hafa þeir not- að félagið á hinn ósvífnasta hátt í pólitísku braski sínu til fram- dráttar stefnu alheimskommún- ismans hér á landi. Hvenær sem þeim hefur gefizt færi á hafa þeir notað Dagsbrún, stærsta /*" NA /5 hnútor S V 50 hnútor ¥ Snjókoma > 06 i Skúrír IC Þrumur mss KuUaski/ Hifoski/ H Hcti L Letgi verkalýðsfélag landsins, sem tæki 1 baráttu sinni til pólitískra valda. Einkum og sér í lagi hafa þeir beitt Dagsbrún fyrir sig í viðleitni sinni til þess að brjóta niður og lama efnahagskerfi landsins og er skemmst að minn- ast þess er þeir efndu til hins pólitíska verkfalls í marzmánuði 1955, sem engan vegin var til efnt vegna hagsmuna launþeg- anna, heldur fyrst og firemst stefnt gegn þáverandi ríkisstjórn og efnahagskerfi landsins. Þrír ryðgaðir braggar — sumardvalarheimili Að lokum er ekki úr vegi að minnast lauslega á hina einu minnisvarða verklegra fram- kvæmda Dagsbrúnarstjórnar- innar, en þar er átt við „sumar- hallirnar“ austur í Biskupstung- um. Stjórn Dagsbrúnar festi fyr- ir mörgum árum kaup á landi austur að Stóra-Fljóti í Biskups mrn \ toto 990 980 980 18 stiga hitamunur á Islandi Veðurspá kl. 10 í gærkvöldi: SV-mið hvass suðaustan, dá- lítil rigning, þegar líður á nótt ina. SV-land til N-lands, Faxa- flóamið og Breiðafjarðarmið, austan-stinningskaldi, skýjað. — Vestfjarðarmið og Norður- mið, NA-stinningskaldi, skúr- ir eða él. NA-land og Austfirð- ir og mið. NA-kaldi og síðar allhvass, rigning eða slydda. — SA-land og miðin, allhvass austan eða NA, rigning með köflum. VÍÐÁTTUMIKIL lægð var í gær austur af Bretlandseyj- um, þokaðist hún norður á bóg in og fór vindur vaxandi hér á landi. Víðast var úrkomu- laust, hlýjast í Vestmannaeyj- um, 4 stiga hiti, en kaldast að Egilsstöðum, 14 stiga frost. Kaldast á kortinu er í Meist- aravík, 29 stiga frost, en hlýj- ast á Irlandi, 12 stiga hiti. ÞESSI mynd var tekin við Reykjavíkurhöfn í gær. — Hvað er verið að „fiska“ upp úr sjónum?—Það getið ið bið séð á siðustu síðu biaðsins. w* m tungum og ákvað að reisa þar „sumardvalarheimili verxa- manna“. Reisn þessa fyrirtækis var mikil svo sem við var að búast af hinum framkvæmda- sömu mönnum í stjórn félagsins. Til sönnunar höfðingsskapnum keyptu þeir þrjá kolryðgaða her- bragga, sem um árabil höfðu staðið á Kambabrún, rifu þá í sundur, fluttu austur í Biskups- tungur og reistu þá þar. Að vísu koðnuðu framkvæmdirnar niður á miðri leið, þannig að aldrei voru reistir nema tveir bragg- anna, en þeim þriðja var þá bara stungið inn í hina til geymslu unz stjórninni hefði að nýju vax- ið kraftur og áræði til stórfram- kvæmda! Að ofanskráðu — sem þó er aðeins fátt eitt — er augljóst að tímabært er að stjórn kommúnista í Dagsbrún fái frí frá störfum og eru verka- menn hvattir til þess að veita B Iistanum brautargengi. Sam einizt því um að kjósa B list- ann, listi lýðræðissins í Dags- brún um næstu helgi. Síðasti áfanginn eftir Monte Carlo, 21. jan. — ÞÁTTTAKENDUR í Monte Carlo kappakstrinum hafa streymt hingað í dag. Ekki er þó keppninni lokið, því eftir er að aka 650 kíló- metra vegalengd um Alp- ana frönsku. Verður sá á- fangi sérstaklega erfiður, þar sem bugðóttir fjallveg- irnir eru ísi lagðir. Fyrstir til Monte Carlo voru Svíarnir Per Nyström og Erik Lundgren, sem óku frá Oslo í Fordbifreið. — Númer tvö voru Frakkar í Citroen bifreið, en þeir óku frá Aþenu. Nú fá ökumenn irnir nokkra hvíld í Monte Carlo, en á miðnætti á föstudag hefst síðast_ fanginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.