Morgunblaðið - 24.01.1960, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.01.1960, Qupperneq 12
12 MORGUNTtT, /1Ð1Ð Sunnudagur 24. jan. 1960 ETtg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsin.gar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstrseti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askrtftargald kr 35,00 á mánuði innamands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið JULIUS CESAR JÓÐLEIKHÚSIÐ sýnir um þessar mundir tvo gam- anleiki, af því að aðsókn að Júlíusi Cesar hefur brugðizt. Þriðji gamanleikurinn er í undirbúningi. Það er sízt af öllu ætlun Mbl. að amast við slíkjum leikjum. En Þjóð- leikhús eru þó fyrst og fremst reist til þess að sýna veiga- meiri verk. „Ei blot til lyst'* stendur fyrir ófan leiksvið konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn — og er hóf- lega orð^ð, eins og Dönum er líkt. Það er mjög illt til þess að vita að sýningin á Júlí- usi Cesar skuli hafa verið illa sótt, meðal annars vegna þess, að hætt er við að það dragi úr kjarki leik- hússtjórnarinnar til þess að ráðast í að sýna meiri háttar leikrit heimsbók- menntanna, og leggja í þann kostnað og það erfiði sem til þarf. Menningarviðburður Sýning þessa mikla harm- leiks úr sögu Rómverja, eftir mesta leikritahöfund heims- ins, var auðvitað stórviðburð- ur í íslenzkri leikhússögu, svo að með fullum rétti má segja, að hvernig sem tekizt hefði, var sjálfsagt að veita sýning- unni meiri athygli og aðsókn, en flestum öðrum sýningum frá því að Þjóðleikhúsið hóf göngu sína. Leikdómarar virt- ust sammála um, að mikið hafi skort á að leikstjórn og leikarar hafi valdið þessu verki til fulls. Samt var þetta í margföldum skilningi menn- ingarviðburður, sem átti betra skilið en að fara fram fyrir hálfauðum áheyrenda- bekkjum. Við megum ekki ætlast til þess, að leikarar okkar séu frá upphafi Shakes- peare-leikarar á heimsmæli- kvarða. Það má ekki drepa kjark leikhússins og þeirra til að halda áfram. En auk þess — fara menn í leikhús eingöngu til þess að sjá leiklist? Með þessari spurningu er auðvitað engan veginn gert lítið úr leiklist- inni, né dregin í efa skylda hvers leikhúss, að reyna af ítrasta megni að sýna hvert verk af þeirri list, að það njóti sín sem bezt. En hins vegar skal mikið til að svo takist meðferð hinna mestu leikrita, að ekki sé viðburður að sjá þau og heyra. Og vissu- lega fór því fjarri að áheyr- pndur hlytu ekki að dá snilld og vísdóm Shakespeares all- an leikinn á enda. Orð Bornard Shaws í þessu sambandi er vert að minnast orða Bernard Shaw, sem einhvern tíma sagði, að ekki væri þörf á að leika mjög mikið, þegar verk sín væru sýnd. Ef leikaramir aðeins vildu segja tilsvörin, þannig að þau skildust, þá myndu áheyrendur hlusta með athygli allan tímann — og alls ekki sakna þess að ekki færu fram ósköpin öll af j leiklist. Eitthvað á þessa leið komst Shaw að orði, á sinn venjulega ýkjufulla hátt. Hann var sem kunnugt er mjög hrifinn af leikritum sín- um, og sannfærður um að þau væru svo bráðskemmtilega skrifuð og innihald allt svo merkilegt, að ekki þyrfti ann- að en hafa þau yfir á leik- sviði, skýrt og skilmerkilega, til þess að halda áhuga og fögnuði áheyrenda vakandi frá upphafi til enda. Sígild Iist En hvað þá með Shakes- peare? Morgunblaðinu er kunnugt