Morgunblaðið - 24.01.1960, Síða 3

Morgunblaðið - 24.01.1960, Síða 3
Sunnudaerur 94 iar\. 1960 M O C TJIX Tt L A Ð1Ð 3 r Sr. Óskar J. Þorláksson: r r a Fermingarundirbúningur og fermingarbörn „Ég fulltreysti því, að hann sem byrjaði í yður góða verkið muni fullkomna það. (Fil. 1. 6.)“ I. UM þessar mundir er ferming- arundirbúningur að hefjast í söfn uðum Reykjavíkur og víðar um landió. Fjöldi ungmenna gengur til prestanna, til fræðslu í kristn um fræðum um 3—4 mánaða skeið. Hér í Reykjavík koma börnin til prestanna tvisvar í viku, og er þeim skipt í flokka, þannig að ekki verði alltof mörg börn í hverjum flokki eða eftir þeim tíma, sem heppilegastur er til fræðslunnar, miðað við skola göngu barnanna. Hér verður ekki rætt um hið ytra skipulag þesssarar fræðslu, þó að ýmislegt mætti um það segja. En hver er svo tilgangurinn með þessum fermingarundirbún- ingi? Hann er auðvitað fyrst og fremst sá, að börnin öðlist gleggri skilning á sannindum kristin- dómsins og því hvaða lifsvenjur vér eigum að tileinka oss, sem kristnir menn, eftir hverju beri að keppa og hvað beri að forð- ast. í þessari fræðslu er boðskap- ur og líf Jesú Krists þungamiðj- an. Ef vel tekst að vekja og glæða lotningu hinna ungu fyrir Kristi og kærleika til hans, þá hefur mikið áunnizt, sem hlýtur að verða til varanlegrar bless- unar lífi hins fulltíða manns, síðar meir, og hjálpar honum, til þess að taka ákvarðanir lil sóknar og varnar í baráttu lífs- ins. Hver kristinn maður á að miða líf sitt við Guðs vilja, eins og sá vilji er opinberaður í sannindum trúarinnar. Trúaruppeldi er því mikils- verður þáttur í lífi hvers manns. * + + + + ^.^»^ra^-jihegar unglingurinn þraskast 165 stigaþrep HÁHÝSIN, sem undanfar- in ár hafa verið að rísa hér í höfuðstaðnum setja mik- inn svip á bæinn. Þau eru það fyrsta, sem sjófarendur reka augun í, þegar þeir koma af hafi, og einnig það fyrsta, sem menn veita athygli, þegar ekið er í bæinn að norðan og austan. Þau gnæfa eins og stein- runnin tröll upp úr flatneskj- unni — og til er fólk, sem þau vekja með óhug, en það hefur sennilega lesið yfir sig af íslenzkum þjóðsögum í bernsku. Háhýsin eru nú orðin sex að kalla, fjögur í Hálogalands hverfinu, og tvö hafa undan- farið verið í byggingu við Austurbrún — þrettán hæðir hvort. Fyrir skömmu frétti Morg- unblaðið að annað háhýsanna við Austurbrún væri það langt komið, að fyrsti íbúð- areigandinn væri að flytja I " ' - .. 0 0 000 0 0 0t0- 0 0 0 0 0 -0Tj i inn í það — á tólftu hæð. Blaðamaður og Ijósmynd- ari frá Morgunblaðinu brugðu skjótt við með penna og ljós- myndavél — og það stóð heima, að þegar þá bar þar að var maðurinn einmitt að flytja inn. Ljósmyndari brá þegar upp vélinni og smelti af, þeg- ar verið var að hífa upp inn- anstokksmunina — utan á húsinu — lyftan er nefnilega ekki enn komin í húsið. Blaðamaðurinn þaut inn í húsið til að ná í íbúðareig- andann, sem hafði ekki látið sig muna um að leggja á brattann með smæstu mun- ina. Sem betur fór var hann ekki kominn langt upp, þegar blaðamaðurinn náði til hans — því þá er ekki að vita nema blaðamaðurinn hefði sprungið. — Blessaður taktu þetta ró- lega, sagði íbúðareigandinn, þegar hann varð blaðamanns- — Þetta er ljóta púlið, sagði blaðamaðurinn. — Bara gaman, svaraði maðurinn, sem reyndist vera Karl Guðmundsson, verk- fræðingur hjá Almenna bygg ingafélaginu. — Hvað eru margar tröpp- ur upp? spurði blaðamaður- inn. — Hundrað sextíu og fimm upp á tólftu hæð, hundrað og áttatíu upp á þrettándu, svar- aði Karl. — Hvernig varð þér innan- brjósts, þegar þú dróst 12. hæðina? — Ég er nú búinn að þramma þetta svo oft. Fyrst fannst mér það óþægilegt — en nú er ég farinn að kunna því vel. Það er viss frjáls til- finning hér uppi — það gerir víðsýnið. Ertu nokkuð lofthræddur, Karl? Ekki get ég sagt það — maður fer þetta gætilega. — Hvað ertu lengi að ganga upp? — Svona tvær mínútur með eðlilegum hraða — en þá er ég aðeins móður. Eldra fólk færi þetta sennilega á þrem mínútum. Ég hef einu sinni verið eina mínútu — og stóð á öndinni. Maður er auð- vitað fljótari niður, en það er ekki gott að hlaupa, þá fer mann að