Morgunblaðið - 24.01.1960, Side 14

Morgunblaðið - 24.01.1960, Side 14
14 MORGUUBLAÐIÐ Sunnudagur 24. jan. 1960 Iðnráð Reykjavíkur Aðalfundur iðnráðsins verður haldinn sunnud. 31. jan. n.k. á Freyjugötu 27 kl. 2 e.h. Dagskrá: Samkvaemt reglugerð. Rétt til fundarsetur hafa nýkjörnir og fráfarandi fulltrúar. Framkvæmdastjórnin. Stórt Verzlunarfyrirtæki vantar nú þegar: verzlunarstjóra fyrir matvörubúð og 3—4 af- greiðslustúlkur í matvörubúðir. Umsóknir send- ist Morgunblaðinu fyrir 27. þ.m. merkt: „8289“. Bamavinafélagið Suinargjöf mun starfrækja föndurskóla fyrir 6—8 ára gömul börn að Lindargötu 50 frá 1. febr. n.k. Starfræktar verða tvær deildir kl. 10—12 og 1—3 daglega. Upplýsingar og innritun í síma 15937 næstu daga kL 1—3. Bamavinafélagið Sumargjöf. H afnfirðingar Efnalaugin Glæsir, Reykjavíkurvegi 6, hefur af- greiðslu á skyrtum fyrir okkur. Leggjum sérstaka áherzlu á vandaðan og góðan frágang. Fljóta og örugga afgreiðslu. Höfum fullkomnustu vélar. Fest- um á tölur. Skyrtur komnar fyrir miðvikudag til- búnar á föstudegi, Skyrtur komnar fyrir föstudag tilbúnar á miðvikudag. Skyrtan er bezt þvegin hjá. okkur. þvoftahúsið Skyrtur og Sloppar hf, Brautarholti 2. Óskum eftir að ráða Sendisveinn allan daginn, helzt á mótorhjóli. Upplýsingar á skrifstofu vorri Skipholti 33 eftir hádegi næstu daga. V I K A IV Oska að kaupa 3 ja herb. íbúð Má vera í risi. Tilboð merkt: „F — 8277“ sendist Mbl. Stúlka óskast í brauðgerðarhús vort nú þegar eða 1. febr. n.k. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Kaupfél. Þór, Hellu. Til sölu Glæsileg ný 5 herbergja íbúðarhæð. Sér inngangur, sér hiti. Upplýsingar á skrifstofunni. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, hri. Laufásvegi 2. IMauðungaruppboð sem auglýst var í 98., 101. og 102. til Lögbirtinga- blaðsins 1959 á v/b Sleipnir KE 26 fer fram að kröfu Fiskveiðisjóðs íslands miðvikudaginn 27. þ.m. 1960 kl. 3 s.d. við skipið sjálft í Skipasmíðastöð Dráttar- brautar Keflavíkur h.f. Keflavík. Bæjarfógetinn í Keflavík. HATTAR - HATTAR Nýkomnir 100% FELD WATERPROFF PÓSTSENDUM EYFELD Ingólfsstræti 2 Sími 10199. Box 137. LONDON Atvinna Rösk stúlka óskast til afgreiðslustarfa í vefnaðar- vöruverzlun í miðbænum. Umsókn er tilgreini aldur og fyrri atvinnu sendist í afgr. Morgunblaðsins merkt: „Rösk 4233« Hnífsdœlingar Ákveðið hefir verið, að Hnífsdælingar í Reykjavík og nágrenni efni til sameiginlegrar SÓLARKAFFI- DRYKKJU í Framsóknarhúsinu sunnudagskvöldið 7. febr. n.k. kl. 8%. Áskriftarlistar liggja frammi í sam- komuhúsinu kl. 1—6 daglega til miðvikudags. Einnig má tilkynna þátttöku í síma 22643 á sama tíma. Dans o.fl. Fjölmennum stundvísiega. Nokkrir Hnífsdælingar. IJ t £ Kjólaefni, Kvensokkar, Kvenbuxur, Kvenpeysur, a I a Eldhúsgardínuefni, Barnasokkar og hosur Barnahosur Barnapeysur. Barnahúfur prjónaðar. Öll snið fyrir gjafverð. og margar