um fólk, sem fór oft- ar en einu sinni á sýningu Júlíusar Cesars — án þess að vera ánægt með leiklistina — en til þess að heyra verk skáldsins oftar en einu sinni. Því það er ekki fremur um Rómverja en okkur sjálfa, það er að segja um mennina eins og þeir alltaf hafa verið, pólitíska öfund og róg, hatrið á þeim sem meira geta en aðr ir, hatur æsingamannsins, víl og hugsýki „nytsamra sak- leysingja“ — og flótta ónýtra samsærismanna frá allri á- byrgð þegar illræðisverkið er framið. Þrátt fyrir allt verður að vona, að höfuðstaður vor ræki framvegis betur en að þessu sinni skyldur sínar við vaxt- ar-veiðleitni íslenzkrar leik- menningar. Vonandi verður Júlíus Cesar tekinn aftur upp, j áður en langt um líður, j með ef til vill dálítið breyttri hlutverkaskipun, og betur leikinn. Því þrátt fyrir allar fyrir- bænir og óskir um óbrigðulan áhuga á menningarhlutverki Þjóðleikhússins, þá er víst að af hálfu alls þorra manna, fer i sá áhugi að miklu, ef ekki j mestu leyti eftir því — hvað leikararnir vilja á sig leggja fyrir list sína. I f ~.- ~. -- . * -------------------------- Myndin er tekin frá brezkum tundurspilli, £1 sem kom til bjargar skipbrotsmönnum af *J| Lancastria. Þeir svamla í vatninu kringum á flakið; nokkrir láta fyrirberast á kilinum ... að rigna niður. Skutur Franconia sprakk bókstaflega í loft upp, er öflug sprengja hitti í mark. Skip ið sneri þegar við og sigldi heim á leið sem það mátti — en önn- ur vélin var óvirk ,svo að ekki var hraðinn mikill. — Lancastria hélt hins vegar áfram og varpaði ogbiðudauðans Kveiktu sér í sígarettu — aðra hliðina, rétti sig svo við að nýju, en valt jafnskjótt yfir á hina síðuna — og hvolfdi. — Hundruð hermanna stukku fyrir borð. Sumir reyndu að leysa björgunarbátana, en aðeins fáir þeirra komu niður í sjóinn á réttan kjöl, og þeim hvolfdi öll- um innan skamms ,þegar þeir, sem voru á sundi í sjónum, flykktust að og reyndu að kom- ast um borð. — Brátt varð yfir- borðið allt þakið þykkri olíu frá skipinu. Allir virtust rólegir —- Þegar stórskipinu Lancaslria hvolfdi með 6000 herittenn um A TLANTSHAFSFAR Cun- ard-útgerðarfélagsins, Lancastria, lá í Liverpool. Stórt, gamalt skip, sem aldrei hafði þótt sérlega góð- ur farkostur og ekki orðið vinsælt meðal farþega sinna. Nú geisaði styrjöld, og Lan- castria gamla hafði verið máluð í ömurlegum, gráum lit, til þess að hún væri ekki eins gott skotmark fyrir óvin- ina á hafi úti. — * — Skipið þurfti að fara í slipp. Botninn var orðinn alþakinn skeljum og sjávargróðri, og margt þurfti lagfæringar við um borð. Hluti áhafnarinnar var þegar genginn frá borði, og menn hugðu gott til hvíldarinnar. 'fc Úr höfn Það var hinn 15. júní 1940. Á ströndum Norður-Frakklands söfnuðust saman sigraðar leifar brezka hersins. Belgíukonungur hafði fyrirskipað uppgjöf. — Franski herinn var gersigraður. En á ströndinni við Brest, St. Nazaire og víðar voru enn leif- ar brezka hersins — og horfðu vonaraugum yfir sundið. Þennan dag, 15. júní, var gef- in skipun um að Lancastria skyldi tekin úr slipp og send til Frakklands til þess að sækja hina brezku hermenn. Hægt og treglega fóru gamlar vélar skips- ins í gang — eins og þeim væri það þvert um geð. Það tókst að kalla saman meginhluta áhafnar- innar á skammri stund, og hinn úr sér gengni „Atlantshafs-risi“ lét úr höfn. 6000 hermenn í stað 3000 Lancastria náði heilu og höldnu að Frakklandsströnd, ásamt öðru stríðsgráu farþegaskipi, Franc- onia. — Drunur frá þýzkum sprengjuflugvélum fylltu loftið — og á ströndinni biðu brezku herflokkarnir milli vonar og ótta. Og þýzku sprengjunum tók borð loks akkerum fast uppi við ströndina í mynni Loire-fljótsins. — Jafnskjótt tóku brezku her- mennirnir að flykkjast um borð. — Hve marga getið þér tekið? spurði yfirmaðurinn í landi skip stjórann. — Þrjú þúsund, svar- aði Sharp skipstjóri. — En áður en kvöld var komið, voru 6000 hermenn komnir um borð í Lanc- astria. — Þarna í grenndinni lá einnig farþegaskipið Oronsay. Bæði voru skipin hið bezta skot- mark fyrr þýzku sprengjuflug- vélarnar, sem gerðu hverja árás- ina eftir aðra. Oft munaði ekki hársbreidd, að þær hittu í mark — og loks varð Oronsay fyrir s s Frásögnin, sem s sprengju. Þykkt reykský lagðist yfir. •fa Þjóðverjarnir hitta í mark Sharp skipstjóri ákvað, þrátt fyrir þetta, að bíða kvöldsins og dimmunnar, áður en hann létti akkerum og sigldi frá ströndinni, þar sem kafbátar og aðrar leynd ar hættur biðu. Þetta var örlaga rík ákvörðun, því að einni klukkustund síðar hittu tvær stórar sprengjur Þjóðverjanna skipið, og komu þá m.a. tvö stór göt á aðra síðu þess. öninur sprengjan gekk alla leið niður í aðra lest, þar sem flokkur dauð þreyttra orrustuflugmanna hafði lagt sig til hvíldar. Þeir létu þar allir lífið á svipstundu. Lancastria tók þegar að sökkva. Þetta stóra skip lagðist fyrst á Mikill hluti þeirra, sem voru um borð í Lancastria, kunni ekki að synda, og voru margir þeirra kyrrir á skipinu. Þeir skriðu út á síðurnar, er Lancastria lagðist á hliðina og síðan áfram upp á kjölinn, þegar skipinu hvolfdi al- veg. — Hundruð manna voru lok uð niðri í lestum og annars stað ar í skipinu og höfðu enga mögu leika til björgunar. Samt virtust allir vera furðu-rólegir. — Ein- hvers staðar hóf hermaður upp raust sína og söng: — „There will always be an England“. Margir tóku undir. Nokkrir settust — hinir rólegustu, að því er virtist — á skeljum þakinn botn skips- ins og kveiktu sér f sígarettu á meðan þeir biðu dauða síns. Fljótlega tóku skip og bátar að flykkjast á slysstaðinn. Frá hinu hálfeyðilagða Oronsey komu björgunarbátar, og tveir eða fleiri brezkir tundurspillar sigldu á fullri ferð í áttina til flaksins, þar sem mannshöfuð hnigu og sigu í öldunum hundruðum og þúsundum saman. Og svo var hér birtist er byrjað að draga mennina upp úr sjónum. Sumir voru orðnir tvo taugaspenntir og ringlaðir, að þeir beittu s.ðustu kröftum sín- um til þess að synda á móti björg unarbátunum, löngu eftir að ljóst var, að þeim yrði bjargað. Marg ir ofbuðu sér á þennan hátt — og létust úr hjartaslagi. Fitan varð honum að fjörtjóni Margar sögur hafa verið sagð- ar frá þessum atburði, eins og jafnan þegar slíkt gerist. — Ung- ur herprestur, sem var uppi á þil fari, þegar Lancastria tók að sökkva, stökk ekki fyrir borð eins og hinir. Hann ruddi sér braut niður í lest tl þess að reyna að veita þeim traust og huggun síðustu andartökn, sem enga von höfðu um björgun. — Ein- Framh. á bls. 16. // Lancastria // j \eftir Geoffrey Bond, sem kom út\ i London eigi alls fyrir löngu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.