svima. — Heldurðu að þú nennir nokkurn tíma út, þegar þú ert búinn að koma þér fyrir? — Maður horfir mest út um gluggana fyrst, svo fer þetta af, og maður heldur sér við jörðina eins og áður. Ljósmyndarinn var nú einnig kominn upp til að taka útsýnismynd, en hann var ekkert lofthræddur, því hann er gamall flugmaður og hef- ur flugpróf. Eftir að hafa skoðað útsýn- ið, var, aftur haldið niður á jörðina. Þar var fyrir Sigurð- ur Pálsson, byggingameistari, framkvæmdastjóri Laugaráss s.f., sem sér um byggingu há- hýsanna við Austurbrún, en það er samvinnufélag íbúðar- eigendanna, sem vinna sjálfir að byggingu húsanna. Blaðamaðurinn notaði tækifærið og spurði Sigurð nokkurra spurninga um bygg ingu húsanna. — Hvenær hófuð þið bygg- ingarnar, Sigurður? — Við byrjuðum 20. apríl 1958, og nú er svo langt kom- ið að verið er að byrja á tré- verki í þessu húsi. Vatnið er komið, og lyftur verða settar í húsið um mánaðamót næst- komandi. Svo er púsningu ð mestu lokið, eins og þið sjá- iO. — En hitt háihýsið? — Það er verið að ljúka við þakhæðina á því og unnið að því að leggja miðstöðvarlögn, og er áætlað að hiti komist á í febrúarlok, en þá verður einnig dregið um íbúðirnar í því húsi? — Er það ekki mjög spenn- andi? — Jú, flestir vilja vera á efstu hæðunum. — Er búið að ráðstafa öll- um íbúðunum? — Já, að undanskildum í- búðum þeirra, sem hafa orð- ið að hætta við íbúðir sínar vegna fjárhagsörðugleika eins og gengur. — Eg held mér sé óhætt að fullyrða að þetta hafi gengið mjög vel, og allir aðilar séu ánægðir. íbúðirnar eru vand- aðar og ættu að geta orðið skemmtilegar. Að svo mæltu kvöddu blaða maðurinn og Ijósmyndarinn íbúðareigandann á tólftu hæð, fram kvæmdastjórann og verkamenn, sem hífðu upp innanstokksmunina. L e. s. veerður hann að taka æ fleiri og fleiri ákvarðanir á eigin spýt- ur. Tii þess að velja það, sem miðar til uppbyggingar, þarf festu í lífsskoðun, og þar er það tilfinningin fyrir trú og siðgæði, sem mestu varðar, og sú með- vitund, að allar skyldur lífsins séu skyldur við Guð. II. Þegar talað er um férming- arundirbúning og kristindóms- fræðslu, ber að athuga ,að sú fræðsla hefur að ýmsu leyti sér- stöðu. Kristindómurinn er meira lj en þekking á ákveðnum söguleg- ! um staðreyndum, hann þarf að hafa áhrif á persónu manna og lífsviðhorf. Þegar menn læra sögu eða landafræði, þá er aðal- lega gerð kráfa um ákveðin þekk ingaratriði í þessum fræðum og skilning á samhengi atburðanna, en þegar við lærum boðorðin, fjallræðuna eða dæmisögur Krists, þá er tilgangurinn sá, að allt þetta hafi áhrif á lífsskilning vorn og lífsstefnu, beinlínis móti breytni vora, í daglegu lífi. Það er t. d. ekki nóg að kunna 'jj „faðir vorið“, utan bókar, það 1 þarf að vera oss b æ n, sem >4 snertir innstu strengi hjartans. Til þess að fexmingarundir- | búningurinn nái tilgangi sínum | þurfa foreldrar og aðstandendur að styðja prestana í þessu starfi. Aðstaða prestanna til þess að kynnast börnunum að nokkru ráði, er ekki sem bezt og spurn- ingatíminn, sem hægt er að fá börnin til viðtals oft óhenntug- ur. Sú hjálp, sem foreldranir geta einkum veitt, er að hvetja börnin til þess að læra það, sem þeim er ætlað, minna þau á að mæta stundvíslga í undirbúningstím- ana; sækja með þeim kirkju, meðan fermingarundirbúnings- tíminn stendur yfir, og láta þau finna, að þau hafi áhuga fyrir þessari fræðslu og gildi ferming- arinnar. Ef um einhver vand- kvæði er að ræða i lífi barnanna, þá þarf að ræða um það við prestinn. Ég efast ekki um það, að ef for eldrar og prestar vinna hér sam- an eftir beztu getu, þá verður þessi undirbúningstími hinum ungu til góðs og getur orðið til blessunar í lífi hins fulltíða manns. Árangurinn af andlegu uppeldisstarfi kemur ekki allt af strax í ljós, en það starf, sem unnið er af trúmennsku og kær- leika hlýtur alltaf að bera góða ávexti, og enginn efast um það, að Jesús Kristur er hinn bezti leiðtogi mannanna, hvort sem þeir eru yngri eða eldri, og að heimurinn í dag, hefur, engu síður en áður, mikla þörf fyrir anda hans og áhrif. Ó. J. Þ. K0 0&*+^0,.0s00.M *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.