fleiri vörutegundir fyrir mjög hagstætt verð. Vesturgötu 4. | — Reykjavikurbréf Framh. af bls. 13. „Stingur höfðinu í sandinn“ Þegar Eysteinn Jónsson heyrði þetta brást hann hinn reiðasti við. Hann sagði, að engum ó- brjálaðum manni dytti í hug að kenna Framsóknarflokknum um olíuhneykslið! Síðar á fundinum tók Her- mann Jónasson í sama streng og sagði fráleitt að kenna Fram- I sóknarmönnum um olíuhneyksl- ið. Ekki fara sögur af því hversu þessar afsakanir flokksbrodd- j anna hafa verkað á fundarmenn. En víst er það tímanna tákn, að þessir tveir menn þurfa nú í sinu eigin flokksfélagi að hafa sig alla við til að bera af sér sakir vegna margþættasta og langvinnasta svikamáls, sem upp hefur komið hér á landi. Framkoma þeirra nú er og ekki mikilmannleg, þegar litið er til dálætis þeirra áður j fyrri á þeim, sem nú er reynt að velta allri sökinni á. Þá þótti hann nógu góður til samneytis, þó að nú sé honum afneitað. En „hin gömlu kynni gleymast ei“. Þess vegna er það víst, að megin- þorri þjóðarinnar telur, að Fram- sóknarbroddarnir stingi nú höfð- inu í sandinn, þvert ofan í að- varanir Jóns Skaftasonar. „Siðgæðishug- sjónin glötuð“ Þó að samkomulag væri um margt á þessum fundi, voru þó flestir eða allir ræðumenn sam- mála um eitt: Efla yrði áhrif FramsóknaÞ innan samvinnufél- aganna. Þar talaði Hannes Pálsson fyr- ir hönd allra hinna ræðumann- anna. Hann sagði eitthvað á þessa leið: „Kjörorðið á að vera, að sam- vinnuhugsjónamenn einir starfi fyrir samvinnufélögin. Hvenær mundu Búddhatrúarmenn taka sér kristinn prest eða kapitaliskt fyrirtæki ráða kommúnista sem forstjóra? Olíuhneykslið hefur svift samvinnufélögin siðgæðis- hugsjóninni". Hannes hefur oft sagt meiri fjarstæðu en í þessum síðast til- færðu orðum. Er þó „siðgæðis- hugsjónin" allbreytilegt hugtak hjá Hannesi eins og alþjóð veit. Um þann óstöðugleika er Hann es raunar ekki einn. Hans gætir mjög þessa dagana hjá komm- únistum. Þeir vilja auðsjáanlega ekki missa af því að verða taldir slíkir „samvinnuhugsjónamenn", að Framsókn taki þá góða og gilda. Þess vegna skamma þeir Framsókn og Vilhjálm Þór blóð- ugum skömmum annan daginn en bjóða honum hinn upp á sam- vinnu í seðlabankastjórninni til andstöðu við ríkisstjórnina. Skammirnar um Vilhjálm og Framsókn eru sem sé einungis til þess að gera Vilhjálm og hina broddana hæfilega meira til samningsgerðar, enda áttu komm únistar sinn hlut að því að breyta bankalöggjöfinni svo að Vilhjálm ur yrði aðalbankastjóri og Einar Olgeirsson mælti þá í bankaráði Landsbankans með honum til starfans. Öll þessi hersing er reiðubúin til þess að breyta sér í hvaða gerfi sem er, jafnt Buddhatrúar- manns sem kristins, kommúnista sem kapitalista, ef hún getur þar með tryggt eigin völd, og þá aðstöðu, sem olíuhneykslið sýnir nú, hvernig notuð hefur verið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.